Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. apríl 1964 ÞJÖÐVILIINN SlÐA 9 Sératkvœðl Eyjóífs Jónssonar: Hækka skal laun um 15% frá 1. janúar Eins og frá er sagt í frétt annars staðar í blaðinu skil- aði einn dómara Kjaradóms, Eyjólfur Jónsson, sératkvæði og voru dómsorð hans þessi: „Hækka skal föst laun og yfirvinnukaup ríkisstarfs- manna um 15% frá 1. janúar 1964 að telja. Varakröfum vamaraðila í máli þessu vísast' frá dómi.“ Forsendur bessarar dómsnið- urstöðu Eyjólfs eru svohljóð- andi: „Mál þetta er höfðað sam- kvæmt ákvæðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962, en þar segir m.a.: „Nú verða almennar og verulegar kaupbreytingar á samningstímabili, og má þá krefjast endurskoðunar kjara- samnings án uppsagnar hans.“ í greinargerð, er fylgdi frum- varpi ; til laga þessara, er þau voru lögð fram á Alþingi, kem- ur fram, að átt er við endur- skoðun á kaupgjaldsákvæðum kjarasamnings. Samkvæmt 1, mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962, er gildistími kjara- samnings tvö ár, í fyrsta sinn þó tvö og hálft ár skv. niður- lagsákvæði lasanna, eða miklu lengri en tíðkast um kjara- samninga annarra stétta. Sam- kv. 1. tl 26 gr. laganna ber Kjaradómi við úrlausnir sínar að hafa hliðsjón af kjörum laun- þega, er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. Þeg- ar til þessa er litið, verður aug- ljós sá tilgangur ákvæðisins í 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. um- ræddra laga, að komið verði í veg fyrir, að hlutfallið milli. launa starfsmanna ríkisins og annarra stétta raskist verulega á samningstímabilinu, frá því sem kveðið var á um i samn- ingi eða dómi. Verður þetta og enn ljósara, þegar þess er gætt, að lögin taka til starfsmanna, sem ekki mega knýja fram kröf- ur sínar með valdbeitingu. en hafa í bráð sætt sig við þær leiðir í þeim efnum, sem ræðir í lögum nr. 55/1962. Eru enda til önnur dæmi um það hér á landi, að kaup einnar stéttar fylgi kjörum annarra lögum samkvæmt. í>að liggur fyrir i málinu, viðurkennt af varnaraðila, að síðan laun starfsmanna rikisins. er giida áttu til ársloka 1965, vqru ákveðin af Kjaradómi hinn 3. júlí 1963, hafi orðið i land- inu almennar og verulegar kauphækkanir. Er mál betta því réttilega höfðað fyrir Kjara- dómi, eftir að fram höfðu farið samninga- og sáttaumleitanir um kröfu sóknaraðila, eins og lögin mæla fyrir um. Af gögn- um málsins má sjá. að hin al- menna hækkun er ekki minni en 15%, og hefur öðru ekki ver- ið haldið fram hér fyrir dómi. Skákmeistari Framhald af 1. síðu. sæti í landsliðsflokki næsta ár. Efstur i meistaraflokki varð Jón Hálfdánarson með 6 vinn- inga og annar varð Bragi Þor- hergsson með 51/,. Flytjast þeir báðir upp í landsliðsflokk. 3. varð Benedikt Halldórsson með 5 vinninga og 4. Jóhann Sigur- jónsson með 4 V2. 1. og 2. flokkur tefMu sam- eiginlega, Efstur varð Helgi Hauksson með 7 '/, vinning og flyzt hann unp í meistaraflokk. 