Þjóðviljinn - 31.01.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.01.1964, Qupperneq 4
4 SlÐA Útgeí'andi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Verkhllsmenn setja lög Ijegar Vísir vér heilli forystugrein í fyrradag til andsvars við Þjóðviljaleiðara um gildi kjara- baráftu verkalýðsins, grípur hann til þeirrar þægi- legu bardagaaðferðar að segja sem minnst af því sem í Þjóðviljanum stóð og fara svo enn að þylja gömlu og gatslitnu plötuna um vonda kommún- ista og vonda Framsóknarmenn, þeir eigi sök á öllum verkföllum og yfirleitt öllu sem miður hafi farið í íslenzkum þjóðfélagsmálum, Vísir hik- ar ekki við að gefa í skyn að þessir vondu menn hafi gersamlega haft vald á þjóðfélagsþróunínni, líka imdanfarin fimm ár, þó núverandi stjómar- flokkar ha'fi verið óslitið í ríkisstjórh og ha'ft sauð- þægan þingmeirihluta allan tímann! Það virðast þannig ekki einungis vera vondir menn, komm- únistar og Framsóknarmenn, heldur líka furðu valdamiklir, og það jafnf þó þeir séu í stjómar- andstöðu. Oöngl íhaldsins að kjarabarátta verkamanna sé ^ orsök óðaverðbólgunnar er svo marghrakið að það er ekki framar svara vert; þeir menn gera sig að fífli sem halda slíku fram þvert gegn stað- reyndum. Um skeið hefur kaupgjaldsbarátta ís- lenzkra verkamanna verið vamarbarátta, þar sem reynt hefur verið að leiðrétta kaupmátt launanna í flaumi óðaverðbólgu viðreisnarinnar. En það er athyglisvert að Vísir minnist ekki á tvo verkfalls- sigra sem rætt var um í forystugrein Þjóðviljans sem verið er að svara. Þar var bent á, að andstætt því sem sífellt er japlað á í íhaldsáróðrinum gegn yerkalýðshreyfingunni, hafa verkamenn ávallt verið reiðubúnir að semja um varanlegar kjara- og réttarbætur í margvíslegu öðru formi en kaup- hækkun í krónutölu, og minnt var á tvo eftir- minnilega verkfallssigra af þessu fagi. Annan frá verkföllunum miklu 1955, en þá sömdu verka- menn um að lögfestur yrði Atvinnuleysistrygginga- sjóðurinn. Þeirri hugmynd hafði íhaldið á Alþingi vamað framgangs í áratugi, en varð nú að sætta sig við að verkfallsmenn gerðu hana að lögum. Þessi sjóður, árangur verkfallsins mikla 1955, er nú orð- inn einn stærsti sjóður landsins, til hans leita jafnt ríkisstjórnir, bæjarstjómir og einkaatvinnu- rekendur með tugmilljóna lán til íbúðabygginga og margvíslegra atvinnuframkvæmda. Nú hefur sú krafa verið seft á dagskrá að þessi mikli s'jóð- ur komi betur að beinum notum eigendum sín- um, fólkinu í verkalýðsfélögunum, m.a. með því að verkalýðsfélögin geti ávísað úr honum viðbót- arhúsnæðislánum. Minnt var á annan verkfalls- sigur er Dagsbrún knúði fram í harðvítugum verkfallsátökum 1961, fjáröflun í styrktarsjóð fé- lagsins. Sá styrktarsjóður hefur þegar á fyrsta starfsári greitt sjúkum og slösuðum mönnum meira en hálfa milljón kr. í bætur og getur í fyrirsjáan- legri framfíð gert enn betur, auk þess sem sjóð- urinn hlýtur að verða lyftistöng félaginu og þar með verkamönnum Reykjavíkur og landsins alls. Auðskilið er, að Vísir sé svolítið feiminn við þessa og aðra álíka verkfallssigra. Staðreyndirnar um þá passa