Þjóðviljinn - 19.02.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 19.02.1964, Side 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1964 ÞIÖÐVILIINN SlÐA J Vegna viðskiptanna við Kúbu Stjóm Bandaríkjanna hefur svipt Breta hernaðaraSstoð WASHINGTON 18/2 — Bandaríkjast.ióm tók í dag þá einstæðu ákvörðun að svipta nánasta bandamann sinn, Bretland, allri þeirri hernaðar- aðstoð sem það hefur enn notið. Frakkar og Júgó- slavar missa einnig af þeirri aðstoð og er þessi ráðstöfun gerð í hefndarskyni vegna þess að stjómir þessara ríkja hafa ekki hlýtt fyrirmælum Bandaríkjanna um að stöðva siglingar kaupskipa sinna og ferðir flugvéla til Kúbu. Gefið er í skyn að fleiri ríki verði svipt bandarískri hérnað- araðstoð, ef þau halda áfram viðskiptum við Kúbu. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í Was- hington í dag að Bandaríkja- stjórn hefði spurzt fyrir um það hjá stjómum Spánar og Mar- okkó, hvað þær hyggðust gera til að koma í veg fyrir frekari viðskipti þegna þeirra við Kúbu og hindra að kaupskip þeirra og flugvélar flytji þangað vam- ing og farþega. Nýtt ákvæði r>essi ákvörðun er tekin í sam- ræmi við ákvæði sem á síðasta Bandaríkjaþingi var bætt inn í lögin um aðstoð við erlend ríki, en samkvæmt þvf var Banda- ríkjastjórn gefin heimild til að stöðva bæði hemaðar- og efna- hagsaðstoð við þau ríki sem hefðu ekki gert ráðstafanir til að stöðva siglingar skipa sinna ttl Kúbu fyrir 14. febrúar. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði ennfremur að á- kvörðunin um að svipta Breta hernaðaraðstoð hefði verið tek- in í samráði við brezku stjórn- ina. Hann vildi ekki svara spumingum um hve miklu þessi aðstoð næmi nú, en hún hefur farið mjög minnkandi á seinni árum. Hann gaf þó í skyn að Samþykkt að breyta reglum um þegnrétt Norðurlandabúa STOKKHÓLMI 18/2 — Norður- landaráð samþykkti í dag með aðeins einu mótatkvæði að breyta Iagaákvæðum um þegn- rétt á Norðurlöndum á þann veg að Norðurlandaþegnar geti fengið ríkisfang hvar sem er á Norðurlöndum, eftir að hafa ver- ið búsettir þar ekki lengur en þrjú ár. Sænski ráðherrann, Ulla Lind- ström, sagði að 'næsta skrefið ætti að vera að koma á sam- eiginlegum vinnumarkaði á öll- um Norðurlöndum, þannig að Norðurlandabúar fái rétt til vinnu í þeim öllum án sérstakr- ar umsóknar. Ráðið samþykkti einnig í dag tilmæli til ríkisstjórnanna um að samræma reglur um greiðsl- til rithöfunda fyrir útlán á bók- um þeirra frá almennum bóka- söfnum. ekki væri um miklar fjárhæðir aðræða, aðstoðin væri aðallega í sameiginlegri þjálfun og einnig samvinnu um vopnabún- að. Talsmaður brezku stjómar- innar sagði i dag að sú hern- aðaraðstoð sem Bretar hafa not- ið frá Bandaríkjunum sé orðin hverfandi lítil og því telji brezka stjómin ekki ástæðu, til að gera neitt veður út af ákvörðun Bandaríkjanna. 1 París var einnig sagt að hér væri aðeins um að ræða óverulegar fjár- hæðir. öðru máli gegnir um hern- aðaraðstoð Bandaríkjanna við ýms önnur iönd sem munu fá að kenna á þessu ákvæði lag- anna um aðstoð við erlend ríki, ef þau láta sér ekki segjast og koma í veg fyrir viðskipti þegna sinna við Kúbu. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í dag að meðan beðið væri svara frá stjómum Marokkó og Spánar myndu Bandaríkin ekk- ert aðhafast og engir nýir samningar yrðu gerðir um hern aðaraðstoð við þau. Gizkað er á að aðstoð sú sem Bandaríkin veita Spáni til hemaðar nemi 31.5 milljónum dollara eða um 1400 milljónum króna á þessu fjérhagsári. Aukin viðskipti Það hefur knúið Bandarikja- stjórn til að nota sér þessa heimild til að stöðva hemaðar- aðstoð við ríki sem skipta við Kúbu að viðskiptabann hennar héfur ekki borið ‘tilætlaðan ár- angur. Viðskipti Kúbumanna við ríki Vestur-Evrópu hafa far- ið mjög vaxandi undanfarin misseri, ekki sizt vegna þess að hið háa sykurverð á heims- markaðnum hefur