Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA MÖÐVILIINN Fimmtudagur 7. maí 1964 RAYMOND POSTGATE: taldi sig hafa gefið þetta í skyn þegar hann talaði fyrir skemmstu þó virtist hann ekki hafa tekið nógu skýrt til orða. Hann yrði að láta til sín taka að nýju. — Bilið virðist býsna breitt, sagði hann. — Ég er að velta fyrir mér hvort það kæmi að gagni ef ég færi yfir vitnisburð- Inn aftur frá upphafi. Ég skrif- aði flest hjá mér: ég er með það héma. Enginn maldaði í móinn og hann byrjaði yfirlit sitt. Hann ætlaði að taka djúpt í árinni: nú mátti hann ekki gera nein mis- tök. Hann beindi orðum sínum einkum til frú Morris. Hún virt- ist ekki alveg eins þverúðarfull og hörkulega konan til vinstri við hana. X Herra Proudie hafði lokið við flýtismáltíð sína og fann nú fyr- ir fyrstu áhrifunum af því að hafa gleypt í sig matinn. Hann VIuiMfeS sárgramur kviðdómn- um fyrir að hafa ekki kveðið upp úrskurð sinn um líkt leyti og hann lauk við ostinn. Það var sánnarlega gremjulegt að hafa flýtt sér að ástæðulausu. Dómarinn var sofnaður í al- vöru. Sir Ikey ráfaði um gangana, geispaði og var eirðarlaus. Aheyrendur í réttarsalnum voru ekki orðnir nema tuttugu. Frú van Beer og herra Hend- erson sátu hvort andspænis öðru og höfðu ekki um fleira að tala. Frú van Beer sýndi merki tauga- óstyrks og var farin að tauta í lágum hljóðum. Einu sinni HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðslu og snyrtlstofa STEINt oq DÖDÖ Lattgaveei 18 m h. (lyfta) SfMT 24616. P B R M A Garðsenda 21 SflVTI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmur! Hárgreiðsla ríð ailra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 19. Vonarstrætis- megin. — SfMl 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — sagði hún upphátt: — Fari þau öll til andskotans, og hún baðst ekki afsökunar. Herra Henderson var að verða taugaóstyrkur, eins og ævinlega í viðurvist jafn- vægislausra kvenna. Andartaki síðar reis hann á fætur og sagði: — Ef þér viljið hafa mig af- sakaðan. þá ætla ég að fara og aðgæta hvort nokkuð sé að frétta. Kannski er Sir Isambard búinn að borða. Ef svo er, þá ætla ég að biðja hann að koma hingað og tala við okkur. 36 — Hann væri svo sem ekki of góður til þess, sagði Rósalia. Herra Henderson kom að Sir Ikey á stjákli fram og aftur. — Er nokkuð að frétta? sagði hann. — Nei, hvemig ætti það að vera? hreytti Sir Ikey útúr sér. — Viljið þér koma og tala við frú van Beer? — Til hvers? Það er ekkert við hana að segja. Nei, ég kem ekki ncitt. '_______ XI 1 herbergi kviðdómenda sagði frú Morris: — Nú, auðvitað myndi ég aldrei vilja láta líf- láta saklausa manneskju. Ég skil ekki hvemig yður dettur annað eins í hug um mig. Það er bara það, að mér finnst — Hún hik- aði: hvað fannst henni eigin- lega? Þetta hafði verið svo Ijóst sem snöggvast. Það hafði staðið í einhverju sambandi við Les, en nú var þessi dökkhærði, laglegi maður búinn að rugla hana i ríminu. En hún varð að ljúka við þessa setningu, því að allir voru að hlusta. — Ég á við það, að við ættum ekki að láta fólk komast upp með svona lagað; en auðvitað, ef hún gerði það ekki, þá kemst hún vfet ekki upp með neitt. Rödd henn- ar dó út; jafnvel henni sjálfri fannst síðasta setningln ósköp heimskuleg. Dr. Holmes varp öndinni af feginleik með svo miklum krafti að minnisblöðin feyktust yfir borðið. Hann gaf einnig frá sér hávært, ósjálfrátt búkhljóð, sem kom öllum öðrum í vandræði en hann sjálfur hafði engar áhyggj- ur af. Lífsvenjur hans gerðu slík hljóð að stöðugum fylgihljóðum hans. Þar sem hann var sjaldan