Þjóðviljinn - 20.02.1964, Síða 7
immtudagur 20. íebrúar 1964
HðÐVIUINM
Sumarhúsin I Iandi orlofsheimilis alþýðusamtakanna eru að rísa upp úr djúpri moldinni undir Reykjafelli í ölfusi. (Ljósm. A.K.).
ORLOFSHEIMILIÐ RÍS
UNDIR REYKJAFELLI
:
r
t n
Hér eru myndir af tveimur smiðanna í orlofsheímilinu teknar í
smíðavcrkstæðinu á staðnum. Þeir eru Sigurður Guðjónsson
(efri mynd-In) og Sigmundur Ámundascn, — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Þar var við skilið í gær að
við Ari Kárason vorum á leið
austur yfir fjall einn þungbú-
inn dag í vikunni sem leið
með Benedikt Davíðssyni, eft-
irlitsmanna við byggingu or-
lofsheimilis alþýðusamtakanna
undir Reykjafelli í ölfusi, og
hafði hann orðið að svara
mörgum spurningum á leið-
inni, jafnvel samvizkuspurn-
ingum, um framkvæmdimar
og þennan framtíðarstað.
★
Fyrr en varði var singerinn
brunaður niður Kambaveginn
og framhjá Hveragerðí og
sneri Benedikt von bráðar af
þjóðveginum og mátti þá þeg-
ar sjá nývirki mikil uppi und-
ir Reykjafelli. Ekið var hinn
breiða veg sem kominn er upp
að landi orlofsheimilisins, og
vakti mesta athygli í svipinn
gífurlegt jarðrót og skttrðir
djúpir og langir og stórfelld-
ar rastir jarðefna á bökkum
þeirra. Það hafði sýnilega ekki
verið ofsögum sagt af því hve
blaut þessi verkamanna'jörð
hafði verið. Ég varð að trúa
Benedikt þegar hann sagði,
að búið væri að bylta þarna
um 25—30 þúsund rúmmetr-
um.
Engin bjartsýnisspá mín um
uppbirtu og sólskin rættist,
því nú þéttust regnskýin sem
hangið höfðu yfir Suðvestur-
landinu, og Ari Kárason var
rétt farinn að spígspora um
þetta skurða- og rastalandslag
með ljósmyndarasvip og tæki
þegar fór að stórrigna. Með
þolinmæði sérfræðingsins út-
skýrði hann fyrir mér að í
slíku veðri settist regnið á
augu vélarinnar rétt eins og
gleraugun hjá mér, auk þess
sem allt er mynda aetti yrði
grátt og dauflegt í hellirign-
ingu. Og fæst þar skýring á
því hve fáar og dauflegar útí
myndir fylgja þessum lfnum.
Ari reyndi hins vegar að ná
sér niðri þegar undir þak var
komið.
★
Samt festust á filmuna þau
fjögur sumarhús sem búið er
að reisa, og þegar inn í eitt
þeirra var komið skýrði einn
smiðanna, Erlendur Guðmunds-
son frá Hveragerði, fyrir okk-
ur fyrirhugaða húsaskipun,
hann var þar með tveim-
ur smiðum öðrum að vinna að
innréttingu hússins. Og þó regn-
ið byldi á plastrúðunum og allt
væri enn bert og ótilhaft var
ekki vandi að sjá í anda hina
stóru íverustofu ljómandi af
sólskinsdýrð um hásumar og
útsýni til sjávar og fjaila, eld-
húskompuna og svefnklefana
fjóra, Erlendur sagði að þeir
yrðu svo litlir að ekkert væri
hægt að gera þar nema sofa,
en það er líka aðalatriðið.
¥
Hingað eiga þeir eftir að
koma sumar eftir sumar,
verkamennimir úr borgum og
bæjum Suðvesturlandsins, járn.
smiðimir úr sumarmollu
smiðjanna og vélarýma, verka-
konumar upp úr þvottum og
fiskvinnunni, togarasjómennirn-
ir. Og lítil börn þeirra sem
þama kynnast kannski í fyrsta
sinni víðáttu og grasi og læk
og blómum og frelsi allan lið-
langan daginn og varla nokk-
urt óangadýr nútímans, æðandi
bíll, þar nærri. Ég hafði séð
þetta sjálfur í landi Ilfns ís-
lenzka prentarafélags i Mlð-
dal í Laugardal, hvílíkt yndi
komungum borgarbörnum og
raunar á öllum bamsaldri er
að komast í umhveríi sem
veitir slíkt frelsi. Og allt varð
þetta Ijóslifandi, því þarna
innan um borð og fjalir i ó-
innréttuðu sumarhúsinu var
reyndar lítill drengur, sonur
Erlends, önnum kafinn að
dunda við sitt, rétt eins og
hann væri einn smiðanna,
hafði fengið að koma með
þennan dag og hjálpa til.
