Þjóðviljinn - 19.02.1964, Page 6
g SÍÐA
MÖÐVILJINN
Miðvikudagur 19. feBrúar 1964
VALDAA
SVIÞJOÐ
Krafan um ríkisrekstur og
þjóðnýtingu verður að sam-
ræmast því þjóðfélagslega um-
hverfi, sem flokkur okkar
starfar í og einnig þeirri
stefnu, sem flokkurinn fylgir
almennt. '
Það ríkja mismunandi skoð-
anir um hvemig sænsku þjóð-
‘ félagi verður bezt lýst í dag.
Þe'ssi skoðanamunur kemur
íram í meginatriðum í sjálfri
flQ-kkaskiþtingunni, hver flokk-
ur' hefur sína afstöðu til þessa
atriðis.
Eftir ræðum þingmanna
borgaraflokkanna í þinginu að
dæma og skrifum hægri blað-
anna og Þjóðarflokksins, lifum
við í draumaheimi, sem hinir
borgaralegu hagfræðingar mót-
uðu, eða þá á 18. öld, þegar
auðvaldsskipuiagið var að fæð-
ast í Svíþjóð. Hugtök eins og
einokun og fjármálaveldi
(storfinans) eru bönnuð í þess-
um draumaheimi. Og það er
álíka óviðeigandi að nefna
Marcus Wallenberg á nafn í
þessu húsi eins og fjandann
sjálfan í kirkju.
Okkar afstaða til fram-
leiðsluháttanna í sænsku þjóð-
félagi er afar skýr. Svíþjóð
er í raun og veru land einok-
unarauðmagnsins, þar sem
fjármálavaldið, sem stjórnar
efnahagslífinu, hefur tekið
völdin í sínar hendur með þv
að draga saman mikið auð-
magn, verða sér úti um ein-
okunarvald í framleiðslunni os
flétta saman auðmagn bank-
anna og iðnaðarins. Einokunar-
auðmagnið ræður yfir veruleg-
um hluta náttúruauðlinda
landsins og framleiðslutækja
Það eru ákvarðanir einokunar-
auðmagnsins, sem ráða kjörurr
og afkomu milljóna manna.
Hafa kratarnír
völdin?
Flestir sósialdemókratar og
jafnvel hluti af borgaraflokk-
unum, geta verið sammóla um
það, sem hingað til hefur ver-
ið sagt. En um leið og haldið
er lengra kemur skoðanamis-
munur okkar víð sósíaldemó-
krata greinilega í Ijós. Spurn-
ingin um samband stétta og
flokka við ríkisvaldið vekur
þegar ágreining.
Sú kenning er ilmennt við-
urkennd í borgaraflokkunum og
jafnvel meðal sósíaldemókrata,
að það séu sósíaldemókratam-
ir, sem hafa völdin í landinu.
Þá er haft i huga, hve lengi
flokkurinn hefur sctið í stjórn,
-— næstum óslitið frá 1933 —
og einnig afstaðan innan þipgs-
ins. En þá er líka alls ekkert
CarS H. Hermansson
□ Á flokksþingi sællska kommúnista-
flokksins í byrjun janúar hélt hinn nýkjörni
formaður fiokksins, Carl H. Hermansson,
ræðu um valdaafstöðu auðmagnsins og
þjóðnýtingu. Hér birtist úrdráttur úr ræð-
unni, eins og hún birtist í „Land og Folk“.
tillit tekið til annarra stað-
reynda.
Samkvæmt okkar kenningu er
ríkið félagslega séð, tæki til
valdbeitingar sem er í hönd-
um einnar stéttar. Ráðandi
stéttir í þjóðfélaginu nota rík-
isvaldið sér í vil til þess að
halda völdum. Stéttin, sem fer
með efnahagslegt vald í Sví-
þjóð er vissulega fjármála-
veldið. Þar af leiðandi hefur
hún aldrei. Það var áreiðan-
lega rétt að nota hugtakið rík-
iseinokunarkapítalismi einnig
um þróunina í Svíþjóð til að
gera grein fyrir hinum. sterku
áhrifum, sem fjármálaveldið
hefur á ríkisvaldið og beitingu
þess.
