Þjóðviljinn - 21.03.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞlðÐVILJINN RAYMOND POSTGATE: úrskurð samkvæmt vitnisburðin- um. Undarlegt orðalag, hugsaði hún; kyssti Biblíuna og settist á bekkinn fyrir kviðdómendur sem búnir voru að sverja. (Réttarritarinn sneri sér næst að manninum, sem hann hafði tekið eftir fyrir það, hve fríður hann var. Eins og flestir karl- menn á miðjum aldri og eldri, hafði hann ósjálfráða andúð á eða tortryggði laglega menn, einkum og sérílagi fríða menn og dökka yfirlitum. Ef hann hefði átt að finna eitthvað sér til afsökunar, hefði hann lýst þeim sem fleðulegum eða út- lendingslegum. Það var ekki nema kostur á manni að hann var dálítið hirðuleysislegur; hann taldi það miklu fremur galla ef hann hafði of reglulega andlits- drætti og var of snyrtilega til fara. En hvað sem því leið, þá hafði hann ekkert á móti þessum kviðdómanda. Eftir að hafa horft á hann drykklanga stund, Sagði hann við hann: — Arfhur George Popesgrove. hafið eftir mér ....). Arthur George Popesgrove. Mjög enskt nafn. Aðeins Eng- lendingur eða Bandaríkjamaður gátu borið nafnið Arthur rétt fram; George var nafn konungs- ins; og engum hefði dottið f hug að Popesgrove hefði verið vaiið eftir símaskránni. Stundum ósk- aði eigandinn bess að hann befði valið sér Anthony sem fornafn Þótt hann væri dekkri yfirlitum, þá var andlitsfallið svolítið líkt og á Anthony Eden, og það var HÁRGREIÐSLAN Hárgreiösln og enyrtistofa STEINU og DÓDÖ Langavegi 18 ITI. h. (lyfta) SfMT 24B1B. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtfstofa. Dðmnr? Hárgreiðsla "ið allra hæfl. TJARNARSTOFAN. Tjarnargðtn 10. Vonarstrætls- tnegin. — SfMI 14662. HARGREIÐStUSTOFA AtJSTTJRBÆ.lAR (Maria Guömunclsdóttirl Eaugavegi 13 — SÍMI 14656. ■— Nuddstofa á sama stað. — ekki hans sök þótt klæðaburður- inn væri ekki hinn sami. Að minnsta kosti hefði herra Eden ekki getað hugsað meira um þjóðemi sitt. Enginn annar kvið- dómandi leit á boðun sína sem mikinn heiöur. í bezta falli sættu þeir sig við það sem skyldu. Arthur Popesgrove var himinlifandi þegar hann las til- kynninguna. — Sjáðu til, Maud, sagði hann við konu sína. — Nú 5 á ég að verða kviðdómandi. Það er mjög þýðingarmikið. Ég tek minn þátt í að vemda brezka réttvísi. Hann brosti ánægjulega — konan hans leit niður nefið á sér og sagði ekki neitt. Nefið á henni var feitt, stórt og hvítt; mjög breitt við nefrótina og með fílapensum; það var ekki sérlega enskt nef. En að sjálf- sögðu var ekki hægt að skipa eiginkonu sinni að breyta á sér nefinu. Að minnsta kosti gegndi hún nafninu Maud andmælalaust og þau töluðu aldrei annað en ensku saman. Enskur; enskur var hann svo sannarlega, því að ríkisborgarabréf hans bar vott um vilja og val, þar sem fæð- ingarvottorð mannsins í næsta húsi var aðeins vitm'sburður um tilviliun. Ekkert barna hans skvldi nokkru sinni fá að vita að annað blóð en enskt rynni í æðum þeirra. Ef nauðsyn forefði væri meira að segja hægt að breyta matnum í veitingahúsi hans. Hann hafði begar mann til taks í grill-herberginu bakvið stórt silfurfat sem á stóð tröil- aukin nautasteik. Þegar gestir spurðu hann ráða. sagði hann oft — Ekkert jafnast á við róst- bíf, eða hvað herra minn? Eða kannski steik? Dökk að utan og rauð að innan. Ýmsir réttir höfðu horfið af matseðlinum; minna var notað af hvítlauk í matinn. Stærðin á fjölskyldu hans var ef tii vill dálítið óensk. Hann hafði eignazt sex böm áður en hann gerði sér ljóst að stórar fjölskyldur vom ekki í tízku og auk þess dýrar í rekstri. En það var ekkert að nöfnum bamanna að finna. Eric Archibald, Julia, James Henry, Mary, Charles Edward og Ajrthur Herbert. Það var allt i lagi með þau. Málfar