Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 7
V Þriðjudagur 5. mai 1964 - ----- ÞI6SVILIINN ---- Fimmta hver f jölsky Ida fá- tæk í ríkasta landi heims 0 í ríkasta landi í heimi lifir fimmta hver fjölskylda við örbirgð, — 30 miljónir manna. Þetta fólk hefst við í fátækrahverfum stórborganna, í sveitaþorpum í Suðurríkjunum, og í námubæjunum, þar sem sjálf- virknin hefur hrakið fles'fa námumennina frá. 0 Fólk þetta er utanveltu í þjóðfélagi Bandaríkjanna, og það er sem fari það huldu höfði, aðkomumenn sjá það sjaldan. Ríkisstjórnin í Washington tók ákvörðun um að hefja herferð gegn þessu ófremd- arástandi, undir forustu Kennedys forseta, — mánuði áður en hann var skotinn í Dallas. Þarfir þessa „ósýnilega”, „týnda“ fólks, átti nú loks að taka til greina. 0 Enn sem komið er hefur árangurinn einkum birzt í ræðuhöldum, en af fjárveitingum hefur lítið komið til framkvæmda. — Þessi frá- saga frá West-Virginia, eftir Sven Öste, er einmitt þaðan, frá þeim stað sem Kennedy' forseti sá með eigin augum, og sagt er að honum hafi ofboðið, svo að hann byrjaði þegar að leggja drög að fram- kvæmdum til úrbóta. l»etta cru ckki böm úr örbirgðarhverfum bandarískra stórborra hcldur börn „hvítra fátæk- linga“ í sveit í Kentucky. — Bömin koma sjaldan í skóla, búa í hreysum og þjást mörg af langvarandi sjúkdómum. Athugasemd Ragnars Arnalds vii tillögu Björns Pálssonar ■ Síðastliðinn miðvikudag kom til umræðu í sam- einuðu þingi tillaga um tunnuverksmiðju á Skagaströnd, sem vandræðabarn Framsóknar, Björn Pálsson, 5. þing- maður Norðurlands vestra, hefur borið fram án samráðs við aðra þingmenn kjördæmisins og vinnur hann málinu með því mikið ógagn. ■ Ragnar Arnalds gerði þær athugasemdir, sem hér fara á eftir, við þennan tillöguflutning Björns og varð það til þess að Björn missti algjörlega stjóm á skapi sínu, jós fúkyrðum yfir Ragnar og dólgslegum svívirð- ingum, þar til forseti þingsins sá sig tilneyddan að lækka í honum rostann. f sambandi við það mál, sem hér er til umræðu, vil é- leyfa mér að minna á, að seinasta þingi flutti Gunnar Jóhannsson svohljóðandi til- lögu um sama efni. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera kostnaðaráætlun um bygg- ingu tunnuverksmiðju á Skagaströnd með sömu af- kastamögulei'kum og tunnu- verksmiðjan á Siglufirði. Kostnaðaráætlun þessari verði lokið fyrir næstu ára- mót.“ Það er af þessari (illögu að segja, að hún náði ekki fram að ganga, enda komst hún aldrei til nefndar. Tillögu þessari fylgdi alllöng grein- argerð, sem ég hefði nú haft Framhald á 9. síðu. Brostin augu í hverju húsi. Brotnar rúður og hurðirnar ho.rfnar, vindar loftsins leika um hverja gátt. Grasið þróast í næði milli ryðgaðra braut- arteina. Reyk leggur upp af brekkunum fyrir ofan, logar gjósa upp í þessum sortnuðu ásum. Mörg ár eru nú síðan hætt var að grafa í námunni, og þá dó þorpið um leið, en ennþá lifir í gömlum glæðum í gjallhaugunum. Svona er umhorfs í þröngu dalverpunum í West-Virginia. Enginn er eftir í þeirri manna- byggð, sem áður var, nema ef vera skyldi einn og einn herra- laus hundur, af mönnum er autt. Þetta orkar skelfilega á mann í byrjun, draugalega, og það er sem örvænting þeirra sem fóru svíði þarna enn, vesalings fólksins, sem fór út í óvissuna. Hér með er ekki öll sagan sögð. Því, þó náman legðist niður, lifði það eftir, sem