En að. sjálfsþgðu ber að gæta
þess, að sníða þessu þjóðfélags-
lega hugtaki ekki of þröngan
stakk, né heldur öðrum slíkum
^rungalegt granítljón heluur vörð um ’ „Ríkisþinghúsið“ i Stokk-
hólini. í 30 ár liefur Sósialdemókrataflokkuripn veriþ | stjórn.
■.
fjármálaveldið einnig ríkis-
valdið í sínum höndum í dag
og notar það til þess að ná
takmarki sínu.
Strax 1943 þóttumst við geta
slegið því föstu, að sænskt
auðvaldsþjóðfélag hefði til-
hneiginigu til að þróast yfir í
ríkiseinokunar kapítalisma.
Með ýmsum þvingunarlögum
fór ríkisvald borgaranna að
blanda sér í viðskiptaeinokun
atvinnulífsins. Persónul. tengsl
milli ríkisvaldsins og einok-
unarauðmagnsins gerðust æ
nánari.
Þessi tilhneiging varð sér--
staklega áberandi á stríðsár-
unum. Næstu árin eftir stríð-
ið dró úr henni, en þó hvarf
hugtökum. Það sem ávallt ræð-
ur úrslitum í hvert skipti er
athúgun á raunverulegum að-
stæðum í landinu.
Jafnframt því sem við gagn-
rýnum kenninguna, sem sósí-
aldemókratar reka sem mest-
an áróður fyrir, að þegar sé
búið að skapa í Svíþjóð „vel-
ferðarþjóðfélag“ eða „velferð-
arríki“, verðum við að gæta
þess að taka tillit til þeirra
séreinkenna og pólitískra
möguleika, sem sterk aðstaða
verkalýðshreyfingarinnar skap-
Endurbótastefnan
Um leið og við notum öll
tækifæri, sem gefast til að
hafa áhrif á ákvarðanir ríkis-
valdsins (gegnum verkamanna-
samtökin og þingið, með því
að hafa áhrif á almennings-
álitið — í stuttu máli sagt
með ýmsum aðferðum stétta-
baráttunnar), verðum við að
hafa í huga, að ríkisvaldið er
ennþá yfirgnæfandi borgara-
legt og fjármálaveldið hefur
mikil áhrif á stjórnmálin.
Grundvallarstefna sósíal-
demókratísku stjórnarinnar er
að stjórna auðvaldsþjóðfélaginu
eins vel og auðið er án þess
að hrófla við framleiðsluhátt-
unum og valdaafstöðunni í
þjóðfélaginu. Þessi stefna hef-
ur fengið mjög góð lífsskil-
yrði. Efnahagslífið í Svíþjóð
blómstraði eftir stríðið og
framleiðslan jókst ört. Þetta
hefur gert sósíaldemókrötum
kleift að framkvæma ýmsar
verulegar endurbætur, án þess
að andstaða hinna stríðandi
stétta, verkafólks og auð-
manna, blossaði út á yfir-
borðið. Þetta hefur verið hent-
Ugt tímabil fyrir endurbóta-
stefnu.
Afskipti ríkisvaldsins af
cfnahagslífinu hafa aukizt til
muna síðustu áratugina. Nið-
urstöðutölur á fjárlögum nema
á þessu fjárhagsári heilum
24% af öllum þjóðartekjunum.
Hlutur ríkis og sveitarfélaga
í öllum fjárfestingum er kom-
inn upp í 40%. Þessi þróun
á ekki eingöngu við um Sví-
bjóð, heldur öll þróuð auð-
valdslönd. Yfirleitt er fjár-
málaveldið ekki í mótstöðu
við þessa högun mála. Stjórn-
arfar sösíaldemókrata hefur
tryggt því rólega tilveru með
hærri og stöðugri ágóðahlut-
deild. Þróun efnahagsins og
bjóðfélagsins í heild hefur ver-
,ið rólegri og jafnari en hún
hofðí orðið undir stjórn borg-
araflokkanna. :
Fjármálavaldið og
sósíaldemókratar
Stór hluti sænska fjármála-
veldi'sins hefur á sviði stjórn-
málanna gert sér mat úr þess-
ari ihagstæðu þróun. Það hef-
ur stillt sig inn á áframhald-
andi stjórn sósíaldemókrata,
og er byrjað að svíkja hægri-
flókkana og Þjóðarflokkinn.
