Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.05.1964, Blaðsíða 12
Beinn halli Bæjarútgerðarinnar nam 2.8 miljónum króna árið 1964 Misjafn aðbúnaður á vinnustöðum Það hefur lengi viljað við brenna að aðbúnaður að verkamönnum sem stunda byggingarvinnu hér í borg sé slæmur, vinnuskúrar litlir og lélegir og aðstaða til kaffidrykkju innanhúss á vinnustað víð- ast mjög slæm. Myndin sem hér fylgir er tekin fyrir skömmu inni í vinnuskúr við Armúla 10 og mun þetta vera einn af betri vinnuskúrum hér hvað stærð og gerð snertir. Þó sést það vel á mynd- inni að ekki er mikið borðrými til kaffidrykkju þarna inni en þó mun aðbúnaðurinn þarna vera eins og áður segir hátíð hjá því sem er víða annars staðar. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Sinfóníutónleikar / Háskóiabíói í dag Sinfóníuhljómsveit íslands efnir til tónleika í Háskóla- bíói fimmtudaginn 7. maí kl. 21. Stjórnandi er Igor Buketof en einleikari pólski fiðluleikarinn Wanda Wilkomirska. Á efnisskrá tónleikanna er Forleikur að Beatrice et Bene- dict eftir Berlioz. Fið'lukonsert Brahms, í D-dúr, Spurn- ingu ósvarað eftir Charles Ives og Sinfónía nr. 3 eftir Robert Ward. Þetta eru næstsíðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á þessu starfsári. Aðeins eitt af skipum útgerð- arinnar skilar reikningslegum hagnaði. Er það b.v. Ingólfur Amarson, og nemur hagnaður á rekstri hans 1,4 milj. kr. Þá er hagnaður af m.b. Leifi Eiríks- syni 204 þús. kr., af skre'ðar- verkun 334 þús. og af síldar- verkun 226 þús. kr. Tap á rekstri hinna skipanna er sem hér segir og hafa þá farið fram lögmætar afskriftir: Skúli Magnússon 1,8 milj., Hali- veig Fróðadóttir 3,1 milj., Jón þorláksson 239 þús., Þorsteinn Ingólfsson 3 milj. og 77 þús., Pétur Halldórsson 1 millj. 867 þús„ Þorkell Máni 3 milj og 295 þús., Þormóður Goði 3 milj. og 465 þús. Halli saltfiskverkunarstöðvar- innar nemur 342 þús. og Fisk- iðjuversins 67 þúsund kr. Gert er ráð fyrir að heildar- reikningar Bæjarútgerðarinriar verði lagðir fyrir næsta fund útgerðarráðsins. Tveim fjölbýlis- lóðum við Eliiða- vog úthiutað Borgarráð samþykkti á fundi sínum s.l. þriðjudag samkv. till. lóðanefndar úthlutun á 2 lóðum undir 8 hæða fjölbýlis- hús við Elliðavog. Samkv. þessu fá þeir Páll Friðriksson byggingameistari og Bjöm Emilsson tæknifræðingur Elliðavog 22—24, en Súð h. f. Austurstræti 14 (Kjartan Ól- afsson, byggingameistari og Ejöm Pétursson fasteignasali) fá lóðina Elliðavog 36—38. Á hvorri þessari lóð er gert ráð fyrir að reist verði 32—43 íbúðir eftir því hve stórar íbúð- imar eru. Pólski fiðluleikarinn Wanda Wilkomirska er fædd í Varsjá, og er af mjög þekktu tónlistar- fólki komin Hún hóf nám í fiðluleik, þegar hún var 5 ára að aldri og fyrsti kennari henn- ar var faðir hennar, sem er þekktur fiðluleikari. Hún var 7 ára, þegar hún lék í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum og 15 ára að aldri lék hún sem ein- leikari með hljómsveit. Wilkomirska hefur unnið til verðlauna í fjöldamörgum sam- keppnum í fiðluleik víðsvegar um heim, t.d. í Genf, Búdapest, Leipzig og víðar. Hin frægu Wieniawsky-verðlaun hlaut hún árið 1952. Wilkomirska hefur ferðast mjög víða og haldið sjálfstæða tónleika og leikið sem einleik- ari með hljómsveitum. Hún hefur leikið í Bandaríkjunum. Kanada, Israel, Japan, Rúss- landi og í nær öllum Evrópu- löndum. ísland er 26. landið sem hún heimsækir. Wilkom- irska hefur leikið einleik með hljómsveitum undir stjórn 121 hljómsveitarstjóra og meðal þeirra mætti nefna Kletzki, Klemperer, Hindemith, Sawall- isch og Guilini. Fjórða málverka- uppboð Kristjáns Málverkauppboð verður hald- ið í Breiðfirðingabúð á laugar- daginn kemur og er það fjórða listaverkauppboð Kristjáns Guðmundssonar. Þar verða seldar rúmlega 50 myndir, flest olíumálverk, eftir um 20 þekkta listamenn, þ.