Þjóðviljinn - 14.04.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.04.1964, Qupperneq 7
Þriðjudagur 14. aprfl 1964 ÞJÓÐVILIINN SlÐA 7 NATO-stefnn hæfir ekki íe^ndinsfum hrakin hafa verið aftur og aftur. Það hefdi verið fróðlegt að heyra ráðherrann minnast á Hvalfjörð. Nýlega upplýsti ráðherrann í þingræðu að ár- ið 1956 hefðu Bandaríkjamenn lagt fram áætlanir um stór- felldar hemaðarframkvæmdir í Hvalfirði, eins og ráðherrann sagði þá orðrétt. Hernáma- flokkamir voru búnir að sam- þykkja þessa. ráðagerð, en gugnuðu vegna andstöðu al- mennings við hernámið. Síðan hafa Bandaríkjamenn aldrei misst áhugann fyrir Hvalfirði, og em nú að nálg- ast markið í áföngum, skref fyrir skref. Fyrst var það lór- anstöðin á SnæfeUsnesi. hæsta mannvirki í Evrópu, síðan ná- kvæm botnrannsókn á Faxa- flóa og nú síðast oliustöð og birgðastöð. Enginn þarf að efast um, að þeir muni ná takmarki sínu ef látið er undan í hverju nýju skrefi. En verður það gert? Því hefði utanríkisráðherra verið nær að svara. Sjónvarpið og ís- lenzk menning Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áskorun hinna 60 til Alþingis um að Ioka fyr- ir bandaríska hermannasjón- varpið, en á því skjali voru saman komnir margir helztu menningarfrömuðir þjóðarinn- ar. Á vegum hemámsandstæð- inga hafa listamenn, rithöfund- ar og menntamenn mótmælt hundmðum saman bæði her- setu og hermannasjónvarpi, en enginn úr þeim hópi var feng- inn til að rita undir áskomn 60-menninganna. Má af þessu draga þá augljósu ályktun, að vemlegur hluti hugsandi manna á Islandi er andvígur þvf, að erlent sjónvarp haldi aðstöðu sinni í íslenzku menn- ingarlífi. Eins og enn er í fersku minni urðu harðar umræður um þetta mál á Alþingi fyrir 2 árum. Knappur meiri hluti stjórnarflokkanna tók á sig þá ábyrgð að hleypa sendingum sjónvarpsins inn í íslenzkt þjóðlíf. Nú þegar mótmælaald- an rís, borin uppi af forystu- mönnum íslenzkrar menningar úr öllum flokkum, er ekki nokkum bilbug að sjá á stjómarflokkunum. Mér er ekki kunnugt um einn ein- asta þingmann úr þessum flokkum, sem er reiðubúinn að rísa gegn flokksvaldinu og styðja málstað 60-menninganna á þingi. En máske reynir bet- ur á þetta. Og menntamálaráðherra þeg- ir, aldrei þessu vant. Við inn- göngu Islands í Atlanzhafs- bandalagið fyrir réttum 15 ár- um mælti einn þingmaður þessi orð: „Af setu erlends hers í landinu á friðartímum mundi stafa stórkostlegur þjóðemis- háski. Islenzkri tungu og ís- lenzkri menningu hlyti að vera stefnt í voða af hér yrði er- lendur her að staðaldri og sjálfstæði landsins yrði nafn- ið eitt“. Framhald á 8. síðu. Svarið þekkjum við öll. Það var ekki vegna skyndilegrar mannvonzku Sigurðar Bjama- sonar. Nei. skýringin er aðeins sú. að Island er meðlimur í Atlanzhafsbandalaginu. Og þetta var eitt af þeim myrkra- verkum, sem meðlimur f NATO er skyldur til að taka á sig. Islendingar eru ekki frjálsir að hafa þær skoðanir í alþjóða- málum. sem þeir vilja. Þeir hafa gerzt bandamenn kjam- orkustórvelda og nýlendukúg- ara qg ráðamenn þjóðarinnar telja sér því skylt að koma einræðisherranum í Portúgal Iiftir gasárásina við AI þiijgishásið 30o marz lðlð. Island þarf nýja utanríkisstefnu Ragnar Arnalds framt þingstörfum ritstjóri Morgunblaðsins. í leiðara blaðsins hefur hann oftlega haldið því fram, að hlutleysi sé ekki til. Hlutleysi sé jafnt og skoðanaleysi og slík stefna leiði aðeins til glötunar. Eins og ég tók fram í upp- hafi máls míns hefur Sigurð- ur Bjarnason oft setið á þing- um Sameinuðu þjóðanna, en mér er spurn. Hvernig hefur þingmaðurinn getað setið þar árum saman án þess að upp- götva, að yfir 20 ríki í Sam- einuðu þjóðunum fylgja hlut- leysi í hernaði? Það þarf ekki Htið ofstæki til að loka þann- ig augunum fyrir staðreynd- um. Áreiðanlega hefur enginn er- lendur stjórnmálamaður leyft sér að halda því fram, að hlut- leysi í hernaði eigi eitthvað skylt við skoðanaleysi. Meira en