hans var iýtalaust. Einu sinni blés hann essin sín dálítið, en nú vottaði ekki lengur fyrir slíku. Hann hafði meira að segja tiltæka gerviættartölu handa bömum sínum, ef þörf krefði. Hann ætlaði að segja þeim að móðir þeirra væri frá eyjunum í Ermasundi og að föð- urafi þeirra, hefði verið dálít- ið vafasamur náungi. — Við töl- um yfirleitt ekki um hann. en þið eigið rétt á að fá að vita það, heyrði hann sjálfan sig segja. — Hann var sonur smá- jajrðeiganda í Dorset og kom til borgarinnar og eyddi og sóaði á báða bóga. Eitt kvöldið lenti hann í slagsmálum og lögreglu- þjónn lét lífið af þeim sökum. Hann fékk þungan dóm. Ég man ekki eftir honum; ég var ekki annað en barn þegar það gerð- ist. Hann var þess fullviss að hann gerði bömum sínum miklu meiiri greiða með því að segja þeim þessa sögu en með því að leiða þau í allan sannleika. Þó hefði fáum öðmm en honum sjálfum þótt neitt skammarlegt við uppruna A. G. Popesgrove, veitingamanns. Hann var borinn og bamfæddur í þorpi í Þessa- líu — þurru, fátæku, þefillu og undir steikjandi sól sem aldrei skín í Englandi, ekki einu sinni á bjartasta sumardegi. Þar er sólin aldrei óvinur: hún brennir ekki hörund þitt með ofsahita sínum og blindar augu þfn með ljóma sínum. Blár himinninn er aldrei eins og bráðinn málmur. Sveitimar eru sjaldan brúnar og brunnar af þunrki þaktar ryk- skýi sem leggst yfir matinn þinn og fötin. Lyktin er kannski engu betri, en hún er öðru vísi og ekki eilíf og tilbreytingarlaus. Litli drengurinn, Akkilles Papanastasiou, var fallegur eins og aðeins grískur drengur getur verið. og hann ákvað snemma að hið bezta sem hann gæti gert væri að komast burt úr heima- þorpi sínu hið allra fyirsta. Honum var sama með hverjum hætti það væri; aldarfjórðungi síðar mundi hann varla hvem- ig það hafði gerzt. En í raun og veru gerðist það á þennan hátt. Grísk stjómmál vom fyrir heimsstyrjöldina ögn opnari en þau eru í dag, en þau voru lík áð öðru. Þeseus Þeotoki höfuðs- maður var stjámmálamaður og í einum af kosningaleiðöngrum sínum, tók hann eftir Akkillesi litla. Hann fór til foreldra hans og keypti hann eins og hann hefði keypt kálf. Það var dálítið meira í kringum það: hann tal- aði um Aþenu, frjálsa menntun og þau tækifæri sem ritara stjórnmálamanns myndu bjóðast, og gengið var frá samningunum í ráðhúsinu sem ættleiðingu. Akkilles ungi komst fljótlega að þvi að hann hafði ýmsum nánari skyldum að gegna en venjulegur ritari. Höfuðsmaður- inn átti viss hús og hótel sem rekin vom í trássi við lögin. Það var ekki sérlega alvarlegt, en þó þurfti að viðhafa vissa aðgæzlu. Hugsanlegt var að beita smáfjárkúgun f laumi. Þeg- ar Akkilles var sextán ára, gerði hann sór Ijóst að hann hafði dá- lítið tangarhald á höfuðsmann- inum. Og um tfma hafði Akk- illes fullar hendur fjár. Það var kótt og fjörugt f Aþenu: styrj- öldin 1914 var hafin og næga eðlilega skemmtun að fá, en bað vildi Akkilles helzt. Höfuðsmað- urinn virtist óþrjótandi upp- spretta og Akkilles naut lífsins f ríkum mæli. Enn hafði betta ekki komið að sök. En Akkilles var mjög reynslulaus; hann var í rauninni ekki annað en drengur úr sveit»- þorpi. Hann gerði þá miklu vít- leysu að fyllast yfirlæti samtím- is eyðsluseminni. Hann sóaði peningum vemdara síns og lét hjá líða að gegna þeim skyldum sem hann þáði greiðslu fyrir. Spilasalimir og stofnanimar þar sem séð var fyrir öðmm skemmtunum, sáu hann ekki nóttum saman. Hann átti að vera eins konar aðstoðargest- gjafi, ýta undir menn að eyða fé sínu, aðstoðarútkastari og vasaþjófur við stöku tækifæri. Hann vanrækti allt þetta. Þeseus höfuðsmaður mótmælti um stund, en svo gerði hann sér allt í einu Ijóst að hann var hafður að fífli. Hann minntist þess að hann gat enn haft nokkur áhrif og fór á fund lögreglustjórans. Akkilles var að drekka í vín- stofu í Peiraieus þá um kvöldið. Hann hafði ekki drukkið mikið enn, hann var rólegur og alls- gáður og dálítið órólegur yfir framkomu vemdara síns þá um morguninn. Honum hrá ekki lít- ið þegar framreiðslustúlkan, sem virtist svo sem ári yngri en hann, hvíslaði að honum lágri röddu: — Farðu héðan. Farðu frá Aþenu strax í dag og farðu ekki aftur heim til þín. Þetta er að- vörun. Hún skildi hann eftir gapandi af undrun og hélt áfram við vinnu sína. Eftir nokkra stund gaf hann henni merki. — Glas af uzo. Hvað áttirðu við með því sem þú sagðir áð- an? Hann strauk um bakhlutann á henni. — Hættu þessu, kjáninn þinn. Þetta er alvara. Tveir lögreglu- þjónar (Hún notaði mjög niðr- andi grfskt orð sem ekki er hægt að þýða) voru hér fyrir svo sem klukkutíma. Þeir vom að tala um þig. Ég vissi það vegna þess að þeir minntust á Þeotoki höf- uðsmann. Þú verður tekinn fast- ur í kvöld. Sjómaður ákæriir þig fyrir (ósiðlegt afbrot). Það verð- ur líka sannað á þig að þú haf- ir ráðizt á lögregluna. Þú verð- ur dæmdur og sendur á ein- hverja eyjuna. halda þeir. — Þú ert að búa þetta til. — Alls ekki. Þú færð að sjá það sjálfur. Ef þú ferð heim til höfuðsmannsins, þá hafa þeir eitthvað annað á þig. Ég skildi ekki nákvæmlega hvað, en það var eitthvað i sambandi við þjófnað. Akkilies fölnaði og honum varð hálfóglatt. Hann hafði gerzt fjölþreifinn um skartgripi höf- uðsmannsins. Og hvað hafði gamall karl líka að gera við armbönd? — Hvað heitirðu? spurði hann. — Helena Melagloss. Ætlarðu að fara? Hann sat stundarkom þegj- andi og fór síðan niður að höfn- inni. Það var enginn vandi að fá skiprúm á flutningaskipum bandamanna fyrir duglega stráka og enginn spurði neins. Alveg til stríðsloka vann hann á frönskum skipum, venjulega í eldhúsinu sem alls konar vika- drengur. Hann fékk nóg að borða, lærði frönsku ágætlega og ýmis undirstöðuatriði i elda- mennsku. Hann lærði líka að beita hnífi. Hann fékk kvnsiúk- dóm og fékk eftirminnilega lækningu hjá skipslækninum, sem hræddi hann til að hefja varlegra lífemi með töluvert ýktum fyrirlestri um læknis- fræði. Hann fór af skipi sínu 18. nóvember 1918 i Marseilles, Laugardagur 21. marz 1964 Ég er viss um að sala þessaxar plötu slær öll met . . . Hefurðu nokkurn tíma heyrt svona DÁSAMLEGAN HÁVAÐA? Ritarastaða er laus til umsóknar á vita- og hafnarmálaskrif- stofunni. Sérstök áherzla er lögð á góða vélritun- arkunnáttu. Umsóknir, er greini frá venjulegum upplýsing- um (aldur, menntun, fyrri störf o.s.frv.) sendist skrifstofunni fyrir 1. apríl n.k. Laun samkvæmt kjarakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar um starfið veittar næstu daga frá kl. 9—12. Vita- og hafnarmálaskrifstofan. TiL SÖLU #• • 2ja herbergja ibúð í vesturbænum, félagsmenn sem óska að nota forkaupsrétt að íbúðinni snúi sér til skrif- stofunnar, Hverfisgöru 39, fyrir 26. marz. B. S S. R. símí 23873 Byggingafélag verkamanna Til sölu tveggja herbergja íbúð í 3. byggingaflokki. Félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi um- sókmr sínar tyrir ki 12 á hádegi, miðvikudaginn 25. þ.m. í skrifstofu félagsins, Stórholti 16. STJÖRNIN Byggingdrsamvinnufélag barnakennora tilkynnir: Fyrir dyrum standa eigendaskipti að 4ra herbergja íbúð félagsmanns við Hjarðarhaga. Forkaupsréttaróskir verða að berast skrifstofu fé- lagsins. Hjarðarhaga 26, fyrir páska. Steinþór Guðmundsson — sími 16871. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT |sí®?»;s!»liaverzlui5 ljúka viö verk sem þau byrja ekki á. r •» mm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.