Þjóðviljinn - 12.02.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA
ÞIOÐVIUINN
Miðvikudagur i<í. ic.uruar iab4
FréHaritari ítalska blaðsins ,.11 Messagero":
Leyniþjónustan CIA sendi Lee Oswald
til Sovétríkjanna
VifnisburSur konu hans ekki birtur vegna
þess aS hann varSar öryggi Bandarik]anna
Marina Oswald, ekkja Lee H. Oswalds, sem sakaður var um að hafa
myrt Kennedy forseta, hefur undanfama daga verið á stöðugum fund-
nm með nefnd þeirri sem skipuð var til að rannsaka morðið. I*að hef-
ur vakið feikna athygli að tilkynnt hefur verið að vitnisburður hennar
muni ekki verða birtur af því að hann varði þjóðaröryggi Bandaríkj-
anna, og þykir það styðja þær fullyrðingar fréttamanna að Oswald hafi
verið í nánum tengslum við bandarísku leyniþjónustuna CIA og einnig
við sambandslögregluna FBI. Fréttaritari ítalska borgarablaðsins „II Mess-
agero“ segir þannig frá þrálátum orðrómi um að Oswald hafi farið til
Sovétríkjanna í erindum CIA.
Oswald cftir handtökuna
Fréttaritari( „11 Messagero'* I
Washington. Lucio Manisco,
segir frá viðtali við J. E. Ra k-
in, sem er lögfræðiráðunautur
rannsóknamefndarinnar, sem
kennd er við Warren haesta-
réttarforseta. Rankin skýrði
svo frá að í yfirheyrslum
nefndarinnar yfir Marinu Os-
wald hefði ýmislegt komið í
ljós „sem við vissym ekki áð-
ur“.
Ekki okkar kynslóð
Samkvæmt Rankin hafa
komið fram „mikilvægar upp-
lýsingar varðandi athafnir og
ferðir Oswalds eftir komu
hans heim frá Sovétrikjunum
og fram 1 nóvember sl.“.
Þá hefur fréttaritarinn eftir
Warren hæstaréttaforseta þessa
yfirlýingu sem staðfestir að
um „mikilvægar upplýsingar“
hafi verið að ræða:
„Vitnisburður frúarinnar
mun sennilcga ekki verða
birtur á meðan okkar kynslóð
er uppi. Hér er um að ræða
mál sem varðar þjóðaröryggi
okkar“.
Sambandið við CIA
Við þessa athyglisverðu yfir-
lýsingu Warrens hefur hinn
ítalski fréttamaður þessu að
bæta:
„Það mætti setja þessa yf-
irlýsingu Warrens dómara í
samband við þann þráláta orð-
róm sem gengið hefur hér í
meira en mánuð, að Oswald
hafi verið í þjónustu CIA þeg-
ar hann dvaldist í Sovétrikj-
unum og eftir að hann kom
heim hafi FBI þrásinnis falið
honum að ganga í samtök
Castrósinna sem starfa í
Bandaríkjunum. Sambandslög-
reglan er sögð hafa haft stöð-
ugt samband við Oswald, hafa
fylgzt með öllum ferðum hans
bæði í Bandaríkjunum og er-
lendis. hafa vitað um dvöl
hans í Dallas, en ekki látið
lögregluna á staðnum vita af
því. Og það er ennfremur full-
yrt að það hafi verið frá CIA
og FBI sem Oswald fékk pen-
inga hvað eftir annað frá ár-
inu 1961 til 1963. Sagt er að
agentar FBI hafi skrifað bréf-
in sem Oswald sendi Kúbu-
vinafélaginu „Fair Play for
Cuba“ hvert af öðru“.
Ekki aðeins
orðrómur
Við þessa fráögn hins ftalska
fréttamanns er því að bæta að
það er ekki aðeins orðrómur
að Oswald hafi haft samband
við FBL Móðir Oswalds skýrði
þannig frá því 28. nóvember
að sonur sinn hefði sagt sér
að hann hefði nýlega verið þrí-
vegis í sambandi við FBI, f
fyrsta sinn í Fort Worth árið
1962, eftir heimkomuna frá
Sovétríkjunum. næst í New
Orleans sumarið 1963, þegar
hann þóttist vera Castrósinni,
og í þriðja sinn í Irving, eft-
ir heimkpmuna frá Mexíkó, en
þangað fór hann til að reyna
að fá vegabréfsáritun til Sov-
étríkjapna um Kúbu.