þriðji hver fulltrúi á alls- herjarþinginu er frá hlutlausri þjóð, og þessi ríki eru einmitt fullkomlega frjáls og óháð í skoðunum, enda ekki bundin á hernaðarklafa neins stórveld- is. Við skulum viðurkena stað- reyndir. Við skulum játa þá staðreynd, að hlutleysisstefn- an er stefna okkar tíma. Ár frá ári fjölgar hlntlausum þjóð- um meðan hernaðarbandalög stórvcldanna eru í upplausn. Hlutlausar þjóðir hafa óum- deilanlega tekið forustuna í friðarstarfi og sáttaviðleitni á alþjóðavettvangi. Menn frá hlutlausum þjóðum gegna öll- um æðstu og mikilvægustu embættum hjá samtökum Sam- einuðu þjóðanna, enda eru þau samtök nú margfalt betur bú- in undir að gæta sjálfstæðis o.g frelsis smáþjóða en var um þjóðabandalagið gamla fyr- ir stríð Nýlega lýsti Frakk- landsforseti því yfir að vonin um frið í Suðaustur-Asíu væri einmitt bundin við samninga um hlutleysi smáþjóða í þeim heimshluta. Með þeirri yfir- lýsingu hefur einn helzti for- ustumaður Atlanzhafsbanda- lagsins viðurkennt kosti hlut- leysisstefnunnar og ættu skjaldsveinar NATO á íslandi ekki að þurfa frekar vitnanna við. Undanhald til ófarnaðar Utanríkisráðherra flutti þá ræðu hér í kvöld, sem dæmir sig sjálf. Það er alkunna að sá maður hefur aldrei orðið sátt- ur við sannleikann. Og nægir að benda á fullyrðingar hans um gerðir Alþýðubandalags- ins í vinstri stjórninni og fl. Það eru hrein ósannindi, sem Rœða Ragnars Arnalds í útvarpsumrœðun- um frá Alþingi sl. föst udagskvöld um þings- ályktunartillögu Alþýðubandalagsins Herra forseti. Góðir Islendingar. Sigurður Bjamason talaði nokkuð um Aatlanzhafsbanda- íagið eins og fleiri. Hann hélt því fram, að bandalagið væri sérstakur verndari frelsis, frið- ar og lýðræðis. Hann sagði að atkvæði Islands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefði allt- af verið greitt í þágu undir- okaðra þjóða. Atkvæði fslands Mér þykir hlýða að rifja það upp, að á seinasta kjörtímabili átti Sigurður Bjamason ekki sæti á Alþingi, en sat i þess stað sem fulltrúi Islands á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Fyrir rúmu ári hinn 18. des., urðu miklar umræður á alls- herjarþinginu um nýlendu- stefnu Portúgala. Fyrir þing- inu lá till. til ályktunar, þar sem nýlendukúgun portúgalska einræðisherrans var harðlega fordæmd. Farið var hörðum orðum um svívirðilega meðferð Portúgala á fátækum blökku- mönnum í Afríku og skorað á allar þjóðir að stöðva vopna- sendingar til Portúgala. Við atkvæðagreiðslu var til- lagan samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta, eða 82 atkv., en fulltrúar 20 þjóða greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá. Meðal þeirra voru fasistaríkin Portúgal og Spánn. nýlendu- veldin Frakkland. Bretland og Belgía, ásamt kynþáttahöturum Suður-Afríku. En hvað gerði Sigurður Bjarnason? Fulltrúi hins unga lýðveldis í norðurhöfum. Stóð fulltrúi Islands með hinum 82 þjóðum sem fordæmdu ný- lendukúgun og börðust fyrir rétti og sjálfstæði þjakaðra þjóða í Afríku? Eða stóð hann með nýlenduveldunum, fasista- rikjunum og öðrum NATO- ríkjum? Var hann í hópi þeirra 20, sem ýmist greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá? Það er óþarfi að spyrja: Sig- urður Bjarnason og Thor Tórs fulltrúar íslenzku ríkisstjómar- innar, skipuðu sér f hóp minni hluta og studdu Portúgala með hjásetu. Hvað réði gerðum Sigurðar Bjarnasonar í þetta sinn? Hvar var þá niður komin sú frelsis- ást og lýðræðiselska. sem áð- an stóð i langri bunu upp úr þingmanninum? Hvað olli því, að Island var ekki í hópi 82 þjóða heims. sem sameinuðust í að fordæma ofbeldi portú- gölsku fasistanna? Hvers vegna var íslenzka þjóðin friðsöm vopnlaus smáþjóð. allt í einu komin í flokk með skelfilegustu nýlendukúgurum heims? til hjálpar í striði hans við fá- tæka blökkumenn, hvenær sem á þarf að halda. Þetta er NATOstefnan. En hvað segir alþýða manna á íslandi? Eru menn samþykk- ir? Er þetta rétt stefna