Þjóðviljinn - 14.04.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1964, Síða 10
20 SlÐA MÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. apríl 1964 Hann kjökraði ekki hátt, en ekk- inn altók hann, og hann skókst ] og hristist allur. Eðvarð reis á fætur 1 ofboði og tók um herð- ar honum. — Hvað gengur að þér, vinur? sagði hann. — Segðu mér það. Er nokkuð sem ég get gert? Þessi hlýja sem Philip hafði kynnzt svo lítið, gerði í fyrstu illt verra, en eftir nokkra stund fór hann að jafna sig. — Hún myrti hana, var fyrsta setningin sem hann gat sagt; og smám saman gat hann sagt honum upp alla söguna. Um kvöldið skrifaði Eðvarð um allt þetta til ungrar stúlku sesn hét Ellen Cartnell. (Hún var tuttugu og þriggja ára, hann tuttugu og fjögurra. 1 augum flestra var hún snotur, með upp- brett nef, stóran munn, ferskan litarhátt og fremur svera fætur; í augum hans var hún afbragð annarra kvenna og það birti í hverri stofu um leið og hún kom inn i hana. Með öðrum orðum: hann var ástfanginn.) — 1 morgun (skrifaði hann) kom dálítið skrýtið og óþægilegt fyrir mig. Þú manst að ég hef sagt' þér frá Philip Arfewright. drengnum sem ég kenndi í einkatímum og býr hjá þraut- leiðinlegri frænku sem heitir van Beer? Jæja, áður en ég gat byrj- að að vinna með honum, byrjaði hann allt í einu að háskæla; og þegar hann gat komið upp orði, sagði hann að frænkan væri morðingi. Hún stjómar honum með harðri hendi — leyfir hon- HARC,RÍ=IÐSLAN Hárgreiðslu oq snyrtistofa STFtNU og DrtDO Laneavesl 18 ITI h flyftal SÍMI 84616. P B R M A Garðsenda 21 SfMT 3S968. Hárgreiðsln- oe snyrtistofa. Dðmnr! Hárerreiðsla >da allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- mesrin. — SfMI .14662. HARGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR. ÍMaria Gnðmundsðáttir) Laugavegi 13 — SfMl 14656. —■ Nuðdstofa á sama stað. — ! um ekki að leika sér við önnur ] böm og fer með hann eins og sjúkling. — Það lítur út fyrir að hún hafi vitandi vits drepið kanín- una hans, eina leikfélagann sem hann átti. Hún hafði varla nokk- uð sér til afsökunar og þetta virðist allt mjög andstyggilegt. — Ég hef aldrei séð aðra eins sorg. Ég held að bamið sé fjarska vansælt og einmana og hann hafði varpað allri ást sinni á dýrið, enda var ekki í annað hús að venda. Ég skildi ekki allt sem hann sagði, en það var 20 engu líkara en hann héldi að kanínan hefði verið eitthvað al- veg sérstakt, merkileg og jafn- vel máttug; hún var eins konar átrúnaðargoð og hann tilbað hana ef svo mætti segja. En hvað sem því líður. þá hlaut hún mjög ömurlegan dauðdaga í gasofninum og það er eins og Tíf hans hafi misst allan tilgang.- Það var bæði skelfing og sökn- uður í andliti veslings bamsins. — Hann talaði skelfing hratt og ruglingslega og spurði mig í sífellu hvort morðingi hlyti ekki refsingu. Ég reyndi að hugga hann eftir mætti, en ég er hræddur um að ég sé ekki mjög laginn við slíkt. Við komum ekki miklu í verk en hann róaðist dá- lítið. Ég held næstum að ég sé eina mannveran sem hann getur talað hreinskilnislega við. — Þegar við vorum að ljúka kennslustundinni, kom þessi frænka hans inn. Hún er mið- aldra kvenmaður, uppskrúfuð og með uppgerðar fínheit og trú- lega mjög eigingjöm. Hún brosti og sýndi tennumar framan í okkur báða þegar ég stóð upp og sagði: — Jæja, Philip minn, gengur þetta ekki ágætlega? Hann svaraði engu og ég vona að ég eigi aldrei nokkum tíma eftir að fá annað eins augna- ráð frá nokkru barni, eða nokkrum yfirTeitt. Ég hef aldrei séð annað eins hatur. Og hún var líka hálfvandræðaleg, það verð ég að segja. — En svo sagði hún: — Það er víst bezt að láta þetta vera nóg; þú mátt ekki leggja of mik- ið á þig elskan. En í þetta sinn leit hún alls ekki á hann heldur horfði í aðra átt. Ég var að fara hvort sem var, svo að það gerði ekkert til þótt hún stöðvaði okk- ur. En mér líkaði alls ekki and- rúmsloftið þarna og ég ætla mér að reyna að gera eitthvað meira fyrir þennan dreng en hingað til. — Einhvem tíma. vina mín, skulum við sjálf eiga hóp af bömum. Við skulum eignast eins mikinn fjölda og við höf- um framast efni á og heimilið skal vera fullt af hamingju. Við skulum leyfa þeim að syngja og dansa og hrópa og hafa kanín- ur og rottur. Og þú verður í miðjum hópnum. Eftir þetta hræðilega hús, þrái ég ekkert fremur en þig. Þú ert hið yndis- legasta og bezta: þama í húsinu er allt hið gagnstæða. í hvert skipti sem ég hugsa um þig og man....... Það sem eftir er af bréfinu kemur engum við nema þeim tveim. VII. Strax og frú van Beer var búin að losa sig við kennarann, fór hún út í garðinn. Hún stóð á rauðu múrsteinastéttinni sem lá meðfram húsinu og horfði í kringum sig. Það var ekki sér- lega snyrtilegt í garðinum. Beð- ið næst henni var fullt af dauð- um montbretíum, sem ekki höfðu verið klipptar niður. Brúnleit laufin og óhrjálegir stönglamir voru óskemmdir á að líta. Stór breiða af vanhirtri bergfléttunni hafði losnað frá húsinu og bærð- ist hægt í golunni. Litlir haug- ar af bergfléttufrjódufti lágu um alla gangstéttina, óþekkjan- Teg lauf voru dreifð hér og þar, jafnvel knippum af afskomum, visnuðum bTómum hafði verið fleygt þama og þau látin eiga sig. Þama var nasturtíumbeð sem moraði af svörtum flugum. Aðeins grasflötin var veT hirt. Hafi frú van Beer tekið eftir þessu, þá hafði hún ekki orð á því. Drengurinn kom út úr hús- lnu á eftir henni og hún horfði á hann með undarTegum svip. Hann starði á hana á móti, var um sig eins og köttur. Eftir andartak fóru þau bæði niður í /;arðinn. hvort í sínu Tagi. Klukkústundu síðar settust þau bæði að miðdegisverði. Á borð- inu beið þeirra kalt Tambalæri og salat sem samanstóð af káli, gúrkum og rauðrófum og frú Rodd hafði útbúið. Kjötið var bragðlaust og salatið komótt en hvorugt þeirra hafði orð á þtí. Þau sögðu næstum ekki neitt. Frú van Beer sagði einu sinni: — Borðaðu matinn þinn, Philip. Hann svaraði ekki en gerði eins og honum var sagt. Eftir hádegisverðinn fór hann út og lék sér í garðinum. Rósa- lía var kyrr inni til að drekka hið ómissandi portvínsglas sitt. Það var þriðjungur eftir í flösk- unni. Hún sagði upphátt, þótt enginn væri að hlusta: — Það tekur þvi varla að geyma þetta, og hellti aftur í glasið sitt, þar til flaskan var tóm. Það var heit- ur septemberdagur, og þótt sól- in skini ekki inn í borðstofuna var mollulegt inni. Hún var syf’j- uð og rjóð; kinnar hennar voru næstum blárauðar. KTukkan hálffjögur kom hún inn í herbergi frú Rodd. Hún var virðuleg í fasi en gulgræn í framan. — Frú Rodd. sagði hún. — Þér verðið að fleygja þessu kjöti og salati. Það er eitt- hvað athugavert við það. Mér Teið svo undarlega rétt áðan og ég ætlaði að fá mér dálítið sóda- duft. En áður en ég gat tekið það inn, varð mér hræðilega illt og ég er búin að kasta öllu upp. öllu, endur tók hún með áherzlu. — Kannski er það portvínið, í þessum hita, sagði frú Rodd sakleysislega. — Ég held nú síður, hreytti Rósalía útúr sér. — Fleygið þessum mat undir eins. — Já, frú, sagði frú Rodd og fór niður i eldhúsið til að gera eins og henni var sagt. Seinna um daginn kom Phil- ip inn og settist niður í eldhús- inu hjá frú Rodd. Hann sagði ekki neitt en hríðskalf. Hún leit á hann og sagði: — Er eitthvað að, Phillip? Hann svaraði ekki svo hún leit aftur á fölt andlit hans. — Þú titrar allur, sagði hún. — Mér líður ekki vel, sagði hann mjög þreytulega. — Ég er svo voðalega máttlaus. Og mér er illt í höfðinu. — Ég held ég þurfi að kasta upp, bætti hann við og það lifn- aði ögn yfir honum eins og títt er um böm þegar eitthvað ó- venjulegt er á seyði. Hann fór upp á loftið og frú Rodd horfði á eftir honum með áhyggjusvip. — Kannski var eitthvað at- hugavert við kjötið eftir allt saman, sagði hún við ödu. — Ég er fegin því að öskukarlinn kemur á morgun; það væri ó- skemmtilegt ef allt færi að lykta hér. Phillip afþakkaði teið og fór í rúmið klukkan sjö. Frænka hans stakk upp á því og aldrei slíku vant samþykkti hann það sem hún sagði án þess að hika. Sjálf virtist hún alveg búinn að jafna sig og borðaði mikið magn af fleski. pylsum, steiktum eggj- um og tómötum og stóra sneið af steiktu brauði, O.K. sósu og baunum og á eftir sítrónubúð- ing og niðursoðinn ananas; með þessu drakk hún meira portvín Hún borðaði með velþóknun og -virtist verða gott af öllu saman. Morguninn eftir virtist Phill- ip h'ða verr. Hann fór framúr með erfiðismunum til að borða morgunverð, borðaði ögn af hafragraut og kastaði honum samstundis upp. Hann fór og lagðist útaf og frænka hans mældi í honum hitann — og lét ekki hjá líða að prédika dálítið vfir frú Rodd. Hitinn var yfir 39 stig. Hún gaf honum hið vanalega lyf sitt: fíkjusíróp. Hann kastaði því upp. Seinna um daginn (enginn gat munað eftir því hvað khikkan var) hringdi frú van Beer í Parkes lækni. — Ég held að Phillip hafi borðað eitthvað ó- holt. Hann hefur kastað upp og er með dálítinn hita. Gætuð þér litið inn í dag? Parkes sá fram á ómakslaun og féllst á hað og var kominn á staðinn klukkan kortér yfir fiögur. V'ð hliðið hitti hann Ed- varð Gillingham sem kom síð- degis á þriðjudögum og fimmtu- dögum en ekki á morgnana, vegna þess að hann kenndi ann- ars staðar. Þeir voru samferða upp stíginn. — Ég býst ekki við að það sé þörf fyrir yður f dag, ungi maður, sagði læknirinn. — Hann litli vinur okkar er víst dálít- ið slæmur í maganum. — Jæja. Það var leitt. Ég ætla nú samt að koma innfyrir og athuga málið. Þeim var báðum vísað inn Þetía er ábyggilega eini boWinn í borginni sem <rerð- ,ir er íyrir 10 putta. SKOTT A . - i-q — - *© Kinc Features Ss'ndicnte, Inc., tD63. World rights reserved. Með þessari lykt getum við áreiðanlega töfrað þá. Flugbjörgunarsveitin Fundur í kvöld, þriðjudag, kl. 8,30 í Tjamar- kaffi uppi, takið með ykkur myndir frá æfingum. Stjórnin. LÖGTÖK Að beiðni bæjargjaldkerans í Keflavík og að und- angengnum úrskurði verða lögtök hafin fyrir ó- greiddum fasteignaskatti, vatns- og holræsag'jöld- um ársins 1964 til bæjarsjóðs Keflavíkur svo og fyrirframgreiðslu upp í útsvör og aðstöðugjöld 1964 að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Lögtökin fara fram á kostnað gjaldanda. Keflavík 10. apríl 1964. Bæjarfógetinn. TILB0D ÓSKAST í svonefnt hótel De Gink við Keflavíkurflugvöll, sem að samanstendur af 42 herbergjum, setu- stofu og snyrtiherbergjum. í húsinu er hitalögn og rafkerfi í góðu ástandi. Ennfremur fylgja húsinu lóðaréttindi til 15 ára, þar sem það stendur utan flugvallargirðingarinnar. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri kh 10—12 árdegis og hjá Sæmundi Jónssyni, af- greiðslumanni Sölunefndar varnarliðseigna á Keflavíkurflugvelli, sem jafnframt sýnir húsið. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu nefndarinnar föstudag 24. apríl kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.