2 varð Andrés Melsteð með 6V? vinning og .3 Sigtryggur Sig- urðsson með 6 og flyzt hann upp í 1. flokk. í unglingaflokk: urðu efstir Gísli Jónsson og Jóhannes Lúð- víksson með 5 vinninga og tefla þeir einvigi um fyrsta sætið Hafa þeir þegar teflt 3 skákir og standa enn iafnir. Hraðskákmót íslands 1964 x-erðnir ''sMið n.k laugardag kl. 2 e.h. i Breiðfirðingabúð. Auk þess, sem áður er getið, skal Kjaradómur við úrlausnir sinar hafa hliðsjón af „kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfs- manna,“ sbr. 2. tl. 20. gr. laga nr. 55/1962, og „afkomuhorfum þjóðarbúsins", sbr. 3. tl. sömu greinar. Dómur Kjaradóms frá 3. júli 1963 byggist m.a. á til- liti til þessara atriða begeia, eins og þar kemur fram. Hið fyrra er ekki til sjálfstæðrar úrlausnar í máli þessu, en varn- araðili hefur mjög vikið að hinu síðara í málflutningi sinum hér og byggt sýknukröfu sína að veru legu leyti á þvf, að kauphækkun til starfsmanna rikisins nú, kæmi af stað nýjum víxlhækk- unum kaupgjalds. Að þessu eru ekki færð sérstök rök, og verð- ur ekki á það fallizt, að leið- rétting á launum ríkisstarfs- manna til samræmis við aðrar stéttir samkvæmt tilgangi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/1962 sé þjóðarbúinu háskaleg, sérstak- lega þegar þess er gætt, að sam- kvæmt gögnum, sem dómurinn hefur aflað sér, búa nú þegar margir ríkisstarfsmenn við lak- ara launahlutfall gagnvart öðr- ur stéttum en þeir gerðu. áður en laun þeirra voru lagfærð með dómi Kjaradóms 3. júli 1963. Ber því að taka kröfu sóknar- aðila í máli þessu til greina. Varnaraðili hefur haft uppi í málinu skilyrtar varakröfur, eins og að framan hefur verið rakið. Ákvæði 1. málsl. 7. gr. laga nr. 55/1962 beinast að end- Framhald af 1. síðu. sonar, Svavars Pálssonar og Jó- hannesar Nordal fyrir úrskurði sínum eru svohljóðandi. „Dómurinn hefur kynnt sér framlögð sóknar- og varnar- gögn aðila og aflað sér viðbót- argagpa eftir föngum. Hefur dómurinn litið til allra tiltækra upplýsinga um kjör þeirra, sem vinna sambærileg störf hjá öðr- um en ríkinu, en um það liggja fyrir nýir kjarasamningar, auk úrskurða annarra kjaradóma, sem um slík mál hafa fjallað siðan 3. júli 1963. Einnig hefur dómurinn haft hliðsjón af gögn- um um kjör ríkisstarfsmanna, eins og þau eru í reynd, þ.á.m. skipun í launaflokka, greiðslur fyrir hvers konar yfii-vinnu og aðrar aukagreiðslur til viðbótar föstum launum. Þá hefur dómurinn eftir föng- um kynnt sér hina almennu þróun kaupgjalds og verðlags frá því í júli 1963 og hin al- varlegu vandamál sem skapazt hafa varðandi afkomu þjóðar- búsins vegna sífelldra víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags. Hefur kapphlaup um launahækk- an:r milli stétta og starfshópa átt þar drjúgan þátt í, þ.á.m. samanburður annarra við launa- kjör rík'sstarfsmanna samkvæmt dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Áframhald þessarar þróunar mun óhjákvæmilega skapa stór- felld vandamál, að því er varð- ar afkomu þjóðarbúsins i heild og þar af leiðandi kjör laun- bega. og er vandséð, hvernig fram úr þeim megi ráða. i Ætla verður, að ákvæði 3. tl. 20. gr. laga nr. 55/1962 séu af löggjafanum m.a. til þess sett að varna því, að launahækkanir til starfsmanna ríkisins verði urskoðun á kaupgjaldsákvæðum samnings, þegar almennar breyt- ingar hafa orðið, og verða ekki rétt skilin á annan hátt en þann, að aðeins megi bera fram kröf- ur til samræmingar við áorðna almenna breytingu. Varakröfur varnaraðila stefna allar til lækkunar á launum, ýmist beint tölulega eða vegna breyttra timamarka. Ekkert liggur fyrir i málinu um, að á almennum vinnumarkaði hafi orðið breyt- ing á þessum atriðum, er sé í hag ríkisstarfsmönnum í hlut- falli við aðrar stéttir eftir gild- istöku dóms Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Þá verður