eða ekki? Við þeirri spurningu eru fyrst og fremst tvö svör. Þeir sem ennþá trúa því í fullri al- vöiu að rússnesk árás sé stöð- ugt yfirvofandi, álíta sjálfsagt að gamla NATO-hernámsstefn- an sé enn bezta lausnin. Við verðum að leita okkur verndar segja þeir, vináttu og sálufé- laga, jafnvel í hópi portú- galskra fasista. En allir hinir, sem núorðið álíta það fjar- stæðukennt að nokkur árás á íslands sé yfirvofandi, hljóta að komast að einni niðurstöðu: NATO-stefnan hæfir ekki þörf- um og hagsmunum íslenzku þjóðarinnar. ísland þarf nýja utanríkisstefnu. Ureltar hugmyndir Um þessar mundir eru 15 ár liðin síðan íslendingar gerð- ust aðilar að Atlanzhafsbanda- laginu. í upphafi var svo um hnútana búið, að landsmenn geta ekki leyst sig úr þessu bandalagi fyrr _en árið 1969 eða eftir 5 ár. íslendingar geta sagt upp herstöðvasamningnum hvenær sem er, ög eiga að gera það án tafar. En 1960 geta þeir endanlega tekið upp hina nýju utanríkisstefnu og lýst yfir ævarandi hlutleysi í hernaði. Þegar ekki er lengur unnt á friðartímum að hræða menn með rússagrýlu og telja fólki trú um, að árás úr austri sé yfirvofandi, grípa NATO-sinn- ar til þessa ráðs að spyrja: Hvers virði var hlutleysi Is- lands í seinustu styrjöld? Og þeir bæta gjarnan við: Ef ekki eru hér herstöðvar, og styrjöld brýzt út, munu stórveldin keppast um að ná hér aðstöðu. Það verður barizt um landið með hörmulegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þessi kenning hefði staðizt fyrir 20 árum, en hún er fjar- stæðukennd í dag. Það er al- kunna, að á fáum árum hef- ur orðið gjörbylting í dráps- tækni og vígbúnaði. Röksemd- ir, sem áður töldust góðar og gildar í umræðum um varnar- mál eru skyndilega orðnar ó- ráðshjal. Sovétríkin og Banda- ríkin byggja hernaðarmátt sinn á vetnissprengjum og eld- flaugum, sem skjóta má hvert á land sem er. Engar þekktar varnir eru til gegn þessum vopnum. Til marks um hin ger- bréyttu viðhorf má geta þess að stórveldin eiga tugi kjarn- orkukafbáta, sem skotið geta eldflaugum og í hverjum slik- um kafbáti eru sprengjur, sem hafa talsvert meiri áhrifamátt en allar þær sprengjur sam- anlagt sem sprungu í sein- ustu heimsstyrjöld. Það er furðuleg glópska ef menn skilja ekki að í stíkum heimi gilda ekki sömu lögmál og í seinustu sfyrjöld. Tim- arnir eru breyttir. Fyrir 20 árum var unnt að verja fs- land. Þá var hugsanlegt að barizt yrði um landið. Nú er ekki unnt að verja ísland. Og í kjarnorkustyrjöld hafa stór- veldin engan áhuga fyrir landi, sem engar herstöðvar hefur þegar styrjöldin brýzt út. Yrði barizt um ísland? Það er viðurkennt af öllum að í kjarnorkustyrjöld myndu Bandaríkin og Sovétríkin hrapa niður á stig hinna frumstæðu landa. Kannski á fáeinum dög- um, vegna óstjórnlegs mann- tjóns og eyðileggingar. Hvaða heilvita maður getur haldið því fram, að undir slíkum kring- umstæðum færu stórveldi heimsins að berjast um fs- land? Hvaða erindi ættu þeir hingað? Hvað væri hér að sækjast eftir ef engar her- stöðvar væru í landinu. Það ’ tekur langan tíma að koma upp þeirri aðstöðu, sem nota má í stríði og styrjöldin væri vafalaust löngu búin áður en landið kæmi að gagni. Það er ekki trúlegt og ekki sennilegt, að ísland verði fyrir árás, hvorki á friðartímum né stríðstímum, cf liér eru engar herstöðvar og landið er hlut- Iaust og friðlýst. En hvað verður, ef í landinu eru herstöðvar þegar styrjöld brýzt út? Sá tími er liðinn, að varnir komi til greina. Hins vegar er það viðurkennt, jafn- vel af sérfræðingi ríkisstjórn- arinnar, að herstöðin á Suð- urnes.ium verður sprengd í loft upp þegar á fyrstu augnahlik- um striðs eins og aðrar hcr- stö3var Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna, Þannig er ljóst að hernámsstefnan mun leiða dauða og tortímingu yfir meiri- hluta landsmanna ef til stríðs kemur. Hvað er hlutleysi? Sigurður Bjarnason er jafn-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.