Þjóðviljinn - 20.02.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA
ÞlðÐVILJINN
Fimmtudaeur 20. íebrúar 19ð4
SKOTTA
-♦ta nýja símakerfi er alveg stórsniðugft. Ég ætlaði að hringja f
Siggu og fékk samband við framúrskarandi skemmtilega stelpu
í Alaska, við erum búnar að tala saman í klukkutíma.
Orlofsheimifíð
þurfið þið engar ábyggjur að
hafa framar. Það kann að drag-
ast nokkru lengur að ná til ykk-
ar og koma ykkur upp, en ykkur
er borgið. Þið þurfið aðeins að
sitja og bíða.
— Nú ætla ég að fara af lín-
unni og gefa ykkur kost á að
tala við vini ykkar. Mér þykir
leitt að þið skuluð hafa lent í
þessum erfiðleikum og þrenging-
um, en nú er þetta allt á enda.
Við náum ykkur upp eftir einn
eða tvo daga. Líði yklcur vel.
Glaðlegar samræður upphófust
um borð í Selenu um leið og
Olsen Tunglstjóri lauk máli sínu.
Þetta hafði einmitt tilætiuð á-
hrif; farþegamir voru strax
famir að hugsa um þetta allt
sem ævintýri sem gæfi þeim
nóg að tala um það sem þeir
ættu eftir ólifað. Aðeins Pat
Harris virtist dálítið dapur.
— Ég vildi óska, sagði hann
við Hansteen geimsiglingafor-
ingja. að Stjórinn hefði ekki
verið alveg svona öruggur. Á
Tunglinu virðist það vera að
freista örlaganna að koma með
svona staðhæfingar.
— Ég veit nákvæmlega hvém-
Jg þér er innanbrjósts, svaraði
foringinn. — En þú getur varia
láð honum það — hann er að
hugsa um að stappa i okkur
stálinu.
— Og það er prýðilegt — ekki
sízt núna þegar við getum talað
við vini okkar og ættingja.
— Og þá man ég eitt; það er
einn farþegi sem hefur hvorki
tekið við né sent nein skilaboð
Og það sem meira er, hann sýn-
ir ekki nokkum áhuga á slíku,
— Hver er það?
Hansteen lækkaði röddina enn
meira.
— Það er Eadley, Nýsjálend-
ingurinn. Hann situr bara hinn
rólegasti þama í hominu. Ég
veit ekki hvers vegna ég hef á-
hyggjur af því, en ég hef þær nú
samt.
— Kannski á vesalings maður-
inn engan að á Jörðinni sem
hann langar að tala við.
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINC og DÓDÓ
Laugavegi 18 III. h. (lyfta)
SIMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SlWfl 33968. Hárgreiðslu- og
snjfrtistofa.
| Dðmurt Hárgreiðsla «iö
allra hæfl.
TJARNARSTOFAN.
Tjarnargötu 10 Vonaistrætis-
megin. — SÍMI 14662.
HARGREIÐSLCSTOFA
ADSTGRÐÆJAK.
(Maria Guðmundsdóítir)
Laugavrgi 13 - SÍMI 14656.
*— Nuddstofa á sama stað. —
— Maður sem á nóga peninga
til að fara í skemmtitúr til
Tungsins, hlýtur að eiga ein-
hverja vini, svaraði Hanstcen.
Svo brosti hann; það var næst-
um drengjalegt bros sem mildaði
drættina í andiitinu og hrukku-
netið. — Þetta lætur víst kald-
hæðnislega í eyrum, það var
ekki ætlunin. En ég legg samt til
að að við gefum herra Radley
gætur.
— Hefurðu minnzt á hann við
Sússu — héma, ungfrú Wilkins?
25
— Hún benti mér á hann.