á.m. Kjarval og Jón Engilberts. Málverkin verða sýnd í sýn- ingarsal Málverkasölunnar að Týsgötu 1 í dag og á föstudag- inn kl. 2—6 e.h. Uppboðið hefst kl. 4. Myndlistar- sýning skól- anna vel sótt Sýníngu þeirri, sem haldin var £ Listamannaskálanum á myndlist bama og unglinga, lauk á sunnudagskvöldið 26. apríl. Að þessari sýningu stóðu fræðsluráð Reykjavíkur og Fé- lag íslenzkra myndlistarkennara. Á sýningunni voru 650 mynd- ir frá átján barna- og unglinga- skólum, þar af frá fimm skól- um utan af landi. Sýningin var mjög fjölsótt og komu þar alls 9350 gestir. Marg- ir kennarar í skólum borgarinn- ar fóru með nemendur sína til þess að skoða þessa fjölbreyttu sýningu. Föstudagskvöldið 24. apríl flutti Kurt Zier, skólastjóri Handíða- og myndlistaskólans erindi í Listamannaskálanum, nefndi hann það ,.Foreldrar sem myndlistakennarar” Ræddi hann um þróun bamateikninga frá fyrsta kroti bamsins til 7 ára aldurs. Einnig drap hann laus- lega á vandamál myndlistar- kennslu í barna og unglinga- skólum. Var erindið hið fróð- legasta. Daglega gæzlu á sýningunni önnuðust myndlistakennarar og nemendur þeirra. (Frá Fræðsluskrifstofu Rvík- ur). Sóley sprakk út Grímsey 6/5 — Tíunda apríl sprakk út sóley í Básalandi. Það er fyrir norðan heimskautsbaug. Slíkt muna menn ekki í annan tíma. Heldur þykir þó þurrt £ jarðveginum og háir það gróðr- inum. Snjór var vel þeginn fyrstu maídagana og verða eyja- skeggjar síður uppiskroppa með neyzluvatn í sumar, Sjávarafli liefur verið fremur tregur síðustu daga. Húseign auglýst til greiðslu á 9. OOOkr. ■ Borgarfógetaembættið í Reykjavík auglýsti í Morgun- blaðinu í fyrradag nauðungaruppboð á húseigninni nr. 103 við Suðurlandsbraut, eign Guðmundar Eyjólfssonar verkamanns, samkvæmt kröfu Búnaðarbanka Islands. ■ Krafa Búnaðarbankans snýst um greiðslu á 9.000 krónum, sem eru eftirstöðvar af víxli sem Jóhannes Lárus- son lögfræðingur keypti á sínum tíma af Guðmundi Eyj- ólfssyni en seldi síðan Búnaðarbankanum. Kærði Guð- mundur síðar út af þeim viðskiptum og taldi sig hafa sætt okurkjörum af hálfu lögfræðingsins, en réttarrann- sókn lauk með því að engin sönnunargögn voru talin iyrir hendi. ■ Uppboð það sem Búnaðarbankinn hefur krafizt til fullnaðargreiðslu á þessari skuld er auglýst kl. 3 á morgun. Tapið nam þó 15,1 ón kr. þegar 12,3 milj. kr. afskriftir höfðu verið færðar til útgjalda. • Aðalrekstrarreikningur Bæjarútgerðar Reykjavíkur var lagður fram á fundi út- gerðarráðs s.l. mánudag. Samkvæmt reikningunum nemur tap á rekstri Bæjar- útgeröarinnar á s.l. ári 2,8 milj. kr. sé ekki reiknað með afskriftum. • Sé reiknað með 12,3 milj. kr. afskriftum af eignum útgerðarinnar og þær færðar til útgjalda nemur tap á höfuðstóls- reikningi 15,1 milj kr. Hljómar þetta nafn í aflafréttum? Patreksfirði 6/5 — Héðinn Jónsson, skipstjóri á Dofra hef- ur nú verið ráðinn skipstjóri á aflaskipið Guðmund Þórðarson RE og verður með hann í sumar á síldarvertíðinni fyrir Norður- landi. Héðinn er hörkuduglegur aflamaður og er um þrítugt og fæddur hér á Patreksfirði. Haraldur Ágústsson, skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni RE er nú að kaupa nýtt skip ásamt Baldri Guðmundssyni, útgerðar- manni og er verið að smíða það núna í Framnesi í Noregi. Þetta nýja skip verður þrjú hundruð lestir að stærð og búið öllum nýtízku tækjum og er væntanlegt hingað til landsins í öndverðum ágústmánuði og fer þá þegar á síldveiðar fyrir Norð- urlandi. Það er búið að ákveða nafnið á skipinu og á það að heita Reykjaborgin. Togari með þessu nafni var skotinn niður í stríöinu. Þeir félagar eru þó ekkert hjátrúarfullir yfir þessari nafngift og áreiðanlega á þetta nafn eftir að hljóma £ aflafrétt- um með glæsibrag. Gamla skips- höfnin á Guðmundi Þórðarsyni RE fylgir skipstjóra sinum eft- ir á þessa nýju fleytu. Týndar og tröllum gefnar? Vopnafirði 6/5 — Fimm bátar hófu hákarlaveiðar í öndverðum marzmánuði og hafa þeir lagt fimmtán línur norður af Bjarn- arey og liggja þær stöðugt þar úti. Gæftaleysi hefur verið und- anfama níu daga vegna norð- austan áttar og eru menn hrædd- ir um að línumar séu týndar og tröllum gefnar. Hefur ekki ver- ið hægt að vitja þeirra. Veiði hefur verið misjöfn framan af og er Sigurfari afla- hæstur með átta fullorðna há- karla að verðmæti um sextíu þúsund krónur fullverkaðir. For- maður á Sigurfara heitir Albert Ólafsson. Næstur er trillan Dóri með fimm hákarla og eru hinir bát- amir með þetta einn og tvo eft- ir tímann. — D. V. Þar skeikar ekki degi Hálsahrcppi 6/5 — Við áttum stxitt spjall i dag við Jón H. Guðmundsson, bónda að Kolslæk i Hálsahreppi i Borgarfirði, og spurðum almæltra tiðinda af þessum slóðum. Jón flýði svall borgarinnar fyrir tæpu ári og hefur búið aleinn ásamt hundr- að kindum á þessum afskekkta bæ efst í Borgarfirði nær óbyggð- um. — Það vantar bæði kven- mann og kúna á bæinn, sagði Jón. — Ætlarðu að fá þér eina hol- lenzka? — Er það kvenmaður með Ieyfi? spurði Jón á móti. — Ja, stendur það til boða, kall minn? — Var ekki heldur cinmana- Iegt £ vetur? — Læt ég það vera, sagði Jón. Maður hefur íitvarpið og póg af góðum bókum til lestrar. — Er sauðburður byrjaður? — Þann fimmtánda, sagði Jón ákveðinn. — Ég hef þetta allt skráð í almanakinu og þar skeikar ekki degi. Bið að heilsa í bæinn. Gamlir og nýir Möðruvellir? Akureyri 6/5 — Nú er í at.hug- un að stofna héraðsskóla í Eyja- firði og hefur mönnum dottið í hug að endurvekja gamla frægð að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar er jarðhitasvæði skammt frá og staðurinn á gamla frægð sem skólasetur. Skólar gagnfræðastigsins á Ak- ureyri gera nú ekki betur en fullnægja þörfum kaupstaðarins og er sveitaæskan í Eyjafirði eiginlega á hrakhólum í þessum efnum. Þannig verður væntanlega hægt að tala um gamla og nýja Möðruvellinga í náinni framtíð. Hætt er við, að ólíkur svipur verði á þessum tveimur kynsljóð- um. Annarsvegar hin fomfræga aldamótakjmslóð og hinsvegar hin nýja alúmíníumkynslóð. ' M Onnur vatnsmesta holan ólafsfirði 6/5 — Hitavcitan í Ólafsfirði hefur reynzt með á- gætum og er nú komið á dag- inn, að þetta er önnur vatns- mesta holan á landinu, sem Norðurlandsborinn boraði á sín- um tíma. Fyrst runnu um fjöru- tíu sekúndulítrar úr holunni, en núna renna um þrjátíu sekúndu- lítrar stöðugt inn í hitaveitu- kerfið. Vatnið er um fimmtíu stiga heitt, þegar það rennur í húsin, en útrennslið er um þrjá- tíu og fimm stiga heitt. Þá er aðstaða til gróðurhúsaræktunar á jörð frammi í sveitinni og er ætlunin að hugsa til fram- kvæmda í þeim efnum í náinni framtíð. Góð uppeldisstöð fyrir presta Vatnsleysu 6/5 — Prestssetrið að Hálsi hér í sveit hefur staðið í eyði í vetur. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson flutti þaðan í haust til að sálbæta Reykvík- inga. í seinni tíð hefur Fnjóska- dalur verið einskonar uppeldis- stöð fyrir presta. Það er allar götur síðan Sr. Ásmundur heit- inn Gíslason hætti hér prest- skap. Hér hafa dvalið síðan sr. Helgi Sveinsson, nú sunnanlands, sr. Sigurður á Isafirði. sr. Árelíus og sr. Sigurður Haukur, nú báð- ir við sama söfnuðinn í Reykja- vík. Ættu ekki að dyljast þar á- hrifin frá hinu fnjóskdælska uppeldi. Þá þjónuðu hér í nokk- ur ár sr. Björn O. Bjömsson, þá orðinn vel fullorðinn og fastmót- aður. Varð þó hér innblásinn friðarsinni og hóf baráttu gegn helsprengjunni. 1 tíð sr. Bjöms á Hálsi urðu miklar umbætur á staðnum. Þar á meðal byggt íbúðarhús, fjós og hlaða. í tíð sr. Sigurðar Hauks héldu umbætur áfram og byggði hann fjárhús og hlöðu og mikið ræktað. Jörðin er í miðri sveit og virð- ist ekki óálitlegt að búa þama. Sr. Jón Bjarman í Laufási hefur þjónað þessu prestakalli í vetur og hefur vonandi haft gott af. Um Fnjóskdælinga er það að segja að þeir em þetta alltaf eins. — O. L. » l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.