Þjóðviljinn - 31.01.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1964, Síða 3
Föstudagur 31. 'janúar 1964 ÞlðÐVIUINN SlÐA Minh hershöfðingi kominn undir lás og slá: Ný hershöfðingjauppreisn geri í Su&ur-Víetnam í gær SAIGON 30/1 — Gerð hefur verið uppreisn í Suð- ur-Víetnam og steypt af stóli herforingjastjórn þeirri, er laut forystu Minh hershöfðingja. Nguy- en Khan, hershöfðingi er foringi uppreisnarinnar. Kveður hann uppreisnina hafa verið til þess gerða að koma í veg fyrir samsæri um að gera landið að hlutlausu ríki. Hafi þetta samsæri verið gert með stuðningi Frakka, og verði nú stjómmála- sambandi við þá slitið. Hersveitir Khans tóku völdin í Saigon í sínar hendur fyrir dögun. Ekki mun mannfall hafa orðið við þau umskipti, en fjölmargir stuðningsmenn Minh munu hafa verið handteknir. Nguyen Khan, hershöfðingi, hefur afhent Henry Cabot liOdge, sendiherra Bandaríkj- anna í Suður-Víetnam, skjöl er sanna skulu fullyrðingar hans vm „hlutleysissamsæri“ og aðild Frakka aö því. Frá Washington berast þær fréttir, að Johnson forseti hafi 1 dag átt viðræður við Dean Rusk utanríkisráðherra um þróun mála í Suður-Víet- nam. og talsmaður forsetans lét Slitnar upp úr PanamaviSræðum WASHINGTON 30/1 — Samn- ingar þeir, er undanfarið hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Panama vegna deilunnar um Panamaskurðinn, fóru í dag út um þúfur. Miguel Moreno, sendiherra Panama hjá stjórnamefnd Bandalags Ameríkuríkjanna, ÖAS, sem aðsetur hefur í Wash- ington, lét svo um rnælt, að Panamastjórn hefði gert sitt ýtrasta til þess að komast að samkomulagi, en án árangurs. Nú væri ekki um annað að ræða en krefjast þess að kallað- ur væri saman aukafundur ut- anríkisráðherranna í löndum OAS. svo um mælt, að hann fylgdist af athygli með því sem gerðist. Nær samtímis tilkynnti banda- ríska utanríkisráðuneytið það, að tilhögun hinnar nýju stjóm- ar réði því, hvort Bandaríkin veittu henni viðurkenningu sína. Hinn nýi valdhafi, Khan hershöfðingi, er sagður mjög vinveittur Bandaríkjunum og eftir þvi andsnúinn kommúnist- um. Er hershöfðinginn kom í fyrsta skipti opinberlega fram eftir valdatöku sína lýsti hann því yfir, að herinn hefði ákveð- ið að gera uppreisn til þess að halda áfram byltingunni og mæta kröfum fólksins. Hina fyrri byltingu kvað hann ekki hafa náð nægilega góðum ár- angri, stjómin hefði verið á- hrifalítil og andbyltingarsinnuð. Hefðu meðlimir hennar lítið gert annað en skara eld að eigin köku. Haft er fyrir satt í Sai- gon, að Khan muni láta ákæra Minh fyrir ýmis afbrot framin í stjórnartíð Diems, en Minh er nú undir lás og slá. Áður en Khan gerði uppreisn sína átti hann langar viðræður við Minh, en þær fóru út um þúfur, með fyrrgreindum afleið- ingum. I fréttastofufregnum seg- ir, að Minch muni hafa neitað að verða við þeirri kröfu, að hann vrði aðeins opinberlega og á ytra borði æðsti maður lands- ins. Khan muni og hafa sett fram þær kröfur, að fjórum meðlimum herforingjastjómar- innar yrði vikið frá. Er talið, að þeir hershöfðingjar hafi ver- ið handteknir og sendir til borg- ar nokkurrar, um sex hundruð kílómetra fyrir norðan Saigon. Sendiherra Bandaríkjanna, Cabot Lodge. lét svo um mælt, er uppreisnin var um garð geng- in, að Bandaríkjamenn hafi enga aðild átt að henni. Fullyrt er þó, að uppreisnarmenn hafi skýrt Lodge frá áformum sínum nokkru áður en uppreisnin var gerð. 1 Saigon er það haft eftir góðum heimildum, að hinir nýju valdhafar muni útnefna Tran Van Ly forsætisráðherra. Van Ly var landstjóri í Mið-Víet- nam er landið var undir franskri stjóm. Hann er sagður ákafur fylgismaður Bandaríkj- anna. Allt var rólegt í Saigon í dag. Vilja selja hveiti MONTREAL 30/ 1 — Það var haft eftir góðum heimildum í Ottawa í dag, að Kanada muni reyna að komast að samkomu- lagi við Sovétríkin um hveiti- sölu. Samkvæmt núgildandi við- skiptasamningi verða síðustu hveitifarmamir til Sovétríkjanna afhentir innan 31. júlí næstkom- andi. Pravda gerir hríð að Kína MOSKVU 30/1 — Pravda, málgagn Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, gerði í dag harða hríð að stjóm Kínverska al- þýðulýðveldisins. Er ástæðan sú, að Kínverjar hafa ekki hirt um að birta orðsendingar Krústjoffs til allra landa