Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Blaðsíða 12
VIÐ SKÓLASUT Nú eru skólaslit framundan í öllum skólum og ekki síður dans- skólum en öðrum skólastofnunum. Hér eru birtar tvær myndir frá nemendasýningu í dansskóla Hermanns Ragnars sem fór fram að Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. Minni myndin sýnir þau Grétu Franklinsson og Kristínu Gunnlaugsdóttur dansa gamlan dans, sem nefnist Boston Two Step frá Viktoríu- tímabilinu. Stærri myndin til hliðar sýnir 11 til 12 ára börn og eru þau að enda rússneska dansinn Kaschawak. Þau eru talið frá vinstri: Þór Bragson, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Þormar Ingimarsson og Sigurlina Hreinsdóttir. — (Ljósm Þjóðv. G.M.). Skólastjórar færðust undan komu Kristmanns í skólana Hver er aflahœstur? Senn dregur að vertiðarlok- um og er afli misjafn eftir ver- stöðvum. Hér fara á eftir afla- fréttir úr fjórum verstöðvum. • í gær var haldið áfram réttarhöldum 1 meiðyrða- máli KRISTMANNS GUÐMUNDSSONAR gegn THOR VILHJÁLMSSYNI. Fyrir réttinn komu blaðamaður, námstjóri og tveir skólastjórar. Játuðu skólastjóramir báðir að hafa færzt undan komu Kristmanns í skóla sína. Ekkert vildu þeir segja um ástæðuna fyrir þeirri undanfærslu en vísuðu til samþykktar, er nokkrir skóla- stjórar, þeir er reynslu munu hafa af skáldinu, gerðu um málið og sendu námstjóra. Hinsvegar kom það fram hjá dómara, Sigurði Líndal, að þessir sömu skólastjórar hafa barizt gegn því með hnúum og hnefum að þessi ályktun verði opinber ger. anna og kvaðst vilja ræða mól- ið við yfirmenn sína, enda hefði þetta verið rætt hjá Námstjóra og lagði Guðrún áherzlu á það, að ekki væri rétt að einn og sami maður annaðist stöðugt slíka kynningu. Minnislcysi. Næst kom fyrir rétt Magnús Gíslason, námstjóri, og vildi einna helzt að því er virtist eyða þessu máli öllu. Kvað svo fast að minnisleysi hans, að Thor lýsti því yfir, að hann minntist þess ekki að hafa áð- Framhald á 9. síðu. Patreksfjörður Afli Patreksfjarðarbáta er nú orðinn 4380 lestir. Þar hafa þrír bátar á línu og netum fengið samtals 3771 lest. Aflahæsxur er Loftur Baldvinsson með 1410 lestir. Næstur er Dofri með 1310 lestir og þriðji báturinn í röðinni er Sæborg með 1951 lest. Afli er ennþá sæmilegur og landaði Sæborgin í fyrri- nótt 32 lestum og Dofri 30 lest- um. Handfærabátar frá Patreks- firði eru byrjaðir róðra og afla sæmilega um þessar mund- ir. Framhald á 3. síðu. Ranglesin kvæði. Fyrstur kom fyrir rétt Hjört- ur Pálsson, blaðamaður við Al- þýðublaðið. Er sú ástæða til þess, að fyrir nokkrum árum reit Hjörtur grein í skólablað Menntaskólans á Akureyri og nefndi „Kristmanns þáttur hins víðförla” (Kristmann: ..Vill dómari spyrja um deili á þess- um manni!”) í greininni hafði Hjörtur sakað skáldið um að ranglesa kvæði, og tók dæmi af því að Kristmann hefði fellt nið- ur erindi úr einu kvæði Guð- mundar Frímanns, sem hefði þótt slíkt miður fara. Krist- mann svaraði því til, að í öðr- um skóla hefði hann lesið kvæð- ið á sama hátt, Guðmundur ver- ið viðstaddur og ekki gert nein- ar athugasemdir. Annars væri grein Hjartar „hrein della”. Það kom fram, að skólameist- ari, Þórarinn Björnsson. hafði lesið grein Hjartar, gefið fullt samþykki sitt til þess að hún væri birt og talið