Mér hefði átt að detta það i
hug, hugsaði Pat fullur aðdáun-
ar; það fer ekki margt framhjá
henni. Nú þegar hann virtist
eiga framtíð fyrir höndum. þrátt
fyrir allt, hafði hann farið að
hugsa um Sússu með nýrri al-
vöru — og um það sem hún
hafði sagt við hann. Á ævinni
hafði hann verið ástfanginn af
fimm eða sex stúlkum — eða
það hefði hann getað svarið á
sínum tíma — en þetta var dá-
lítið öðru vísi. Hann haföi þekkt
Sússu í meira en ár og frá upp-
hafi hafði hann laðazt aö henni,
en til þessa haföi ekki orðið
neitt úr neinu. Hverjar voru til-
finningar hennar? hugsaði hann.
Skyldi hún iðrast þessa ástríðu-
blossa, eða stóð henni alveg á
sama? Hún kynni að halda því
fram — og hann reyndar líka —
að það sem gerðist í eldhúsinu
skipti ekki lengur máli, það
heföu aðeins verið athafnir
manns og konu sem héldu að
þau ættu aðeins eftir nokkrar
stundir ólifaðar. Þau höfðu ekki
verið eins og þau áttu að sér ..
En kannski höföu þau einmitt
verið það; kannski hafði það
verið hinn raunverulegi Pat
Harris og hin raunverulega
Súsanna Wilkins sem höfðu
varpað dulargervinu, komið
fram ógrímuklædd eftir erfiði og
kvíða undanfarinna daga. Hann
velti fyxir sér hvemig hann
gæti gengið úr skugga um þetta
en meðan hann var að því, vissi
hann að tíminn einn gat veitt
honum svarið. Ef til var ótviræð
vísindaleg prófun sem gat sagt
fólki hvenær það var ástfangið,
þá hafði Pat ekki ennþá rekizt
á hana.
Rykið sem slóst — ef það var
rétta orðið — við biyggjuna sem
Selena hafði lagt upp frá fyrir
fjórum dögum, var aðeins nokk-
urra metra djúpt, en fyrir þessa ;
tilraun þurfti ekki meira dýpi.
Ef útbúnaðurinn kom að gagni
þar, myndi hann líka koma að
gagni úti á opnu hafi.
Lawrence fylgdist með úr
Strandbryggjunni meðan aðstoð-
armenn hans klæddir geimbún-
ingum skeyttu saman rammann.
Hann var gerður eins og níutíu
prósent af mannvirkjum á
Tunglinu úr grönnum alumin-
íumpípum og stöngum. Að sumu
leyti, hugsaði Lawrence, var
Tunglið paradís verkfræðinga.
Hin lága loftþyngd, ekkert ryð
eða eyðing — og eiginlega ekk-
ert veður með dutlungafullum
vindum og regni og frosti —
gerðu að engu ótal vandamál
sem starfsbræður þeirra á jörð-
inni þurftu að glíma við. En
auðvitað hafði Tunglið þar á
móti sín séreinkenni — svo sem
nætumar með tvö hundruð stiga
frosti og rykið sem þeir voru nú
að berjast við.
Hin létta flekagrind hvfldi á
tólf stórum málmbelgjum, sem
báru eftirfarandi áletranir:
— Innihald Ethyl Alcohol. Skilið
þeim tómum í Afgreiðslu nr. 3,
Copernicus. Innihald þeirra nú
var lofttóm; hver belgur gat
haldið uppi tveim tungllestum
áður en hann sykki.
Flekinn var smám saman að
taka á sig mynd. Það þarf að
hafa nóg af vara róm og boltum,
sagði Lawrence við sjá'ifan sig.
Hann hafði séð að minnsta
kosti sex falla í rykið, sem hafði
samstundis gleypt þær. Og þama
fór skrúflykill; gefa út íyrir-
mæli um að binda öll verkíæri
við flekann, líka þegar þau væru
í notkun, hversu óþægilegt sem
það kynni að vera ..
Fimmtán mínútur — ekki svo
afleitt með tílliti til þess að
mennimir voru að vinna í lofl-
tómi og fötin voru þeim til traí-
ala. Hægt væri að bæta við
flekann í hvaða átt sem var. en
þetta væri nóg í fyrstu. Þessi
hluti einn gæti borið tuttugu
tonn og það liði nokkur tími áð-
ur en þeir gætu affermt það
magn af tækjum úti á hafinu.
