Þjóðviljinn - 23.02.1964, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.02.1964, Síða 8
g SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1964 SÖLUMIÐSTÖD HRAÐFRYSTIHÚS- ANNA SKÝRIR SJÓNARMIÐ SÍN Stjórnendur Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hafa sent frá sér mikla greinargerð þar sem þeir lýsa sjónarmiðum sínum í sambandi við stofnun öskjugerðar og þær umræð- ur sem um það mál hafa orðið að undanförnu. Grein- argerðin er lengri en svo að unnt sé að birta hana í heild í blaðinu, en nokkur aðalatriði hennar fara hér á eftir. 1. Umbúðir eru stór kostn- aðarliður í framleiðslu frystra sjávarafurða, eða allt að 10% af f.o.b. andvirði vörunnar. Frystihúsaeigendur hafa frá upphafi keppt að því að fá góðar, en ódýrar umbúðir. Erfitt hefur verið að vega og meta, hvort það hafi jafnan tekizt svo sem skyldi, m.a.. vegna þess, að hér innanlands hefur aðeins verið starfrækt ein kassagerð og innflutn- ingsaðstaðan þann:g, að sam- anburður á erlendum verðum annars vegar og verðlagi Kassagerðar Reykjavíkur hins vegar oft óraunhæfur mæli- kvarði á það, hvort verð Kassagerðar Reykjavíkur væru of há eða eðlileg, mið- að við hin miklu og tryggu innkaup Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hjá Kassagerð- inni. Raunhæfur samanburður á verðlagi erlendra umbúða og umbúða frá Kassagerð Reykjavíkur fengist ekki fyrr en til þess kæmi, að gengið væri til samninga við erlenda aðila um heildarskipti á sama hátt og viðskiptum við Kassagerð Reykjavíkur hefur verið hagað. S.H, hefur þó ekki farið inn á þessa braut, þar sem talið hefur verið eðliiegt að kaupa um- búðir. sem framleiddar væru innanlands. Þar sem frystihúsaeigendur innan S.H., sem munu vera kaupendur að 50% af allri framleiðslu , Kassagerðar Reykjavíkur, hafa ekki verið í neinni aðstöðu til að ganga úr s'kugga um raunhæfi verðs Kassagerðarinnar, hefur á undanförnum árum oft komið til orða að láta gera athugun á arðbæri slíks fyrirtækis og stofna til þess. ef hagkvæmt þætti. 2. Á aðalfundi S.H. í júní 1963 var ennþá einu sinni samþykkt tillaga um, að at- hugun skyldi fara fram á því, hvort tímabært væri fyrir frystihúsaeigendur að stofna eigin öskjugerð. Var tillagan frá fulltrúa eins minni frysti- húsanna innan S.H. Á grund- velli tillögunnar fól stjórn S.H. verkfræðingi að fram- kvæma umrædda athugun. Skilaði hann áliti sínu í jan- úar s:l. Samkvæmt því er reksturslega hagkvæmt fyrir hraðfrystihúsin innan S.H. að stofna til öskjugerðar, sem myndi framleiða allt að 75% af umbúðaþörfinni, miðað við verðmæti. Slikt fyrirtæki myndi kosta fullgert um 10 millj. króna, en ekki 50 millj, króna. og forstjóri Kassar R'e.ybjavíkur hefur fullyn í blaðaviðtali. Öskjugerðin yrði til húsa í hluta af vöru- skemmu S.H. við Héðinsgötu í Reykjavík. Hús þetta hefur verið notað að mestu leyti sem geymsla á umbúðum, sem koma beint úr fram- leiðslu hjá Kassagerð Reykja- vrkur, sem hefur ekki eigin birgðaskemmur fyrir þessar fullunnu vörur. Þurfa frysti- húsaeigendur því ekki að byggja sérstök hús fyrir öskjugerðina. Samkvæmt nið- urstöðum verkfræðingsing gæti öskjugerð af þeirri stærð, sem hér um ræðir, framleitt umbúðir, sem yrðu allt að 20% ódýrari en þær, sem _ S.H. kaupir< nú hjá Kassagerð Reykjavíkur. 