Þjóðviljinn - 12.02.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1964, Blaðsíða 5
Miðvrkudagur 12. febrúar 1964 MðDVILlENN SfÐA tj Verðlaunakóngar og drottningar Lidia Skoblikova á fuiiri ferð á ísnum. Vetrar-olympíuleikunum er lokið. Enginn þátt- takandi hefur vakið slíka athygli, sem sovézka stúlkan Lidia Skoblikova, sem vann f jögur gull- verðlaun í skautahlaupi. Skoblikova vann allar grein- ar skautahlaups kvenna. en slíkt (alslem) hefur engum tekizt fyrr í sögu olympíuleik- anna. Á olympíuleikunum í Squaw Valley vann Skoblikova tvenn gullverðlaun. Samtals hefur hún því unnið sex gullverðlaun á olympíuleikum, en það hefur engum öðrum íþróttamanni tekizt. Finninn Claes Thun- berg hafði áður náð næstbezt- um árangri að þessu leyti, en hann vann fimm gullverðlaun á vetrarolympíuleikunum 1924 og 1928. Thunsberg var kallað- ur „Nurmi á ísnum”, enda var hann í eldinum á sama tíma og landi hans Paavo Nurmi 1924. Fjögur gull Skoblikova komst nú í hinn íámenna „klúbb” þeirra sem unnið hafa fjögur gullverðlaun á sömu olympíuleikum. Áður hafa aðeins þrír unnið slíkt afrek: Paavo Nurmi 1924 í langhl., bandaríski blökkumað- Unglinga- mótið í frjáls- íþróttum Unglingameistaramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram að Flúðum í Hruna- mannahreppi 23. febrúar n.k. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Hástökki án atrennu, langstökki án atrennu, þrístökki án atr., 'nástökki með atrennu og kúluvarpi. Stangarstökks- keppni þessa móts verður háð um leið og meistaramót kai’la innanhúss, 7. — 8. marz n.k. í Reykjavík. Héraðssambandið Skarphéð- inn sér um unglingameistara- mótið að þeessu sinni. Þátttöku- tilkynningar skulu sendar Haf- steini Þorvaldssyni, Selfossi fyrir 17. þ. m. Jesse Owcns Matreiðslumenn Munið AÐALFUNDINN í kvöld, í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 9. — Mætið stundvíslega. Félag matreiðslumanna. urinn Jesse Owens 1936 í spretthlaupum og hollenzka frúin Fanny Blankers-Koen 1948 í spretthlaupum. Iturvaxin — Getur maður ímundað sér líkama sem er betur skapaður fyrir íþróttaiðkanir en þennan?, sagði sænski íþróttalæknirinn Olle Bergström við kollega sína, þegar Skoblikova var að nálgast markið í 3000 m. á olympíuleikunum. Skoblikova vakti athygli fyr- ir góða og liðlega líkamsbygg- ingu, og hún sýndi að hún hefur notið sérstaklega góðrar íþróttaþjálfunar. 1 henni sam- einast sem sagt góðlr hæfileik- ar cg rétt þjálfun, og árang- urinn lætur heldur ekki á sár standa. Hún er ljóshærð, 25 ára gömul, og starfar sem kennslukona í Sjeljabinsk í Oral. Hún er sögð hafa kven- legan þokka til að bera í rík- um mæli, og ávann sér hylli fyrir glaðlega framkomu og lít.illæti þrátt fyrir velgen^ni sína. Eitt er víst; hún hefur stund- að íþrótt sína af mikilli kost- gæfni, og fengið ágætar að- stæður til þess. skíðahoð- göngu OL Keppni í 4x10 km. skíða- göngu á vetrar-olympíuleikun- um fór fram s.l. laugardag. Sveit Svía sigraði eftir harða keppni við Finna og Sovét- menn. 1) Svíþjóð 2) Finnland 3) Sovétríkin 4) Noregur. 5) 2.18.34,4 klst. 2.18.42,4 — 2.18.46.9 — Italía. Assar Rönnlund gekk síðasta sprettinn fyrir Svía af m!klum krafti og tókst að tryggja þeim sigurinn. Keppnin var óhemju spennandi milli fjögurra fyrstu sveitanna. Úrslit í 3. fl. Á undan meistaraflokksleikj- unum léku annar flokkur karla frá KR og IBK úr Keflavík. KR-ingar unnu leikinn með yf- irburðum. Höfðu þeir komizt í 5:0 þegar iBK-menn fóru að átta sig, en fyrri hálfleik lauk 6:2. en úrslit urðu 14:7. KR á sterkan annan flokk með nokkra meistaraflokks- menn, en Suðurnesjamenn stóðu furðulega í þeim er á leið og þótt þeir væru smærri vexti gerðu þeir margt laglega. Það var svolítill ljóður á leik KR-inga hvað þeir tömdu sér mikið af smábrotum í leiknum. Frímann. Nýr héraðs- lœknir ó Norðfirði NESKAUPSTAÐ 11/2 — Þorsteini Árnasyni héraðslækni hefur verið veitt lausn frá emb- ætti frá 1. maí næstkomandi. Þorsteinn slasaðist í bílslysi snemma í september og hefur ekki getað gegnt embættinu síð- an. Jón Árnason, yfirlæknir sjúkrahússins hefur verið settur héraðslæknir. wr-- " > c Paavo Nurmi SÍLDARPILS Síldarpils, sjóstakkar og svuntur. — Mikill afsláttur gcfinn VOPNI Aðalstræti 16. — Við hliðina á bilasölunni. Lykillinn að sigri í skíðagöngu Mantyranta beitti nýjum göngustíl Mantyranta, hinn sigursæli göngugarpur á olympíueikunum. Finnski skíðagöngu- kappinn Eero Mántyr- anta vann ótrúlega yf- irburðasigra í 30 km. og 15 km. skíðagöngu á ol- 3'mpíuleikunum. Hann nofaði nýjan göngustíl, sem líklegt er að aðrir göngumenn reyni að tileinka sér. Velgengni skíðagöngumanna í keppni er ekki sízt komin undir þeirri tækni sem þeir beita í göngunni. Á stóru al- þjóðamáti eins og olympíuleik- unum er fjöldi þátttakenda i afburðagóðri þjálfun. Þólið og hraðinn er komið á svo hátt stig, að það er sekúndustríð um sigurinn í göngukeppni sem er tugi kílómetra á lengd. Hinir þrautþjálfuðu göngu- meþn reyna að finna nýjar að- ferðir til að komast fram úr keppinautunum, og Mantyranta þykir hafa tekizt að skapa nýj- an göngustíl, sem dugði hon- um til frækilegs sigurs á tveim vegalengdum. Göngustíll Mantyranta mót- ast fyrst og fremst af hraða og krafti. Sérhvert handtak hans á stafnum er eins og spreng- ing, og þessar kraftmiklu hreyfingar, sem gerast þó án allra átaka, hefur hann sam- ræmt svo vel markvissum gönguhreyfingum, að þar fer aldrei nein orka til spillís. Hann er svo vel þjálfaður, að þeir sem á horfa, finnst því líkast að hann svífi á loft- púða fyrir ofan brautnja, en snerti hana aðeins öðnr hvoru. Enginn göngumaður hefur náð slíkri fullkomnun í þeirri list að sanjræma líkamsstyrkinn skíðum og skíðastöfum. Þessi stíll Mántyranta gerir miklar kröfur til alhliða likamsstyrks og hugarjafnvægis, og hann entist honum ekki í 50 km, en margir álíta að með enn meiri þjálfun muni Mántyranta einnig verða ósigrandi á þeirri vegalengd. UPPB0Ð , Jörðin Álfsnes í Kjalarneshreppi, þinglesin eign Ölafs Jónss. en talin e:gn Sigurbjörns Eiríkssonar verður eftir kröfu Framkvæmdabanka Islands og Landsbanka Islands, seld á opinberu uppboði sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 14. febrúar kl. 2.30 s. d. Uppboð þetta var auglýst í 141., 142. og 143 tbl. Lögbirtingarblaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu. Clacs Thunsbcrg UPPBOD Húseignin Lindarbrekka í Garðahreppi (án lóðarréttinda), þinglesin eign Jóhanns B. Jónssonar, verður eftir kröfu Marge.rs Magnússonar seld á opinberu uppboði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtudaginn 13. febrúar kl. 11 ár- degis. Uppboð þetta var auglýst í 141., 142. og 143. tbl. Lögbirt- ingablaðsins. Sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.