hana hóg- værlega orðaða. Undanfærsla. Guðrún Helgadóttir, skóla- stýra Kvennaskólans kom næst fyrir rétt. Játaði hún að hafa færzt undan komu Kristmanns í skóla sinn en neitaði að gefa upp ástæðuna, vísaði í áður- nefnda samþykkt skólastjór- Sumaráætlun innanlandsflugs Fí Farnar 48 íerðir á viku frá Reykjavík • Sumaráætlun innanlandsflugs Flugfélags íslands gekk í gildi 1. maí. Flugferðum innanlands mun verða hagað með svipuðu sniði og s.l. sumar, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar, t.d. eru ferðir milli Egils- staða og Hornafjarðar nú á miðvikudögum í staö laug- ardaga. Alls veröa flognar 48 feröir í viku frá Reykjavík til annarra staða á landinu. Til Akureyrar verða morgun- ferðir og kvöldferðir alla daga og miðdaggsferðir á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Samtals 18 ferðir á viku. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag alla virka daga en ein ferð á sunnudögum. Til fsafjarðar verða ferðir alla daga vikunnar. Til Egilsstaða verður flogið alla daga og þangað verða tvær ferðir á miðvikudögum. Til Hafnar í Homafirði verður flogið á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Fagurhólsmýrar í öræfum verður flogið á mánudögum og föstudögum, til Þórshafnar og Kópaskers á mánudögum og fimmtudögum, til Sauðárkróks á þriðjudögum og föstudögum, og til Húsavíkur sömu daga. Milli Akureyrar og Egilsstaða Framhald á 9. síðu. Dregið í kvöld — Geríð skil Opið til kl. 11 e.h: HÞ 1964 Vorverkin byrjuð í Víðinesi VÍÐINESI 4/5 — Vorverkin eru byrjuð i Víðinesi og vinna vist- menn þetta sex klukkustundir á dag. Þetta er líklega eini skaplegi vinnutiminn í þjóðfé- laginu. Við erum að hreinsa túnin og stinga upp garðana og við fengum stóreflis jarðyrkju- verkfæri á dögunum og settum eitt heljarmennið á það. Hér er verið að byggja vinnuskála, sem er þrjú hundruð fermetrar að stærá og verftur hann fokheldur næsta haust. Svona er nú fjörið í fram- kvæmdunum og vantar auðvit- að fleiri vistmenn á næstnnni. Það er ætlunin að setja á stofn einhverskonar smáiðnað. Tóm- stundir líða hér við lestur og spil. Við höfum billiardstofu og erum búnir að fá sjónvarp. Tveir útskrifuðust héðan í fyrradag og héldu út í heim- inn undir blessunarorðum ráðs- mannsins og fyllum við nú postulatöluna þessa stundina. Handfæraveiðar við Langanes • SEYÐISFIRÐI, 2/5 — Þrír bátar stunda nú handfæraveið- ar við Langanes og afla þetta allt að átján skippund í róðri. Er þetta tveggja sólarhringa úthald. Þetta eru bátamir Auðbjörg, Sæunn og Vingþór og ætla þeir að halda þessu áfram á næst- unni. Þokusúld er hér í dag og norðaustan kalsi. — G. S. Hvítt til heiðarinnar BAKKAFIRÐI 4/5 — Færstu maídagar heilsuðu hér með snjó- komu í Bakkafirði og varð jörð snæviþakin i byggð. Snjóinn hefur tekið upp neðra en sézt þó enn til heiðarinnar. Menn lentu í nokkrum erfiðleikum með fé sitt og tókst þó að smala því öllu í hús um síðir. Sæmi- leg grásleppuveiði hefur verið hér að undanförnu og góður handfæraafli er við Langanes. Þá hefur nokkuð veiðzt { þorskanet að undanförnu. TJnd- irbúningsvinna í síldarverk- smiðjunni er byrjuð og stendur ekki á móttöku hér, þegar ball- iii byrjar. — M. J. Verður laxveiði góð í Fnjóská? VATNSLEYSU 4/5 — Laxveiði virðist ætla að verða góð