Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 6
HAPPDRÆTTIÞJODVILJANS II. flokkur - 6 vinningar: Trabanf - 4 ferðir - Ferðaútbún- aður fyrir 15 þúsundi krónur - Verðmœti vinninga krónur 166.000 - Dregið í þessum flokki HÞ 5. júli 1964 TRABANT er mikið eftirspurður hér á landi og þykir hafa um smábílum. 1. VINNINGUR: TRABANT (sta'tion gerð) Vin- sæl, sparneytin 4ra manna bifreið. — Ör- ugg varahlutaþjónusta og verkstæði. Bíllinn flesta þá eiginleika sem krafizt er af slík- 4 FERÐIR 2. VINNINGUR ER FERÐ: REYKJAVÍK — LONDON — VÍN — DÓNÁ — YALTA. — 18 DAGA FERÐ Farið verður 10. ágúst frá Reykjavík til London og kom- ið þangað að kvöldi. Dvalizt verður á fyrsta flokks hóteli yfir nóttina og farið daginn eftir til Vínar kl. 4 e.h., þann dag verður lagt upp í ferð með fljótaskipinu Amur eða Dunai, sem ganga írá Vín til Izmail við Svartahaf. Þetta eru 1. flokks fljótaskip með hljómlistarsölum, veitingasölum, loftkælikerfi og sólbaðsstöðum á dekki. 1. fl. þjónusta og farþegaklefar. Siglt verður í gegnum 5 þjóðlönd og komið við í eftirtöldum borgum: Bratislava, Budapest, Novi Sad, Belgrad, T. Sverin Lom, Ruse, Giurgiu, Galati og Izmail. Stoppað verður í þess- um borgum og geta farþegar skotizt í smáferðir í umhverfið gegn aukagjaldi. Til Izmail verður komið þann 16. ágúst, en þá verður stigið á skipsfjöl á Osetja, sem siglir yfir Svartahaf til Yalta, en þangað er komið að morgni þess 17. ágúst. Þann dag verður skoðað umhverfi Yalta svo sem Alupka, Livadija og Nikitsky-garðurinn, en auk þess verður farið á baðströnd- ina og siglt á hraðbátum á sjó út. Alls konar skemmtanir verða á skipunum á kvöldin og er allt innifalið i ferðagjald- Ferðaútbúnaður fyrír 15 þús. kr. inu. Frá Yalta verður síðan farið með sama skipi til Izmail og aftur upp eftir Dóná til Vínar. Þangað verður komið þann 24. ágúst, en þar verður stoppað í 1—2 daga og flogið þaðan til London og stoppað þar til föstudagsins 28. ágúst, en þá verður flogið heim til Reykjavikur með viðkomu í Glasgow. Þetta er ferð með viðkomu í 8 löndum. — Stórkostlega glæsi- leg ferð. 3. VINNINGUR VERÐUR FERÐ: REYKJAVÍK — KAUP- MANNAHÖFN — CONSTANSA f RÚMENÍU — 18 daga FERÐ Flogið verður laugardaginn 21. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalið þar til 23., en þá verður flogið þaðan með nýtizku flugvélum, og eftir 3ja tima flug lent í Constanza í Rúmeníu, gömlum og fallegum hafnarbæ við Svartahaf. En þaðan verð- ur ekið beint að Hótel Ovidiu sem liggur við Svartahaf og er staðsett í hinum fræga baðstað sem nefndur er Mamaia. Þar verður dvalizt við hina frægu sandströnd, sem fræg er um heim allan, en þar eru taldir vera að jafnaði 300 sólar- dagar á ári. Þaðan er hægt að ferðast til ýmissa nærliggjandi staða gegn aukagjaldi, svo sem Istanbul í Tyrklandi, Búkar- est, Odessa, Dónár-hólmanna, veiðiferðir um Svartahaf, svo eitthvað sé nefnt, en á þessum fræga baðstað er einnig margt um að vera sem prýða má slíka staði, þannig, að dvölin verð- ur ánægjuleg öllum sem þar gista. Að 14 dögum liðnum, eða 6. september, verður flogið aftur til Kaupmannahafnar og til Reykjavíkur daginn eftir þann 7. september. 4. VINNINGUR VERÐUR FERÐ; REYKJAVÍK — KAUP- MANNAHÖFN — BUDAPEST — BALATON- VATN I UNGVERJALANDI. — 18 DAGA FERÐ Farið verður til Kaupmanna-hafnar laugardaginn þann 17. júlí og dvalizt þar til 20. júlí, en þá verður flogið með flug- vél frá ungverska flugfélaginu Malev til Budapest. En þaðan verður ekið í ferðabílum til hótels í Siofolk við Balaton- vatn, en þar verður dvalizt í 10 daga á bráðfallegri 10 km. langri baðströnd, en hótelin eru fárra mínútna gang frá ströndinni. Þar, eins og víðast annars staðar við baðstrendur, eru ýmsar skemmtanir, siglingar á vatninu o.s.frv. Þaðan verð EEYKJAVIK L0ND0N VfiC—. BRATISSLAVA ¥íw%«UBDDAPEST NOVISAD I TBEIN ^SEVERIN \hELGRADT~*^-*6 \V^ L0U EDSE Tgalatíí^alta IDRGID ur farið til Budapest og dvalizt þar í 3 daga á höteli á hinni frægu Margrétarey, en á meðan verður farið í ýmsar styttri ferðir um Budapest. Sunnudaginn 2. ágúst verður flogið aft- ur til Kaupmannahafnar og daginn eftir heim til Reykjavjkur. 5. VINNINGUR ER FERÐ: REYKJAVÍK — MUNCHEN — JÚGÓSLAVÍA. — 21 DAGS FERÐ Flogið til Luxemborgar þann 5. sept. og næsta dag til Munchen og verið þar næstu nótt. Mánud. 7. sept verður stigið upp. í langferðabíl og hefst þar með 14 daga ferðalag suður til Júgóslavíu. Farið verður í gegnum Salzburg til Vill- ach og gist þar en síðan suður Karavankefjöll og Podkoren- skarðið til hins fræga Alpavants Bled. Þaðan verður farið gegnum Bosniu með viðkomu í Banja Luka, Jajce til Sarajevo en þar verður dvalið á þriðja degi. Frá Sarajevo verður farið meðfram Neretaánni til Mostar og að lokum til Dubrovnik (Perlu Adríahafsins). Þar verður dvalið í 4 daga, farið i stuttar ferðir um nágrennið og verið á baðströndinni. Farið verður í styttri ferðir til Kotorflóa, Lovcenfjalls, Spliteyju, skoðað verður Salona, Plitvicevatnið og að lokum hinir frægu Postojnahellar. Frá Split verður farið til Zafar, Opatija, Bled, Gastein og til Munchen verður komið á 15. degi, þann 21. september kl. 7 um morgun, en þá verður farið til Luxem- borgar og heim með flugvél þann 24. eða 25. september. 6. VINNINGUR ER FERÐAÚTBÚNAÐUR FYRIR 15 ÞÚSUND KRÓNUR. (Tjald, svcfnpoki, ferðaprimus o.fl.) AFGREIÐSLA HAPPDRÆTTISINS Týsgata 3 — Reykjavík — Sími 17514.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (06.06.1964)
https://timarit.is/issue/217995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (06.06.1964)

Aðgerðir: