Þjóðviljinn - 20.02.1964, Qupperneq 6
0 SÍÐA
ÞJðÐVIUINN
Fimmtudagur 20. febrúar 1964
' ' ' I Stríðselæpamál
VALDAAFSTAÐAN I SVIÞJOÐ
Hér birtist síðari hluti ræðu Hermanssons,
nýja formannsins í sænska kommúnista-
flokknum, sem haldin var á flokksþinginu
í janúar. Hann leiðréttir hér þann misskiln-
ing, sem víða ríkir, að ríkisrekstur sé snar-
ari þáttur í Svíþjóð en öðrum auðvalds-
löndum.
Síðastliðin 2 ár hefur fram-
lag til nýbygginga og stofnun-
ar fyrirtækja hjá rikinu lækk-
að um 20 milljónir sænskra
króna, en í þeim hluta atvinnu-
lifsins, sem ekki er rekinn af
rikinu. hafa þessi framlög
hækkað um 1.355 milljónir kr.
Fjármálaráðuneytið segir í
skýrslu sinni, að ,,svo virðist
sem orðið hafi viss stöðnun
hjá rikinu”.
Ekki er hægt að orða þetta
veikar ... í rauninni er rík-
isfyrirtækjunum að fækka og
hlutur þeirra i framleiðslunni
að minnka.
1 sumum öðrum auðvalds-
löndum, þar sem borgaraflokk-
ar eru við völd. er hlutur rík-
isins í framleiðslunni mun
meiri en í Svíþjóð, sem hefur
sósíaldemókratastjóm. 1 Aust-
urríki framleiða rikisfyrirtæki
-<S>
Wallcnbergættin er helzti fulltrúi fjármálaveldisins í Svíþjóð. En það þykir álíka óviðeigandi að
nefna Marcus Wallenberg á nafn í þinginu og taia um fjandann í kirkju. Á myndinni sést Marcus
Wallenberg fremstur og Jacob Wallenberg næstur honum.
Tsarapikin á Genfarráðstefnunni:
Öll kjarnaskeyti
ber að ey&ileggja
GENF 18/2 — Aðalfulltrúi Sov-
étríkjanna á afvopnunarráð-
stcfnunni í Genf, Semjon Tsar-
apkin, sagði í dag að ekkert
myndi miða áleiðis til samkomu-
lags um almenna afvopnnn, ef
Bandaríkin féllust ekki á það
meginatriði, að stefna bæri að
eyðileggingu allra flugskeyta
með kjarnahleðslum.
Hann sagði aö sovézka sendi-
nefndin myndi reiðubúin að
gera slíkt samkomulag um leið
og Bandaríkin hefðu viðurkennt
þessa meginreglu.
Tsarapkin sagði á fundi með
blaðamönnum að höfuðk.iarni af-
vopnunarmálsins væri að bægja
frá dymm hættunni á kjarn-
orkustríði. Hann taldi að tillaga
Bandaríkjamanna um hlutfalls-
lega takmörkun kjamaskeyta
væri engin lausn á vandanum.
Bandaríkin hafa lágt til að dreg-
ið verði úr framleiðslu lang-
drægra flugskeyta og henni síðan
hætt. Hins vegar er ekki gert
ráð fyrir slíkri takmörkun á
smíði meðaldrægra skeyta, eins
og þeirra sem Polariskafbát-
arnir bandarisku hafa.
Tsarapkin taldi litlar iíkur á
að nokkur málamiðlun Kæmi til
greina varðandi þetta höfuðat-
riði.
næstum fjórðung af iðnaðar-
framleiðslu landsins. Mikill
hluti banka og tryggingaíélaga
er í eigu austurríska ríkisins.
Talið er. að ríkið eigi um 40%
af öllum iðnaði á Italíu. Að^
minnsta kosti 85% bankastarf-
seminnar er í höndum ríkisins.
Ríkið rekur stóran hluta und-
irstöðuiðnaðar í Frakklandi og
Englandi.
En hér í Svíþjóð, þar sem
st.iómin fylgir stefnu sósíalista,
eftir því sem Erlander forsæt-
isráðherra segir, ew aðeins 5%
af atvinnulífinu í höndum rík-
isins. Og þessi ríkiseign lýtur
næstum algjörlega vilja borg-
araflokkanna, eða á að gizka
95% á móti 5%. sem sósíal-
demókratar ráða yfir.
Þetta táknar, að sósíaldemó-
kratar hafa á 30 ára valda-
tímabili sínu falið ríkinu 5%
umsjón með 5% af atvinnulíf-
inu og útkoman er þá 0,25%.
Það er ekki sérlega glæsilegur
árangur hjá flokki, sem telur
sig einn sterkasta sósíaldemó-
krataflokk heimsins.
