Þjóðviljinn - 21.03.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1964, Blaðsíða 12
! ÞAÐ VERÐUR ÍHÖRKUBARÁ TTA UM TITILINN ! s k ! Síðastliðið haust kom nýr bátur til Grindavíkur og hlaut nafnið Hrafn Svein- bjamarson III. Hrafninn varð aflahaestur á vetrarsíldveiðum og fékk rúmlega 32 þúsund tunnur. Hásetahlutur reynd- ist 133 þúsund krónur. Voru þeir að frá 11. nóv. til 23. febrúar. Ungur maður var ráðinn sem skipstjóri á hina nýju fleytu og áttum við spjall við hann í gaerdag. Hann heitir Björgvin Gunnarsson og er tuttugu og sjö ára gam- all. Er Björgvin faeddur og uppalinn i Grindavík og er sonur hins þekkta bátafor- manns Gunnars Ölafssonar í Grindavík á sínum tíma. Hann er látinn fyrir nokkr- um árum. Forfeður Björg- vins voru þekktir sjósókn- 'j/gt Wtfi ' ' ' ' 2 Björgvin Gunnarsson, skip- stjóri í brúarglugga á Hrafn- inum. (Ljósm. K. K.). arar mann fram af manni á Suðumesjum. I sumar var Björgvin með Björgúlf frá Dalvík í hálfan annan mánuð áður en hann fór utan og sótti nýja skipið og hljóp þá í skarðið fyrir kunningja sinn. Annars hefur hann verið með Litla Hrafninn þrjú undan- farin ár og fylgdi skipshöfn hans þar að mestu með hon- um yfir á nýja bátinn. Þrír urðu eftir á Litla Hrafninum meðal annarra stýrimaðurinn og skipstjórinn á honum núna. Þá var Björg- vin með Flóaklett frá Hafn- arfirði eina vertíð. Annars segist Björgvin hafa hlotið sína dýrmaetustu reynslu hjá Gunnari á Amfirðingi á sfld- veiðum og var fyrst hjá hon- um háseti og sfðan sem stýri- maður. Við höfðum ágæta nót á Hrafninum í vetur og er það mikilvægt á síldveiðum. Margir flaska á því að hafa ekki nótina í lagi. Þessa nót teiknaði bráð- efnilegur ungur netamaður hér í Grindavík, sem heitir Jón Leósson og fór hann út til Noregs og lét gera nótina þar og fylgdist með henni og reyndist hún okkur með einstökum ágætum. Við höfð- um hana styttri fyrrihluta vertíðar eða um sjötíu faðma á dýpt og bættum þremur föðmum við síðari hluta ver- tíðarinnar. Annars eru síld- amætur yfirleitt sjötíu og fimm faðmar á dýpt núna. Núna er Hrafn Sveinbjam- arson III. á netaveiðum og hófu heir netaveiðar 1. marz. Hér eru þrir hásetar að vinna við síldarnótina út á reginhafi í vetur og heita þeir taldir frá vinstri: Ragnar Gunnarsson frá Morastöðum í Kjós, Þorlákur Sigurðsson frá Grímsey og Gest- ur Ragnarsson frá Grindavík. Átta menn af skipshöfninni eru búsettir í Grindavík. — (Ljósm. K. K.). Hrafn Sveinbjarnarson III. frá Grindavik. — (Ljósm. K. K.). Þeir lögðu framan af netin við Reykjanesröstina og fengu á nokkrum dögum tvö hundruð tonn. Núna eru þeir að kroppa tíu mínútna sigl- ingu frá Grindavík og fengu 23 tonn í fyrradag og 19 tonn í gærdag. Er þetta sæmilegt kropp, sagði Björg- vin. Við ætlum að vera á net- um út vertíðina og förum síðan á síld fyrir norðan næsta sumar. Þá hefst hörku- barátta um titilinn, sagði Björgvin hlæjandi að lokum. 