ekki við áróðurinn gegn kjarabaráttunni og verkfallsvopni alþýðunnar. — s. ------------ÞIÖÐVILIINN---------------------------------- Frumvarp Einars OSgeirssonar og Geirs Gunnarssonan Föstudagur 31. janúar 1964 AÐSTOÐ VIÐ REKSTUR OG BYGGINGU BARNAHEIMILA Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins í neðri deild, Einar Olgeirsson og Geir Gunnarsson, flytja frumvarp til laga um aðstoð við rekstur og byggingu almennra bamaheimila og um fóstruskóla. ÞlNGSIA Þ|ODVIL|ANS Meginefni frumvarpsins fer fer hér á eftir: Ríkid skal aðstoða þá aðila, sem reka almenn bamaheimili; vöggustofur, dagheimili og vist- heimili svo og sumardvalar- heimili fyrir böm, svo sem hér segir: Geir Gnnnarsson Ríkið greiðir viðkomandi að- ila a.m.k. 600 kr. á mánuði fyr- ir hvert barn sem rekstrarstyrk til bamaheimilisins, en þó að jafnaði eigi minna en þriðjung kostnaðar við rekstur heimilis- ins. Aðilar geta verið hvort held- ur er sveitarfélag, áhugafélag, opinber stofnun eða atvinnu- fyrirtæki. Félagsmálaráðuneytið ákveð- ur með reglugerð. hve mikinn hluta ásetlaðs rekstrarkostnað- ar aðstandendur bams, ef ein- hverjir eru, skulu greiða, og skal þar höfð sú regla, að greiðsla fari eftir efnahag og aðstæðum aðstandenda, alltfrá því að vera ðkeypis fyrir þá aðstandendur, sem vtð erfið- astar aðstæður búa, og upp f að vera 2/3 rekstrarkostnaðar fyrir þá, sem beztar aðstæður hafa, en þó skal ætíö taka til- lit til bamafjölda frá sömu fjölskyldu. Félagsmálaráðuneytið skal fela trúnaðarmönnum sínum eftirlit með bamaheimilum samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Ríkið skal aðstoða sveitarfé- lög. sem hafa yfir 1000 íbúa og byggja bamaheimili, eftir að lög þessi öðlast gildi, svo sem hér segir: Ríkið leggur fram helming Einar Olgeirsson kostnaðar við slika byggingu og tilheyrandi tæki. enda hafi félagsmálaráðuneytið samþykkt teikningu. Heimilt er og ríkisstjóm að veita slikt framlag til kaupa á húsi til rekstrar bamáheim- ilis ef sveitarstjóm óskar þess frekar og félagsmálaráðuneytið álítur hús heppilegt til sh'ks rekstrar. Ríkisstjóminni er og heimilt að ábyrgjast byggingarkostnað eða kaupverð. Greiðslu á framlagi rikisins í þessu skyni skal lokið innan fimm ára, frá þvi að bygging er hafin. Nú byggir eða kaupir einn þeirra aðila, sem um ræðir í 1. gr. 3. málsgr. bamaheimili, sem þessi grein gerir ráð fyrir, og er þá ráðherra heimilt að láta þann aðila njóta slíks styrks, er þessi grein ákveður, ef við- komandi sveitarstjóm mælir með því. Nú óskar sveitarfélag með undir 1000 íbúum að verða þess réttar aðnjótandí. sem á- kveðinn er i 2. og/eða 3. gr., og tskal þá félagsmálaráðu- neytið athuga ósk þá sérstak- lega, og er heimilt að verða við henni, ef aðstæður eru þannig að mati ráðimeytisins að nauösyn sé á þessu fyrir sveitarfélagið. Ríkið skal reka fóstruskóla í Reykjavík, þ.e. skóla til þess að kenna þeim, er búa sig undir störf við bamaheimili. Rikisstjómin skal með reglu- gerð ákveða fyrirkomulag. Skal í þeirri reglugerð ákveðið, að við hann skuli starfa skóla- stjóri og minnst tveir fastir kennarar. Námstími