gefið mikinn gjaldeyri í aðra hönd. Kúbu- stjóm hefur þannig nýlega gert stóra viðskiptasamninga bæði við brezk og frönsk fyrirtæki og fleiri slíkir samningar eru f undirbúningi. Vegna þessara auknu viðskipta hefur hún sent sérstaka viðskiptanefnd til Vest- ur-Evrópu sem hafa mun að- alstöðvar í Brussel, höfuðborg Efnahagsbandalags Evrópu. Sjú Bnlæ kominn tíl Karachi / Pakistan KARACHI 18/2 — Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kíua, kom í dag í opinbera heimsókn til Pakistans og mun hann dveljast þar ásamt fjölmennu fylgdarliði í nokkra daga. Hann sagði við komuna til Karachi að sambúð Kína og Pakistans hefði fs'i* miög batn- andi að undanfömu og hefðu báðar ríkisstjórnirnar aert sér mikið far um að bæta sambúð- ina. Landamæradeilur ríkjanna hefðu verið iafnaðar með samn- ingum og viðskipti þeirra hefðu aukizt. Þetta væri í samræmi við á- lyktanir Bandúngráðstefnu þjóða Asiu og Afriku árið 1955, sagði Sjú, sem taldi að nú væri tíma- bært að kalla ráð- stefnu þessara ríkja. Öryggisráð SÞ tekur Kýpurdeiluna fyrir Fjölmennt tyrkneskt herlii reiðubúið að sigla til Kýpur ANKARA, NIKOSÍU og NEW YORK 18/8 — Tyrknesk blöS skýra frá því að fjölmennt herlið hafi farið aftur um borð 1 herskip í hafnarborginni Iskanderún og bíður það fyrirmæla um að halda úr höfn og sigla til Kýpur. Gizkað er á að þetta sé um 10.000 manna lið. Ekki er þó búizt við að það verði sent af stað meðan Örygg- isráð SÞ ræðir Kýpurmálið, en það kom saman í kvöld að beiðni stjóma Kýpur og Rretlands. Ovæntur vitnisburður í máli Rubys Segist hafa vitað að hafi átt að drepa Ruby Oswald DALLAS 18/2 — Þau óvæntu tíðindi gerðust í dag þegar haldið var áfram réttarhöldum í máli Jacks Rubys, morðingja Oswalds, sem sakaður var um að hafa ráðið Kennedy forseta af dögum, að maður að nafni David Conrad Glass skýrði frá því að hann hefði þegar í júlí fengið um það vitneskju að Oswald ætlaði að myrða, forsetann og einnig að Ruby hefði verið falið að koma Oswald fyrir kattarnef. Glass sagði að hann hefði ver- ið beðinn um að fara frá Alber- querque í Nýja Mexíkó til Dall- as til að myrða Ruby, áður en hann gæti vegið Oswald. Glass var handtekinn í dóm- húsinu í Dallas í gær þar sem réttarhöldin yfir Ruby standa yfir og var leiddur fyrir blaða- menn í dag. Hann neitaði að hann hefði nú komið til Dallas með þeim ásetningi að vega Ruby. en kvaðst hafa farið þang- að til að skýra fylkissaksókn- aranum frá öllu sem hann vissi um málið. Hann agði áð embættismaður í Alberquerque, friðardómari að nafni frú Roser Goefer, hefði sagt sér í júlí að Oswald ætl- aði að drepa forsetann og að Ruby hefði verið falið að myrða Oswald. Frú Goefer hefði beð- ið sig að fara til Dallas til að ráða Ruby af dögum áður en hann dræpi Oswald. Glass svaraði spurnjngum fréttamanna skýrt og skilmerki- lega og þeir segja að ekkert bendi til þess að hann sé and- lega veill. Geðrannsókn hefur þó verið fyrirskipuð. Lögreglan segir að í fórum hans hafi fund- izt rit þar sem ráðizt er á kommúnista og gyðinga. Erfítt dómaraval í dag var haldið áfram að velja menn f kviðdóminn sem dæma á Ruby. en verjandi hans, Belli lögmaður, ætlar að reyna að koma í veg fyrir að málið verði tekið fyrir í Dallas með þvf að hafna öllum þeim mönnum sem tilnefndir hafa verið til að taka sæti í dómn- um. Það getur enn dregizt á langinn að byrjað verði að fjalla um mál Rubys fyrir rétti. Fyrir helgina sendu Tyrkir herskip með fjölmennu liði her- manna frá Iskanderún, en þau sneru aftur til heimahafnar á laugardaginn, eftir að tyrkneska stjómin hafði gert það fyrir orð sendimanns Bandaríkjanna, George Ball. að halda að séi höndum f tvo sólarhringa. Sá frestur er nú liðinn, og Tyrkir telja sig hafa fulla heimild til að senda lið til Kýpur, ef bar- dagar blossa þar upp aftur milli manna af grískum og tyrknesk- um stofni. Ótryggt ástand Ekki var barizt neitt á Kýpur síðasta sólarhring og engir al- varlegir árekstrar urðu milli þjóðarbrotanna, en ástandið er ótryggt, einkum á norðvestur- hluta eyjarinnar. 