ekki átti jafn auðvelt um að ieggja sig niður; námumennimir og þeirra fólk. Af þeim fóru flest- ir á burt, í þeirri von að eitt- hvað legðist til. Þó að ömurlegt sé að skoða þessi eyðihús með svæluna frá gjallhaugunum í baksýn, er þó annað miklu verra, sem þarna ber fyrir augu: Fólkið sem eftir varð, og hýrist j þessum kofum, sem komnir eru að falli, aðgerðalaust, nema það sækir atvinnuleysistrygginga- hýruna sína einu sinni í mán- uði. Þetta er þeirra líf, ef líf skyldi kalla. Samt er ekki minna sótt af kolum niður í djúp jarðar en áður var. Munurinn er sá, að fyrir hverja 200, sem þarna unnu áður en tilhöguninni var breytt, koma nú aðeins 20. Áð- ur voru kolin höggvin úr kola- stálinu með handafli, og verka- menn fluttu þau burt, nú vinna vélar þetta allt. Þessi breyting hefur ekki gengið orðalaust af. Þeir 20, sem eft- ir urðu af hverjum 200, voru vandlega vinzaðir úr, hinum var hafnað eins og úrgangs- kolum. Þetta gjall í manns- líki lifir í hreysunum. & Djúpt inni í þröngu dal- verpi er húsaþyrping, og renn- ur þar lækur hjá, sem hefur breytt um farveg og rennur nú eftir því sem áður var að- algata í þorpinu. Þar bjuggu 52 fjölskyldur áður en sjálf- virknin kom til sögunnar, en síðan eru 15—20 ár, og þá voru steinkolin helzti hita- og orkugjafi landsins, en námu- menn hæst metnir af öllum verkamönnum. Þá var sú öld frægðar, er forustumaður þeirra, stórmennið John L. Lewis, hafði undirtökin í á- tökum sínum við forsetann og iðnjöfrana, og tókst að ná þeim launahækkunum, sem hann heimtaði námumönnum sínum til handa. Nú er þriðjungur þessara námumanna allur á braut, en helmingur þeirra, sem eftir norpa, lifir á styrkjum. Þetta eru gömlu mennirnir, sem fengu „steinlungu" við sína 6- hollu iðju, og fertugir menn, sem hingað komu ungir, og kunna ekkert annað til verka, og unga fólkið, sem alltaf er að ráðgera að fara. Fjölskylda með sex börnum býr hér í einu herbergi með tveimur rúmum, í öðrum kofa eru börnin fimm og rúmin tvö, og sumt af þessum börnum alla- vega bagað og bæklað og klætt fötum af fullorðnum. Þau baka sér sandkökur úr kolasalla í tómurn blikkdósum. En eitt er hér á hverju húsi. sem ætla mætti að ekki væri, slikt sem ástandið er. Þetta er sjónvarpsloftnet, leff- ar frá gömlum velmektardög- um, en sýnist nú vera til spotts. Sumir eiga bíl ennþá, og niðri í lækjarfarveginum eru hrúgöld af gömlum bíl- um, sem enginn hefur efni á að láta flytja burt, og þeir eru einskis virði sem brotajám, Hvílík kynstur eru annars ekki af gömlum bílum þarna í daln- um, það er engu líkara en all- ir ónýtir bílar af gervöllu landinu hafi verið sendir hing- að til hinztu hvíldar. Og svo er verið að tala illa um þetta fólk j fjarlægum landshornum, og þrasa um það, hvað það eigi gott að mega lifa á styrkj- um og þurfa ekkert að gera. Hví í ósköpunum fer fólkið ekki burt að leita sér atvinnu, eða kemur sér upp atvinnu þar sem það er statt? --------------------- SÍÐA 7 Á það gott? Já, þeir sem eiga mörg böm, það er pírt í þá einhverri hungurlús. Sá, sem engin börn á, og engar atvinnutekjur hefur, hann fær ekkert, ekki svo mikið sem eitt sent. Að leita sér atvinnu? Vel setta fólkið í fjarlægum fylkj- um veit ekki hvað það er að segja. Því hvar í öllu þessu gagnauðuga landi er framar til náma, sem ekki hefur sjálf- virkar vélar, hver er sú at- vinna, sem