Þjóðviljinn - 22.04.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.04.1964, Qupperneq 1
að binda 40% af sparífé /andsmanna? Skotíð á verkamenn 1 fyrradag, laust eftir hádegi. skaut maður nokk- ur þremur eða fjórum skotum að verkamönnum er voru að vinna í hús- grunni að Austurbrún 6. Ekki er ljóst hvort hann hefur ætlað sér að vinna mönnunum mein, en mað- urinn var undir áhrifum áfengis. Maðurinn skaut af svöl- um á fjórðu hæð húss þama í grenndinni og sinnti engu þó að skot- mörkin færu þess á leit með hrópum og köllum að hann léti af þessari iðju; kom seinna í Ijós að skot- maðurinn var daufdumbur. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hleypti hann þeim þegar inn til sín. af- henti þeim mótþróalaust 22cal. riffil, pakka af skot- um og auk þess leyfi sitt til að eiga byssu. Máhð er í rannsókn. Bezti afladagur Akranesbáta AKRANESI 2174 — Akra- nesbátar lönduðu hér 450 tonn- um í gær og er það langbezti afladagur á vertíðinni. Mestan afla höfðu Haraldur 70 tonn, Höfrungur II. 44 tonn, Höfrung- ur III. 42 tonn, Sigríður 41 og Heimaskagi 33 tonn. Ofantald- ir bátar afla allir með þorska- nót. □ Ef ég tryði því að raunverulegur tilgangur með þessu frumvarpi væri að tryggja Seðlabank- anum fjármagn til að auka lánveitingar til und- irstöðuatvinnuveganna, skyldi ég hiklaust greiða atkvæði með því, sagði Lúðvík Jósepsson í neðri deild Alþingis í gær þar sem frumvarpið um Seðlabanka íslands var til annarrar umræðu. ■ Sýndi Lúðvík enn fram á að tilgangurinn með þessu frumvarpi, sem miðar að því í fyrsta lagi að hækka bind- ingu sparifjár í Seðlabank- anum úr 15—20% í 25% og hinsvegar að veita bankan- um einkaleyfi til útgáfu og sölu á gengistryggðum verð- bréfum, væri allt annar en talsmenn þess og þá fyrst og fremst Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra láta í veðri vaka. Benti Lúðvik á að látið væri að því liggja að þessar ráðstaf- anir, sem orsaka með öðru ef þetta frumvarp nær frám að ganga að 40% af fé landsmanna verður runverulega bundið í Seðlabankanum, eigi að auð- velda Seðlabankanum að veita rekstrar og afurðlán til undir- stöðuatvinnuveganna t.d. sjáv- arútvegs og landbúnaðar og til eflingar gjaldeyrisvarasjóðum. Að vísu kemur þetta hvergi skýrt fram sagði Lúðvík, iðnað- armálaráðherra felur sig á bak við óljóst orðalag, en ég skora á hann og ríkisstjórnina að koma hreint fram í þessu máli og játa raunverulegan tilgang þessara ráðstafana. Hlutfallsleg lækkun Lúðvík benti auk þess á að reynslan af starfsemi Seðla- bankans sýndi að lánveitingar hans til undirstöðu atvinnuveg- anna hefðu, miðað við hækkun verðlags. farið minnkandi und- anfarin fjögur viðreisnarár. Vitnaði hann í skýrslur bank- ans þar sem segir að síðastlið- in fjögur ár hafi afurðalán til atvinnuveganna aukist að krónu- tölu sem hér segir: Til sjávarútvegs hafa afurð- lán hækkað um 127,3 miljónir, til landbúnaðar um 211,3 milj- ónir, til iðnaðar um 334,7 milj- ónir, en til verzlunar um 587.9 miljónir. Framhald á 3. síðu. Stjórnín reiSubúin að ræða við ASÍ Þjóðviljanum barst j gær eft-' irfarandi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni: „Ríkisstjórninni hefur með bréfi. dags. 17. þ.m., borizt á- lyktun Alþýðusambands íslands um kjaramál, en ályktunin var samþykkt á miðstjórnarfundi sambandsins 16. þ.m. í ályktuninni var þess óskað, „að teknar verði þegar í slað 14DAGAR upp viðræður milli rikisstjórnar- innar og verkalýðshreyfingar- innar um tilraun til stöðvunar verðbólguþróunar og nm rétt- látar og óhjákvæmilcgar launa- og kjarabætur“. Ríkisstjórnin hefur í dag til- kynnt forseta Alþýðusambands íslands, að rikisstjórnin sé reiðubúin að hefja nú þegar við- ræður, sem óskað er eftir í á- lyktuninni“. Blaðið hefur spurt, að fyrsti fundur þessara aðila eigi að hefjast fyrir hádegi í dag. EFTIR •jft í dag er síðasti vetrar- dagur. Við heilsum nýju sumri á