Ekkja Oswalds og móðir
Nokkrum dögum síðar benti
brezka vikublaðið „Observer"
á að einkennilegt væri að mað-
ur sem létist vera marxisti og
castristi skyldi geta fengið
vegabréf til utanlandsferðar
svo til fyrirvaralaustí Venju-
legir Bandaríkjamenn eru van-
ir að þurfa að bíða lengi eft-
ir vegabréfum sínum, meðan
gengið er úr skugga um að
þeir hafi ekki gert sig seka um
„þjóðhættulega starfsemi“, en
það tók Oswald, yfirlýstan
Kúbuvin sem sambandslögregl-
an hafði vakandi auga á, að-
eins einn sólarhring, frá 24.—
25. júní að íá vegabréf til^
Mexíkóferðarinnar? Hverra er-
inda fór hann þangað. Hvaðan
kom honum fé til ferðarinnar,
Áttunda atriði
%
Kona Oswalds sagði að
riffíllinn hefði horfið á föstu-
dagsmorgvninn.
Wade sagði: „Kona hans
hafði sagt að hann hefði
haft byssuna kvöldið áður og
að byssan hefði horfið þenn-
an morgun þegar hann var
farinn“. AUt sem aðrir emb-
ættismenn sögðu og einnig
fulltrúar FBI í einkaviðtöl-
um bendir til þess að frú Os-
wald hafi aldrei viðhaft nein
ummæli sem væru nokkuð
skyld fullyrðingu Wades.
Það var i mesta lagi haft
eftir frú Oswald að hún hefði
séð eitthvað vafið inn í á-
breiðu sem hefði getað veríð
riffill. Það kom þó síðar á
daginn að þetta var einnig
fjarri sannleikanum. Við
komumst síðar að því að frú
Oswald hafði sagt að hún
vissi ekki til þess að maður
si«n hefði átt riffil, og
henni var heldur ekki kunn-
ugt um að haon hefði átt
skammbyssu („New York
Times“, 8. des.).
Wade og leyniþjónustan
CSecret Service) töldu kannski
að írú Oswald myndi eiga
erfitt með að ná eyrum
manna, á sama hátt og Os-
wafót sjálfur fékk aldrei tæki-
færí fil að segja sína sögu.
StnDceftirmorðið var Marina
Morðingi Kennedys ófundinn?
Hér birtist framhald skýrslu þeirrar sem bandaríski lögmaðurinn
Mark lane hefur sent rannsóknamefnd Warrens og þar sem hann
hrekur lið fyrir lið þau meginatriði sem átt hafa að sanna að Lee
H. Oswald hafi verið morðingi Kennedys og verið þar einn að verki.
Oswald hneppt í varðhald af
leyniþjónustunni. „Ekkja og
ættingjar Lee Harwey Os-
walds eru í haldi hér (Dall-
as) hjá Secret Service. For-
mælandi leyniþjónustunnar
sagði að fjölskyldan væri
geymd á felustað svo að ekk-
ert gæti komið fyrir hana“.
(„New York Times", 27.
nóv.)......
En hvað sem þessu líður og
enda þótt Marina Oswald
hefði sagt að máður hennar
hefði átt riffil sem horfið
hefði úr húsinu föstudags-
morguninn, þá hefði slíkur
„vitnisburður" ekki verið tek-
inn gildur fyrir rétti í Texas.
Löggæzlumenn I Dallas út-
básúnuðu þó þennan „vitnis-
burð“ á meðan Oswald var
á lífi og beið dóms. öllum
væntanlegum kviðdómendum
í máli hans var þannig
kynntur „vitnisburðurinn" og
það var freklegt brot bæði
geg bókstaf og anda laganna
og gegn réttindum sakbom-
ingsins.
Þegar haft er í huga að
Marina Oswald vissi ekki um
riffilinn og einnig sá fram-
burður frú Paine, en það var
heima hjá henni sem riffill-
inn á að hafa verið geymdur,
þá vaknar sú spuming hvort
Oswald hafi í rauninni nokkru
sinni átt þennan riffiL „Frú
Paine, sem er kvekari, sagð-
ist ekki hafa hugmynd um
hvað var inni í ábreiðunni.
Hún sagði að vegna trúar
sinnar myndi hún ekki leyfa
nokkurs konar vopn í húsi
sínu“. („New York World
Telegram and Sun“. 25. nóv.).
Níunda atriði
Oswald hafði með sér pink-
11 á föstudaginn.
Saksóknarinn sagði: „Þenn-
an dag fór hann heim
degi fyrr en vanalega á
fimmtudagskvöld og þegar
hann kom aftur hafði hann
pakka undir fcandleggnum
sem hann sagði að f væru
gluggatjöld, að ég held, eða
rimlatjöld".