5 Draugagangur að Saurum Rithöfundur kominn á vettvang með spánskan túlk Rammíslenzknr drauga- gangur hefur að undanförnu átt sér stað að Saurom v;ð Kálfshamarsv'k á Skaga. Var fyrst haldið að bar væri um jarðskiálfta að ræða, en nú er komið í liós að fvrir- bærin eru ,,vfirnáttúrleg“. Hafa þau verið sett í sam- band við Spánverja sem dysjaðir voru skammt frá bænum á 14. öld, og fór Jök- ull Jakobsson ritböfundur í gær norður og hafði með sér spánskan túlk til viðræðna við Spánverjana. Fyrirbærin á Saurum lýsa sér í þvi að ýmsir húsmunir hafa verið á fleygiferð annað kastið frá því aðfaranótt miðvikudags, einkanlega tvö borð, annað í baðstofu. hitt { eldhúsi, og stóll sem nú er brotinn. Hins vegar hefur þess ekki orðið vart að húsið sjálft hafi haggazt. Guð- mundur Kjartansson jarðfræð- ingur sem fór norður í gær sagði í útvarpinu að þessi fyr- irbæri heyrðu aúgljóslega ekki undir hans fræðigrein. Friðjón Guðmundsson, frétta- ritari Þjóðviljans á Skagaströnd, fór að Saurum i gær við þriðja mann, og sagðist honum þannig frá: Við komum að Saurum um kiukkan fjögur og hittum heim- ilisfólkið að máli, Guðmund bónda Einarsson, Margréti Bene- diksdóttur konu hans, og börn 30 myisdin'Bogasal Jón E. Guðmundsson opnar málverkasýningu í Bogasalnum klukkan fjögur í dag og verð- ur hún opin eitthvað fram yf- ir páska. A sýningunni vcrða 30 myndír, flest olíumyndir, en einnig nokkrar vatnslitamyndir. Þetta er fimmta sjálfstæða sýn- ing Jóns hér í Reykjavík. Jón er Vestfirðingur, fæddur 1915. Hann lagöi stund á mynd- list allt frá barnsaldri og hlaut tilsögn hjá mörgum mætum málurum hér heima, t.d. Jó- hanni Briem, og í Kaupmanna- höfn, þar sem hann dvaldist um þriggja ára skeið og gekk á einkaskóla. Eins og að framan segir, er þetta fimmta sjálfstæða sýning Jóns. en ellefu ár eru liðin frá því hann hélt seinustu sýningu sína; í millitíð hefur hann tek- ið þátt f samsýningum Félags mvndlistarmanna. Kunnastur mun Jón vera fyr- ir íslenzka Brúðuleikhúsið, sem hann stofnsetti og starfrækir en útbýr jafnframt grfmur og fleira fyrir leikhúsin í Reykja- vík. Um þessar mundir vinn- ur hann að uppsetningu brúðu- le;khúss?ns ,,Eldfærin“ eftir æv- intýri H. C. Andersen og verð- ur það frumsýnt í Tjarnarbæ eftir um það bil mánuð. þeirra hjóna Benedikt og Sig- urborgu. Var okkur boðið i eld- hús. Þar lá skápur á gólfinu, hafði fallið á það laust fyrir klukkan þrjú í dag. Skápurinn er um 1% metri á hæð og tæpur metri á breidd, fullur af ýmiskonar geymsludóti og nokk- uð þungur. 1 geymslu inn af eldhúsi lágu nokkrir diskar brotnir; þeir höfðu oltið fram úr skáp um sama leyti. Við dvöldum að Saurum til klukkan átta, en á þeim tíma urðum hvorki við né aðrir var- ir við neitt. Saurar standa á sjávarbakka, um það bil 10 metra frá mal- arkambi, og fjaran er mjög mjó. Bærinn er gamall og verður m.a. fyrir áhrifum af hurðarskellum. Fólkið leysti greiðlega úr öll- um spurningum okkar, en aug- ljóst virðist að ekki geti verið um jarðhræringar að ræða, held- ur sé hér um að ræða yfimátt- úrlega hluti. Menn hafa oft farizt í nánd