þar sem hann hvetur til þess að ríkin lýsi því yfir, að þau muni ekki grípa til vopna þó deilur kunni að koma upp. í greininni, segir ennfremur, að úr lausu lofti séu gripnar þær ásakanir Kínverja, að þessi til- mæli Krústjoffs feli í sér sátt- fýsi við heimsvaldasinnana. Þá eru Kínverjar hvattir til þess að birta opinberlega svar Johnsons Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ráðamanna við áskor- uninni. Sic transit gloria mundi í Suður-Víetnam Stjórn Minhs í Suður-Víetnam hefur nú verið steypt af stóli eftir aðeins rúmlega þriggja mán- aða valdaferil. A myndinni sjáum við þá herforinjana Duong Van Minh, Le Van Kim og Tran Van Don hcilsa með hermannakveðju Iiðsveitum sinum. A myndina vantar Ton That Dinh, en hann sviptu þeir félagar herstjóm. Þessi hershöfðingj aþrenning má nú muna sinn fífii fegri. Merkur dagur í sögu geimrannsóknanna: Einni tunglflaug og tveim gervihnöttum skotið á loft CAPE KENNEDY, MOSKVU 30/1 — I dag skutu Bandaríkjamenn á loft tunglflaug, Ranger VI. og er henni ætlað til tunglsins. Gert er ráð fyr- ir því, að tunglflaugin verði 66 klukkustundir á leiðinni, og nái mánanum einhverntíma milli kl. 8 til 10 á sunnudagsmorgun eftir íslenzkum tíma. Jafnframt þessu tilkynnir Tass-fréttastofan, að Sovétríkin hafi í dag sent tvo gervihnetíi, Elektrón I og Elektrón II, á loft. Ranger VI. er sjötta eldflaug- in, sem Bandaríkjamenn hafa ætlað að senda til mánans. Fyrri tilraunir hafa allar mis- tekizt og kostað landið meira en hundrað milljónir dala. Rang- er IV. komst næst því að verða að gagni, eldflaugin komst til mánans en með Ijósmyndatæki sin biluð, og vísindalegur árang- ur varð því enginn af tunglskot- inu. v Allt virðist benda til þess, að Ranger VI. komist á leiðarenda. Talsmenn geimferðarannsókn- anna í Bandaríkjunum segja allt hafa gengið að óskum, enn sem komið er, og hljóðmerki frá eld- flauginni hafa heyrst bæði í Suður-Afríku og í Ástralíu. Vísindamenn vonast til þess, að Ranger VI. takist að senda milli þrjú og sex þúsund ljós- myndir til jarðar áður en eld- flaugin lendir á mánanum. Eldflaugin er um 20 metra á lengd og vegur um það bil 400 kg. Jafnframt vonast bandarisk- ir vísindamenn til þess, að ef för Ranger VI. til mánans gangi að óskum geri það þeim auð- veldara að kría út úr bandaríska þinginu nauðsynlegar fjárveit- ingar til geimferðarannsókn- anna. Þá berast þær fréttir frá Moskvu, að skotið hafi verið á loft tveim gervihnöttum, ES- ektrón I. og II. Gervihnöttunum er ætlað að safna vísindalegum upplýsingum. Elektrón I fylgir sporöskjulagaðri braut, og er jarðfirð hans 7100 km. en jarð- nánd 406 km. Elektrón II hefur jarðfirðina 68200 km og jarð- nándina 460 km. Nýjung Nýjung Nýjung Nýjung Fjölskyldan fer út að skemmta sér Skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í Hótel Sögu, súlnasalnum, sunnudaginn 2. febrúar og hefst k!3 e.h. til kl. 6 e.h. II og ...................... 1 íandaríkjamenn hafa nú skotiö á Ioft tunglflauginni Ranger VI. ig gcra sér vonir um að hún nái tungli á 66 klukkustundum. A nyndinni sjáum við scrfræðinga prófa Ijósmyndatæki tunglflaugar- nnar, en vísindamcnn gera sér vonir um að Rangcr VI. muni lenda til jarðar milli þrjú og sex þúsund ljósmyndir af mánanum. Ljósmyndavélar eldflaugarinnar eru sex talsms. Ýmis skemmtiatriði. T.d.: Tízkusýning frá tízkuverzluninni Guðrún, Rauðarárstíg 1 Herradeild P. & Ó. Danssýningar, böm og ungt fólk. Gamanvísur og leikþættir m.a.heimsókn frá Leikfélagi Kópavogs, Atriði úr bamaleikritinu „Húsið í skóginum". Farið verður í leiki bæði með börnrm og þeir fullorðnu lútnir reyna sig í ýmsum þrautum, og margt fleira. Mörg verzlunarfyrirtæki sýna þarna framleiðslu sína og gefa öll verðlaun í hinum ýmsu keppnum. Þetta er tilraun til að gefa fjölskyldunni, börnunum jafnt sem foreldrum þeirra tækifæri til að skemmta sér saman einn sunnudagseftirmiðdag í fogrum og góðum húsakynnum. Aðgöngumiðasala fer fram í andyri Hótel Sögu, laugardaginn 1. febrúar frá kl. 2—5 e.h. Borð tekin frá á sama tíma. Verð aðgöngumiða er kr. 25,00 fyrir barn og 35,00 fyrir fullorðna. Þetta litla par dansar Rumbn og Cha-cha-cha. Dansskóli Hermanns Ragnars

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.