eigi séð af vísan málsins til Kjaradóms, að um kröfur þessar hafi verið fjallað í samningaumleitunum eða sáttaumleitunum, svo sem ráð er fyrir gert í siðari máls- lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55/ 1962. Ber þvi að vísa varakröf- um varnaraðila frá dómi“. B«er brennur í Skagafirði Á skírdag brann íbúðarhúsið að Tjöm í Sléttuhreppi í Skaga- firði ásamt viðbyggingu og brunnu þar inni tíu kindur og eitthvað af hænsnum. íbúðar- húsið brann til kaldra kola með innanstokksmunum, sem voru lágt vátryggðir. Fólkið á bæn- um var að borða hádegisverð, þegar eldsins varð vart og brá fólk á vettvang frá næstu bæj- um og allt frá Hofsósi. Tókst að bjarga fjárhúsi og fleiri byggingum f smíðum rétt hjá bænum. Bóndinn að Tjörn heitir Kjart- an Iiallgrímsson og bjó hann þarna með konu og börnum. til að skapa eða auka á slfka efnahagsörðugleika sem hér um ræðir. Hér er hins vegar ekki eingöngu um að ræða almennt efnahagsvandamál, heldur er dómurinn þeirrar skoðunar, að ríkisstarfsmenn og annað fast- launafólk hafi sérstaka ástæðu til að óttast áhrif áframhaldandi launakapphlaups á afkomu sína og aðstöðu. Það væri því til mikils að vinna, ef unnt reynd- ist að stöðva þá hættulegu þró- un, sem átt hefur sér stað að undanfömu. jafnvel þótt nokk- ur hluti ríkisstarfsmanna fengi ekki þá leiðréttingu kjara sinna, sem samanburður við aðra starfshópa kynni nú að gefa tilefni til. Þegar öll framangreind atriði | eru virt, telur dómurinn, eins og nú er ástatt, að sýkna beri varn- araðila af kröfum sóknaraðila í máli þessu“. Sératkvæði Benedikts Einn dómaranna, Benedikt Sigurjónsson, skilaði svohljóð- andi sératkvæði: „Ég er sammála rökstuðningi meiri hluta dómsins, en felst ekki á niðurstöðu hans. Ég tel að hinar erfiðu horfur i þjóð- arbúskapnum eigi ekki að valda því, að ekki sé nú að nokkru leiðrétt sú röskun, sem orðið hefur á launahlutfalli þvi, sem sett var milli ríkisstarfsmanna og annárra launþega með dómi Kjaradóms hinn 3. júlí 1963. Tel ég því, að rétt hefði verið að taka kröfu sóknaraðila að nokkru til greina". Sératkvæði Eyjólfs Jónssonar er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Synjað um kauphækkun Styrkveitingar Framhald af 4. síðu. seiða við Marine Laboratory, Aberdeen, í marzmánuði 1963. 5. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum vegna Halldórs Þormars, mag. scient., er kynnti sér sérstaka tækni í veirurannsóknum við háskóla- stofnanir í Cambridge og Glas- gow um mánaðar skeið vorið 1962. 6. Rannsóknaráð ríkisins fyr- ir hönd búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans vegna Ingva Þorsteinssonar, M Sc., er kynnti sér rannsóknir á hag- nýtingu beitilanda við vismda- stofnanir á Bretlandseyjum og víðar í maí 1963. 7. Rannsóknaráð ríkisins fjrr- ir hönd iðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans vegna dr. Guðmundar Sigvaldasonar, er kynnti sér jarðhita- og jarð- efnarannsóknir við vísinda- stofnanir á Italiu og víðar í júnímánuði 1963. 8. Hið íslenzka stærðfræði- fclag vegna Bjöms Kristinsson- ar, verkfræðings, er kynnti sér smíði og viðhald rafeinda- reiknivéla við Regnecentralen í Kaupmannahöfn sumarið 1963. 