skal vera a.m.k. 24 mánuðir samanlagt, miðað við sex stunda kennslu á dag. Ríkisstjóminni heimilast að leigja húsnæði undir skólann, meðan ekki hefur verið reist skólahús. Ríkisstjóminni er heimilað að kaupa hús eða láta byggja hús til þessarar skólastarf- semi og taka lán til þess að standast þann kostnað, allt að 4 — fjórum — milljónum kr. Það skeður margt í verkf alli Við vorum ekki beinlinls á verkfallsverði, en höfðum kom- ið saman á vinnustað af göml- um vana. Þetta var rétt eftir matinn, líklega um tvöleytið. Ég var að dunda við að hreinsa píp- una mina þegar hurðinni var skyndilega hrundið upp og i gættinni birtist miðaldra mað- ur. Hann pírði augun og beit á jaxlinn, og svipurinn bar það með sér að maðurinn var ofsa- reiður. Við biðum í ofvæni eftir að fá að vita hvað valdið gæti þessari ólgu mannssálarinnar, og við þurftum ekki lengi að bíða. „Það er auðheyrt hvaða fé- lagsskap þið sækið, piltar mín- ir“, sagði maðurinn grátklökk- um rómi. „Ég heyrði fullvel til ykkar áðan þegar ég fór upp stigann". „Á nú að draga okkur til ábyrgðar fyrir það að þér haf- ið ekki glatað heyrninnií" sagði verkstjórinn, dálítið spotzkur. „Sparaðu fyndina, drengur minn“, sagði gesturinn, „ég heyrði vel orðbragðið sem þið viðhöfðuð um ríkisstjórnina — þá einu ríkisstjóm, sem hefur þorað að taka á málunum með einurð og festu. Og þið létuð ykkur hafa það í'ð kalla þessa menn skepnur.“ Þó okkur að vísu ræki ekki minni til að við hefðum farið slíkum viðurkenningarorðum um ríkisstjórnina, i þetta skipti, þá þótti okkur varlegra að fortaka ekki neitt í því efni. Við reyndum því að gera riddara velsæmisins það lóst, að enginn ómerkari en sjálfur himnafaðirinn hefði talið mann- veruna æðstu skepnu jarðar- innar og hefði sá ekkl áður verið grunaður um að fara með staðlausa stafi. Þessi röksemdafærsla kom þó að engu haldi því stuðn- ingsmaður ríkisstjómarinnar sagðist ekki anza neinUm djöf- uls þvættingi. (Ekki veit ég, hvað herra biskupinn segði við þvílíkri skilgreiningu á guðs heilaga orði). Til þess nú samt að reyna sáttaleiðina tll hins ítrasta og komast að einhverju samkomu- lagi við manninn, þá spurðum við í hjartans einlægni hvort honum fyndist að við hefðum heldur átt að flokka forustu- menn þjóðarinnar undir plöntu- ríkið. En þar sem svo er hátt- að, að öllu í því ríki er niður- skipað í flokka og ættir, þá urðum við strax í vandræðum með að finna þeim stað með- al þeirra plantna, sem taldar eru til gróðurríkisins. Hér kom þó tilviljunin okk- ur til hjálpar, eins og engill af himnum sendur, þvi allt í einu rak okkur minni til þess, að einn hinn frægasti skjala- vörður, sem ísland hefur alið, Stefán nokkur Pétursson, hafði fyrir mörgum árum sannað það öllum landsins bömum af mikl- um lærdómi og lystilegu orða- . vali, að því nær helming rík- isstjórnarinnar bæri að flokka undir gorkúluættina — þann jarðarávöxt sem eftirsóknar- verðastur hefur þótt öllum nautpeningi. Og til að bregðast í engu vísindaheiðri sínum gat skjalavörðurinn þess, hvar gor- kúlutegund þessa væri að finna og við hvaða skilyrði hún næði beztum þroska. Allt þetta sögðum við mann- inum af fyllstu einlægni. En af því að við vorum enganveg- inn vissir x,m hvar flokka bæri hinn sjálfstæðari hluta rikis- stjómarlnnar þá fórum við að burðast við að geta okkur til eins og konan í æfintýrinu um Gilitrutt: „Ekki vænti ég að þeir gætu heyrt undir peninga- grösin?