ekki krefst sér- forhlaupin tíð fyrir fertuga néms, og mundi það ekki vera menn og eldri að setjast á skólabekk? Fara burt? Þeir keyptu hús- in sín með afborgunum roeðan allt lék í lyndi, og eiga nú húsin. Svo eru þeir líka að vakka eftir ígripavinnu, jafn- vel til árs, eða fáeinna ára, þangað til ellilífeyririnn kem- ur til skjalanna eftir tuttugu ára atvinnuleysi. Það eru fleiri en ein ástæða til þess að þeir sitja enn um kyrrt, þær eru ótal. Svona er nú ástandið í ótal þorpum í dölunum í West-Virg- inia. Mantalið segir til um það. í einu héraði, Logan County, voru 77.000 íbúar fyr- ir fimmtán árum. Nú eru þeir 58.000. Þá voru þar 14.000 námumenn, en nú er ekki til atvinna fyrir fleiri en 4500. Og 15.000 manns, — fjórðung- ur íbúanna i Logan County, lifir af styrkjum. Sama er hvert litið er: um alla West-Virginia og öll App- alachifjöll með dölum þeirra, en þau ná yfir sex fylki með 15 milj. íbúa. Eftir 1940 hafa tvær miljónir flutt burt, fjórð- ungur miljónar hefur neyðzt til að hætta í námunum, og þriðja hver fjölskylda hefur svo lítið úr að spila, að ör- birgð má kallast. Þegar litið er yfir Banda- ríkin í heild, er ekki ofmælt að telja fimmtu hverja fjöl- skyldu „örbjarga“. 30 miljónir, sumir segja 38, Og þessar 30 miljónir eru dreifðar víðs vegar: þær er að finna í „slum“-hverfum stór- borganna, í afskekktum dölum í sveitaþorpum í Suðurríkjun- um, í indánabyggðunum. í Indlandi er nóg af vesæl- um kofahreysum með eymdar- fólki, og einnig í arabiskum sveitaþorpum, en þetta er fá- tækt í fátækum löndum. Hvar er þau úrræði að finna, sem þessu geti bjargað? Þau eru enn ekki fyrir hendi. En hér er öðru máli að gegna. 30 miljónir öreiga í rík- asta landi í heimi. (Lauslega þýtt.) Nánari tengsl við Grænlendinga 29. apríl s.l. kom þingsályktunartillaga Einars Olgeirs- sonar um vináttuheimsókn fulltrúa Alþingis til Græn- lands til fyrri umræðu í sameinuðu þingi og fylgdi Ein- ar henni úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Tillagan er þess efnis, að Alþingi ákveði að senda nefnd fimm alþingis- manna til Grænlands til þess að koma á fót betra sam- bandi við grænlenzku þjóðina heldur en verið hefur af hálfu íslendinga fram að þessu. Einar rifjaði upp, að nú líð- ur brátt að því að þúsund ár séu liðin siðan Islendingar fundu Grænland, settust þar að og bjuggu liklega um fimm alda bil. Að enn væru minjar eftir Islendinga 1 Grænlandi, ekki aðeins forn- minjar heldur liklega vafa- laust nokkuð í menningu þeirrar þjóðar er þar lifir nú. Og það er fyrir þessi sögu- legu og menningarlegu tengsl og einnig landfræðileg, sem þessi tillaga er borin fram, til að aftur verði hafin kynni milli þessara þjóða. heldur 7 Ekki 5 Þá ræddi Einar nokkuð fé- lagslegt ástand i Grænlandi og sagði að fslendingar ættu að muna það sem minnstir viðurkenndra Norðurlanda- þjóða, að þessar þjóðir eru ekki fimm heldur sjö og Fær- eyingar og Grænlendingar ekki síður en hinar. Nú væri svo komið að hjá þeirri þjóð sem byggir Græn- land verður í æ ríkara mæli vart sjálfstæðisbaráttu, að Grænlendingar eru að skipu- leggja sig sem sérstaka þjóð og það stæði fslendingum nær en mörgum öðrum að sýna þessum næstu nágrönnum sín- um skilning og hlýhug í bar- áttu sem þeir þekkja svo vel af eigin raun. Framhald á 9. síðu. I I í *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.