Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 6
w 0 SlÐA ÞI6ÐVILIINN Þráðjudagur 5. maí 1964 Bidstrup sæmdur Lenínverðluununum Uppreisnin Danski teiknarinn Herluf Bidstrup, sem lesendum Þjóðviljans er að góðu kunnur, var sæmdur Lenínverð- laununum sovézku fyrir helgina, en þau nema sem næst einni miljón íslenzkra króna. Ásamt honum hlutu að þessu sinni tveir aðrir útlendingar verðlaunin, Ben Bella, forseti Alsírs, og Dolores Ibarurri, form. spænskra kommúnista, sem einnig er þekkt undir nafninu La Pasionaria. f Formaður úthlulunarncfnd- arinnar, D. V. Skobeltsin, sagði í tilefni af verðlauna- veitingunni að áður hefðu 84 kunnir útlendingar fengið verðlaunin. Allir ættu þeir það samciginlegt að hafa lagt fram drjúgan skerf til baráttunnar fyrir friöi og sósíalisma. Um Bid- strup sagði hann að * teikningar hans væru kjp kunnar um A, ahan heim, L n ) </ en þær væru ^ alþjóðlegar í '—• eðli sínu, hár- beittar og markvissar í árásum sínum á allt það sem stæði mann- kyninu fyrir þrifuro, fasisma og kynþáttakúgun, hemaðar- stefnu og stéttakúgun. Rithöfundurinn Hans Scherf- ig segir í ,.Land og Folk“. blaðinu sem teikningar Bid- strup birtast jafnan fyrst í, að verðlaunaveitingin sé heið- ur fyrir blað hans, flokk hans og land. Hún sé „viðurkenn- ing fyrir sérstaka snilligáfu, sem nær út yfir venjulega takmörkun dráttlistarinnar. f>að er hæfileiki Bidstrups að geta látið í ljós í dráttum. sem venjulega er aðeins hægt að segja með orðum. Hann Ben Bella, forseti Alsírs. var að þessu sinni mcðal þcirra út- lendinga sem hlutu Lenínverð- launín, en síðustu árin hefur einhver forystumaður hinna ný- frjálsu ríkja Afríku verið í hópnum. Modibo Keita, for- seti Malí, hlaut þau þannig í fyrra, cn Nkruma, forseti Ghana, árið áður. Herluf Bidstrup getur sýnt mönnum afströkt hugtök. . . Pólitísk skopteikn- ing eftir Bidstrup getur kom- ið í staðinn fyrir forystugrein. Hún bregður upp i fáum dráttum mynd af því sem mörg orð þarf til að lýsa. Hann er jafnmikill blaðamaður og teiknari. En hann er líka sálfræðingur og heimspeking- ur. . . List Bidstrups er list blaða- mennskunnar. Og blaða- mennskan er bundin líðandi stund. En í hinu mikla lífs- verki Bidstrups eru algild sannindi og almenn verðmæti, svo að list hans mun lifa hina fleygu stund og atburði henn- ar. Þessi mikla viðurkenning staðfestir að list hans er sl- gild“. Bidstrup var staddur í Aust- ur-Berlín þegar verðlaunin Framhald á 9. síðu. „Alþjóðlegu bókmenntaverðlaun" forleggjaranna sjö og „Formentorverðlaunin" - Sjálfsævisaoa Fidels Castro í smíðum - Fundur Hemingways og Tennessy Williams í Havana Asunnudaginn kom saman í SaJzburg í Austurríki nefnd manna til að úthluta þeim bókmenntaverðlaunum sem nú þykja einna eftir- sóknarverðust, þótt aðeins séu fá ár síðan byrjað var að veita þau. „Hin alþjóð- legu bókmenntaverðlaun" eru til orðin fyrir frumkvæði viðurkenndra forleggjara í sjö löndum, Einaudi á Italíu, Gallimard 1 Frakklandi, Rowohlt í Vestur-Þýzkalandi, Bonniers í Sviþjóð, Grove Press i Bandaríkjunum, Weidenfeld í Bretlandi og Seix-Barral á Spáni og þau eru veitt af dómnefnd sem skipuð er rithöfundum og gagnrýnendum frá öllum sjö löndunum. Meðal þeirra höf- unda sem nú eru taldir koma til greina eru Nathalie Sarr- aute frá Frakklandi, Gúnt- her Grass frá Vestur-Þýzka- landi. Tibor Dery frá Ung- verjalandi, James Baldwin frá Bandaríkjunum og arg- entínska skáldið Cortazar. Þá má nefna bandaríska skáld- konuna Mary Mc Carthy og þýzka gagnrýndandann Hans Maeyr. Sá þýzkur höfundur, sem á síðari árum hefur unn- ið sér einna mesta frægð, Uwe Johnson, bannaði að upp á sér yrði stungið, en hann átti sæti í síðustu út- hlutunarnefnd, og mun þá hafa kastazt í kekki með honum og öðrum nefndar- mönnum. Jafnhliða þessum verðlaun- um, sem ætluð eru höf- undum sema þegar haf unnið sér viðurkenningu, eru veitt önnur fyrir bezta handritið sem einhverj- um hinna sjö forlaga hefur borizt á liðnu ári og enn er óprentað. Þau verðlaun eru kennd við staðinn For- mentor á Mallorca, þar sem dómnefndin kom saman fyrstu tvö árin, 1961 og 1962, en hún varð að flytja þaðan í fyrra vegna þess að Francostjómin neitaði að veita Einaudi dvalarleyfi fyrir þá „sök“ að hann hafði gefið út safn söngva and- spymuhreyfingarinnar á Spáni („Canti della nuova Resistenza spagnola"), en þá bók bannaði ítalska stjómin fyrir tilmæli þeirrar spænsku. Dómnefndin flutti sig því til Korfu i fyrra og nú kemur hún sem sagt saman í