Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júná 1964 ÞTÓBVILIINN Valdabaráttan innan Repúblikanaflokksins 1 s i 5 i TIDIN mi Rjöri fulltrúa á flokksþingið sem velur frambjóðanda repúblíkana í bandarísku for- setakosningunum er lokið, Barry Goldwater öldungadeild- armann, átrúnaðargoð hægri arms flokksins. skortir aðeins herzlumuninn á hreinan meiri- hluta meðal þingfulltrúanna, en samt sem áður eru flestir bandarískir stjórnmálafréttarit- arar vantrúaðir á að honum verði sigurs auðið þegar á flokksþingið kemur. öilum ber saman um að örlög hans verða ráðin við fyrstu atkvæðagreiðsl- una í Kýrhöllinni í San Fran- cisco, þar sem repúblíkanar koma saman til að þinga 13. júlí. Til þess að ná kosningu í framboð þarf hreinan meiri- hluta fulltrúa, 655 atkvæði. Nái Goldwater ekki þeirri tölu í fyrstu atkvæðagreiðslu er hann úr leik, segja spámennim- ir einum rómi. Taki hann ekki flokksþingið með skyndiáhlaupi þegar í upphafi, getur harjn ekki gert sér von um meira en ráða því hver keppinautur hans verður fyrir valinu. Eftir nauman sigur í Kali- fomíu yfir Nelson Rocke- feller telur Goldwater sig njóta stuðnings yfir 600 flokksþings- fulltrúa, og í fljótu bragði séð ætti ekki svo sigurstranglegu frambjóðandaefni að verða skotaskuld úr að bæta við þeim fáu tugum sem vantar á sig- urtöluna 655 á fimmvikumsem enn eru til stefnu. En samt þykir vafasamt að það takist, og á- stæðurnar em þær sömu og hafa sannfært menn um að sigurvonir Goldwaters séu ein- skorðaðar við fyrstu atkvæða- greiðsluna á flokksþinginu. Öldungadeildarmaðurinn frá Arizona hefur á móti sér þau öfl sem ráðið hafa Repúblík- anaflokknum síðustu áratugi, og komið hefur í ljós þar sem fulltrúar á flokksþing em kosn- ir almennri kosningu að iýð- hylli hans er mun minni en stuðningsmenn hans höfðu stát- að af. Fram til flokksþingsins verður háð hörð barátta um völdin í Repúblíkanaflokknum, og ein aðalröksemd andstæðinga Goldwaters í þeirri baráttu verður að framboð hans myndi baka flokknum hrakfarir sem hann biði seint bætur. Frá því um 1940 hafa máttar- stólpar repúblíkana í fylkj- unum á Atlanzhafsströnd Bandaríkjanna. auðmenn og á- hrifamiklir blaðaútgefendur, — ráðið úrslitum um val fram- bjóðanda flokksins í forseta- kosningum. Það vom þeir sem sóttu Eisenhower hershöfðingja til Parísar til að kveða í kút- inn Robert Taft öldungadeildar- mann, merkisbera gamaldags íhalds í smáborgum og sveita- hémðum fylkjanna milli ð'leg- hanyfjalla og Klett' rílla. Þetta svæði hefur jafnan ver- ið höfuðvígi repúblíkana, og flokksmönnum þar lengi sárn- að að vera ofurliði bomir á flokksþingum. Strax eftir ósig- ur Nixons fyrir Kennedy tók Goldwater til óspilltra málanna að notfæra sér þessa óánægju. Árangurinn er nú kominn í Ijós. Megnið af þingfulltrúunum sem styðja Goldwater er úr fylkj- um þar sem valið er i höndum fémenns hóps flokksíoringja. Goldwater beið hinsvegar herfilega ósigra í New Hampshire og Oregon, þar sem almenn kosning er viðhöfð við val flokksþingsfulltrúa. Fylgi hans meðal óbreyttra flokks- rnanna reyndist einnig mun minna en við var búizt í ýms- um fylkjum, svo