Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnndags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línurV Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. TS ar ¥ fyrradag voru rétt 15 ár liðin síðan Alþingi ís- lendinga felldi úr gildi fullveldisyfirlýsinguna um ævarandi hlutleysi íslands og innlimaði þjóð- ina í Atlanzhafsbandalagið. Átökin um þetta mál urðu mjög hörð, og vanstilling stjórnarvaldanna birtist í einstæðri árás lögreglu og hvítliða á frið- sama borgarbúa, og því næst í réttarofsóknum sem flekkuðu dómstóla þjóðarinnar. Ofbeldisverk- in 30. marz 1949, kylfubarsmíð og gasárásir, voru mjög í samræmi við þau óhappaverk sem verið var að yinna í þingsölunum. Tj^nginn sem fók þátt í þessum atburðum gefur •^ dregið í efa að mikill meirihluti þjóðarinnar var andvígur því að íslenzka friðarríkið væri flækt í hernaðarsamtök. Því rejmdu ráðamennim- ir að villa um fyrir þjóðinni með upplognum svar- dögum; núverandi formenn hernámsflokkanna þriggja lýstu sameiginlega yfir því á þingi fyrir 15 árum og sfaðfestu eiðstafinn með persónulegri undirskrift sinni, að aldrei skyldi erlendur her vera á fslandi á friðartímum. Engu að síður hefur hér dvalizt erlendur her 13 af þeim 15 árum sem aðildin að Atlanzhafsbandalaginu hefur staðið. En hernámssinnar hafa komizt mun skemmra en þeir ætluðu sér í upphafi. Fyrstu árin voru hér miklar 'framkvæmdir á vegum hemámsliðsins, og miklar ráðagerðir um fleiri flugvelli og herskipa- hafnir, þannig að sýnt var að Bandaríkin ætluðu sér að gera ísland að einni öflugustu útvarðstöð sinni. En andsfaðan gegn hernáminu reis svo hátt, að nemma árs 1956 sá Alþingi þann kost vænstan vegna yfirvofandi kosninga að samþykkja brott- för hersins. Ráðamenn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins sviku að vísu þá samþykkf eftir kosningar, en engu að síður hafði hún þau áhrif að bandarískum stjómarvöldum þótti ástandið hér ótryggilegt, og því var komið uþp á Græn- landi ýmsum þeim stöðvum sem hér höfðu verið 'fyrirhugaðar. Þau umskipti voru ákaflega mikil- vægur árangur af baráttu hernámsandstæðinga. l»að er ánægjuleg sfaðreynd, að á 15 ára afmæli * Atlanzhafsbandalagsins eru þessi hernaðar- samtök í slíkri upplausn að ólíklegt má telja að þau endist þau 20 ár sem fyrirhuguð voru í upp- hafi. Frakkland hefur talið hagsmunum sínum betur borgið með sjálfstæðri stefnu í ufanríkis- málum og hermálum, og komizt Verkamanna- flokkurinn til valda í Bretlandi gengur stefna hans mjög í berhögg við afstöðu Atlanzhafsbanda- lagsins. En þótt Atlanzhafsbandalagið gliðni sund- ur umhverfis okkur, stafar okkur enn mikil hætta af samningunum við Bandaríkin, ekki sízt þar sem ráðamenn stjórnarflokkanna virðazt á nýj- an leik vilja magna hernámið eftir því sem frið- vænlegar horfir í Evrópu. Einmitf þessa dagana dvelst hér á landi einn af aðmírálum bandalags- ins til þess að ræða við stjórnarvöldin um flota- stöð í Hvalfirði. Það minnir okkur á þá staðreynd að því aðeins eetum við fært okkur í nyt hag- kvæmar vtri ^ð við séum menn til að leysa okkur sjálfir. — m. ----- MÓDVILJiNN---------------- Yfirlit um styrkveitingar til náms hér og erlendis Eins og að undanförnu hafa allmargir Islendingar hlotið erlenda styrki til háskólanáms og rannsóknastarfa utanlands á þessu námsári. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveit- ingar, sem menntamálaráðu- neytið hefur haft einhverskonar milligöngu um m. a. í sam- bandi við auglýsingu styrkj- anna og tillögur um val styrk- þega. Styrkimir hafa verið boðnir fram af stjómarvöldum viðkomandi landa, nema annars sé getið. Finnland. Þórólfi Sverri Sigurðssyni, stúdent. var veittur styrkur til að halda áfram námi í húsa- gerðarlist við Tækniháskólann í Helsinki. Frakkland. Anna S. ólafsdóttir hlaut styrk til að nema franskar bókmenntir og franska tungu við Parísarháskóla og Sigurður St. Helgason til náms í lífeðlis- fræði með dýrafræði og Iff- efnafræði sem aukagreinar við sama hásl-óla. Holland. Gunnar B. Guðmundsson, verkfræðingur, hlaut styrk til að sækja námskeið í strand- verkfræði („Tidal and Coastal engineering”) við Tækniháskól- ann í Delft. ftalía. Erlingur Vigfússon, söngvari, hlaut styrk til söngnáms. Styrki til að sækja námskeið í ítalskri tungu hlutu: Ema Hjaltalín, Guðríður Helga Frið- finnsdóttir og Jón Óskar Ás- mundsson. Gunnar Geirason, sem stund- ar nám í véltæknifræði við Stockholms Tekniska Institut hlaut ferðastyrk, er dr. Bo Akerrén, héraðslæknir í Visby á Gotlandi, bauð fram og ís- lenzka menntamálaráðuneytið ráðstafaði. Tékkóslóvakía. Sigrúnu G. Bjömsdóttur var veittur styrkur til að nema rússnesku og rússneskar bók- menntir við háskólann í Prag. Námsstyrkir þeir, sem getið var hér að framan eru yfirleitt veittir til eins skólaárs og nem- ur fjárhæð þeirra samanlagt um kr. 1.350.000,—. Sumir þeirra voru boðnir fram gegn sams konar styrkveitingu af hálfu Islands og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamálaráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá viðkomandi löndum. Á þessu skólaári hefur ráðuneytið veitt eftirtöldum erlendum náms- mönnum styrk til náms við Háskóla Islands í íslenzkri tungu, sögu íslands og bók- menntum: Frá Bandaríkjum N-Ameríku: John William Berg. Frá Bret- landi: Brett Leigh Harrison. Frá Danmörku: Jörgen Ask Pedersen. Frá Finnlandi: Ruth Söderstahl. Frá Hollandi: Gryt Piebenga. Frá Noregi: Arnhold M’ndrebö. Frá Sambandslýð- veldinu Þýzkalandi: Eberhard Rumbke og Renate Papli (fram- haldsstyrk til jan.loka 1964) Frá Sovétríkjunum: Georgy S. Klytchkow. Frá Svíþjóð: Maj Britt Innander. Frá Tékkósló- vakíu: Ladisiav Baganee. Sérstakan styrk, ætlaðan námsmanni af íslenzkum ætt- um í Vesturheimi, hlaut Elin Josephson og sérstakan styrk, ætlaðan Gi'ænlendingi, hlaut Moses Olsen. Nema 13 framangreindir styrkir samtals kr. 345.000,00. Vísindastyrk.jum Atlantshafs- bandalagsins („Nato Science Fellowships”) var ráðstafað sem hér segir: Eftirtaldir menn hlutu 32.500,00 kr. hver: Árni Kristinsson, cand. med., til framhaldsnáms í lyflækn- isfræði í Lundúnum. Bergsteinn Gizurarson, verk- fræðingur til framhaldsnáms erlendis í byggingaverkfræði. Gunnar Gunnlaugsson, cand. med.. til framhaldsnáms i skurðlækningum við Mayo Foundation for Medica! Educa- tion and Research, Minesota, Bandaríkjunum. Gylfi Baldursson, B.A. til náms í talmeinafræði („Speech pathology”) og skyldum grein- um við University of Michigan, Ann Arbor, Bandaríkjunum. Höskuldur Jónss. viðskipta- fræðingur. til framhaldsnáms í hagfræði. Júlíus Sólnes, verkfræðingur, til námsdvalar við Intemational Institute of Seimmology and Earthquake Engineering, Tok- yo. Kjartan Jóhannsson, verk- fræðingur. t;l framhaldsnáms í byggingahagfræði og bygginga- skipulagi við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Ólafur Stefánsson, garðyrkju- fræðingur, til framhaldsnáms í jarðvegsrannsóknum við Haupt- versuchanstalt fur Agrikultur- chenic, Weihenstephan bei Múnchen, Þýzkalandi. Þorsteinn Hallgrímsson, líf- Miðvikudagur 1. apríl 1964 efnafræðingur, til þjálfunar I rannsóknum og mælingum á krabbameinsvaldandi efnum við háskólann í Exeter, Eng- landi. og Air Follution Res- arch Laboratoiy, Lundúnum. Eftirtaldir menn hlutu 15 þúsund krónur hvor: Jóhannes Bjamason,- verk- fræðingur, til að kynna sér er- lendis nýjungar og endurbæt- ur á framleiðslu tilbúins áburð- ar, svo og nýjustu tækni við flutning á ópökkuðu sementi. Páll Gíslason, sjúkrahúslækn- ir, til framhaldsnáms í hand- læknisaðgerðum gegn slagæða- sjúkdómum við St. Mary Hos- pital í Lundúnum. Samtals nema þessir 11 styrk- ir kr. 322.500.00. Af fé því, sem menntamála- ráðuneytið hefur haft til ráð- stöfunar á vegum Efnahags- óg framfarastofnunarinnar í París fyrir vísinda- og tæknistofnan- ir til utanferða sérfræðinga hafa eftirtaldir aðilar hlotið styrki. frá þvf er ráðuneytið birti síðast fréttatilkynningu um þessi efni í júlímánuði 1962: 1. Hákóli fslands vegna dr. Steingríms Baldurssonar, pró- fessors, er sótti sérfræðilegt námskeið við eðlisfræðistofnun Uppsalaháskóla sumarið 1962. 2. E’ðlisfræðistofnun Háskól- ans vegna Braga Arnasonar, efnaverkfræðings, er kynnti sér massaspektrometriskar mælingar og rannsóknir geisla- virkra efna í matvælum við Kaupmannahafnarháskóla og kjarnorkustöðina á Risö í Dan- mörku um fjögurra mánaða skeið sumarið 1962. 3. Rannsóknaráð ríkisins fyr- ir hönd Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans vegna dr. Geirs V. Guðnasonar, er kynnti sér nýjungar í matvæla- rannsóknum við ýmsar vísinda- stofnanir á Norðurlöndum í júnímánuði 1962. 4. Fiskideild Atvinnudeildar Háskóla fslands vegna Sigrún- ar Sturlaugsdóttur, er kynnti sér aðferðir við greining fisk- Framhald af 9. síðu. Júgóslavía. Jón B. Gunnlaugsson hlaut styrk til söngnáms. Noregur. Guttormi Sigurbjömssyni var veittur styrkur til að nema jarðfræði og landafræði Noregs við háskólann í Osló. Ráðst.jómarríkin. Eyvindur Erlendsson hlaut styrk til að halda áfram leik- listamámi í Moskva. Rúmenía. Ari Jósefsson hlaut styrk til náms í rómönskum fræðum og Einar Sverrisson til náms i fornleifafræði. Sambandslýðveldið Þýzkal. Bjarki Magnússon, læknir og Guðmundur Georgsson, læknir, hlutu styrki til framhaldsnáms í meinafræði, Jón Þórhallsson til náms i eðlisfræði, Halldór I. Eliasson til náms í stærð- fræði og Hörður Kristinsson til náms í grasafræði. Auk þess fengu eftirtaldir námsmenn framlengda fyrri styrki: Davíð Atli Ásbergs, Jónas Bjamason, Sverrir Schopka og Guðmundur Guð- mundsson í efnafræði, Hrefna Bachmann í dýralækningum, Sveinbjöm Björnsson í eðlis- fræði, Guðjón Guðmundsson, Pétur Stefánsson, Gylfi Isaks- son og Haraldur Sveinbjömsson í byggingaverkfræði, Guðmund- ur Ólafsson í rafmagnsverk- fræði, Sigurlaug Sæmundsdóttir við nám í húsagerðarlist og Kristján Sæmundsson og Auður Gestsdóttir styrki til að sækja sumamámskeið við háskóla í Þýzkalandi. Sviss. Árni Ólafsson, læknir. hlauf styrk til sémáms i bamasjúk- dómum. Svíþjóð. Haraldí Ólafssyni var veittur styrkur til náms í stjómmála- fraeði. DYIVIO AJIir þessir hlutir eru tru 5-varanlegum álímdum DYMO merkjum. GOTT SKIPULAG HEFST MEÐ DYMO . ... áhrifarikasta merkikerfjð með varanlegum merkjum. Með DYMO leturtækinu getið þér auðveldlega hvertær sem cr og aðeins á nokkrum sekúndum áletrað plastbönd mcð upphleyptum stöfum. Þér veljið stafina á skífuna, klemmið handfangið og út kemur merki- borðl með skræhvítum stöfum á fagurlitaðan grunn, skýrt og auðlæsi- Jegt.'DYMO sjálmlímandi plast eða 'málmbönd límast-vel á.alla sflétta fleti — upplitast ekki eða mást. af, hvorki utanhúss eða innan. DÝMO merkikerfið er notað með bezta árangri af raívirkjum fyrir: verkfæri, áhöld, rofa, töflubúnað, leiðbeiningar, varúðarraerkingar, vöru og varahlutamerkingar o. fl. ÞÖR HF REYKJAVIK Hafnarstræti 8 Sími 12209

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.