300 brezkir hermenn komu í dag til Kýpur frá Bretlandi og hægt verður að flytja þangað 1600 til viðbótar með stuttum fyrirvara. Jafnframt er haldið á- fram brottflutningi kvenna og bama brezkra þegna á Kýpur og munu 1200 þeirra hafa lagt af stað til Bretlands í dag. Viðræður Gríski utanríkisráðherrann, Pal- amas, ræddi í dag við sendi- herra Bretlands og Bandaríkj- anna i Aþenu. Palamas lét í ljós óánægju með þá ákvörðun Breta að biðja öryggisráðið að taka Kýpurdeiluna fyrir án þess að hafa um það nokkurt samráð við Grikki. Hann gagnrýndi einnig ýms ummæli sem virðast benda til þess að brezka stjóm- in sé því ekki afhuga að Kýpur verði skipt á milli þjóðarbrot- anna. 1 New York ræddust aðalfull- trúar Bandaríkjanna og Bret- iands hjá SÞ, Stevenson og Pat- riek Dean, lengi við í ■ - áð- ur en Öryggisráðið kom saman. Ú Þant framkvæmdastj. kynnti fulltrúa Kýpur, Kyvrianou utan- ríkisráðherra, tillc c-!-.-.- til lausnar deilunni. en ’ ær hafa ekki verið birtar. Litiar horfur eru taldar á því að nokkurt samkomuiag geti tekizt ura að senda alþjóðlegt gæzlulið til Kýpur. Fulltrúar Kýpur, Grikk- lands, Tyrklands, Bretlands og Sovétrikjanna í Örygíisráðinu höfðu beðið um orðið þegar fundur Öryggisráðsins hófst. Ný grísk stjórn Á morgun, miðvikudag, mun hin nýja gríska stjórn taka formlega við völdum. Forsætis- ráðherra verður Papandreú, for- maður Miðflokksins, sem vann mikinn siaur í kosningunum um helgina, hlaut 173 þingspptj af 300. íhaldsflokk"’- Karamanlis hiaut 105 þingsæti og Lýðræðis- bandalaaið 22. f ræðum sínum fyrir kosnineamar gagnrýndi Papandreú mjög Ziirich- og I.undúnasamningana um full- veldi Kýpur, en þeir samningar heimila Tvrkjum og Grikkjum að senda her til eyjarinnar, ef þeir telja að havsmunir þjóðar- brotanna séu fyrir borð bornir. Gríski herinn hefur verið við öllu búinn siðan fvrir jól, beear átökin hðfust á Kýpur og eng- irm vafi talinn á bví að Grikk- ir muni senda herlið til eyjarinn- ar, ef tyrkneskt iið gengur þar á land. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 136. og 138. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1963 og 4. tbl. 1964 á eigninni Háveg- ur 7, þinglýstri eign Kristjáns Sv. Kristjáns- sonar, far fram á eigninni sjálfri föstudaginn 21. febrúar 1964, kl. 15. Baejarfógetinn í Kópavogi Herinn hefur tekið öll völd í Gabon LIBREVILLE. Gabon 18/2 — Herforingjar undir stjórn liðs- foringja í fallhlífarsveitunum, Essone Valere, tóku i dag öll völd i sínar hendur í lýðvcld- inu Gabon á vesturströnd Afríku. Herforingjamir neyddu for- seta landsins, Leon Mba. til að biðjast lausnar og las hann lausnarbeiðni sína í útvarpið. Ráðherrar og þingmenn voru handteknir. Stjórnarbyltingin hófst í gær- kvöld og var lítið um vamir hjá stjómarliðinu. Bæði her og lögregla hlýddu fyrirmælum uppreisnarmanna sem náðu strax á vald sitt öllum helztu byggingum höfu ðborggarinn ar. Byltingin fór skipulega fram og mun ekkert manntjón hafa orð' ið. Nuuðunguruppboð verður haldið í skrifstofu borgarfógetaembættisins í Reykjavík að Skólavörðustíg 12 eftir kröfu Landsbanka Islands, mánudaginn 24. febrúar n.k. kl. 1,30 e.h. Seldir verða 30 víxlar, samþ. af Guðlaugi Bergmann, hver að fjárhæð kr. 5.000,00. víxill samþ. af Heið- ari Magnússyni, að fjárhæð kr. 30.000,00 og hluta- fjárinneign hjá Kaupskip h.f., að fjárhæð kr. 450.000,00, allt talin eign Sigurbjamar Eiríkssonar. Greiðsla fari fram við hamarshöigg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Rafvirki óskast til starfa á verkstæði Rafmagnsveitna ríkisins við Elliðaárvog. Upplýsingar á Raforkumálaskrifstofunni, sími 17400. Rafmagnsveitur ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.