Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. mai 1964 HöÐTOinra SfÐA 3 Indverjar mótmœla bandarí skri íhlutun : '■■■ : í Kvennaskólanum í Reykja- vík var slitii 23. maí sJs búiiuarískar í'yrirætlanir um ad staösetja mikla flotadeild í Indlandshafi liafa vakið ugg og óró í mörgum löndum Asíu, einnig Indlandi. í New Dehli, höfuðborg Jandsins, héldu mörg þúsund manna í mótmælagöngu til bandaríska sendiráðsins og báru m.a, borða, sem á var letrað: „Bandaríkja- menn! Haldið herflota ykkar utan við Indlandshaf". Harðvítugar deilur í sænska þinginu um Wennerström STOKKHÓLMI 28/5 Ríkisstjórn og stjórnarandstæðingum í þinginu lenti á fimmtudag sam- an í cinhverri hörðustu deilu, sem orðið hefur í mörg ár. vandinn að vera klókur eítir á og lögðu áherzlu á það, að grunurinn gegn Wennerström hafi verið harla óljós og laus í reipum allt til fáum vikum áður en hann var gripinn, 20. júní í fyrra. Það voru aðallega þeir Tage Erlander, forssetisráðherra, og fyrrverandi utanrikisráðherra, östen Undén, sem héldu uppi vörnum fyrir rikisstjórnina. For- menn borgaraflokkanna sottu hinsvegar að stjórninni. Eitt helzta ákæruefni stjórn- arandstöðunnar var það, að Wennerström skyldi fá mikil- væga stöðu í utanríkisþjónust- unni eftir að lögreglan tók að hafa á honum gætur, Stjórnin svaraði því til, að grunur sá, er á því stigi málsins hafi leik- ið á ofurstanum, hafi verið svo veikur, að það hefði verið brot á öllum almennism mannrétt- indum að meina honum stöðuna. Verkamannaflokk- urínn viHþjóðnýtingu BLACKPOOL 8/5 — Anthony Greenwood, einn af leiðtogum enska Verkamannaflokksins. lét Wennerström ofursti Borgaraflokkarnir héldu því fram, að ríkisstjórnin liefði gert sig seka um alvarlega van- rækslu og vanmat og yrði því að bera ábyrgðina á því að Stig Wenncrström, ofursti, gat njósn- að eins og raun bar vitni. Stjórnarliðar héldu því hins- vegar fram, að hægastur væri Fellibylur í Hongkong HONGKONG 28/5 — Mikill fellibylur, sem nefndur er Fjóla, hefur geysað í dag og gert mik- inn usla j Hongkong. Mikinn fjölda skipa sleit upp úr höfn- inni o.g rak til hafs, allt er á ringulreið í borginni og ómögu- legt að gera sér grein fyrir því, hve mikið tjónið er. Bandaríska leikkonan Judy Garland var stödd í Hnnnkong og hefur hún verið lö"5 ;nn á sjúkrahús með taugaáfall. Ekkert að athuga við könnunarflug LONDON og VIENTIANE 28/5 — Enska stjórnin neitaði í dag að fallast á það sjónarmið Sov- étstjórnarinnar, að „könnunar- flug“ Bandaríkjamanna í Laos sé brot á Genfarsáttmálanum frá 1962. í yfirlýsingu enska ut- anrikisráðuneytisins segir, að þegar Bandaríkjamenn beiti slíku könnunarflugi sé það bein afleiðing af árásum hinna kommúnistísku hersveita Pathet Lao og andsnúinni afstöðu þeirra til alþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar í landinu. Liðþjálfi tekinn könduni á Kýpur NICOSIA 28/5 — Á fimmtudag handtó.k lögreglan á Kýpur enskan liðþjálfa, sem neitað hafði að láta af hendi viss skjöl. Telur lögreglan að skjöl þessi geti haft þýðingu i sambandi við mál enskra hjóna á eynni, sem tekin voru höndum i gær grunuð um vopnasmyel til tyrk- neskra manna á eynni. Þá voru víða farnar mót- mælagöngur á eynni á fimmtu- dag. Voru það griskumælandi eyjarskeggjar sem lýstu andúð sinni á Englendingum. svo ummælt í ræðu í dag, að ef Verkamannaflokkurinn myndi stjórn eftir næstu kosningar, muni hann þjóðnýta járn- og stáliðnaðinn i landinu. Sé þetta nauðsynlegt þar eð hér sé um að ræða mjög mikilvægan iðnað sem fjöldi annarra iðngreina sé háður. Eins og málum sé nú háttað, sé þessi iðnaður einok- aður af fáum aðilum og hafi þetta m.a. haft í för með sér, að þessi iðnaður hafi litlum framförum tekið miðað við önn- ur lönd. Það var á landsþingi enskra jám- og stáliðnaðarmanna, sem Greenwood lýsti þessu yfir. Gervihnöttur á loft í gærdag KENNEDYHÖFÐA 28/5 Banda- rískir vísindamenn skutu í dag á loft gervihnetti frá Kennedy- höfða, og hefur hann hlotið nafnið Apollo. Gekk það allt samkvæmt áætlun að koma gervihnettinum á loft, og er hann nú kominn á braut um- hverfis jörðu. 1 sólskini mun gervihnötturinn auðveldlega sjást frá jörðu. Gervihnettinum var skotið á loft með eldflaug af Satúrn-gerð, Er þetta sjötta tilraunin sem heppnast Bandaríkjamönnum með þessa gerð eldflauga. Apollo er ætlað að safna ýmsum upplýs- ingum um háloftin til undir- búnings mönnuðu geimfari. Kvennaskólanum í Reykja- vík var slitið 23. maí s.l. að við- stöddu fjölmenni. Forstöðukona skóians, frú Guðrún P. Helgadóttir, minnt- ist í upphafi tveggja látinna kennara, þeirra frú Sigurlaugar E narsdóttur og frk. Jórunnar Þórðardóttur. sem báðar höfðu -itarfað sem handavinnukennar- ar við skólann. Þar næst gerði forstöðukona grein fyrir starfsemi skólans betta skólaárið og skýrði frá úr- J.itum vorprófa. 