Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞTðÐVTLTlNH Eaegardagur 6. fúní 1364 Þið stúdentsárin æsltuglöð EFTIR HANS SCHERFIG honum, svo að það verður ekki neitt úr neinu. Fólk er hraett um að hann meiði sig eða kvefist þennan tima sem það ber ábyrgðina á honum. En hann lærir þó sitt af hverju um lífið á þessum stóra búgarði. Hann talar við ráðsmanninn og garðyrkjumann- inn og smiðinn. Og stundum við einhvem búfræðilaerlinganna. Og hann kemst að raun um að lær- lingamir eru fínni en vinnu- mennimir, en vinnumennimir fá laun. Og að lærlingar og vinnu- menn eiga að borða makarín- samlokur sínar sitt í hvoru her- bergi, annars verða lærfingarnir móðgaðir. Og neðar öllum öðr- um eru pólsku verkamennimir, sem búa í skúr langt frá hinum og er stjómað af sérstökum eftir- litsmanni. Og pólakkar eru ekki manneskjur í raun og veru, heldur eins konar húsdýr, sem ráðsmaðurinn verður að hvetja með lurk sínum. Og Eiríkur verður hraustur og útitekinn og þyngist. Því að hjá frændanum er nóg af rjóma og eggjum og kjúklingum og jarðarberjum og dæmalaust Ijúf- fengum heimabökuðum kökúm. Og hann er veginn með stuttu millibili, svo að hægt sé að til- kynna foreldrum hans þyngdar- aukninguna í bréfum. Drengimir úr bekknum dreif- ast um allt landið. Þeir eru á Skaga og við Blávatn og á bóndabæjum hjá frændfólki og á gistiheimilum og leiguhúsum oe eigin sumarbústöðum. En Mogensen póstfulltrúi með bömin sín mörgu er kyrr í Willemoesgötu. Hann er veikur og taugaóstyrkur og trúaður og það er beðin borðbæn yfir kjöt- bollunum og sætsúpunni. Á HÁRGREIÐSLAN HáreTeMsín og snyrtlstofa STKTNTI oe OÖT>í> Laneaven 18 m 0. Oyftal SfMT 24616. P B R M A Garðsenda 21 SÍMl S3968. Hárgrelðsln- ob snyrtlstofa. * Dðmtir' Hártrreiðsla -dfl allra hæfl. TJARNARSTOFAN Tiamarcötn 10. Vonarstraetis- meeín. — SfMI 14662. HARGRETÐSLOSTOFA ACSTURBÆJAR (Maria Gnðmnndsdóttir) Langavegi 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa ó sama stað - sunnudögum á öll fjölskyldan að fara í kirkju. En í leyfinu mega bömin vera að því að ganga út á Löngulínu. þar sem þau geta fengið nóg af fersku lofti og safnað kröftum fyrir lesturinn næsta vetur. Og seinna mun Mikael segja, að harm hafi and- styggð á sveitaveru, og til allrar hamingju dveljist fjölskylda hans í borginni eins og siðuðu fólki sæmi. Nörregaard-Olsen er í sumar- búðum grænu KFUM-skátanna. Og á hverjum morgni er fáninn dreginn að hún og það er blásið í lúður. Og ungur og stæltur presfcur heldur morgunandakt og bæn með drengjunum áður en fjörugt og heilsusamlegt útilíf dagsins byrjar. 22 Frúin í Landamerkinu saknar viðskiptavinanna úr skólanum. ístímabilið er hafið, en það er ekki eins kátt og fjörugt í sjopp- unni hennar. — Það er svo gam- an að strákunum þegar þeir eru að segja frá kennurum sínum. Það hljóta að vera undariegir afglapar; sem fá að ganga laus- ir í þessum skóla og lemja dreng- ina. Það 'er~alveg furðulegt að þeim skuli líðast að lumbra svona á bömum betri borgara. Maður sárvorkennir þessum stráklingum, sem þurfa að læra öll þessi ósköp. Frúin er sver og mikil og með litað hár og ekkert nema gæðin. Og hún er ófeimin við að stinga ókeypis fspinna að litlu, krypl- uðu krökkunum f hverfinu. Svarta Höndin hefur þurft að draga úr hinni þjóðhættulegu starfsemi sinni. Ritarinn einn er á sveimi með skuggalega þanka. áætlanir. Félagsblaðið „Leynd- ardómur" kemur ekki lengur út og framhaldssagan heldur ekki lengur áfram. En yfimefndin skiptist á bréfum í leyfinu og bréfin eru skrifuð með hinu leynilega talnamáii. Það er mikið verk að skrifa og lesa slfkt bréf. Og sérhvert bréf er skrifað með rauðu bleki og