við bæinn, og er talið að auk Spánverja muni þar vera dysjaðir bæði Frakk- ar og Tyrkir. Við gengum fjöru fyrir Sauralandi, ef ske kynni að lík hefði rekið eða bein. en fundum ekki neitt. Sjónvarpsmenn stofna félag „Undirbúningsnefnd félags á- hugamanna um sjónvarp“ sendi Þjóðviljanum fréttatilkynningu i gær þar sem segir að ákveð- ið hafi verið „að efna til stofn- unar Félags sjónvarpsáhuga- manna, og hefur stofnfundur verið boðaður í Sigtúni (Sjálf- stæðishúsinu) á morgun, sunnu- dag kl. 4 e.h. Tilefni félags- stofnunar þessarar enj umræð- ur, sem að undanförnu hafa orðið um sjónvarpsmál á fs- landi vfirlmtt. og áskorun 60 þjóðkunnra manna til Alþingis, um að það hlutist til um að lokað verði fyrir sjónvarpið frá Keflavík. Undirbúningsnefnd hefur starf- að nú í vikunni og gert frum- drög að lögum fyrir félagið, sem gera ráð fyrir þvi, að meðlim- ir i' félaginu geti orðið allir þeir íslendingar sem hafa áhuga á að fá notið sjónvarps. Lagauppkastið gerir eindreg- ið ráð fyrir því að stuðlað sé að stofnun íslenzks sjónvarps hið fyrsta, og að þeir, sem vilja geti notið þeirra sjónvarprsend- inga, sem fslendingum er kleift að ná til og tækni leyfir“. (dag hefst 14. ís- landsmótið í brídge Fjórtánda lslandsmótið í bridge hefst í dag kl. 14 í Sjó- mannaskólanum. Eru mættar til Ieiks sveitir víðs vegar að úr landsbyggðinni. Spilað verður i tveimur flokkum, meistaraflokki og 1. flokki. I meistaraflokki taka þcssar sveitir þátt: Sveit Þóris Sigurðssonar, frá Bridge- fclagi Reykjavíkur, sem er nú- verandi lslandsmeistari, sveit Einars Þorfinnssonar frá Bridge- félagi Reykjavíkur, nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar, sveit Agnars Jörgenssonar frá Bridgc- félagi Reykjavíkur, sveit Ólafs Þorsteinssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur. sveit Benediks Jó- hannssonar frá Bridgefélagi Rcykjavíkur, sveit Mikaels Jóns- sonar frá Akureyri, nýbakaðir Akureyrarmeistarar og sveit Gísla Sigurðssonar frá Siglufirði. Þetta er án efa sterkasta lands- mót, sem haldið hefur verið til þessa og má búast við mjög spennandi keppni. • I 1. flokki keppa 10 sveitir og eru meðal þeirra sveitir frá Selfossi, Hafnarfirði, Keflavík og Kópavogi auk Reykjavíkur- sveita. Einnig keppir þar kvennalandsliðið, sem spila mun á Norðurlandamótinu í Osló í sumar. sveit Elínar Jónsdóttur. Tvær fyrstu umferðir mótsins verða spilaðar í Sjómannaskól- anum; en á mánudagskvöldið flytja keppendur sig í hin glæsi- legu salarkjmni Klúbbsins við Lækjarteig. Á miðvikudagskvöld verður byrjað að sýna leiki á sýningar- töflu, Bridge-Rama meistarasmíði Hjalta Elíassonar, rafvirkja- meistara. Sýningartafla þessi gerir áhorfendum kleyft að fyigjast með leiknum á þann hátt, að þeir sjá spil allra spil- aranna samtímis. Þetta eykur mjög skemmtunina við það að horfa á og er sjón sögu ríkari. Bridgetaflan verður einnig 1 gangi á skírdag og laugardag fyrir páska. Á páskadag hefst svo tví- menningskeppni og er einnig keppt í meistaraflokki