Við ásökum sósíaldemókrata-
flokkinn harðlega vegna þess
að hann hefur vanrækt svona
skelfilega þetta mikilvæga
verkefni. Með kærulausri, og
jafnvel neikvæðri afstöðu sinni
til þjóðnýtingar og ríkisrekstr-
ar, hefur stjórnin haldið aftur
af þróun bjóðíélagsins í landi
okkar. Aðeins fjármálaveldið og
borgaraflokkamir hafa ástæðu
til að þakka honum fyrir það.
LIMBURG 18/2 — Enn ein
stríðsglæparéttarhöld hófust i
dag í Vesturþýzkalandi, að þessu
sinni i Limburg. Aðeins einn
sakborningur af fjórum sem
upphaflega voru ákærðir mætti
fyrir réttinum, læknirinn Hans
Hefelmann. Hann er ákærður
fyrir að hafa tekið þátt í fjölda-
morðum í stjórnartíð nazista sem
myrtu 70.000 fullorðna geðsjúkl-
inga og 3.000 vanþroskuð böm.
Tveir meðsakbominga hans eru
látnir, annar þeirra. dr. Wemer
Heyde, hengdi sig í síðustu viku,
'n einn þeirra flúði land og
'un nú vera í Suður-Ameríku.
m ár liðin frá
áti Michelangelo
RÓM 18/2 — I dag hófust á
Italíu margvísleg hátíðahöld til
að minnast þess að liðin eru 400
ár frá dauða snillingsins Michel-
angelo. Blómsveigar voru lagðit
á gröf hans í Firenze, Segni for-
seti stjómaði minningarathöfn í
Róm og margt fólk kom saman
í bænum Caprese, þar sem
Michelangelo fæddist.
REPUBUKANAR OG KÚBA
Ef ég verð forseti Baldaríkjanna næst, mun
ég beita valdi gegn Kúbu, segir Nelson Rocke-
feller, fylkisstjóri New York, í viðtali, sem haft
var við hann á sunnudaginn. Viðtalinu var sjón-
varpað um öll Bandaríkin.
Rockefeller kvaðst álíta, að
árás á Kúbu beri að gera á
hentugu augnabliki. Hann
sagði, að Kennedy forseti hafi
látið tækifærið til að losa 6ig
við Kúbuvandamálið sér úr
greipum ganga árið 1961. Sagði
Rockefeller, að hann hefði átt
að styðja innrásina á Svína-
flóa með því að láta þeim í té
nægar flugvélar.
Rockefeller er sem kunnugt
er einn þeirra fjögurra, sem
repúblíkanar geta valið úr sem
frambjóðanda til forsetakosn-
inganna,
Ekki hefur borið minna á R.
Níxon í kosningaáróðri repú-
blíkana.
Nixon kom með þá uppá-
stungu um helgina, að leið-
togar vesturveldanna kæmu
saman og yrði Kúbumálið þá
efst á baugi.
— Mér finnst ekki rétt að
hafa í hótunum við banda-
menn okkar, þótt þeir verzli
við Kúbu, sagði Nixon, en það
er tími kominn til að Banda-
ríkin taki að sér leiðsöguna í
hinum frjálsa heimi.
Taldi Nixon Bandaríkin ekki
hafa skýrt það nægilega vel
fyrir bandamönnum sínum,
hversu nauðsynlegt sé að leysa
Kúbuvandamálið. Það sé hins
vegar bamalegt af Bandaríkj-
unum að reyna að halda á-
fram að einangra Kúbu, þegar
bandamennimir neiti að gera
það.
Meiðyrðamál, sem vekur athygli í Noregi
Norskir kommúnistar sagðir haf a ætl-
að að myrða foringja sinn 1944
OSLÓ 17/2 — Kjell Lynau, ritari norska myndablaðsins
NA er í dag stefnt fyrir borgardómstólinn í Osló. Þess
er krafizt af honum, að hann leggi fram sönnunargögn,
er réttlæti skrif blaðsins fyrir tveimur árum. Blaðið
hélt því fram, að árið 1944 hefðu nokkrir meðlimir
kommúnistaflokksins og mótspyrnuhreyfingarinnar í Nor-
egi ætlað að myrða þáverandi framkvæmdastjóra flokks-
ins og fyrrverandi formann, Peder Furubotn.
Greinin. sem birtist haustið
1962 í NA, var með 6 dálka
fyrirsögn sem hljóðaði svo:
Átti að myrða Furubotn 1944.
Blaðamaðurinn sem skrifaði
greinina heitir G. Hammer-
ström.
Blaðamaðurinn heldur því
fram, að kommúnistar, sem
störfuðu í neðanjarðarhreyfing-
unni gegn Þjóðverjum, hafi
farið að gruna Peder Furubotn
um að vinna fyrir Gestapó, og
hefðu þeir því ákveðið að ryðja
honum úr vegi. Sagði ennfrem-
ur í greininni, að það hafi ver-
ið Asbjörn Sund. þekktur mað-
ur úr neðanjarðarhreyfingunni,
sem búinn var að taka verkið
að sér persónulega. Sund gekk
undir nafninu „Osvald“ á
stríðsárunum.