inn- siglað með stórum, rauðum lakkinnsiglum og svörtum fingra- förum. Hurrycanefjölskyldan fer stöku sinnum upp til Hornbekk á sunnudögum og drekkur te á svölunum og horfir á baðlífið. Og forstjórinn hellir sér yfir þjóninn, vegna þess að teið er lélegt og ódrekkandi fyrir fólk sem er betra vant. — A þetta að heita te, maður minn? — Og Jörgen er feiminn og vandræða- legur, þegar faðir hans skamm- ast við þjóninn. En nú getur Hurrycanefjöl- skyldan sagt. að hún hafi verið í Hombæk um sumarið. — Þú skalt bara segja það, Jörgen minn, ef einhver af bekkjar- bræðrunum spyr þig. — Við vorum í Hombæk eins og vana- lega. Foreldrar mínir eru svo hrifnir af þeim stað. — — En næsta ár, ef fyrirtækið getur án mfn verið, þá förum við til Skotlands, segir Hurry- cane forstjóri. — Þá getið þið fengið að sjá golfvelli sem segja sex! Hvergi er annað eins golf og í Skotlandi. Það er nóg land- rými fyrir þess háttar. Og í Skotlandi kunna þeir að búa til te sem hægt er að drekka. Bíðið þið bara þangað til næsta sum- ar. — Fyrir Tygesen er sumarleyfið dálítið ömurlegt. Alltaf er verið að vitna í hið lélega próf. Og rifja upp þá niðuriægingu sem faðir hans varð að þola, þegar rektor nefndi nafn hans og gat þess að hann væri á mörkum þess að vera hæfur til að flytj- ast upp í fjórða bekk. Og faðir Thygesen hefur meira að segja sjálfur verið nemandi í þessum fræga skóla! En hann var alltaf iðinn og gáfaður og með þeim efstu í sínum bekk. — En þú ert háifviti og letiblóð! — segir hann. — Það verður fjandakom- ið aldrei neitt úr þér. Það væri bezt að þú yrðir skósmiður! — Úti á Norðurbrú situr Axel Nielsen og les. Hann er búinn að fá nýju bækurnar sem á að nota næsta skólaár. Og hann er að lesa allt sumarleyfið. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og eng- inn verður efstur nema leggja eitthvað á sig. ÞRÍTUGASTX OG FJÚRÐI KAFLI. Skólinn er nýfemiseraður eftir sumarieyfið og allt er klistrað og límkennt og lyktin framandi. HJörfcun og bókstafimir og táknin. sem nemendur hafa af mikilli elju grafið í borðplötum- ar með pennum og yasahnffum, hafa verið fyllt upþ með kítti og borðin máJuð. Nú má aldrei framar krota og skera í borðin. segir umsjónarkennarinn. Það eru skemmdarverk sem ekki er hægt að Hða. Eruð þið kannski vanir að skera og krota í stofu- borðið heima hjá ykkur? Fyrsti skóladagur nýja ársins er stuttur og hættulaus. Maður fær að vita hvaða bækur á að panta hjá bóksalanum og stund- ataflan er skrifuð. Nú eru þeir komnir svo langt að þeir eiga að byrja á latínunni. Og Blomme á að kenna þeim. Þeir höfðu vonað að fá Melas gamla, sem er orðinn fjörgamall og gengur í bamdómi, en sú von rættist ekki. Nýju bækumar eru spennandi fyrstu dagana. Og nú er um að gera að fara vel með þær og krota ekki í þær eða teikna íþær andlit. Og það á að hafa um þær hlífðarpappír. Þær hafa verið nógu dýrar, segja foreldr- amir. Að vfsu er hægt að kaupa sumar notaðar. en það þarf helzt að vera síðasta útgáfa og næst- um á hverju ári koma nýjar og auknar og endurbættar útgáfur. Það er góður bissness að gefa út skólabækur. Heil fjölskylda get- ur í margar kynslóðir lifað af enskum stílaverkefnum. Fyrir Axel Nielsen er ekkert nýtt í bókunum. Hann hefur les- ið þær samvizkusamlega í þaer sex vikur . sem sumarleyfið stendur yfir. og hann er kominn framúr hinum og það er hæg- ara fyrir hann að halda sæti sínu. Hann er foreldrum sínum til sóma og það verður áreiðan- lega meira úr honum en tré- smíðameistaranum. Hann er ekki eins útitekinn og félagar hans, en hann er heilsuhraustur. Strák- ar á þessum aldri þola mikið. 