235 námsmeyjar '.ettust í skólann í haust. en 53 'úlkur brautskráðust úr skól- num að þessu sinni. Hæstu :nkunn í bóklegum greinum á kaprófi hlaut Sigrún Einars- 'óttir, námsmær i 4. bekk Z, 9,10. í 3. bekk hlaut Nína Magn- úsdóttir hæstu einkunn, 8,64, i 2. bekk Guðrún Erlendsdóttir, 9,28 og í 1. bekk urðu þær jafn- háar Bergljót Kristjánsdóttir 1. bekk C og Elísabet Baldvins- dóttir 1 bekk Z. en þær hlutu einkunnina 9.21. Miðskólaprófi luku 35 stúlkur, 64 unglinga- prófi og 62 luku prófi upp í 2. bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja var haldin í skólanum um hvíta- sunnuna. Þá minntist forstöðukona á gjöf, sem skólanum hafdi borizt frá Ingunni Sveinsdóttur á Aki'anesi, en 60 ár eru liðin frá því að frú Ingunn braut- skráðist úr Kvennaskólanum, og fylgdu gjöfinni blessunarósk- ir skólanum til handa, Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna sem brautskráðust fyr- ir 50 árum, mælti frú Matthild- ur Kjartansdóttir. Færðu þær skólanum bókagjöf í safn skól- ans, og frú Matthildur mælti hvatningarorð til ungu stúlkn- anna, sem voru að ljúka námi. Frú Rúna Guðmundsdóttir mælti fyrir hönd þeirra, sem brautskráðust fyrir 20 árum, og frú Regína Birkis, er jafnfrmt er formaður Nemendasambands Kvennaskólans, mælti fyrir hönd námsmeyja, sem brautskráðust fyrir 10 árum. Einnig voru mættar námsmeyjar, sem braut- skráðust fyrir 5 árum. Fulltrú- ar afmælisárganganna færðu skólanum vinargjafir og óskuðu skóla sínum alls góðs. Skólan- um bárust skeyti og blóm og gjafir í Systrasjóð, en úr þeim sjóði eru veittir styrkir til efna- lítilla námsmeyja. Þakkaði forstöðukona eldri nemendum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum, og kvað skól- anum og hinum ungu náms- Rusk heldur róðstefnu W ASHINGTON 28/5 — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur stefnt til fundar við sig í Honolulu á sunnudag sendiherrum Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu. Verða þar mættir m.a. Henry Cabot Lodge, sendiherra í Suður-Vietnam, Martin, sendiherra í Thailandi, William Bundy, sem er einn helzti sérfræðingur Bandarikja- stjórnar í málefnum Suðaustur- Asíu, og sendifulltrúinn í La- os. Verða á ráðstefnu þessari rædd þau vandkvæði, er nú steðja að Bandaríkjunum á þessum slóðum. meyjum mikinn styrk að vin- áttu þeirra, og hún væri þeim öllum hvatning. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningar- sjóði frú Thoru Melsted hlaut. Sigrún Einarsdóttir, 4 bekk Z. og Jóhanna Ragnarsdóttir. 4. bekk Z hlaut einnig verðlaun fyrir ágætan námsárangur við bóklegt nám. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fatasaumi voru veitt úr Verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verð- laun hlaut Jóhanna Ingólfsdótt- ir. 4. bekk Z. Verðlaun úr Thomsenssjóði fyrir beztan á- rangur í útsaumi hlaut Ingi- björg Kaldal, 2 bekk Z. Þá voru veitt bókaverðlaun fyrir beztu íslenzku prófritgerðina, en það var saga Jóns Jóhannessonar. Þau verðlaun hlaut Valgerður Þorsteinsdóttir frá Daðastöðum. Þá gaf þýzka sendiráðið verð- laun fyrir góða frammistöðu í þýzkunámi. Þau verðlaun hlaut Sigrún Einarsdóttir 4 bekk Z. Námsstyrkjum hafði verið út- hlutað í lok skólaársins til efna- lítilla námsmeyja, úr Systra- sjóði 20,500,00 kr. og úr Styrkt- arsjóði hjónanna Páls og Thoru Melsted 2,500,00 kr.. alls 23 þús. kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar sem brautskráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi ár- um. Ákallar Sovét VIENTIANE 28/5 — Súvanna- fúma, leiðtogi hlutleysissinna i Laos, hefur farið þess á leit við Sovétstjórnina, að hún láti vopn í té til þess að stöðva fram- sókn. Pathet Lao. Assosiated Press fréttastofan segir litlar Iíkur taldar á því, að Sovét- stjórnin verði við þessum til- mælum. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Sel|‘um farseðla með fiugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ SVIM ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. VINNUFA T*°ÚDIN Laugavegi 76 GALLABUXUR , 6 kr. 130,00 8 kr. 135,00 10 kr. 140,00 12 kr. 145,00 14 kr. 150,00 16 kr. 160,00 VINNUFA TAr’DIN Laugavegi 76

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.