Þetta hefur haft sín áhrif á
stefnu þessara flokka og leitt
af sér verulega flutninga á
fylkingum. Þessi breytta af-
staða fjármálaveldisins með
tilliti til þess að horfur eru á
áframhaldandi stjórn kratanna
hefur einnig komið í Ijós í
fræðilegum rökræðum.
Skylt er að taka það fram,
að undanfarin ár hafa komið
fram nýjar myndir samvinnu
milli ríkisins og einokunarauð-
valdsins. Á stríðsárunum ko:m
þessi samvinna t.d. fram í hin-
um sérstöku kreppunefndum.
Seinna kom hinn svokallaði
fimmtudagsklúbbur fram á
sjónarsviðið. Núna þróast sam-
vinnan innan hins svokallaða
Harpsundslýðræðis, í áætlun-
arráðinu og ýmsum öðrum
stofnunum. Ríkið og fjármála-
veldið starfa saman að ýmis-
konar framtaki — Uddevalla-
skipasmíðastöðin, SAS, Atom-
energi, Malmexport — og rík-
ið leggur fram fé til heilla at-
vinnugreina, ekki aðeins land-
búnaðarins heldur einnig t.d.
skipasmíðaiðnaðarins. Þar að
auki veitir ríkið einkaauðvald-
inu ýmis fríðindi, t.d. með því
að opinber fyrirtæki útvega
vörur og veita þjónustu sína
gegn lítilli borgun. Samvinn-
an milli stjórnarráðsins og
einstakra fjálmálafjölskyldna
hefur stundum orðið _vo ná-
in, að öðrum fjármálahópum
hefur fundizt gengið fram hjá
sér.
Ríkisrekstur og
stéttabarátta
Þjóðnýting, ríkisrekstur af-
skipti ríkisins af efnahags-
lífinu, aukinn hlutdeild ríkis-
ins í þjóðartekjunum, áætlun-
arbúskapur — allar þessar
mismunandi myndir sem auk-
in áhrif ríkisins á efnahags-
lífið birtast í geta verið bæði
afturhaldssamar í eðli sínu
og framfarasinna. T.d. hafði
ríkið mjög sterkt tangarhald
á atvinnulífinu i Þýzkalandi
á tímum Hitlers. Franska rík-
isvaldið hefur líka undir stjóm
de Gaulles rekið ,mun víðtæk-
ari áætlunarbúskap á sviði
atvinnulífsins, en sænska rík-
ið undip stjóm sósíaldemó-
krata.
Það sem ræður úrslitum er
auðvitað hvaða hópa og stétt-
ir í þjóðfélaginu ríkið styður
með stefnu sinni og áhrifum
á efnahagslífið. En tilhneig-
ingin til ríkiseinokunarkapítal-
isma er óhjákvæmilegt þróun-
arlögmál fyrir öll háþróuð
auðvaldsríki. Þessi tilhneiging
sýnir að framleiðslan verður æ
félagslegra eðlis og einkaeign
kapítalistanna á framleiðslu-
tækjunum er í æ meiri mót-
sögn við þessa þróun. Og til
þess að bæla niður þesa vax-
andi mótsögn sem fólgin er í
framleiðsluháttum auðvalds-
þjóðfélagsins verða hinar ráð-
andi stéttir í æ rikara mæli
fíöfum ávallt fyrirliggjandi hin heimsþekkíu
Philips sjónvarpstæki
Gæðum PHILIPS-tækja er óþarft að lýsa, þau þekkja allir. — Verð
frá kr. 11.790,00 — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Fyrirliggjandi 5 mismunandi tegundir. — Hin viðurkenndu WlSI-loft-
net jafnan fyrirliggjandi í tveimur stærðum. Önnumst uppsetningu þeirra.