Hér undir Reykjafelli á
sagan frá sumarhúsum prent-
aranna í Laugardal eftir að
endurtaka sig sumar eftir sum-
ar, og enn fleiri sem annars
hefði orðið lítið úr orlofi sínu,
að njóta framtaks verkalýðs-
hreyfingarinnar, því sjálfsagt
dveljast félagar verkalýðsfélag-
anna þarna ekki nema tvær
þrjár vikur sumar hvert með
fjölskyldum sínum svo margir
komast að. Og í síð-
ari áfanga ris hér stór og vönd-
uð hótelbygging sem aðalhús
orlofsheimilisins, með sund-
laug og hvers konar þægindi
til orlofsdvalar, jafnt einhleyp-
um sem fjölskyldufólki innan
verkalýðsfélaganna. Það er
sannarlega von að maður
gleymi heim og gleymi sér
snöggvast á þessu umrótslandi
á hellirigningardegi um há-
vetur og sjái þá sýn sem hér
verður öllum augljós þegar
SÍÐA 7
Starfsfólkiö við byggingu orlofsheimilisins lét mjög vel af að-
búnaði og viðurværi, og ráðskonur staðarins fá cinróma lof. Hér
eru þær að starfi í eldhúsinu. Þær eru Ólafía Jónsdóttir (efri
myndin) og Sigurlína Sigurðardóttir. — (Ljósm. Þjóðv. A K)..
næstu sumur. Og láti sig
dreyma ögn lengra fram í tím-
ann, þangað sem íslenzk al-
þýða hefur skilið til fullnustu
að það er hún sem á þetta
land og auðæfi þess að lang-
stærstum hluta, að verkalýðs-
hreyfingin þarf ekki og má
ekki vera homreka i sínu ei'g-
in landi, heldur á að gera sér
auðæfi þess undirgefin. Upp
munu rísa orlofsheimili al-
þýðusamtakanna í öllum lands-
hlutum og hugsjón verkfalls-
mannanna sem knúðu fram
orlofið verða að veruleika. Þá
verður orlofstími verkamanna
sólskinsblettur hvers árs, til-
hlökkunarefni dimma vetrar-
mánuði, fróandi tilhugsun á
breytustundum hins þrotlausa
erfiðis, uppistaða og ívaf skín-
andi bjartra bemskuminninga
óteljandi borgarbama.
★
Myndarlegustu byggingarnar
sem enn eru risnar á orlofs-
heimilislandinu v eru bráða-
birgðahúsin sem þarf til að
hægt sé að vinna að hvers
konar húsasmíði og innrétting-
um á staðnum og til dvalar
20—30 manna Þar að stað-
aldri. Við litum inn í smíða-
verkstæði og geymslu, stærð-
ar hús, 7.5x20 m að gmnni.
og vom þar fimm smiðir að
vinnu. Því miður hittum við
svo á, að yfirverkstjóri fram-
kvæmdanna, Ámi Gestsson
húsasmiður, var ekki viðstadd-
ur, en smiðina var gott heim
að sækja. Þeir vorn nfi leggia
síðustu hönd á smíði grind-
anna í þau 18 sumarhús sem
enn eru óneist og setja þær
saman. Gerðu þeir ráð fyrir
að þegar í þessari viku sem
nú er hálfnuð yrði farið að
reisa þau. Verið væri að slá
upp fyrfr rotþ"-1 hverfisins.
Smiðimir og verkamennirnir
vinna fimm daga viku, frá kl.
7% til 7, og fara flestir af
staðnum um helgar, hafa þá
laugardag og sunnudag frían.
Allir sem þarna vinna hafa
frítt fæði. Á hci.-.leiðinni
sagði Benedikt að fengizt hefðu
traustir fagmenn og verka-
menn til vinnunnar, og hefðu
litlar breytingar orðið á vinnu-
flokknum þar.
★
Næst gengum við Ari í
dvelarskála fólksins og hitti ég
á leiðinni gamlan kunningja
og skólabróður, Asgeir Ásgeirs-
son sem er verkstj. á staðnum.
hann sýndi okkur húsakynniní
þessu vistlega húsi, sem eig-
inlega er rangt að kalla skála
samkvæmt þeirri merkingu
sem komið er í það orð af ó-
vönduðum vinnuskálum. Þetta
er einkar viðkunnanlegt hús,
á einni hæð, um 35 m á
lengd og 5% m á breidd, Þar
eru dvalarherbergi fyrir starfs-
mennina, tveggja og fjögurra
manna herbergi, rúmgóð og
snyrtileg Ásgeir hefur víða
verið þar sem byggt hefur
verið yfir s^arfsfólk til langr-
ar vinnudvalar og taldi hann
Þetta hus taka þeim öllum
fyam sem hann hefði kynnzt,
eina vöntunin sem væntanlega
yrði úr bætt væri að steypihað
vantaði, ómissandi á slíkum
Framhald á 10. síðu.