Mennírnir bak við ,,Osvald“
Enn fremur var sagt að ýms-
ir þekktir menn, sem þá voru í
flokknum, hafi staðið á bak
við Osvald. Ekki var annað
að skilja á greininni en þessir
menn hafi verið með f að
skipuleggja morðið, eða vitað
um það og verið þvf samþykk-
ir.
Meðal þeirra sem upp voru
taldir eru Ragnar Solheim,
hæstaréttarlögmaður, bróðir
hans Thorolf Solheim (sem nú
er í SF), Peter Bastiansen
hæstaréttarlögmaður, sem nú
er búsettur í Suður-Ameríku og
hefur ekkert samband lengur
við norska kommúnistaílokk-
inn. Þar að auki voru þeir
nefndir, Christian Hilt blaða-
maður og formaður norsk-
rússneska félagsins og núver-
andi framkvæmdastjóri komm-
únistaflokksins, Just Lippe.
Fyrst var það Asbjöm Sunde
sem stefndi myndablaðinu
Saksóknari rikisins vísaði á-
kærunni frá 1. janúar 1963,
Sunde var árið 1954 dæmdur
í 7 ára fangelsi fyrir njósnir
í þágu Sovétríkjanna.
Hins vegar gat saksóknari
ríkisins ekki komið í veg fyrir.
að Ragnar og Thorolf Solheim
ásamt Just Lippe færu í meið-
yrðamál við NA. Myndablaðið
vildi, að málin yrðu tekin fyrir
öll í einu, en stefnendur mót-
mæltu því og í desember úr-
skurðaði dómstóllinn, að málin
skyldu tekin fyrir hvert fyrir
sig.
Ekki bjartsýnn
Og í dag verður kæra Ragn-
ars Solheim tekin fyrir. Þeg-
ar Kjell Lynau hefur lagt
fram þau sönnunargögn, sem
hann hefur fram að færa, mun
dómstóllinn reyna að ná sátt-
um, en ef það tekst ekki halda
málaferlin áfram.
Hin meiðyrðamálin verða
ekki tekin fyrir. fyrr en þetta
fyrsta hefur verið afgreitt.
Ragnar Solheim segir, að
greinin í myndablaðinu sé æru-
meiðandi og spilli gjörsamlega
terli sinum sem lögfræðings.
Tilgangur hans er fyrst og
fremst að fá úr því skorið.
hvort norskt réttaidar láti við-
gangast að réttur manna sé
fótum troðinn á þenna hátt.
— Ég er ekki bjartsýnn,
sagði hann, þegar um er að
ræða réttarvöm fyrir komm-
únista. Ég geri mér því ekki
vonir um, að réttvísin taki
mínu máli. Það er ekki venja
hennar að taka upp vörnina
fyrir nafn og mannorð rót-
tækra manna. En málið verður
að fara fyrir rétt. Ég er lög-
fræðingur og ég get ekki tek-
ið slíkum ásökunum, án þess
að mótmæla.
Það hefur komið á daginn
eftir að greinin birtist í NA,
að enginn þeirra manna, sem
þar voru ásakaðir voru í Nor-
egi árið 1944, nema Asbjöm
Sunde, Torolf Solheim og
Christian Hilt. Torolf Solheim
fór huldu höfði í Vestur-Noregi
og Christian Hilt er nú ný-
látinn.
Ragnar Solheim var í fanga-
búðum í Þýzkalandi frá 1942.
Just Lippe flúði þegar 1941 til
SvTþjóðar og var í London
1944. Þangað kom Peter Bast-
ian einnig, en hann varð að
flýja land 1943.
Sönnunargögnin
Talið er víst, að Kjell Linau
ritstjóri muni halda fast við
þann púnkt í greininni, að As-
bjöm Sundp hafi tekið morð '
að sér, er> ha’da því fram. af
ekkert sé sagt frekar um hina
Peter Furubotn,
en það að „þeir hafi staðið á
bak við Osvald“. og þetta ber:
ekki að skilja svo, að þeir hafi
verið með í að skipuleggja
morðið á Furubotn.
Ekki er vitað hvaða sönn-
'nargögn Lynau kemur með.
en í greininni er vitnað í upp-
íýsingar úr bæklingi, sem kom
út á vegum Ny Dag 1950. Því
var haldið fram, að prófessor
Svale Solheim hafi borið á-
byrgð á þessum bæklingi. Hann
hefur hins vegar lýst því yfir,
að hann hafi aldrei gefið út
slíkan bækling og því síður
skrifað það, sem myndablaðið
hefur eftir honum.