N ý U n g:
FELE-SCOPESKERMURINN er kominn.
Stækkar — skýrir — dýpkar myndina. Hin einfalda bygging hans og
áfesting hæfir hvaða sjónvarpstæki sem er.
SJÓNVARPSEIGENDDR. Kynnið yður þessa nýung.
Véla & Raftækja verzlunin
Bankastræti 10 & Lækjartorgi — Sími: 12852.
Carl H. Hermansson
að nota ríkisvaldið. Hin gríð-
arlegu útgjöld til hernaðarins
og hervæðiiig þjóðfélagsins
stuðla líka að auknum af-
skiptum ríkisins.
Um leið og fjáimálavaldið
og ríkið reyna að koma á
jafnvægi í auðvaldsskipulaginu
með þessum aðferðum. er ver-
ið aö grafa undan stoðum
þess. Kljkuhagsmunir fjár-
málaveldisins eru í æ minna
samræmi við nútímann, vegna
aukinna félagslegra áhrifa á at-
vinnulífið. Ósamræmið milli
einkahagsmuna og hags-
muna þjóðfélagsins er
orðið æpandi. Eftir þvf sem
ríkisrekstur og afskipti á efna-
hagslífið fara í vöxt, ætti bar-
átta verkalýðsstéttarinnar fyrir
þjóðfélagsbyltingu almennt að
harðna.
Ríkisreksturinn í
Svíþjóð
I túlkun okkar á ríkisrekstri
og afskiptum ríkisins af at-
vinnulífinu verður auðvitað að
ganga út frá ástandinu eins og
það er £ okkar eigin landi nú
á tímum. Við álítum,' að þjóð-
nýting, ný rfkisfyrirtæki og á-
ætlunarbúskapur sé yfirleitt til
gagns fyrir virinandi fólk und-
ir núverandi kringumstæðum í
baráttunni við fjármálaveldið.
Erlendis hefur borið mikið á
þeirri skoðun. að ríkisrekstur
og ríkisafskipti séu mjög snar
þáttur í efnahagslífi Svíþjóðar,
þar sem sósíaldemókratar hafa
setið við völd í 30 ár. Þetta er
algjör misskilningur. Ríkis-
rekstur er afar umfangslítill
hér á landi og nær til miklu
minni hluta framleiðslúnnar en
í mörgum öðrum auðvalds-
löndum.
Það kom f Ijós í skýrslu, sem
fjármálaráðuneytið lét frá sér
fara í fyrra um ríkisrekstur
og hlutafélög f eigu ríkisins
(„rfkisfyrirtæki"), að alls eru
ráðnir 204.000 starfsmenn hjá
þessum ríkisfyrirtækjum. Þar
af starfa 137.000 við póst, síma
og ríkisjárnbrautir.
Það eru aðeins 5% af þeim
fjórum milljónum, Sem alls
taka þátt í atvinnulífinu, starf-
andi hjá ríkisfyrirtæltjum. Frá
1960 til 1962 fækkaði þeim
um 4000.
(Niðurlag í næsta blaði).
Rúnarsteininn
var falsaður
KAUPMANNAHÖFN 14/2
Fyrir nokkru fannst steim í
Wales sem á voru ristar rún-
ir og vakti fundur þessi all-
mikla athygli. Nú er komið í
ljós að rúnirnar eru 'iirnðar.
Það er rúnafræðingurinn dr.
Erik Moltke við danska þjóð-
minjasafnið >t'rn hefur skorið
úr þessu eftirí að hafa athugað
Ijósmyndir af steininum. Hann
segir að á steininum i bæði
rúnir af yngfj’ ov eldrj gerð og
sé þeim breriglað saman. Hins
vegar séu rúnirnar allhaglega
gerðar og hafi Norðurlandamaðj
ur líklega veríð að verki, segif
Moltke.