Þjóðviljinn - 03.03.1964, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.03.1964, Qupperneq 2
2 wtevaimn FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld segir að hafi korrrið sér að Tniktu gagni i Xeit hans að sannleikanum á þessu mikil- verða sviði. Helgidagaveiðar bannaðar Þó sfldin hafi nú komið í vaxandi maeli upp að norsku ströndinni, þá er í engu slak- að á banninu gegn helgidaga- veiðum. Þó hefur norskum fiskiyfirvöXdum þótt vissara að auglýsa gildandi reglur strax í byrjun vertíðar, og tilkynna að þeim verði framfylgt án undantekninga. í tilkynning- unni sem „Fiskerídirektören" gaf út um þetta efni, segir, að öll síldveiði sé bönnuð á sunnudögum og öðrum helgi- dögum, ennfremur 1. maí frí- degi verkafólks og þjóðhátíðar- daginn 17. maí. Bannið nær ekki aðeins til norskra skipa að veiðum innan norskrar landhelgi, heldur hvar sem þau eru stödd að síldveiðum. Samkvæmt þessum lögum þá skulu veiðarfæri tekin úr sjó ýmist kl. 10 eða 12 að kvöldi fyrir helgan dag. Ég hygg að ýmsum fslenzkum útgerðar- mönnum þættu þetta ströng lög sem heftu einstaklingsfrels- ið úr hófi fram. En þannig er þetta hjá Norð- mönnum, og lögunum er fram- fylgt undantekningarlaust og ■því verða fáir til að brjóta. Annars held ég að flestir norskir sjómenn ásamt fiski- fræðingum, séu sammála um, að lögin sem banna veiðar á helgum dögum séu hin þörf- ustu lög. Það er ekki aðeins að sjómenn fái frí frá strangri vinnu, og geti gert sér daga- mun í höfnum inni, fundið hver annan að máli, o.s.frv. Heldur er þvf líka haldið fram og færð fyrir því sterk rök, að veiðin verði jafnari og betri vegna þeirra aðgerða að taka öll veiðarfæri úr sjó á ákveðn- um tímum. Þetta er skoðun margra norskra útgerðarmanna og sjómanna studd rökum þeirra fræðimanna, sem gert hafa á þessu athuganir. Og ó- neitinlega verður meiri menn- ingarbragur yfir sjósókninni, þar sem þannig er haldið á málum. Álasund _ einn af mestn síldarbæjum Noregs og einn allra þriíalegasti bær á Norðurlöndum. FINN DCVOLD með eátmmm i hðmkmm Hafa skaljafnan það ersannara réynist AF INNLENDUM ERLENDAR FRÉTTIR Nú hafa Norðmenn fengið sína stórsíld aftur upp að norsku ströndinni, í stærri stil, heldur en mörg undanfarin ár. Þessi síldargengd við Noreg nú, virðist ætla að sanna á- þreifanlega kenningu þá sem fiskifræðingurinn Finn Devold hefur haldið fram um göngu síldarinnar við Noreg, í and- stöðu við ýmsa kunna fiski- fræðinga. Devold sagði það hiklaust í fyrravetur í viðtali við blöð, að haustið 1963 yrði mikil síld við Suður-Noreg og eins við Suður-Svíþjóð. I haust og vetur hefur verið mesta sildargengd sem komið hefur Birgitta Guð- mundsdóttir end- urkjörin formað- ur ASB 26. þ.m. var haldinn aðalfund- ur ASB og fór þar fram stjórn- arkjör. Tvær konur báðust ein- dregið undan endurkjöri, þær Hólmfríður Helgadóttir og Ingi- björg Guðmundsdóttir. Er Hólm- fríður búin að eiga sæti í stjórn- inni sl. 26 ár og voru henni færðar þakkir fyrir störf sín í þágu félagsins. Núverandi stjórn ASB skipa þessar konur: Birgitta Guð- mundsdóttir íormaður, Auðbjörg Jónsdóttir, Jóhanna Kristjáns- dóttir, Sigríður Guðmundsdótt- ir og Valborg K. Jónhsdóttir. f varastjórn eiga sæti Ragn- heiður Karlsdóttir, Þóra Krist- jánsdóttir og Margrét Ólafsdótt- ir, en í trúnaðarráði Guðrún Finnsdóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Hlíf Hjálmarsdóttir, El- ín Bjarnadóttir, Þorvaldína Gunnarsdóttír og Helga Sveins- dóttir, ( um áratugi á þessum slóðum. Þá sagði Devold það líka, 6trax fýrir nokkrUYrt árum, að vetur- inn 1964 byrjaði aftur virkileg aukning i norsku stórsíldar- veiðunym, Þetta er þegar fram komið nú. Nú vildi máske ein- hvér spyrja, hvemig er hægt að reikna út síldargöngur langt fram í tímann eins og Devold hefur gert i þessu til- felli? Devold hefur líka sagt frá því, hvað það sé sem liggi til grundvallar útreikningum hans viðvíkjandi göngu