morgun þótt við höfum haft hálfgert sum- arveður undanfarnar vik- ur. Om þcssi kaflaskipti í árstíðunum vonum við að sem flestir muni eftir blað- ínu sínu og líti inn til okkar í dag. Við höfum opið frá kl. 9—12 Og 1—6 e.h. að Týsgötu 3 cn á morgun verður ekki opið. ■+C Þrátt fyrir miklar ann- ir hjá vertíðarfólki sunn- an lands og vestan vonum við að menn líti aðeins upp úr fiskinum til þess að senda okkur skil fyrir 5. maí. en þá drögum við um Volkswagen og 12 aðra ágæta vinninga sem gott er að eignast fyrir lítinn pen- ing ef heppnin er með. ir 1 dag birtum við nöfn umboðsmanna okkar í Rey k j anesk j ördæmi. Kópavogur: Björn Kristj- ánsson, Lyngbrekku 14, Hafnarfjörður: Hjörtur Gunnarsson. Iláabarði 14, Ytri Njarðvík: Oddbergur Eiríksson, Grundarveg 17, Keflavík: Sigurður Brynj- ólfsson, Garðaveg 8, Sand- gerði: Hjörtur B. Helga- son. Uppsalavegi 6, Mos- fellssveit: Runólfur Jóns- son, Reykjalundi. Harður árekstur á Laugarásvegi A tíunda timanum í - gær kvöld var harður bifreiðaá- rekstur á Laugarásvegi á móts við Tómasarhaga. Var sendi- ferðabifreiðinni R-4884 ekið aft- an á annan sendiferðabfl, R-3858. Kastaðist fremri bíllinn á ljósa- staur og stöðvaðist þar, en aft- ari bíllinn hentist út af Laug- arásveginum. 1 aftari bílnum var einn maður, en maður og tvær konur f hinum fremri. Mun önnur konan hafa meiðst nokkuð i andliti. Bflarnir eru báðir mikið skemmdir. VETURÍNN AÐ KVEÐJA 1 dag er síðasti vetrardagur. Veturinn sem nú er að kveðja hefur verið einmunagóður og hlýindin oft eins og á sumardegi enda blóm og tré farin að springa út fyrir löngu. Meira að segja páskahretið fórst fyrir að þessu sinni. Snjór hefur verið sjaldgæf sjón a.m.k. hér sunnanlands í vetur. Þó kom ofurlítið föl í síðustu viku og þá er þessi mynd tekin af laufguðu tré þöktu snjó. Fannst okkur til- valið að kveðja veturinn með þessari fallegu mynd. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Orðsending frá Caroiínusjóði Eins og að undanfömu mun- um við hafa kaffiveitingar og kVöldvöku 1. maí til ágóða fyrir Carolínusjóð. Þær félagskonur og aðrir velunnarar félagsins er vildu styrkja okkur með köku- gjöfum, eru beðnar að hafa sam- band við einhverja af eftirtöld- um konum: Agnes Magnúsdóttir, sími 32274, Elín Guðmundsdóttir. 15259, Halldóra Kristjánsdóttir, 33586, Margrét Sigurðardóttir, 35501, Sigríður Ólafsdóttir 16799, Valgerður Gísladóttir, 11995 og Margrét Ottósdóttir, 17808. SAMÞYKKIR SKIPAEFTIRLITIÐ ÓHÆFAR TEIKNINGAR SKIPA? Á aðalfundi slysavarnar- deildarinnar Ingólfs í Reykjavík sem haldinn var nýlega urðu miklar umræð- ur um sjóslysamálin og sam- þykkti fundurinn fjórar til- lögur varðandi þau mál. Á fundinum kom fram all- þung .ádeila á Skipaeftirlit ríkisins m.a. fyrir að hafa samþvkkt teikningar og smíði á nýjum skipum og leyft bær uppstillingar of- an þilja er ekki ná neinni átt. Það var Henry Hálfdánarson skrifstofustjóri er hóf umræð- ur um sjóslysamálin og ræddi hann fyrst þá vankanta og skort er væri á eftirliti með öryggis- útbúnaði smábáta og galla á skoöunarreglugerðinni í þessu sambandi. Þá ræddi hann um öryggis- mál stærri skipa og lýsti skelf- ingu sinni yfir þeim atburðum er átt hafa sér stað á undan- förnum árum. en á s.l. tveim árum hafa Islendingar misst 28 skip í rúmsjó en aðeins í sára- fáum tilfellum hefim mðtt rekja Framhald á 9. síðu. Dimission við Menntaskólann í gærdag i gær fór fram dimission við Ménntaskólann i Reykjavík og var mikið um dýrðir að venju. Kvöddu stúdentaefnin kennarana með kossi og óku síðan um borgina á vögnum. Á myndinni sést hópur stúdentaefna fyrir framan Menntaskólann í gærmorgun og er verið aA kalla á kennarana út. Fleiri myndir frá dimissioninni eru á 12 síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 10DVILIINN Miðvikudagur 22. apríl '1964 — 29. árgangur — 91. tölublað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.