Ef Oswald væri á lífi,
myndum við spyrja hann
hvort hann hefði haft með
sér pakka í vinnuna föstu-
dagsmorguninn og ef svo, þá
hvað hefði verið í pakkan-
um og hvað hefði orðið af
því sem í honum var. Við
gætum spurt frú Oswald um
þennan pakka, væri hún ekki
lokuð inni. Wade hefur ekki
látið uppi hvaða rök nann
færi fyrir þeirri ályktun
sinni, að morðvopnið hafi
verið í pákkanum.
Tíunda atriði
1 strætisvagni á Ieið frá
morðstaðnum sagði Oswald
konu sem með honum var
í vagninum að forsetinn hefði
verið myrtur og hló dátt.
Wade sagði: „Næst höfum |
við spurnir af honum |
í strætisvagni sem hann fór '
í á Lamar Street. Hann sagði k
vagnstjóranum að forsetinn Jl
hefði verið skotinn, forsetinn. I
Hann sagði konunni — allt .
þetta hefur verið sannprófað H
— sagði konunni í vagninum J
að forsetinn hefði verið skot- |
inn. Hann sagði: „Hvernig k
vissi hann það?“. Hann sagði |
að maður hefði sagt sér það. k
Sakbomingurinn sagði: .,Já, I
hann hefur verið skotinn11 og k
hló hástöfum".
Þegar Wade sagði þessa É
sögu reyndi hann ekki að út- k
skýra hvernig Oswald hefði Q
sloppið úr byggingunni sem |
tugir lögreglumanna höfðu ■
slegið hring um. En það er h
fleira sem er dularfullt. Hvers *
vegna hafði Oswald, ef hann |
var á flótta frá morðstaðn- J
um, morðið í flimtingum? I
Hvers vegna „hló hann há- J
stöfum"? Slíkt framferði kem- I
ur heldur illa heim við að J
hann þyemeitaði sekt sinni |
þá tvo sólarhringa sem hann k
var í vörzlu lögreglunnar i \
Dallas. Hlátur hans í strætis- k
vagninum virtist með slfkum ^
ólíkindum að FBI viöur- ik
kenndi í óformlegum við- ^
ræðum við blaðamenn, að j|
sagan væri ósönn. Með það J
í huga er rétt að minnast ■
þeirrar staðhæfingar Wades ,
þegar hann sagði söguna að 1
„allt hefur þetta verið sann- J
prófað". (Framh.). ^
k
atvinnuleysingja með fjölskyldu
á framfæri? Hvers vegna hafði
hann leigt sér herbergið í Dall-
as undir fölsku nafni? Þær
eru margar spurningarnar sem
er ósvarað.
„New York Times" krafðist
þess í forystugrein þegar 26.
nóvember að mál Oswalds yrði
krufið til mergjar og þá sér-
staklega komizt fyrir um „við
hvaða aðila hann var í tengsl-
um og hvað lögreglan á staðn-
um (Dalias) og FBI vita í raun-
inni um hann“. Þama var gef-
ið í skyn að FBI hefði ekki
látið allt uppi.
Réttarhöld gegn
Ruby hefjast 17.
DALLAS 10/2 — Vcrjendur
Jack Rubys báni fyrir nokkru
fram bciðni um að mál Rubys
yrði tekið fyrir í einhverri ann-
arri borg en Dallas. Þessari
beiðni var í dag vísað frá og
ýmsu öðru, sem þeir höfðu
faríð fram á.
M. a. höfðu, verjendur Rubys
farið fram á, að fá í hendur öll
sönnunargögn sem til væru móti
Ruby, svo og að allt sem skrifað
hefði verið um hann í blöðunum
yrði lesið upp í réttinum. Átti
það að sýna mönnum fram á
hversu sterkt almenningsálitið
væri á móti Ruby og dómurinn
hlyti því að verða hlutdrægur.
Staðfest hefur verlð, að rétt-
arhðldin gegn Ruby hefjist í
Dajlas þann 17. þessa mánaðar.
,Fanny Hffl'
klámrít
LONDON 10/2 — Fanny Hill,
átjándualdarskáldsagan um
gleðikonu i London, var i dag
! emd klámrit. Lýsti dómarinn
því yfir, að hann hefði komizt
að þessari niðurstöðu eftir að
hafa fariö vandlega í gegnum
ýmis sönnunarg>gn og vitnis-
burði.
Rétturinn ákvað, að 171 ein-
tak, sem gefið var út í ódýrri
útgáfu hjá útgáfufyrirtækinu
Ralph Gold, G. Gold & Sons,
yrði gert upptækt.