innanum annað fólk, þar sem hann hefði trúlega haldið aftur af sér, var hann með tímanum alveg hættur að taka eftir þessu. Hann vissi ekki orðið af því að hann framleiddi þennan hávaða. — Nú hefur önnur konan skipt um skoðun, sagði hann og ætl- aðist til þess, að rödd sín væri föðurleg, — og nú munar minnstu að við séum öll sam- mála. Ef þér getið sannfært hina konuna, herra formaður. þá er hlutverki okkar lokið. Kannski reynist hún ekki mjög erfið við- fangs? Dr. Holmes lauk síðustu setn- ingunni með því að skælbrosa hastarlega í áttina til ungfrú Atkins. Dagóinn, hugsaði hann, hafði vafið máluðu drósinni um fingur sér. og það var skylda hans að hjálpa honum svolítið með því að blíðka gömlu pipar- júnkuna. Hann heyrði samþykk- isuml að baki sér og varð glað- ur við: undanhald frú Morris hafði orðið til þess, að allir hin- ir óvissu höfðu snúizt á sömu sveif og hölluðust einnig að sýknu. Viktoría Atkins horfði á þau, öll voru þau á móti henni og ætluðu að reyna að troða hana undir. Ef forstöðukonan á West Fen Heimilinu fyrir Munaðar- lausar stúlkur hefði vaknað til lífsins á þessari stundu, hefði hún þekkt svipinn sem færðist yfir andlit hennar.' Hann gaf til kynna að Viktoría væri að komast í ham: þá þýddi ekki vitund að tala við hana (að dómi forstöðukonunnar); þá var ekki annað að gera en gefa hreinar og klárar fyrirskipanir og sjá til þess að þeim yrði samstundis hlýtt og gefa greinilega i skyn að óhlýðni yrði stranglega refs- að. — Verið ekki að tala svona beint við dr. Holmes. — Mér væri þökk á því ef þér kæmuð ekki fram við mig eins og ég væri hálfviti. Ég er ekki í nein- um vafa og ég hef talað eins og samvizka mín býður mér. Þessi kona er sek. Hún var allt að þyí staðin að verki. Þið get- ið haldið mér hér í alla nótt ef ykkur sýnist svo: ég skipti ekki um skoðun. Það er eins gott.að þið ýitið^ það strax. Herra Popesgrove reyndi aft- ur. — Auðvitað verðið þér að fylgja samvizka yðar, ungfrú Atkins. Það væri alrangt ef ein- hver hér gerði eitthvað annað. En þar sem við hin virðumst hafa komizt að annarri niður- stöðu, viljið þér þá ekki fara aftur í gegnum allt málið og athuga hvort þér viljið ekki end- urskoða afstöðu yðar? Hann endurtók megnið af því sem hann hafði sagt við frú Morris, reyndi að leggja áherzlu á það sem hann áleit að gæti haft áhrif á Viktoríu. Frammi- staða hans var lélegri en áður, vegna þess að hann hafði enga hugmynd um hvað það væri helzt. Hún hlustaði þegjandi á hann. Síðan sagði hún: — Ég veit þetta allt. Það skipt- ir engu máli. Konan er sek. Það er alveg tilgangslaust fyrir yður að halda áfram að tala yfir mér, 'bætti hún við hlj-ómkntsri röddu. — Ég veit það. Þögnin sem þessu fylgdi var rofin af Eðvarði Bryan. Honum gramdist yfirlætið sem lýsti sér í síöustu setningunni. Átti þessi eina kona að standa i veginum? Og' vogaði þessi kvenmaður sér að segja — Ég veit það? Aðeins hann, Eðvarð Bryan. gat vjtað. Hlnir gizkuðu á og fálmuðu sig áfram í blindni. Hvemig datt henni í hug að halda fram öðru eins? Hann leit á hana reiðilega, litlausum augum og talaði hörku- lega: — Hvað eigið þér við með þessu? Hvemig getið þér sagt annað eins? Hvað vitið þér um morð? Hvemig vitið þér (rödd hans var skerandi) hvað gæti rekið konu til að myrða og hvað gæti hindrað hana í þvi? Svarið þessu! Hann reis til hálfs uppúr sæti sínu og otaði að henni fingri. Hann var að fyllast reiði eins og áður fyrr, þegar hann var ekki búinn að sjá ljósið. En að þessu sinni var það ekki jarð- nesk og syndsamleg reiði: hann var að þjóna almættinu og mátti