Salz- burg, I^talski forleggjarinn Feltrin- elli varð frægur um all- an heim þegar hann gaf út „Dr. Sívagó“ Pasternaks, en fæstir munu þó vita að for- lag hans fæst nær eingöngu við útgáfu bóka um þjóðfé- lagsmál, ekki hvað sízt allt sem við kemur kenningum sósíalismans og þróun og sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Stofnun sú í Mílanó sem við hann er kennd er ein sú merkasta sem vinnur að rannsóknum í þjóðfélagsvís- indum og sósialistiskum fræðum og mun óvíða ef þá nokkurs staðar vera jafn- gott safn bóka í þeim grein- um. Flestar bækur sem Felt- rinelli gefur út eru unnar af starfsmönnum stofnunarinn- ar og forlag hans var upp- haflega aðeins deild úr henni. Það leiðir af líkum af fæstar þeirra eru til metsölu, en nú lítur út fyrir að ein slík verði metsölubók. Það er sjálfsævisaga Fidels Castr- os. sem Feltrinelli mun gefa út væntanlega áður en langt líður. Kúbanskur blaðamaður sem var á ferð í Mílanó fyr- ir tæpum tveimur árum stakk. því að Feltrinelli að Castro hefði tekið saman brot úr endurminningum sínum og lægju þegar fyrir 1300 vélritaðar síður í hand- rit.i. Feltrinelli var ekki seinn á sér, heldur samdi þegar um útgáfuréttinn og fram- seldi hann fyrir ærið fé ýms- um þekktum forlögum í öðr- um löndum, eins og t.d. Atheneum í New York. Heine- mann í London og Hachette í París. Síðan brá hann sér World copyrisrht reserved: LAND ' Castro og Feltrinelli í Ilavana. til Kúbu til að semja við Castro um styttingu bókar- innar, sem hann vildi að færi helzt ekki fram úr 750 blaðsíðum. En Castro var ekki nærri því búinn að segja alla hina viðburðaríku sögu sína og átti eftir að bæta miklu við, Feltrinelli mun ekki lítast á blikuna og er sagður vera aftur á förum til Havana, Það eru nú liðin fimm ár síðan í þeirri sömu borg hittust tveir meistarar banda- riskra bókmennta — I fyrsta og víst eina sinn. Fundur þeirra Tennessee Williams og Ernest Hemingway á knæpu í Havana verður efni í neð- anmálsgrein í bandaríska bókmenntasögu, en sá sem kom þeim saman, brezki gangrýnandinn Kenneth Tyn- an, hefur skrifað um fund þeirra grein, sem boðað er að birtist I nsesta hefti „Play- boy“, en kafli kom úr í næst síðasta „Observer“. og þar er í formála spurt með öðr- um Tynans: „Hvemig myndi úthverfingurinn mikli bregð- ast við hinum mikla inn- hverfingi, villidýrabaninn við gróðurhúsaplöntunni, karl- mennskan við ónáttúruskoð- aranum?“ Það var ellefu ára aldurs- munur á „köppunum", segir Tynan. „Hemingway reyndist vera 59 ára og Williams 48. Ég hafði kynnt þá. menn höfðu tekizt i hendur sem vera ber, og ég pantaði fleiri sjússa. Það varð þögn. Hemingway starði á barinn. Tennessee góndi upp í loftið. Allt í einu: „Ég hef alltaí dáðst að verk- um yðar, Hemingway, vegna þess“, áræddi Williams að segja, „að yður stendur ekki á sama um sóma manna. Og engin leit er erfiðari en sú“. Hemingway snéri ljónshaus sínum. „Hvaða menn voru það, herra Williams“, sagði hann „sem yður voru i huga?“ Tennessee rétt reyndi að yppta öxlum, en Heming- way hélt áfram: „Sómakær- ir menn tala aldrei um heið- ur sinn. Þeir vita af honum og veita hver öðrum ódauð- leikann'. Þarmeð virtist þetta vera útrætt. Barinn var að fyllast, og við líka. Ég var farinn að finna á mér, og stjarft bros Tennessees og hálflokuð augu boðuðu ekkert gott. Hann hvíslaði að mér að hann hefði byrjað að hella í sig martinisjússum kl. 10 um morguninn af ótta við að hitta Hemingway. Drykkur- inn sem sefar allan ótta hafði sýnilega haft sín áhrif, því að nú fór Tennessee aft- ur á stað. „Ég var á Spáni í fyrra til að horfa á nauta- atið“, sagði hann. „Ég fer þangað á hverju ári. Það fær svo á mig að ég verð að koma mér burt eftir þriðja nautið“. Menn geta ímynd- að sér hvemig Hemingway líkaði slíkt hjal og ekki bætti úr skák að Williams fór nú að þvæla um matador sem hann sagðist hafa kynnzt á baðströnd á Spáni, „yndisleg- an og viðkunnanlegan pilt", sem reyndist vera Antonio Ordonez, einhver bezti vin- ur Hemingways. sonur fyrir- myndarinnar að Pedro Rom- ero í „The Sun Also Rises'. Samtalinu lauk þcgar ónafn- greindur blaðamaður s,lóst í hópinn og Tynan segir að aldri hafi nein leiðindaskjóða verið honum kærkomnari en sá. — Það er annars boðað að í „Obsever" muni í þess- um mánuði birtast þrír kafl- ar úr e'nni þeirra bóka sem Hemingway lét eftir sig. „A Moveable Feast", en þar seg- ir hann frá dvöl sinni í París á þriðja tugi aldarinnar t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.