Ánægður með þetta, fór
Lawrence út úr byggingunni
meðan menn hans voru enn að
fást við flekann. Fimm mínút-
um síðar (Það var aðalkosturinn
við Roris virki, maður komst
hvert sem var á fimm mínútvrm)
var hann kominn í verkfræði-
stofnunina. Hann var ekki alveg
eins ánægöur með það sem þar
var að gerast.
Á grindum var tveggja fer-
metra eftirlíking af þakinu á
Selenu — nákvæm Jíking af fyr-
irmyndinni, gerð úr sömu efnum.
Aðeins yzta lagið af alumin-
bomum dúk, sem notaður var
sem sólhlíf, vantaði; það var
svo þunnt og stökkt að það hafði
engin áhrif á tilraunina.
Tilraunin var afareinföld, við
hana þurfti aðeins þrennt
— oddhvassan jámkarl, hamar
og dasaðan tæknifræðing, sem
þrátt fyrir mikla fyrirhöfn hafði
ekki ennþá tekizt að koma jám-
teininum gegnum þakið.
Allir sem höfðu örlitla þekk-
ingu á aðstæðum á tunglinu
heföu undir eins getið sér til um
af hverju það stafaði. Það var
augljóst að hamarinn vó aðeins
sjötta hluta af jarðþyngd sinni;
þess vegna var jafnaugljóst að
hann var þeim mun k;raftminni.
Þessi ályktun hefði verið al-
röng. Leikmenn áttu erfitt með
að skiija mismuninn á þyngd og
massa og einmitt þetta hafði
valdið ótal slysum. Þunginn var
breytilegur; hann varð allur ann-
ar ef skipt var um heimkynni. Á
Jörðinni vó þessi hamar sex
sinnum meira en hann gerði
þama; á sólinni myndi hann
vera tvöhundruð sinnum þyngri
— og í geimnum hefði hann alls
enga þyngd.
En á öllum þremur stöðunum
og reyndar um allan heiminn
myndi massi hans vera ná-
kvæmlega hinn sami. Orkan sem
þyrfti til að setja hann á til-
tekna hreyfingu og nöggið af
honum þegar eitthvað hindraði
hann, yrði hið sama um allan
geiminn. Á því nær loftþyngd-
arlausri stjömu, þar sem hann
vó minna en fjöður; myndi þessi
hamar mola stein jafn auðveld-
lega og á jörðu niðri.
— Hvað er að? sagði Law-
rence.
Þakið fjaðrar of mikið, sagði
tæknifræðingurinn og þerraði
svitan af enninu. — Jámkarlinn
hoppar til baka í hvert sinn sem
slegið er á hann.
— Ég skil. En skyldi það verða
þegar við notum fimmtán metra
pípu með þéttu ryki allt í kring?
Kannski dregur það úr fjöðrun-
inni.
— Kannski — en líttu á þetta.
Þeir krupu hjá kringlunni og
litu undir þakið. Kalklínur höfðu
veiið dregnar til að sýna hvar
rafleiðslumar lágu, en þæl
þurfti að forðast að hitta.
— Þefta fíbergler er svo seigt,
að það er ógemingur að gera á
bað hreinlegt gat. Þegar það
Jætur undan, springur það og
rifnar. Sjáðu — Jiér er það að
láta sig. Ég er hræddur um að
þessi hranaiega aðferð geti orðið
til þess, að við sprengjum þak-
ið.
— Og við getum ekki átt það
á hættu, samsinnti Lawrance.
— Jæja, við hættum þá við
þetta. Ef við getum ekki rekið
gat, verðum við að Jx>ra. Notið
bor sem skrúfaður er á pipu-
enda. svo að hægt sé að Josa
hann auðveldlega. Hvemig geng-
ur þetta að öðru leyti?
— Það er næstum tilbúið
— þetta er aJIt standardútbún-
aður. Við ættum að vera tilbún-
ir eftir tvo eða þrjá kluklcutíma.