stór- síldarinnar upp að norsku ströndinni. Að sjálfsögðu beitir Devold í útreikningum sínum vísindum fiskifræðinnar, svo langt sem þau ná, studd af uppihaldslausum rannsóknum Norðmanna á síldargöngunum. En kenning Devolds um göng- ur stórsíldarinnar byggist fyrst og fremst á sögunni. Síldarsaga Noregs Norðmenn eiga ekki miklar fombókmenntir sem þeír hafa skráð sjálfír, mikið að þeirra fomu þjóðarsögu er skráð á Islandi. En þeir eiga aðra sögu, sem þeir hafa skráð og sem nær langt aftur í aldir, það erÆ atvinnusagan. Stórsíldarveiðin við norsku ströndina var oft bjargvættur norsku þjóðarinn- ar þegar fast svarf að um mat- björg á hinni miklu vogskomu strandlengju Noregs. Svo segir í Egils sögu Skallagrímssonar, þar sem rætt er um Skallagrím heima í Fjörðum í Noregi: ,,Grímr var svartr maðr ok Ijótr, líkr feðr sinum bæði yf- irlits ok at skaplyndi. Gerðist hann umsýslumaðr mikill. Hann var hagr maðr á tré ok járn ok gerðist inn mesti smiðr. Hann fór ok oft um á vetrum í síldfiski með lagnar- skútu ok með honum húskarl- ar margir.“ Þessi tilvitnun í Egissögu sýnir, að strax á tím- um íslenzka landnámsins eða fyrir 900 þá kunnu menn í Noregi að veiða sfld með net- um. fram óslitið síðah. Eitthvað af þessum handrítum hefur sjálf- sagt glátazt en mörg hafa varðveitzt. 1 þessari sögu er ekki aðeins skráð aflamagn í hverju fylki heldur er iíka sagt hvar síldina bar upp að ströndinni hverju sinni og hvemig hún hagaði göngu sinni. Það er gegnum margra ára rannsóknir á þessari sögu, að vísindamaðurinn Finn De- vold komst að þessari niður- stöðu, að svo langt sem sagan verður rakin, þá hafa orðið sveiflur á sfldargöngunum með ákveðnu millibili. Síldargengd- in við norsku ströndina hefur náð hámarki á löngu tímabili. Síðan hefur sfldin að mestu horíið frá ströndinni, en komið svo í vaxandi mæli afturi Þetta segir Devold að hafi endurtek- ið sig svo langt sem síldveiði- sagan verði rakin. Síldveiðisag- an skráð í hinum ýmsu fylkj- um Noregs, sem svo mikið áttu undir veiðinni á hverjum tíma hún verður þannig í dag til þess að undirbyggja vísinda- lega niðurstöðu hjá Finn De- vold um síldargöngumar. Ná- kvæmni sögumannanna í frá- sögninni er það sem Devold í síðasta þætti Fiskimála birti ég íslenzkt nýfiskverð eins og það var birt í Ægi 1. febrúar sl. Af vangá taldi ég þetta vera fiskverðið með uppbótum úr ríkissjóði, en svo er ekki, heldur er hér um að ræða fiskverð án uppbóta eftir að raðað hefur verið nið- ur í verðflokka eftir fiskgæð- um. Þá hafa orðið tvær slæm- ar prentvillur við birtinguna í Ægi. Fyrri villan er sú að 1. fl. A stór þorskur slægður með haus er settur á kr. 3.42 sem er rangt; rétta talan er kr. 3.62. Þá er önnur skekkja í ýsuverðinu. 2. fl. slægð með haus, þar stendur kr. 2.31 en rétta talan er kr. 2.61 fyrir kg. Aðrar tölur sem ég birti í þættinum eiga að vera réttar og er þá átt viö verðið án upp- bóta eins og áður segir. Samkvæmt þessu verður þá rétt verð á stórþorski slægðum með haus, 1. fl. A. kr. 3.84, 1. fl. B. kr 3.37 og 2. fl. kr. 2.77. Þetta er sem sagt verðið að viðbættum 6*4, uppbótum úr rikissjóði Þessi leiðrétting á íslenzka verðinu haggar hinsvegar ekki samanburði mínum á norska og íslenzka- verðinu þar sem ég' notaði í þeim samanburði ís- lenzka meðalverðið kr. 3.24 fyr- ir kg án uppbóta og kr. 3.43 með 6% uppbótinni. Ég bið lesendur afsökunar á þeim hluta mi-jtakanna sem eru mín sök. --- Þriðjudagur 3. marz 1964 Aðaifundur Þórs á Selfossi Aðalfundur var haldinn síðast- liðinn föstudag í Verkalýðsfélag- inu Þór á Selfossi. Ækúli Guðna- son hættir nú sem formaður eftir árabil og baðst eindregið undan endurkosningu. Formaður var kjörinn Sigurður Einarsson og vinnur hann í Mjólkurbúinu á Selfossi. Annars er stjórnin þannig skipuð: Formaður Sigurður Ein- arsson, ritari Jón Bjarnason, gjaldkeri Geirmundur Finnsson og meðstjórnendur Ármann Ein- arsson og Jóhann Guðmundsson. Fjárhagur félagsins er góður og hækkar nú árgjald úr kr. 200,00 í 250,00 og verður þessi 50,00 kr. hækkun látin renna í sjúkrasjóð félagsins. Grikkir og Tyrkir berjast ú Kýpur NIKOSÍU 29/2 — Bardagar milli Grikkja og Tyrkja eru hafnir aftur á Kýpur eftir nokkurra daga ótryggt vopnahlé. Hefur einkum verið barizt i þorpi nokkru skammt frá Larnaca. f Famagusta fóru Grikkir í hópum um göturnar og brópuðu níð um Breta og Bandaríkja- menn. f Aþenu söfnuðust stúdentar saman fyrir íraman sendiráð Bandaríkjanna og brenndu þar brúðu í mynd Johnsons forseta. Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, hefur varað Tyrki við íhlutun í mál Kýpur og sagt að Grikkir myndu þá ekki geta setið hjá. í dag var undirritaður i Nik- osíu samningur milli stjóma Sovétríkjanna og Kýpur um fast áætlunarflug milli landanna og lenti fyrsta sovézka farþega- flugvélin á flugvellinum við Nikosíu í dag. • — *r- Bandarikjastjórn herðir viðskiptabannið ó Kúbu WASHINGTON 29/2 — Bandaríkjastjórn hefur enn hert bann sitt á vðskiptum við Kúbu og nú einnig bannað út- flutning þangað á dýrafeiti, en fram að þessu hefur ekki verið beint bann við sölu á matvæl- um og lyfjum til Kúbu. Bandarísk fyrirtæki höfðu staðið í samningum við Kúbu- menn um sölu á dýrafeiti, sem þeir nota mikið ofan á brauð í stað smjörs, og var um að ræða viðskipti fyrir tvær millj- ónir dollara, Samningaviðræður við fulltrúa Kúbustjómar fóru fram í Montreal í Kanada. Hingað til hefur dýrafeiti verið ein þeirra vörutegunda sem heimiluð hefur verið sala á til Kúbu, en nú hefur hún einnig verið bönnuð. Sovétrikin og Kínu semju MOSKVU 29/2 — Stjórnin Sov- étríkjanna og Kína undirrituðu í dag nýjan samning um menn- ingarsamvinnu á milli landanna. Samkvæmt Tass er í samn- ingnum gert ráð fyrir marghátt- uðum samskiptum á sviði menn- ingarmála, þ.á.m. skiptum á lista- mönnum og vísindamönnum, íþróttamönnum o.s.frv. Þrátt fyrir hinar hörðu deil- ur forystumanna ríkjanna und- anfarin misseri hefur menning- arsamvinnu þeirra aldrei verið slitið og hefur þannig jafnvel fjölgað þeim kínverskum vís- indamönnum sem starfa við nám og rannsóknir i Sovétríkj- unum, t.d. i kjarnorkustöðinni miklu í Dúbna. Síldveiðisöguna í Noregi er byrjað að skr" snemma á öld- um, og hefur verið haldjð á- Á árinu 1963 voru fluttar inn 4463 bifreiðar fyrir 296 milljJnir króna ■ Samkvæmt yfirliti um innflutning nokkurra vöruteg- unda á sl. ári sem birt er í nýútkomnum Hagtíðindum voru á árinu 1963 fluttir inn 4463 bílar fyrir samtals 296 milljónir 363 þúsund krónur og hefur bílainnflutningurinn til landsins aldrei verið iafnmikill á einu ári, hvorki að bílafjölda eða verðmæti. Á árinu 1962 voru fluttir inn 2783 bílar fyrir 19 milljónir króna. Heildarinnflutningurinn á ár- inu 1963 skiptist þannig (í svigum tölur frá árinu 1962) að inn voru fluttar 20 (32) almenningsvagnar fyrir 3.5 (6.5), 3047 fólksbílar (1511) fyrir 146.7 millj. (70.0), 682 jeppar (748) fyrir 56.9 millj. (62.1), 289 sendiferðabílar (251) fyrir 15.4 millj. (14.1) og 425 vöiubílar (231) fyrir 73.7 millj. (37.2). Það er einnig athyglisverð staðreynd að innflutningur fólksbíla eykst langmest frá árinu 1962 eða meira en tvö- faldast. Innflutningur vörubíla hefur einnig nálega tvöfaldazt, en innflutningur annara bíl- gerða staðið í stað eða minnk- að. Þá er einnig athyglisvert að bera saman bílainnflutninginn og t.d. skipainnflutninginn. Samkvæmt skýrslunni i Hag- tíðindum fluttum við inn á sl. ári samtals 36 skip að verð- mæti 368 millj. 185 þús. kr. Bifreiðainnflutningurinn nam hins vegar 296.3 millj. króna eins og áður segir og slagar þannig hátt upp í skipainn- flutninginn. Einnig er rétt í þessu sam- bandi að geta þess að á árinu 1963 voru fluttir inn hjólbarðar og slöngur fyrir 45.3 millj. (42.9) og benzín, annað en flugvélabenzín, fyrir 63.6 millj. (59.8).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.