9. Rannsóknaráð ríkisins fyr- ir hönd búnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans vegna Péturs Gunnarssonar, deildar- stjóra, er kynnir sér nýjungar í fóðurrannsóknum við rann- sóknastofurnar í Bretlandi og Danmörku. Pétur er nýfarinn utan, og hyggst dveljast er- lendis um tveggja mánaða skeið. Framangreindir styrkir á vegum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD („Senior Visting Fellowships”) námu samtals rúmlega 260 þúsund krónum. Styrkir þeir, sem rætt er um hér að framan og menntamála- ráðuneytið hefur veitt eða haft milligöngu um, nema samtals í ísl. kr. u.þ.b. 2.3 millj. Menntamálaráðuneytið, Fulbright Framhald af 3. síðu. herra Bandaríkjanna, þessum sjónarmiðum öldungadeildarþing- mannsins. Hann kvað Kúbu vera hættulega öryggi hins vestræna heims, og nefndi vopnasölu Kúbustjómar til Venezuela sem dæmi um undirróðursstarfsemi Kastrós. Ekki kvað hann koma til mála að taka upp eðlileg sam- skipti við Kúbu, fyrr en Kastró ryfi hemaðarsamstarf sitt við Sovétríkin og hætti að skipta sér af innanríkismálum Amer- íkurikj anna. Uppreisnarmenn Framhald af 6. síðu. ekki til þess að hafa verið særður. Dymar á nr. 13 við Villegas- götuna voru opnar og út kom maður og kona. Konan fómaði höndum, þegar hún sá þessa blóðistokknu og vopnuðu mann- veru. Hún hrópaði upp yfir sig: ,,Ekki skjóta!” Flóttamaðurinn svaraði kurteislega: ,Róleg, frú’, og lét vopnið og skotfærabeltið detta á bak við dyrnar. Síðan hélt hann áfram. Hann mætti ungri konu. sem stóð úti í dyrum. Hann rekur minni til þess, að hún var ung, lagleg og rauðhærð. Gocochea bað hana að lána sér föt og skýrði henni frá málavöxtum í stuttu máli. Konan sagðist því miður ekki eiga nein karl- mannaföt í húsinu, þar sem hún byggi ein með móður sinni. Eina hælið var nú litla búð- arholan, sem hann hafði eitt sinn unnið í og nú sá hann, að hann hafði ósjálfrátt gengið í þá átt allan tímann. Hann kom að búðinni og framan við hana stóð hópur manna og tal- aði samn í hálfum hljóðum. Fólkið horfði forviða á' hann. þegar hann gekk inn, en sagði ekkert. Giocochea fékk nýja skyrtu, nýjar buxur og gráan jakka. Hann þvoði sér og fékk bund- ið um sárið, og loks ók son- ur búðareigandans honum til stúlku, sem hann þekkti og átti íbúð í Vedado. ASVALLAGÖTU 69. Sími 2-15-15 og 2-15-16. Kvöldsími 2-15-16. TIL SÖLU: 4 herbergja óvenju skemmtileg og vönduð íbúðarhæð i sambýlishúsi. Allar innréttingur úr teak. gólf teppalögð. Tvö svefnherbergi, tvennar svalir. Mjög gott útsýni. 5 herbergja íbúð i vestur- bænum. Sólrík, sér hiti, þrjú svefnherbergi. 2 herbergja íbúð nær full- gerð á Seltjamamesi, út- borgun 250 þús. 5 herberg.ja III. hæð, inn- dregin við Sólheima, 3 svefnherbergi, stórar stof- ur. Svalir meðfram allri suðurhlið fbúðarinnar. teppalagt út í hom. Harðviðarinnréttingar Sér þvottahús á hæðinni. 5 herbergja íbúð í Grænu- hlíð. 3 svefnherbergi. hitaveita. 5 herbergja fokheldar hæð- ir á Seltjarnamesi. láns- hæfar hjá Húsnæðismála- stjóm. 3 ibúða hús. Einhýlishús í Garðahreppi, fokheld og lengra komin. 4 herbergja fbúð i sambýl- ishúsi í Háaleitishverfi. Selst tilbúin undir tré- verk. Sér hitaveita, sól- arsvalir 5 herbergja fbúð á Melun- um. Endafbúð i 3 hæða sambýlishúsi, 5 herbergja endaíbúð f sambýlishúsi f Háaleitis- hverfi. Sér hitaveita. f- búðin selst tilbúin undir tréverk og málningu. Góð teikning. 