og 1.. flokki, 28 pör í hvorum flokki. Spilað er eftir svokölluðu Baro- meterformi, sem er eitt vinsæl- asta keppnisformið í dag. Geta keppendur fylgst jafnóðum með árangri sinum á þar til gerðri Barometertöflu. Núverandi Is- landsmeistarar í tvímenning eru Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson frá Bridgefélagi Reykja- víkur. Nánar verður skýrt frá mótinu í blaðinu á þriðjudag og skírdag. Urslit rítgerðasam- keppni útvarpsins Hjðrtur Hjálmarsson á Flat- eyri hrcppti fyrstu verðlaun (kr. 5.000.00) og Skúli Guðjóns- son á Ljótunnarstöðum önnur verðlaun (kr. 3.000.00) í nýlok- inni ritgerðarsamkeppni útvarps- ins um efnið: ÞEGAR ÉG VAR 17 ÁRA. Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri, skýrði frá úr- slitum í fréttaauka í gærkvöld. Þrenn 1500 króna aukaverðlaun voru veitt. og hlutu þau cftir- taldir Rcykvíkingar: Benjamín Sigvaldson, Tryggvi Emilsson og Jón Pálsson. Auk verðlauanna, mun útvarp- íð greiða höfundum venjulegt flutningsgjald. Boðið var til samkeppninnar í janúar sfðastliðnum og varð þátttaka mikil. 148 ritgerðir bár- ust, og hefur dómnefnd lagt til, að auk verðlaunaefnisins verði 20—25 aðrir þættir í þess- um flokki keyptir til flutnings. Dómnefnd skipuðu; Björn Th. Björnsson, Þorsteinn Hannesson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Verðlaunaritgerð Hjartar Hjálmarssonar verður flutt í út- varpið á morgun, pálmasunnu- dag. og ritgerð Skúla á Ljót- unnarstöðum næstkomandi þriðjudag. Hinar þrjár ritgerð- irnar, sem aukaverðlaunin hlutu, verða fluttar á skírdag, á páska- dag og á þriðjudag eftir páska. — Aðrar ritgerðir koma svo síðar. 1 fréttaaukanum í gærkvöld ílutti útvarpsstjóri hlustendum þakkir útvarpsins fyr'r mikla De Gaulle í Giiafleloupe POINT APITRE, Guadeloupe 20 /3 — De Gaulle er nú stadd- ur í frönsku nýlendunni Guade- loupe og mun hann dvelja bar þangað til á mánudag. Hann kom til Guadeloupe frá Mexicc. og góða þátttöku. Við 1 út- varpinu, sagði hann að lokum, erum þess viss, að hér muni hlustendur heyra gott og gimi- legt efni. Strandamönnum boðið í kaffi Á sunnudaginn kl. 3 verður kaffiboð í Skátaheimilinu fyrir eldri Strandamenn. Það er átt- hagafélagið í Reykjavík sem býður í kaffið, og þar er ætlun- in að gamlir kunningjar hittist og spjalli saman. Hefur félag- ið haldið slík boð mörg und- anfarin ár, og hafa þau orðið mörgum til ánægju. Svíþióð-Ís- iand 65:59 Svíþjóð vann nauman sigur yfir Islandi í Polar- Cup-körfuknattleikskeppn- inni í Helsinki í gær. Úr- slitin urðu 65:59. 1 hléi stóðu leikar 25:23, svo að að leikurinn var mjög jafn allan tímann. Þetta er mun betri árangur hjá íslenzka liðinu en búizt var við. Polar Cup-keppnin er Norðurlandameistaramót og urðu Finnar meistarar i fyrra, Svíar urðu nr. 2, ís- land nr. 3 og Danir fjórðu. I gær gjörsigruðu Finn- ar Dani á mótinu með 105:40. Sigurvegararnir fá þátt- tökurétt í næstu heims- meistarakeppni í körfu- knattleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.