ekki láta glepja sig. Með ögn lægri en þó hörkulegri rödd end- urtók hann setninguna sem hon- um hafði virzt áhrifamikil þegar hann sagði hana fyrst: — Hvað vitið þér um morð? Viktoría tók sýnilega viðbragð. Hún lét fæst koma sér úr jafn- vægi, en þessi tryllti maður með starandi fiskaugun og óskiljan- legt trúarstaglið gerði hana hrædda. Hann sýndist hálfgeð- veikur og brjálæðingar fundu ýmislegt á sér af eðlisávísun. Og þama otaði hann að henni fingri og spurði hvað hún vissi um morð. Hann gat ekki vitað neitt. Þetta var allt svo löngu liðið. En ef hann gerði það nú! Það var aldrei að vita um brjálæð- inga. Viktorfa fann hvemig svit- inn spratt út á henni og hún óskaði þess eins að komast þurt sem skjótast. Hvaða máli skipti líka þessi kvensnift þegar allt kom til alls? Hún bar vasaklútirm upp að munninum og eftir andartak gat hún talað rólega. — Jæja. ég býst nú svo sem ekki við að ég viti neitt ef út í það er farið, sagði hún ólundar- lega. — Ég átti aðeins við — jæja, það gerir hvorki til né frá. Ef þið eruð öll sammála, þá skal ég ekki standa í vegi fyrir ykkur. — Þakka yður fyrir, ungfrú Atkins. Rödd herra Popesgroves var hátíðleg og lotningarfull. — Ég held við séum sammála. Er ekki svo? Má ég tilkynna að við höfum kveðið upp úrskurðinn Ekki sek? — Ekki sek, endurtóku kvið- dómendur með mismunandi raddhreim hver fyrír sig. FJÓRÐI HLUTI EFTIRSKRIFT — Leyfið mér að aka yður á hótelið yðar, sagði Sir Ikey við Rósalíu og hneigði sig geysidjúpt eins og venja hans var. — Og ég get kannski ekið þér eitthvað líka, Henderson? Herra Henderson þáði það þurrlega, en Rósalía brosti vandræðalega og það var aðeins að nokkru leyti uppgerð. — Það er mjög vingjamlegt af yður, Sir Isambard; eftir alla þessa fyrirhöfn og hafa í rauninni bjargað lífi mínu og ég svona erfið og ömurleg; það er vissu- lega meira en hægt er að ætlast til. En ef ég á að segja alveg eins og er, þá gerðist þetta allt svo snögglega þegar ég var tek- in og ég hef verið héma síðan, og ég veit satt að segja ekki hvert ég á að fara. Jafnvel þótt ég vildi fara aftur heim í húsið eftir allt sem á undan er gengið. sem ég get ekki hugsað mér, þá gæti ég ekki lagt af stað þangað á þessum tíma kvölds. — Við verðum að finna hótel handa yður, kæra frú. En það ;s frændi er búinn að þama í hálftíma. Hana, þarna loks á þjón. kallar hann Nú veit hann ekkert hvort hann ætlaði að kvarta ytir slæmrí þjónustu eða fá reikninginn. Ef þetta er ekki að vera utan 1-ið sig þá veit ó* eklri hvað það er. SKOTTA Mcr fannst alveg æðislega f ínn taktur í einum sálminum. Hvatning Bæjarstjóm Kópavogskaupstaðar, heitir á alla Kópavogsbúa að taka höndum saman um fegr- um og snyrtingu bæjarins. Sérstaklega er skor- að á eigendur fyrirtækja að taka sér til fyrir- myndar homlóð Nýbýlavegar og Reykjanes- brautar. Hreinsum lóðirnar, málnm húsin og girð- ingarnar. Til þess að auðvelda yður starfið verða vöra- bifreiðir bæjarins í ferðrnn næstu helgar. Vinsamlegast hafið samband við heilbrigðisfull- trúa í síma 41570 frá kl. 9.30—10.30 daglega, og óskið eftir akstri á úrgangi. Þá hefur Bæj- arstjóm gengizt fyrir því, að utanhússmálning verður seld með afslætti 1 málningarverzlunum í Kópavogi. Fegrum bæinn okkar, gerum hann að fyrirmynd fyrir 17. júní. Kópavogi í maí 1964. BÆJARSTJÓRINN. Keílavík Aff r §0 Keflavík Ny senaing karlmannaföt Ný efni — Allar stærðir. Fermingarföt, gott úrval. KAUPFELAG SUÐURNESIA. vefnaðarvörudeild. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagnaverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.