“ Það var ekki að íormerkja að maðurinn sefaðist hið allra minnsta þó við þannig reynd- um að gera honum allt til geðs. Hér var sannarlega úr vöndu að ráða, og þar sem við þekkt- um ekki fleiri ríki náttúrunn- ar nema þá steinaríkið, þá varð -það úr að við hörfuðum í þetta síðasta vígi, og spurð- um manninn, með okkar inni- legasta bróðurþel lýsandi úr ásjónunum, hvort honum fyndist kannski viðkunnanlegra _ að flokka þessa forustumenn * hins einstæða viðreisnarríkis undir vizkusteina, geislasteina eða augasteina, og við héldum áfram að geta allt niður í gallsteina, vítissteina og draugasteina, (myllusteinar, hverfisteinar og bautasteinar komu auðvitað ekki til greina), En það var sama hvernig við lögðum okkur fram til að gera manninum til hæfis, allt hafði það öfugar verkanir, því nú var hann allur orðinn blár og þrútinn í andlitinu og við vissum ekki hvar þetta kynni að lenda, þar sem þekking okkar á steinaríkinu var nú al- veg á þrotum. Þá var það, að hið fornkveðna sannaðist, að þegar neyðin er stœrst þá er hjáipin næst, því nú var eins Og við fengjum hugskeyti (mik- ið ef það hefur ekki komið milliliðalaust frá æðri máttar- völdum) Við mundum allt í einu eftir hugstæðum verum, sem hafa getið sér frægð i sögum okkar og Ijóðum — ver- um, náskyldum mannfólkinu, en sem við ljós rísanni dags gátu, í einni sjónhending, færzt yfir í ' steinaríkið, ef þeim dvaldist of lengi við myrkra- verkin. Og nú var það að við slóum fram okkar síðasta trompi: „Ekki vænti ég að það mætti flokka þá undir nátttröllin?“ Lýsing á útvortisástandi mannsins heyrði nú fremur undir læknisfræði en fagur- fræði. Hann opnaði munninn, væntanlega til vegsemdar dýrð- arríki íslenzkrar viðreisnar, en drottinn hafði þá af visdómi sínum tekið bæði tungu og raddbönd úr sambandi. Þama stóð maðurinn ofur- litla stund óhæfur til að koma hugsunum sínum út á vegum hljóðbylgjunnar, svo snerist hann skyndilega á hæli, snar- aðist út um dymar og skellti á eftir sér hurðinni, svo und- ir tók í húsinu. Þó skömm sé frá að segja, þó gall við langvarandi hlátur í vinnusalnum. — N. Evrópusamn- ingur um einkaieyfí Á vegum Evrópuráðsins hef- ur nýlega verið gengið frá samningi um einkaleyfi. Sér- fræðinganefnd samdi texta samningsins. oc átti Brynjólf- ur Ingólfsson ráðuneytisstjóri sæti í henni Efni samningsins er að til- greina, hvenær veita má einkaleyfi, Skal það jafnan heimilt nema það sé andstætt góðu siðferði eða allsherjar- reglum, eða um sé að ræða at- riði, sem teljast mega nátengd lífsstarfsemi jurta eða dýra. Hins vegar segir, að veita megi einkaleyfi á lyfjagerðaraðferð- um, en það er nú óheimilt í mörgum Evrópuríkjum Af íslands hálfu hefur samn- ingur bessi ekki verið undir- ritaður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.