Þjóðviljinn - 10.04.1964, Blaðsíða 6
ÞJðBVILIINN
Fðstudagur 10. apríl 1964
g SlÐA' ■
Vísindaleg rannsókn hefur Ieit+ í Ijós*
Húsmóiir með 4 í heimili
gengur fimmtán km. á dag
og eyðir 10 tímum í húsverkin
Rarmsóknarstofnun í Niimberg í Vestur-Þýzkalandi
hefur gert ýmsar athuganir á störfum húsmæðra. Valdar
voru af handahófi nokkrar húsmæður og gengið á eftir
þéim með skeiðklukku allan daginn til þess að mæla hve
langan tíma verkin taki. Vísindamennirnir komust að
jBeirri niðurstöðu, að verkin væru yfirleitt unnin skipu-
lagslaust og mætti spara sér mikinn tíma með því að
raða þeim betur niður.
Rannsóknin fór fram með
þýzkri nákvæmni og var hvert
verk tekið sérstaklega fyrir og
mælt hve langan tima það
taeki:
Þveginn 1 bolli ..... 5 sek.
Litla bróður haldið á koppn-
um 3 minútur. o.sirv. o.s.frv.
38 stig
Rannsóknin leiddi ýmislegt
markvert í ljós Til dæmis eyð-
ir húsmóðir með 4-manna
fjðlskyldu tíu tímum í hús-
verkin að meðaltali. Ef hún
hefur öll nýtízku heimilistæki
svo sem sjálfvirka þvottavél
og önnur rafmagnstæki, sem
spara henni vinnu, getur hún
komizt af með 6 tíma.
Einnig leiddi rannsóknin til
þeirrar niðurstöðu, að húsmóð-
urstörfin krefðust meiri tíma
og orku af konunni en krafizt
mundi ef hún ynni úti — hvort
sem það væri í verksmiðju eða
á skrifstofu. Á morgnana verð-
ur húsmóðir í 4-manna fjöl-
skyldu að inna af hendi 38
verk. Hún gengur meir en 15
kílómetra á dag. Og svona
mætti lengi telja. Er það nokk-
ur furða þótt hún sé þreytt,
þegar hún háttar á kvöldin?
Skipulagsleysi
Það sem vakti þó mesta at-
hygli í sambandi við þessa
skýrslu var, að flestar konur
virðast vinna húsverkin án
nokkurs skipulags. Þær æða
úr einu í annað og kasta mikl-
um tima á glæ með þessu móti.
Þetta á sérstaklega við um
matargerð, þar sem hægt væri
að spara sér 45% af tímanum
með góðu skipulagi. Við hrein-
gemingu mætti draga 20% tím-
ans frá og við uppþvottinn 16.
Einnig hafa tilraunir leitt í
Ijós, að skynsamleg niðurröð-
un verkanna gæti gefið hús-
móðurinni frí i nokkra tíma
í viðbót.
*
En þá vaknar sú spuming.
hvort hægt sé að skipuleggja
verk húsmóðurinnar eins vel
og vinnutímann í verksmiðj-
unum. Á heimilinu þurfa mál-
in að hafa sinn sérstaka gang.
Kona, sem vinnur úti á það
tii daanis ekki á hættu að
þurfa að hætta mitt í störfum
sínum og hlaupa nokkur mjög
svo ónauðsynleg skref til þess
að hjálpa litla bjálfanum. sem
valdi óheppilegasta tímann,
sem hann gat fundið. til þess
að þurfa að pissa.
Pólsk rísaskurðgrafa að verki
Vélaverksmiðjan í Gliwice í Póiiandi byggði þennan risa. „Skurðgrafan" cr 22 metrar á hæð, 28
metra brcið og getur teygt sig yfir 62 metra. Hún hcfur 3 manna ,,áhöfn“, tvo sem stjórna henni
og einn rafvirkja. Þetta er vél sem miklu afkastar. Hún getur fjarlægt 1800 lestir af moldáklukku-
tíma. Grafan er mikíð notuð við kolanámur^ þar sem kolin liggja á yfirborði jarðar.
Danskur prestur sviptur hempunni?
Skammaði kóng og
biskup úr stóinum
Danska stjórnin hefur undanfarna daga setið á rök-
stólum vegna stólræðu, sem flutt var annan páskadag.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem séra Harald Spbye of-
býður kirkjumálaráðuneytinu og Kristilega Dagblaðinu.
Blaðið krefst þess, að Spbye verði sviptur hempunni hið
bráðasta — nú sé mælirinn fullur.
Söbye hefur oft staðið uppi i
hárinu á yfirmönnum sínum,
m.a. hefur hann hvað eftir
annað neitað að biðja fyrir
konungsfjölskyldunni eins og
helgisiðimir krefjast. En aldre:
hefur hann þó gengið eins langt
og núna á páskunum. Senni-
lega hefði honum verið fyrir-
gefið ef hann hefði látið við
það sitja að hrópa: ,.Niður
með konungsvaldið — upp með
lýóveldið", en þegar þar við
bættist óhróður ua biskup-
inn, þótti hann hafa gengið
feti of langt. Prestur réðst
harkalega á biskup sirin. Leer
Andersen í Helsingör, fyrir að
hafa á sínum tíma verið á
móti því, að hann fengi prest-
vígslu. Kallaði hann biskup-
inn hrakmenni og fleiri ljót-
um nöfnum.