4 herbergja stór risfbúð við Kirkjuteig. Sólrík. Ekki teljandi súð. Raðhús f Alftamýri. Selst fokhelt með hita, eða tilbúið undir tréverk og málningu. Mjög rúmgott hús. Keflvíkingur Framhald af 12. síðu. — Já, í skákinni við Frey- stein. I síðustu skákinni gegn Jóni Kristinssyni átti Jón kost á peði sem hvonugum okkar fannst hann mega taka en á eftir sáum við að það hefði verið óhætt fyrir hann. Þá hefði hann haft peð yfir. I skákinn við Björn voru miklar sviptingar. Fyrst átti Bjöm betra en lék af sér og var ég á tímabili kominn með unna stöðu en þá lék ég af mér og tapaði. — Hvað viltu segja um andstæðingana í þessari keppni, hverjir voru sterkast- ir að þínum dómi? — Bjöm, Trausti og Frey- steinn eru líklega öflugustu skákmennirnir. Bragi og Jón- as tefla nokkuð glæfralega og of stíft til vinnings. Trausti teflir aftur á móti heldur ró- lega. Jón stóð sig lakar en búizt var við en Gísli aftur á móti betur. — Hverjir heldurðu að hafi verið taldir líklegastir til sig- urs fyrir keppnina? — Bjöm og Freysteinn og e.t.v. Jón og Trausti. Björn var t.d. nýbúinn að vinna glæsilegan sigur í Reykjavík- urmótinu. vann allar skák- irnar. Annars vantaði Frið- rik, Inga og Guðmund Pálma- son en hver þeirra þriggja sem hefði tekið þátt í mót- inu hefði væntanlega unnið. — Og hvað er nú fram- undan, nokkur ný keppni? — Ja, ég veit það ekki. Það á víst að vera Olympíu- mót i skák í sumar einhvem tíma en hvort það verður send sveit til keppni héðan veit ég ekki. AIMENNA FASTEIGNASAUH LINDARGAT^^JSÍMMM21150 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON TIL SÖLU: 2ja herb. íbúðir við Lang- holtsveg, Ásbraut, Blóm- vallagötu og Fálkagötu. 3ja herb. ný og glæsileg íbúð i austurborginni, harðviðarinnréttingar, teppalögð, tvennar svalir. 3ja herb. risíbúð við Máva- hlíð. 3ja herb. nýstandsett ibúð .við Hverfisgötu, laus strax. 3ja herb. góð kjallaraíbúð við Kvisthaga, sér inn- gangur, sér hiti. 4ra herb. efri hæð, 120 ferm., í Teigunum, bil- skúr. góð kjör. 4ra herb. góð risfbúð við Langholtsveg. Lúxus efrí hæð 145 ferm. i Hlíðunum með allt sér, í smíðum með steyptum bílskúr. 5 herb. ný og glæsileg efri hseð við Fálkagötu, teppa- lögð, með sér þvottahús á hæðinni og sér hita. 140 ferm. glæsileg efri hæð við Hlíðarveg, allt sér, fokheld, tækifærisverð. Glæsilegt einbýlishús við Melgerði í Kópavogi, fok- helt með bílskúr. 3ja herb. hæð í timburhúsi við Þverveg. verð kr. 360 þús., útborgun eftir sam- komulagi. Byggingarlóðir i Kópa- vogi. 777 sölu Byggingarlóðir, eignarlóðir á góðum stað í Skerja- firði. — Nánari upplýs- ingar gefur Fasteignasalan Tjamargötu 14. Símar: 20625 og 23987. 77/ sölu m.a. 2.ja herb. góð kjallaraibúð i Vesturbæ. Sér hiti og sér inngangur. 2ja herb. íbúð á 11. hæð i Austurbrún. 2ja herb. íbúð í kjallara við Blönduhlið. Laus strax. 2ja herb. risíbúð 1 steinhúsi. 3ja herb. íbúð í nýju húsi i Austurbæ. Helzt í skipt- um fyrir 2ja herb. íbúð i Vesturbæ. 3ja herb. góð íbúð i kiall- ara við Drápuhlíð. 3ja herb. íbúð á hæð við Vallargerði. 3ja herb. fbúðir á hæðum við Hverfisgötu. 3ja herb. fbúð á 2. hæð við ( Lönguhlíð. 4ra herb. íbúð á hæð við . Lokastíg. 4ra herb. íbúð á hæð við Háaleitisbraut. 4ra herb. fbúð við Kirkju- teig. 5 herb. fbúð á hæð við Rauðalæk. 5 herb. fbúð á hæð við Kleppsveg. i 5 herb. íbúðir á hæð við Goðheima. 5 herb. íbúðir á hæð við Asgarð. 6 herb. fbúðir við Fellsmúla og Háaleitisbraut. fbúðir í smíðum og einbýl- ishús. F3$y?nasalan Tjamargötu 14. Simar: 20625 og 23987. Gleymið ekki að mvr»eJí* barnið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.