3. Rætt er um, að frysti- húsin, en þau eru ekki aðeins innan S.H., sem telur 58 hús, heldur einnig innan Sam- bandsins (20—30), Atlantor h.f. og fleiri, hafi nýlega þeg- ið 43 milljón króna „styrk“, og því sé óhæfa að „þessir“ menn skuli láta sér til hugar koma, að stofna öskjugerð. Hér er óskyldum málum blandað saman. Fiskframleið- endur vilja framleiða ódýrari umbúðir og lækka hjá sér framleiðslukostnaðinn til frambúðar. 43 milljónirnar eru greiddar til frystihúsanna vegna 15% kauphækkananna. sem urðu í desember. Geta íslenzkir skattborgar- ar fordæmt viðleitni manna til að lækka hjá sér fram- leiðslukostnað, í þessu tilfelli umbúðir, eða vilja þeir, að hluti leiðréttinganna vegna fiskframleiðslunnar fari í sí- hækkandi umbúðaverðum til Kassagerðar Reykjavikur og afkoma frystihúsanna rýrni sem því nemur. Hautið 1962 varð veruleg hækkun á umbúðum frá Kassagerð Reykjavíkur, Frá áramótum hafa umbúðir ut- anum frystan fisk hækkað a. m. k. um 6%. Umbúðakaup S.H. hjá Kassagerð Reýkja- víkur námu á s.l ári. rúmlega 40 millj króna. Miðað við þessi viðskipti yrðu um 2,5 millj. króna tekjuaukningu að<j— ræða hjá Kassagerð Reykja- víkur. Sé gert ráð fyrir að tilsvarandi hækkun hafi orðið á öðrum umbúðum Kassa- gerðarinnar, þar sem þess er naumast að vænta að verð á umbúðum til útflutningsfram- leiðslunnar einnar að hafi hækkað, en verð á umbúðum fyrir innlendan markað stað- ið í stað, þýddi síðasta hækk- un (6%) 5 millj. króna styrk frá viðskiptavinum Kassa- gerðarinnar. Orðið „styrkur" er hér notað samkvæmt þeirri málvenju, sem nú virðist tíðk- ast, þegar rætt er um málefni sjávarútvegsins. Þetta þýðir, að þrátt fyrir nýtízku vélar og „fyrirmynd- ar rekstur“ hefur fyrirtækið ekki getað tekið á sig kaup- hækkanir þær, sem undan- farið hafa orðið, en velt þeim yfir á viðskiptavini sína. 90 frystihús hafa fengið til skiptanna 43 millj. króna vegna 15% s kauphækkana i desember s.l. ár það innan við 500.000,00 krónur á hvert frystihús. og er þá þess að gæta, að frystihúsin hafa engar leiðréttingar fengið vegna kauphækkana á árun- um 1962 og 1963. Það er svo aftur annað mál, að á sama tíma, sem hr. Kristján Jóhann Kristjáns- son, forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, lýsir því yfir opinberlega, að umbúðir hjá sér muni lækka í verði á - hausti komanda, tilkynnir . hann S.H., að verð umbúða skuli hækka um 6%. Vildi ekki hr. Kristján Jóhann Kristjánsson skýra opinber- lega frá þvi hvernig beri að skilja þetta ósamræmi. og hversu mikillar lækkunar á umbúðaverði megi vænta. 4. Því hefur verið haldið á loft, að ákveðnir einstakling- ar innan S.H. hyggðust sölsa undir sig umrædda öskjugerð. Aðdróttanir þessar eru með öllu tilhæfulausar. Sérhverju frystihúsi innan S.H. er gef- inn kostur á að verða hlut- hafi í umræddri öskjugerð. Innan S.H. eru fyrirtæki í einka-, samvinnu- og bæjar- rekstri, og njóta þau öll sama - -<S> STÚDENTAR, ELDRl 0Q YNGR/ Framhaldsstofnfundur Stúdent ikórsins verður haldinn í hlið- arsal sulnasalarins að Hótel Sögu í dag (sunnud.) kl. 13,30. Allir stúdentar geta g3i*zt félagar kórsins. UNDIRBUNINGSNEFNDIN. Bifreiöaeigendur Vegna nýfallins dóms Hæstaréttar um bótaskyldu vegna rúðubrota af völdum steinkasts frá bifreiðum, vilja undirrituð tryggingarfélög hér með skora á alla þá, sem telja sig eiga kröfu á þau vegna slíkra tjóna, að lýsa kröfum sínum hjá viðkomandi tryggingarfélagi hið fyrsta. Félögin munu sameiginlega fjalla um framkomnar kröfur og tilkynna kröfu- höfum afstöðu sína til hinna einstöku tjóna. Ábyrgð h.F. Samvinnutryggingar Vatryggingarfélagið h.f. Almennar tryggingar h.f. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Verzlunartryggingar h.f. réttar um aðildarmöguleika. Nú þegar hefur mikill meiri- hluti félagsmanna S.H. lýst áhuga sínum á stofnun öskju- gerðar. 5. Flestir hljóta að vera sammála um, að hæfileg sam- keppni hlýtur að vera æski- leg. Hér á landi eru rekin mörg iðnfyrirtæki, innan sömu iðngreinar, t.d. vinnu- fatagerðir, sælgætisverksmiðj- ur, gosdrykkjaverksmiðjur, sápugerðir o. s. frv. Ef þjóð- félagsborgararnir aðhyllast á annað borð hæfilega og heil- brigða samkeppni, þvi skyldi hún þá ekki einnig æskileg í framleiðslu umbúða. Kassagerð Reykjavíkur hef- ur nýlega sett upp fullkomna prentsmiðju og mun nú heyja harða samkeppni við ýmsar innlendar prentsmiðjur, sem voru þó fyrir. og útbúnar hinum fullkomnustu vélum. Vegna stærðar sinnar og ein- okunaraðstöðu í framleiðslu umbúða vegna sjávarútvegs- ins mun samkeppnisaðstaða Kassagerðar Reykjavíkur þannig, að hinar eldri og minni prentsmiðjur munu margar hverjar eiga í vök að verjast. — Hverg eiga þessi fyrirtæki að gjalda. og hvers vegna mega þau deyja drottui sínum ? Vildi ekki hr. banka- stjóri Benjamín Eiríksson, svara því og þá jafnframt hvort ekki þyrfti hér með „anti-trust“ löggjafar, sem verndar neytendur gegn einkasöluaðstöðu á íslenzkum markaði. Að endingu skal sú stað- reynd undirstrikuð, sem hlýt- ur að vera sérhverjum ljós, að þótt frystihúsaeigendur innan S.H. stofni til öskju- gerðar, sem framleiddi um- búðir til eigin þarfa, hlýtur Kassagerð Reykjavík að halda áfram starfrækslu sinni eftir sem áður. Umbúðþörf fer vaxandi bæði innanlands og utan, og hafa forráða- menn Kassagerðar Reykjavík- ur marg lýst því yfir, að þeir hyggðu á útflutning umbúða. Með þetta í huga, svo og það, að frystihúsaeigendur geta sannanlega framleitt ódýrari umbúðir vegna frystiiðnaðar- ins, hljóta Jpeir að stofna til eigin öskjúgerðar. Eftir sem áður munu þeir kaupa hluta umbúðanna hjá öðrum þeim aðilum, sem hagkvæmast yrði að skipta við. Konudagurinn Mundu eftir ömmunni, unnustunni, mömmunni, blómin færðu í búðinni, betra að gleyma ei konunnl. Komið, veljið eða hringið. Við sendum um alla borg. Blómabúðin DÖGG, Álfheimum. — Sími 33978. Opið í dagf. B/óm B/óm Konudagurinn er í dag. Gefið konunni blóm. Opið í dag frá kl. 10 —13. Sendum heim. Blóm og Grænmeti Skólavörðustíg 3. — Langholtsvegi 126. Sími 16711. Sími 36711. Litla blómabúðin Bankastræti 14. Munið konudaginn Gefið konunni, móðurinni og unnustunni blóm á konudaginn.. Blómaskálinn Nýbýlavegi Opið allan daginn. Sími 40980. Blómamarkaðurinn Laugavegi 63 Opið kl. 9 — 3. — Sími 20985. UTSALA TOLEDO UTSALA Herrabuxur terylene kr. 600,00 — Barnaúlpur ull f. kr. 130,00. — Barnaúlpur nælon f. kr. 430,00 — og margt fleira. — KOMIÐ OG GERIÐ GÖÐ KAUP. TOLEDO FISCHERSUNDi i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.