sem Illinois og Nebraska, þar sem sigur hans var fyrirfram talinn svo vís að enginn af meiriháttar keppinautum hans taldi ó- maksins vert að bjóða sig fram. Þar fengu vonlaus fram- bjóðandaefni eins og frú Smith öldungadeildarmaður og Harold Stassen yfir þriðjung atkvæða. Hefð' Goldwater beðið ósigur í Kalifomíu nú í vikunni. voru sigurvonir hans á flokksþing- inu að engu orðnar. Sigurinn sem hann vann er ekki af því tagi að nægi til að tryggja hon- um framboðið. Kaiifornía er höfuðvígi John Birch-félagsins og annarra samtgka öfgafullra hægri manna. Þar vaða uppi þjóðrembingsmenn og berjast til að mynda gegn því að dags Sameinuðu þjóðanna sé minnzt í skólum. Hefur mörgum fræðslustjóra orðið hált á að láta slíka ósvinnu viðgangast. Á fjöllum og eyðimörkum þafa tilvonandi skæruliðasveitir komið sér upp æfingasvæðum og vopnabúrum og búa sig af kappi undir að veita viðnám sovézku hemámsliði, því þeir vita að einn góðan veðurdag vakna Bandaríkjamenn upp við það að laumukommúnistamir á æðstu stöðum í Washington eru búnir að svíkja landið í hendur heimskommúnismanum. Undirforingjar Goldwaters í Kalifomíu spáðu því lengi vel að þeirra maður myndi sigra þar með yfirburðum, fá ekki minna en tvo þriðju at- kvæða. Eftir sigur Rockefell- ers í Oregon kom annað hljóð í strokkinn, og baráttuaðferð- ir þeirra keppinautanna síðustu vikurnar báru með sér að báðir gerðu sér ljóst að úrslitin væru tvísýn. Hvor um sig varði milj- ón dollara til áróðurs allra síð- ustu dagana fyrir kosninguna. Eisenhower lýsti óbeint yfir stuðningi við Rockefeller, en það kom fyrir ekki. Goldwater sigraði með um 60.000 atkvæða mun af rúmum tveim miljón- um. Þegar svona litlu munar í kosningum ræður persónu- fylgið úrslitum, og þess hefur Goldwater aflað sér með sí- felldum heimsóknum til Kali- fomíu. þar sem hann hafði haldið 500 ræður á árunum frá 1958 áður en kosningabaráttan hófst að þessu sinni. Rockefell- er hefur hinsvegar eins og endranær goldið þess að hann skildi við konu sína og giftist annarri yngri. Hér eftir fram að flokksþingi verður barizt um flokks- þingfulltrúana hvem og einn. Fulltrúakeðja Goldwaters er svo löng að í henni hljóta að finnast veikir hlekkir. Margir eru skuldbundnir til að greiða honum atkvæði í fyrstu umferð að minnsta kosti, en aðrir geta breytt um afstöðu án þess að®* það þurfi að teljast svik. Hörð- ustu andstæðingar Goldwaters hafa við orð að kljúfa flokkinn verði hann kjörinn forsetaefni. Svo er til dæmis um Keating, öldungadeildarmann frá New York, sem telur sér ósigur vís- an ef hann á að berjast undir merki manns sem lýst hefur andstöðu við frumvarpið um ráðstafanir til að tryggja borg- araréttindi svertingja. Aðeins einn af keppinautum Goldwat- ers um framboðið hefur lýst því yfir að hann muni styðja öldungadeildarmanninn frá Ari- zona verði hann valinn forseta- efni. Þessi maður er Nixon, sá sem Goldwater er líklegastur til að styðja til framboðs nái hann ekki kjöri sjálfur, og eng- inn vafi er á að það sem fyr- ir Nixon vakir er að ota sínum tota. Allir aðilar sem hlutlausa má telja eru á einu máli um að Johnson forseti