— Ég kem aftur eftir tvo
tíma, sagði Lawrance. Hann
bætti ekki við eins og sumir
hefðu gert: — Þá vil ég að það
sé tilbúið. Menn hans gerðu allt
sem þeim var unnt, og það var
eklci hægt að pína þjálfaða og
úygga menn til að gera meira en
sitt ýtrasta. Það var ekki hægt
að flana að svona verki og enn-
þá Iiaföi Selena þriggja daga
súrefnisbirgðir. Ef allt gengi að
óskum væri það áhyggjuefni úr
sögunr.i eftir nokkra klukkutíma.
En því miður gekk ekki allt að
óskum.
Hansteen geimsiglingafræðing-
ur varð fyrstur til að þekkja
hina hægfara, lúmsku hættu,
sem farin var að ógna þeim.
Hann hafði einu sinni áður kom-
izt í kynni við hana, þegar hann
hafði verið klæddur gölluðum
geimbúningi á Ganymedes — at-
vik sem hann hafði enga löngun
til að rifja upp, en hafði aldr-
ei tekizt að gleyma.
— Fat, sagði hann lágt þegar
hann hafði gengið úr skugga um
Framhald af 7. síðu.
vinnustað. Eru hlutaðeigendur
hér með óminntir um að láta
það ekki lengur vanta!
f húsi þessu eru svefnpláss
fyrir 26 manns, rúmgóður og
vistlegur matsalur, eldhús og
búr. Öll var umgengnin hin
snyrtilegasta, verkamennimir
og smiðirnir komu inn í síð-
degiskaffi og var okkur boð-
in hressing með þeim. Menn
drógu skó af fótum sér áður
en þeir kæmu inn í matsalinn,
og engum þótti tiltökumál þótt
pabbi þyrfti að aðstoða litla
smiðinn, son Erlends, við að
smokra af sér gúmmístígvélun-
um og fara í þau aftur. Svo
kjrrrt var í salnum að mér
varð á að spyrja hvort allt
væri svo friðsamlegt vegna
gestakomu. En heimamenn
brostu góðlátlega og sögðu að
þetta væri heimilisbragur á
staðnum, eitt væri það að
aldrei þyrfti að brýna röddina
til að kalla eftir neinu sem
vantaði, þeir hefðu slíkar fyr-
irmyndarstúlkur fyrir ráðskon-
ur að allt væri á borðum sem
ætti að vera.
Ekki hafði Ari Kárason fyrr
heyrt þessar yfirlýsingar um.
ágæti ráðskvennanna en hann
spratt upp og tók að ljósmynda
í ákafa í borðsalnum en þær
myndir tókust ekki rétt vel,
hins vegar smeygði hann sér
inn í eldhúsið og náði þar
þeim skemmtilegu myndum af
ráðskonunum sem hér fylgja
með. Og hann hefur tekið vel
í það að skreppa aftur austur
yfir fjall með myndavél þegar
búið er að reisa öll sumarhús-
in tuttugu og tvö. Verði af því
geta lesendur Þjóðviljans
fylgzt stig af stigi með því
verki sem verkalýðshreyfingin
er að láta vinna þarna austur
undir Reykjafelli. Þar er nýr
og stórmerkur þáttur að
hefjast í starfi Alþýðusam-
bands íslands, þáttur sem á
eftir að verða mörgum til
ánægju og nota.
Þetta er alveg tilvalinn
staður til að horfa á skrúð-
gönguna.
Heyrðu gamli minn, viltu
læra þig aðeins svo að ég
reti séð skrúðgönguna. Þessi
jata er fyrir almenning og ég
kreyfi mig ekki héðan.
S.G.
Útboð á grjótfíutningi
Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í grjót-
hreinsun gatna í Kópavogi. — Útboðslýsing verð-
ur afhent í skrifstofu bæjarverkfræðings í Félags-
heimilinu við Neðstutröð frá 21. febr. 1964. —
Skilafrestur er til 29. febr. 1964.
Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi.
Starfsman nafélag Reykjavíkurborgar
Stjórnarkjör
í félaginu fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu í Pósthússtræti 9, 4. hæð (lyftan í gangi),
föstudaginn 21. febr. kl. 17 — 22 og laugardaginn
22. febr. kl. 12 — 19 og er þá lokið. — Sjá nánari
auglýsingu á vinnustöðum.
Reykjavík 20. febrúar 1964.
Kjörrijómin.