1 ár verður að hugsa um próf- ið í tíma. Gagnfræðaprófið stend- ur fyrir dyrum. Merkilegt og op- inbert próf með ókunnugum prófdómurum. Inntökupróf í menntaskólann. Því má ekki gleyma eitt andartak. Eftir fyrsta, stutta skóladag- inn er komið við hjá frúnni í Landamerkinu. Og endurfund- imir eru hjartanlegir. Hún hef- ur tvennskonar ís í tilefni dags- ins. Grænan marcípan- eða pistacie-ís auk hins venjulega vanilluíss. Og skammtamir eru stórir með rjóma og sultutaui ofaná öllu saman. Litli apakötturinn iætur h'ka í Ijós gleði sína og klifrar upp um drengina og leitar í hárinu á Þeim. En það þarf að fara varlega að honum, því að hann er uppstökkur og bítur, eins og lítill alvöru Duemose. Og frúin heyrir allt um nýju bækumar og að í ár eigi iatfn- an að bætast við. Drottinn minn dýri! — segir hún. — Að þið skuluð geta staðið í þessu. Þið verðið svei mér svo vitrir. að bið getið komizt af án höfuðsins! °g til hvers ætlið þið að nota þessa latínu? Ætlið þið þá að sitja hér og tala saman á lat- ínu? Það verður svei mér gam- an að heyra. — Æjá, segir Thygensen. Þetta verður strembinn tími. Fjögur ár á maður eftir ef allt gengur vel. Fékk Alberti ekki átta ár? Við þurfum að sitja inni í tólf ár. Og svo lemja þeir sjálfsagt ekki fangana í Hors- ens eins og þeir gera við okk- ur. Fn þetta er af frjálsum vilja, segir frúin. — Ég gekk svei mér engin tólf ár í skóla. Og minn skóli var ekki svona asnaleg stofnun. En auðvitað er ég ekki eins lærð og þið. Guð má vita hvemig þetta endar með ykkur. Þetta verður óhugn- anlegt. — Já, það mætti segja mér, segir Rold. En skóladrengir hugsa ekki um framtíðina. Þeir verða að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Það er langt þangað til framtíðin byrjar. Það er ó- fyrirsjáanlega langt þangað til. Enn eru eftir fjögur ár og fjögur próf. Og svo á að byrja í Há- skólanum og það tekur mörg ár í viðbót. En maður fær þó ekki kjaftshögg í Háskólanum. Maður þarf ekki að þola skítugar lúkur kennaranna í andlitið, — Væri nokkur leið að fá einn til upp á krít? Einn af þessum grænu? — — Ætli ekki það. En þú manst að það er dálítið eftir frá því fyrir sumarleyfið? — — Já, já. En ég var alveg auralaus fyrst eftir prófið. Fjöl- skyldan var í fýlu. — — Þú étur of mikið, Tygesen! — Æ, haltu kjafti. Guð forði okkur frá hinum andríku brönd- urum hans Blomme! — — Já; Blomme. Við fáum víst nóg af honum á næstunni. Meira en nóg. — ÞRlTUGASTI OG FIMMTI KAFLI. Svarta Höndin heitir nú Manus nigra. aÞð er latína, sem segirtil sín í daglega lifinu. En áhuginn á leynifélaginu er farinn að dvína. Sent hefur verið talsvert af nafn- lausum bréfum með skelfilegum SKOTTA ,,Hvaða Jói? Jói Stefáns? Jói Péfcurs? Jói Guðmunds? Jói Ragn- ars? Jói ' m sölu 4 herb. íbúð á hæð við Eiríksgötu, hálft ris fylgir; laus strax — upplýsingar gefur Fasteignasalan, Tjamargötu 14 og Þorvaldur Þórarinsson hrl., Þórsgötu 1. Síldarsöltunarstúlkur Söltunarstöðina BJÖRG h/f, Raufarhöfn vantar nokkrar góðar síldarsöltunarstúlk- ur í sumar. Fríar ferðir Frítt húsnæði Gott húsnæði Kauptrygging Ódýr fæðissala fyrir þær sem vilja. Fullkominn söltunarbúnaður er léttir og eykur afköstin. — Flokkunarvél — Afla- skip leggja upp síld hjá okkur. — Upplýs- ingar í síma 40692 og hjá BJÖRG h/f, Raufarhöfn. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Selium farseðla með flugvc. skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND S V N u- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. CJMBOÐ LOFTLEIÐA. Þakka þér fyrir kunningi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (06.06.1964)
https://timarit.is/issue/217995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (06.06.1964)

Aðgerðir: