Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. maí 1964 HðÐVlLJINN SIÐA 7 LFrsula Brauner heitir þessi unga stúlka og hún er hér önnum katin við að mála karlinn sinn. Hann er búinn til úr Iími og dagblöðum og væri synd að segja að hann væri beinlínis smá- h-íður. úr pappamassa. Iíarfan er máluð í skrautlegum iitum cn því miður vitum við ckki nákvæmlega hvert verður hennar hlutverk í framtíðinni. KVENFÓLK SAUTJÁN TIL SJÖTÍU ÁRA Á NÁMSKEIÐI ur góð ráð viðvíkjandi málningunni. Ódýr efniviður F'kki alls fyrir löngu lögðum við leið okkar í Fóstruskólann við Fríkirkjuveg. Þar hafa und* anfarna tvo mánuði farið fram námskeið fyrir fóstr- ur starfsstúlkur og gæzlukonur á dagheimilum og barnaheimilum. Veg og vanda af þessu námskeiði ber frú Guðrún Briem Hilt en það er haldið á veg- um Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Barna- vinafélagsins Sumargjafar. Þegar við komum inn Frá 17 til 70 ára Málað með puttunum f Tti í horni situr ung stúlka og undrandi horfum við á hana hella slurk úr nokkrum málningar- dósum á stórt pappaspjald. Síðan sullar hún í öllu saman með puttunum og klínir málningunni yfir allt spjaldið. Hvað ert þú að gera? spyrjum við furðu lostin. — Stúlkan sendir okkur sitt blíðasta bros og svar- ar. Ég er að mála með fingrunum. — Þetta verður að líkindum ekki ódauðlegt listaverk, en kannski eitthvað í áttina! Stúlkan kveðst heita Lára Har- aldsdóttir og hafa unnið í Hagaborg í eitt og hólft ár og una sér þar hið bezta. Ert þú að hugsa um að fara í Fóstruskólann? Nei, ætli það geti nú orð- ið á næstunni, fjárhagurinn leyfir ekki slíkt. Það er annað en gaman að sitja tæp tvö ár á skólabekk án þess að geta unnið. En ég hefði ekki fyrir nokk- urn mun viljað missa af þessu námskeiði, segir Lára og um það eru allar stúlkurnar sammála. í skólann heyrðum við hlátrasköll og óm af glaðvær- um samræðum og gengum á hljóðið. í einni stof- unni sátu 10 til 15 stúlkur og í kringum þær ægði saman allskonar drasli, skeljum, þangi smástein- um, eldspýtum, hefilspónum, málningarpenslum og dósum, pappaspjöldum o.fl. o.fl. Þegar við gættum betur að sáum við að stúlkurar voru önnum kafn- ar við að skapa ýmsa skrítna og skemmtilega hluti úr þessum efnivið. Myndirnar tók ljósm. Þjóðv. Ari Kárason. líið snerum okkur að leiðbeinandanum, Guðrúnu * Briem Hilt og spurðum hana um námskeiðið. — Guðrún sagði okkur að námskeiðið sæktu um 140 konur á aldrinum 17 ára til sjötugs. Þessum hóp væri síðan skipt niður í flokka og væru yfirleitt 20 stúlkur í hverjum flokk. Skiptist námskeiðið niður í verklegt nám og fyrirlestra. Fyrirlestrarn- ir fjalla um ýmis efni svo sem leikföng, spil, gildi föndurs, barnasálarfræði, barnasjúkdóma, vangef- in og seinþroska börn, umferðarreglur, barnavernd- armál, bókaval o.fl. o.fl. í kvöld eru stúlkurnar í verklegu námi og eins og þið sjáið er það sitt af hverju sem við fáumst við. Hér eiga stúlkurnar að læra alls konar föndur, látbragðsleik, barnasöngva og ævintýrafrásagnir, í því markmiði auðvitað að kenna það síðan börn- unum. Það er um að gera að skapa bömunum frjálslegt og heilbrigt athafnasvið. Sköpunarþrá þeirra verður að fá útrás. Efnið sem notað er í föndurvinnuna er mjög ódýrt. Úr pappakassa, spýtu- kubbum, steinum og öðru slíku má búa til skemmti- lega hluti, en fólk verður líka að hafa svolítið hug- myndaflug. Lára Haraldsdóttir málar með puttunum á pappírinn — ekki listaverk og þó. Leikföng Prú Guðrún Briem Hilt hefur um árabil verið bú- sett í Noregi og þar veitir hún forstöðu fyrir- tæki sem nefnist „Riktige leker“ og hefur það mark- mið að útvega hentug leikföng fyrir börn og efni- við í föndur og góð barnahúsgögn. Einnig kennir hún föndur við fóstruskólann í Osló. Við gripum tækifærið og spurðum hana hvað henni fyndist um íslenzk leikföng. Guðrún sagði leikföngin bæði hér og erlendis vera of einhliða og yfirleitt of fín og lítið hugsað um hið uppeldislega gildi sem leikföng ættu að hafa. Börn verða að fá svigrúm og athafnafrelsi sagði Guðrún og það blessast ekki að hafa heimilin svo fín, að börnin geti helzt adlrei hreyft sig innan dyra. Engar óþarfa vangaveltur /^uðrún hefur í mörg horn að líta, stúlkurnar kalla v á hana til að fá ráðleggingar og hún leysir greið- lega úr öllum vanda. — Annað slagið hvetur hún stúlkumar til að vera ekki alltof vandvirkar. — Svona stúlkur mínar, segir hún, verið þið nú ekki að dedúa alltof mikið við þetta, það eru næg verk- efni fyrir höndum. Látið þið bara flakka það sem ykkur fyrst dettur í hug að gera. Reynið að líkjast bömunum í þessu tilliti þau eru ekki með óþarfa vangaveltur yfir svona hlutum. Við eitt borðið hefjast nú ákafar samræður um spýtukubb. Niðurstaðan verður sú að spýtan var dæmd alltof löng til að geta komið að tilætluðum notum. Ein stúlkan gerir sér lítið fyrir og setur spýtuna á borð, sezt síðan kirfilega ofan á annan enda hennar og sagar af hinum endanum af mikl- um vígamóð. Við horfum öll með aðdáun á aðfar- irnar. Og þegar stúlkan sigri hrósandi hélt á ná- kvæmlega hæfilega löngum spýtukubb, sögðu stúlk- umar — Þama sjáið þið! Við getum sannarlega bjargað okkur án karlmanna hér. Sýning í lok námskeiðsins A ð lokum sagði Guðrún að hún væri mjög ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til að koma til ís- lands og dvelja hér þennan tíma. Samstarfið við stúlkurnar væri sérstaklega ánægjulegt og þær all- ar áhugasamar. Þegar námskeiðinu lýkur eftir mán- uð, höfum við ráðgert að halda sýningu á handa- vinnu stúlknanna og auk þess verða sýnd leikföng og barnabækur. Við vonumst til að sjá ykkur þá, sagði Guðrún að síðustu brosandi. Frú Guðrún Briem Hilt leiðbeinir einum nemandanum. Stúlkan var svo áhugasöni við skeljarnar og þangið að hún fékkst ekki með nokkru móti til að líta á ljósmyndarann. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.