Bodil Kock, kirkjumálaráð-
herra, hefur beðið Söbye að
koma á sinn fund. Séra Söbye
sagði blaðamönnum. að hann
hefði ekkert á móti því að
tala við hana, „en þó með
þvi skilyrði, að hún sleppi því
í þetta sinn að ráðleggja mér
að fara til geðveikralæknis'*
Eftir viðræður þeirra verð-
ur úr því skorið hvort sér-
Söbye fær að halda hempunni
Kristilega dagblaðið hefur kraf
izt þess í leiðara fyrir nokkr-
um dögum, að presti verði
vikið úr embætti og var fyr-
irsögn greinarinnar: „Mælir-
inn er fullur — séra H. Söbye
verður að reka“.
Páskagangan i Vestur-Þýzkalandi
Veslur-þýzka friöarhreyfingin starfaði af miklum dugnaði yfit pátka að undirbúningi pánkagöng-
unnar. Var farið um fjölda margar borgir í Vestur-Þýzkalandi til þess að minna menn á gönguna.
Myndin er af undirbúningsstarfi hreyfingarinnar.
Bretar veita Sovét-
ríkjunum stórt lán
Brezka stjórnin hefur lýst yfir samþykki sínu til að
veita Sovétríkjunum lán til langs tíma, sem nemur 100
miljónum punda. Sovétríkin ku ætla að nota þetta lán
til þess að kaupa heilar verksmiðjur af Bretum til fram-
leiðslu á gerviþræði, kemískum áburði og teryleneefnum.
Það er viðskiptamálaráðu-
neytið, sem mun veita Sovét-
ríkjunum lánið. Samtimis hóf-
ust viðræður milli brezkra og
sovézkra fulltrúa um nýjan
fimm ára viðskiptasamning.
Fyrir skömmu birti sovézka
daghlaðið Pravda frétt um
það, að fundizt hefðu óhemju-
rikar olíunámur og gaslög aust-
an við norðurhluta Úralfjalla.
Hefur sovézka jarðfræðinga
Iöngum grunað, að á þessu
svæði væri mikið af olíu, en
vegna erfiðra aðstæðna hefur
ekki tekizt að finna hana fyrr.
Vísindamenn reikna með, að
á þessu svæði, Tiumen-hér-
aðinu, sé fólginn í jörðu um
það bil */a hluti allrar olíu
Helmingi meiri
viðskipti
Heildarviðskiptin milli Sov-
étrikjanna og Bretlands námu
í fyrra urn 434 miljónum doll-
og olíugasa, sem til sé í Sov-
étríkjunum.
f Tiumen-héraðinu fundust
10 olíulög og 20 gaslög og opn-
ast nú geysilegir möguleikar
fyrir iðnaðinn í Síberíu og
Úral. Efnilegasta olíufélagið er
við Tazoff og hið næstbezta
við Oktheur, 800 kilómetrum
norðvestur af kolanámunum í
Kúznetsk.
Sagði Pravda, að notkun
olíugass við iðnaðinn í Kúz-
netsk og stálverksmiðjurnar í
Úral muni lækka kostnaðinn
ara og sovézkir stjómarerind-
rekar segja, að Sovétríkin
vilji auka þessi viðskipti til
helminga nú á skömmum tíma.
Ákvörðun brezku stjómar-
innar var tekin í trássi við
vilja Bandaríkjanna, Vestur-
Þýzkalands og fleiri banda-
manna þeirra. Bandaríkja-
menn halda því fram, að 5
ára lán frá vesturveldunum til
kaupa á nauðsynlegum vélum
gæti orðið tii þess að bjarga
Sovétríkjunum frá algjöru
hruni.
Heilar verksmiðjur
Sovétríkin hafa í hyggju að
verja lánunum til kaupa á
verksmiðjum í Bretlandi. Er
hér um að ræða verksmiðjur,
sem framleiða gerviþráð, kem-
ískan áburð og terylenefni.
☆ ☆ ☆
Vlas Klentsoff, forstjóri
stofnunar þeirrar í Sovétríkjun-
um. sem annast vélainnflutn-
ing, segir, að náðst hafi sam-
komulag við mörg brezk fyr-
irtæki um kaup á heilum verk-
smiðjum. Nefndi hann fyrir-
tæki eins og Imperial Chemi-
cal Industries (ICI) og Court-
aulds Ltd.
Hengdi sig eftir
sjónvarpsdagskrá
Tólf ára gamall brezk-
ur drengur hengdi *ig eftir
að hafa horft á aðalsögu-
hetjuna í sjónvarpsdagskrá
binda endi á lif *itt með
þe*sum hætti. Þes*i úr-
»kurður kom frá likskoð-
unarnefnd. scm kölluð var
á vettvang.
Drengurinn horíði á
kvikmynd úr „villta vestr-
inu“ í sjónvarpi ásamt
bróður sínum 8 ára. Þeir
voru einir heima daginn
eftir og eftir hádegið fór
yngri drengurinn út að
leika sér með félögum
sínum. Eldri bróðirinn
hafði fengið þessa kvik-
mynd mjög á heilann og
mun hafa ætlað að leika
hengingaratriðið sjálfur,
en svo illa viljað til að
kassinn hafi runnið und-
an fótum hans. Þegar
yngri drengurinn kom
heim sá hann bróður sinn
hanga í þvottasnúru, sem
fest var við háan skáp í
stofunni.
Oiía, sem lengi var
leitað loks fundin
um 20%.
PLASTBÁTUR
Búlgarar hafa nú hafið framleiðslu nlastbáta. Þessi bátur rúmar
fjóra mcnn og getur komizt 60 km á klukkustund. Hann var
smíðaður í Varra við Svartahaf og cr talið víst að hann verði
geysivinsæll næsta sumar.