sigri fram- William Scranton lylkisstjóri í Pennsylvania er einna líkleg- astur til að verða fyrir valinu ef hvorki Goldwatcr né ein- dregnum andstæðingum hans tekst að ná meirihluta á flokks- þinginu. SÍÐ A. J í viðbót við þá sem fyrir ero, ætti frumvarp hans og Kenne- dy að verða að lögum fynr flokksþing demókrata í L«s Angeles í ágúst. Nelson Kockefeller fagnar sigrinum í Orcgon. bjóðanda repúblíkana i forseta- kosningunum hver svo sem hann verður. Skoðanakannan- ir benda til að sigur Johnsons yrði mestur ef mótframbjóð- andi hans væri Goldwater. Eitt skoðanakönnunarfyrirtæk- ið spurði repúblikana í Kalí- forníu, hvom þessara tveggja þeir myndu kjósa, og sögðust 40 af hundraði myndu kjósa Johnson. Henry Ford II lýsti því nýlega yfir að hann ætli í haust að kjósa forsetaefni demókrata í fyrsta skipti á ævinni. Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma kemur því flokksþing repúblikana saman til að kjósa fórnarlamb en ekki tilvonandi forseta Banda- rikjanna. Engu að síður skipt- ir val frambjóðanda máli fyr- ir flokkinn. Forsetaefnið sem valið verður í Kýrhöllinni í næsta mánuði ræður mestu um kosningastefnuskrána sem sett verður fram og verður höfuð flokksins næsta kjörtímabil. Andstæðingum Goldwaters væri í sjálfu sér ósárt um að sjá hann falla, en þeir vilja ekki hætta á að veita honum tækifæri til að móta flokks- kerfið í sinni mynd. Hjá demókrötum hreyfir sig enginn gegn Johnson for- seta nema Wallace fylkisstjóri í Alabama, sá sem tók sér stöðu í dyrum fylkisháskólans og vísaði brott svertingjastúd- entum sem höfðu hæstaréttar- dóm fyrir að skólinn væri skyldur til að veita þeim inn- göngu. í Maryland og Indiana, tveim gömlum heimkynnum Ku Klux Klan, hefur Wallace fengið verulegt atkvæðamagn, og sýna úrslit þar að kynþátta- hatur magnast í Bandaríkjun- um eftir því sém svertingjum verður ágengt í réttindabaráttu sinni. Á þriðjudaginn verða greidd atkvæði í öldungadeild Bandaríkjaþings um tillögu um að stöðva málþóf suður- ríkjamanna gegn jafnréttis- frumvarpi stjómarinnar. Úr- slit eru tvísýn en sigurhorfur stuðningsmanna frumVarpsins þó taldar meiri. Vinni John- son þarria einn þingsigur enn Setning laganna leysir í sjálfu sér engan vanda í sambúð kynþáttanna. Það eina sem hægt er að segja fyrir með vissu er að kynþáttaátökin eiga enn eftir að harðna verulega, bæði í suður. og norðuriylkj- unum. I Mississippi eru svert- ingjar myrtir með nokkurra vikna millibili. rétt til að sýna þeim sem eftir lifa hvað til þeirra friðar heyrir, og þá sjaldan illræðismennimir koma fyrir dómstól fæst enginn kvið- dómur til að sakfella þá. 1 Harlem í New York starfa morðsveitir svertingjapilta sem brytja niður hvíta vegfarendur og eiga einkum í höggi við gyðinga í næstu hverfum, samkvæmt því lögmáli kyn- þáttakúgunarþjóðfélags að hatrið er ætíð beizkast milli tveggja kúgaðra kynþátta. Hvnær sem er getur komið til stórfelldra árekstra, og kom- ist Goldwater í framboð fyr- ir repúblikana er enginn vafi á að kynþáttamálin verða á oddinum í kosningabaráttunni. M.T.