Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 1
Afgreiðsla Happdrœttis Þjóðviljans Týsgötu 3 opin klukkan níu til tólf og eitt til sex e.h. — Gerið skil! Úrskurður meírihluta Kjaradóms féll I gœr: RIKISSTARFSMONNUM VAR SYNJAÐ UM KAUPHÆKKUN Kjararái mót- mælir Stjórn BSRB ræðir hin nýju viðhorf í dag í gærkvöld barst Þjóð- viljanum eítirf. fréttatil- kynning frá kjararáði Bandalags starfsmanna rík- is og bæja: „Kjaradómur kvað í gaer upp dóm um kröfu Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja um 15% iaunahækk- un til ríkisstarfsmanna og var kröfunni algerlega synjað af meirihiuta dóm- enda. Krafa bandalagsins var hyggð á ákvæðum 7. gr. samningsréttar laganna, sem tryggja eiga, að opin- berir starfsmenn fái hlið- stæðar launahækkanir og aðrar lannastéttir. Kjararáð telur, að með úrskurði sínum hafi meiri- hluti dómsins gengið í ber- högg við lögverndaðan rétt opinberra starfsmanna, og gert að engu eitt hýð- ingarmesta ákvæði samn- ingsrétfarlaganna, Stjórn B.S.H.B. mun ræða hin nýju viðhorf, sem skápazt hafa með dómi þessum, á fundi sín- um siðdegis í dag.“ □ Síðdegis í gær felldi Kjaradómur úrskurð um kröfu kjararáðs BSRB á hendur ríkissjóði um 15% launahækkun til handa opinberum starfsmönnum frá og með 1. janúar s.l. að telja. yar úrskurður meirihluta Kjaradóms á þá lund að kröfu BSRB var algerlega synjað. Þrír dómar- anna stóðu að úrskurði þessum en tveir dómar- anna skiluðu sératkvæði. Vildi annar þeirra verða við kröfu BSRB en hinn fara að nokkru bil beggja. inn ’ nokkrar kjallaraíbúðir við Hátún og Mið tún og urðu miklar skemmdir af völdum flóðs- ins. Myndin er tekin í kjallaraíbúð að Miðtúni 72 og sýnir hvemig þar var umhorfs eftir flóðið. Þegar vatnið stóð hæst náði það upp fyrir miðhiliuna í skápnum. — (Ljósm. Bjarni Friðfinns- son. — Sjá fleiri myndir á 12. síðu. Ummœli varoformanns BSRB: átur dómur Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Harald Steinþórsson, varaformann BSRB, og bað hann að segja álit sitt á úr- skurði Kjaradóms. Fara ummæli hans hér á eftir: Rancgi Dómur Kjaradóms 3. júlí sl. var m.a. byggður á samanburði við sambærilega starfshópa. 7. gr. samningsréttarlaganna á að tryggja að opinberir starfsmenn dragist ekki afturúr öðrum á hinu langa gildistímabili kjara- samnings. Þetta ákvæði þver- brýtur meirihluti Kjaradóms og fer í hlýðnisafstöðu sinni við málflutning ríkisvaldsins langt útfyrir það verksvið sem hon- um er ætlað í lögunum. Ekki er unnt að taka alvarlega þá afsökun hans að Kjaradómur hafi með dómi sínum sl. sum- ar orðið valdur að þeirri verð- bólguþróun sem síðan hefur átt sér stað hér á landi. Til þess er hlutur ríkistarfsmanna í þjóð- arbúinu of lítill. Með þessum dómi er vegið að grundvelli samningsréttarins sem opinber- um starfsmönnum var veittur með samkomulagi milli BSRB og ríkisstjórnarinnar og útkoman er sú að ríkisstarfsmenn eru nú orðn'r á eftir öðrum launastétt- um eins og verið hefur síðast- liðna áratugi. Þeir verða fyrir barði verðb'ólgunnar engu síður en aðrir enda hefur vísitala framfærsiukostnaðar hækkað um 19.7 °/n frá 1. júlí sl. Krafan um 15% launahækkun var þannig afleiðing af verðbólgu- þróuninni en ekki orsök. Dóm- ur meirihluta Kjaradóms er því algert hneyksli. Heildarúrslit f landsliðsflokki urðu sem hér segir: 1. Helgi Ólafsson 8 vinninga. 2. —3. Björn Þorsteinsson 7Vi. Trausti Björnsson 7'/2. 4. Freysteinn Þorbergsson 7. 5. Jón Kristinsson 6'/2. 6. —8. Bragi Kristjánsson 5V2. Alþingi kemur saman til funda á ný klukkan tvö í dag að afloknu páskaleyfi þing- manna. Almennt er gert ráð fyrir að Alþingi muni ekki Ijúka störfum fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð, en mörg stórmál eru enn óafgreidd svo sem vega- lögin o.fl. Þá eiga menn einnig von á einhverjum viðreisnar- bjargráðum frá ríkisstjórninni. Á dagskrá sameinaðs þings í dag er mikill fjöldi mála, þar á meðal stóriðju- og virkjunar- mál. (Sjá dagskrá Alþingis í dagbók). Föstudaginn 10. apríl fara fram útvarpsumræður frá Al- þingi að kröfu þingflokks AI- þýðubandalagsins. Verður þá rædd utanríkisstefna íslenzka ' lýðveldisins. Gísli Pétursson 51/?. Jónas Þorvaldsson 5%. 9. Hilmar Viggósson 4V2. 10. —11. Halldór Jónsson 3 V2. Magnús Gunnarsson 3V2. 12. Þórður Þórðarson l,/3. Fjórir efstu menn «kipa áfram Framhald á 9. síðu. Helgl Olafsson skák- meistari Islands 1964 Skákþingi íslands 1964 lauk á annan í páskum og urðu úrslit þau á landsliðsflokki að tvítugur prentnemi, Helgi Ólafsson frá Keflavík, sigraði og hlaut sæmdarheitið Skákmeistari íslands 1964. Flóðið í Reykjavík á skírdagsmorgun Á skírdag sprakk vatnsæð í Laugaveginum með þeim aflciðingum að mikill vatnsflaumur flæddi Þing bmur ssman í dag Eins og að framan segir voru kröfur Kjararáðs fyrir hönd starfsmanna ríkisins þær að þeir fengju greidda 15% hækkun á föst laun og á yfirvinnukaup frá 1. janúar 1964 að telja. Fjármálaráðherra gerði hins veg- ar þá aðalkröfu fyrir hönd rík- issjóðs að hann yrði algerlega sýknaður af kröfu sóknaraðila (kjararáðs BSRB) og til vara að gerðar yrðu nokkrar breytingar á gildandi kjörum starfsmanna ríkisins ef Kjaradómur féllist að einhverju eða öllu leyti á kröfur um 15% launahækkun. Rök kjararáðs Höfuðrök kjararáðs BSRB fyr- ir kröfu sinni voru það að Skel/t í lás í gærkvöld skullu í lás allar sjoppur hér í Rcykja- vík og eiga þar með að vera lokaðar um aldur og ævi. Missir þar margur góðborgarinn góða mjólk- urkú úr búi sínu enda hef- ur þessi Iokun ekki geng- ið þrautalaust fyrir sig. f dag koma til fram- kvæmda nýjar reglur um afgreiðslutíma matvöru- verzlana hér í Reykjavík. Hefur borginni verið skipt í tíu hverfi og skipt- ast matvöruverzlanir í hverju hverfi um að hafa opið til klukkan níu á hverju kvöldi nema laug- ardaga og sunnudaga. Jafnframt verða leyfðir svokallaðir kioskar um all an bæ, sem hafa opið til klukkan hálf tólf á hverju kvöldi. Þessir kioskar eru al- gengir erlendis og munu leysa af hólmi hinar frægu „sjoppur" og selja aðeins gegnum söluop. Er þetta talið þakkarvert í uppeld- ismálum unglinga hér * bæ og kemur í veg fyrir kvöldhangs á sjoppunum. í þessum kioskum verða á boðstólum tóbak, sælgæti, ís, gosdrykkir og blöð. vegna kauphækkana þeirra sem orðið hafa hjá flestum stéttum eftir að Kjaradómur kvað upp úrskurð sinn um laun opinberra starfsmanna 3. júlí 1963 ættu ríkisstarfsmenn rétt á láuna- hækkun samkvæmt 7. grein laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en vegna þeirra hækkana hefðu starfs- menn ríkisins enn einu s'nni dregizt aftur úr öðrum að þvf er kjör varðar. Kjararáð benti á að þótt laun ríkisstarfmanna yrðu nú hækk- uð gæti það ekki haft áhrif á afkomu þjóðarbúsins svo máli skipti en verðbólgan í landinu hefði stóraukizst svo mjög síðan 1. júlí 1963 að kjör ríkisstarfs- manna hefðu stórrýrnað þar eð kaup þeirra hefði staðið óbreytt að krónutölu. Rök vamaraSiIa Varnaraðili mótmælti því ekki fyrir dómnum að almennar og verulegar kaupbreytingar hefðu átt sér stað frá 1. júlí 1963 en taldi að þær kauphækkanir er urðu síðara hluta árs 1963 hefðu að verulegu leyti átt rót sína að rekja til þess að launþega- stéttimar hefðu ekki viljað una hlut sfnum eftir uppkvaðningu Kjaradóms 3. júlf 1963 og taldi vamarað'li Ijóst vera að verka- lýðsfélögin myndu á ný krefj- ast verulegra kauphækkana ef rikisstarfsmenn fengju nú launa- hækkun. Þá taldi vamaraðili afkomu- horfur þjóðarbúsins almennt ekki svo góðar að þær gæfu tilefni til hækkunar á launum ríkis- starfsmanna. Forsendur meirihlutans Forsendur meirihluta Kja,a- dóms, þeirra Sveinbjamar Jóns- Framhald á 9. síðu. DIOOVmiNN Vcrð dagblaðanna hækkar frá deginum í dag, og vcrður áskrift- argjald Þjóðviljans frá 1. apríl kr. 90.00 á mánuði og Iausasölu- verð kr. 5.00. SÉRATKVÆÐI EYJÓLFS JÓMSSONAR f KJARADÓMI ER BIRT Á 8. SÍÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.