í Fnjóská í sumar. Síðástliðið sumar var sleppt í ána tólf þúsund sciðum af Elliðaárlax- stofni og var ekki annað fáan- legt, þar sem mikil eftirspurn er nú eftir laxaseiðum. Annars finnst mönnum KoIIafjarðar- stöðin ekki miðla réttlátlega þeim seiðum, sem hún selur um land allt og ætti hún að láta þær ár sit.ia fyrir, sem minna eru ræktaðar. Þessir menn skipa nú stjórn Veiðifélags Fnjóskár: Erlingur Arnórsson, bóndi á Þverá er formaður, en mcðstjórnendur eru Hallgrímur Tryggvason í Pálsgerði og Ingólfur Hallsson á Steinkirkju. Fnjóská er skipt í þrjú veiði- svæði og er svæði númer eitt frá sjó að Fnjóskárbrú hjá Pálsgerði. Hallgrímur veitir veiðileyfi á þessu svæði og er gjald fyrir stöngina yfir dag- inn kr. 400,00. Svæði númer tvö er frá brúnni hjá Pálsgerði að brúnni við Vaglaskóg. Er- lingur veitir veiðileyfi á því svæði og er veiðigjald þar kr. 200,00 á dag. Svæði númer þrjú er hjá brúnni við Vaglaskóg og inn á afdali. Þar veitir Ingólfur veiðileyfi og er gjald fyrir dag- inn kr. 150,00. — O. L. Vináttuheimsókn til Vásterás AKUREYRI 4/5 — Sjötíu nem- endur úr fimmta bekk Mennta- skólans á Akureyri leggja upp til Svíþjóðar um næstu mán- aðarmót og gera menntaskóla- nemum í Vasterás vináttuheim- sókn. Vasterás er vinabær Ak- ureyrar og voru menntaskóla- nemar þaðan á ferðinni hér í fyrra um páskana og gistu þá í heimavist M.A. Nú er verið að endurgjalda þessa heimsókn. Fimmtubekkingar fljúga fyrst til Stokkhólms og fara svo það- an í bílum til Vasterás og munu dvelja á heimilum menntaskóla- nema þar í bæ. Ferðin tekur líklega fimm til sex daga. Menntaskólinn í Vasterás er starfræktur ennþá um þetta leyti og er fyrirhugað fslands- kvöld í skólanum. Þetta er í fyrsta skipti, sem fimmtubekk- ingar í M.A. fara erlendis og hafa ferðir fimmtubekkinga ver- ið innanlands fram að þessu. Færa út kvíarnar á Vopnafirði VOPNAFIRÐI 2/5 — Hér eru starfandl fjórar söltunarstöðvar og eru tvær þeirra að færa út kvíarnar og bæta aðstöðu sína verulega. Eru það söltunar- stöðvamar Hafblik og Auðbjörg. Er þegar byrjað að vinna að þessari plansmíði og stendur ekki á Vopnfirðingum, þegar síldin byrjar að veiðast fyrir Norðausturlandi. — G.V. Stapafell með tæp 1300 tonn ÓLAFSVÍK 4/5 — Heildarafli Ólafsvíkurbáta við apríllok reyndist 8111 tonn i 753 sjó- ferðum. Aflahæst er Stapafell- ið með 129(1 tonn ; 88 sjóferð- um og hefur það stundað net i vetur. Skipstjóri heitir Guðmundur Kristjónsson og er um þrítugt. Þá kemur næst Steinunn með 1055 tonn . 86 róðrum, Jón Jóns- son með 1027 tonn í 73 róðr- um, Valafell með 902 tonn í 86 róðrum, Jökull með 760 tonn í 66 róðrum, Sveinbjörn Jak- obsson með 712 tonn i 49 róðr- um, Hrönn með 685 tonn í 80 , róðrum, Bárður Snæfellsás með 432 tonn i 66 róðrum, Freyr með 446 tonn í 49 róðrum, Vik- ingur með 225 tonn í 49 róðr- um og Hrönn GK með 70 tonn í 12 róðrum Fjórir bátar eru hættir róðr- um og er afli þeirra sem hér segir: Baldur AK með 31745 kg. í 20 róðrum, Þórður Ólafsson með 118.960 kg. í 20 róðrum, Gullskór með 11.800 kg. } 12 róðrum og Hamar frá Pifi með 340.480 kg. Afli átta Ólafsvík- urbáta á vertíHnni í fyrra var 5.777 tonn í 454 róðrum. Ólafs- vikurbátar eru 11 á þessari vertíð. — Elías.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.