Ó. Hvað sem Johnson aðhefst er honum vís staður á forsíðum blaðanna. Það þóttu heldur en ekki tíðindl þegar hann tók hundana sína upp á eyrunum fyrir blaðaljósmyndara. SKÓLASLIT Á ÍSAFIRÐI ÍSAFIRÐI 4/6 — Sl. laugardag, 30. maí, var þrem skólum slit- ið hér á ísafirði, gagnfræða- skólanum, tónlistaskólanum og húsmæðraskólanum. Skólastjóri Gagnfræðaskóla Isafjarðar, Gústaf Lárusson gerði við skólaslit grein fyrir vetrarstarfinu. Nemendur gagnfræðaskólans í vetur voru alls 200 og skipt- ust í 9 deildir. Stúlkur voru 112 talsins en piltarnir 88. Auk þess var starfandi framhalds- deild, þar sem kennt var náms- efni 1. bekkjar menntaskól- anna. I þeirri deild voru 7 Kennarar voru 18 alls, 10 fasta- kennarar og 8 stundakennarar. Undir gagnfræðapróf gekk i vor 31 nemandi og stóðust all- ir. Hæstu einkunn hlaut Reyn- ir Pétursson, 8 í aðaleinkunn. Landspróf miðskóla þreyttu 20 nemendur og stóðust 16 þeirra prófið. Hæstu einkunn hlaut Kristjana Kjartansdóttir, 8,10 i aðaleinkunn en 7,92 i landsprófsgreinum. I framhaldsdeild hlaut hæstu einkunn Friðrik Páll Jónsson. 8,26, en hæstu einkunn í öll-' um skólanum hlaut nemandi í 2. bekk bóknáms, Sigríður Ragnarsdóttir, 9,40. Verðlaun voru veitt nemend- um fyrir gott stari og góða frammistöðu á prófum og út- hlutað var úr sjóðnum Aldar- minning Jóns Sigurðssonar, en hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur. Anna Málfríður Sigurðardóttir, nemandi í 3. bekk bóknáms, hlaut styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Félagslíf í gagnfræðaskólan- um á Isafirði var i vetur með svipuðu sniði og undanfarin ár. í marz-mánuði sl. var í fyrsta skipti efnt til starfs- fræðsludags á ísafirði, í húsa- kynnum gagnfræðaskólans. Á útfarardegi Davíðs Stefánsson- ar frá Fagrakógi var skálds- ins minnzt í skólanum. Hald- in var sýning á handavinnu nemenda 1. maí sl. og sóttu hana um 800 manns. Heilsuíar var ágætt í skól- anum á sl. vetri. Að kvöldi skólaslitadagsins lögðu nemendur landsprófs- deildar og gagnfræðingar af stað í skólaferðalag með m.s. Esju norður og austur um land. Við uppsögn Tónlistar&kóla Isafjarðar gerði skólastjórinn Ragnar H. Ragnár grein fyrir vetrarstarfinu. 1 skólanum voru í vetur 40 nemendur. þar af stundaði einn nám í org- elleik, 6 voru í svonefndri lokadeild. þar sem einkum er kennd tónfræði, en aðrir nem- endur lögðu stund á píanóleik. Verðlaun voru afhent við skólaslitin og hlutu þau þess- ir nemendur: Hlöðver Rafns- son i undirbúningsdeild, Katrín Guðmundsdóttir í yngri deild, Sigríður Jónsdóttir í byrjenda- deild, Gunnþórunn Björnsdótt- ir í lokadeild. Píanóverðlaun hlutu systkinin Hjálmar Helgi Ragnarsson og Sigriður Ragn- arsdóttir. Við skólaslitin á laugardag var í fyrsta skipti úthlutað úr Minningarsjóði frú önnu Ing- varsdóttur, en sá sjóður var stofnaður árið 1943 með 1000 króna gjöf frá Sunnukómum. Tilgangur sjóðsins, sem nú nean- ur um 120 þús. kr. er að styrkja nemendur til tónlist- amáms. 3000 kr. styrk úr sjóðnum hlaut að þessu sinni Anna Málfríður Sigurðardótt- ir, mjög efnilegur nemandi Tónlistarskólans. Við skólaslit léku á pianó þau Sigríður Ragnarsdóttir. Hjálmar Helgi Ragnarsson og Anna Málfríður Sigurðardóttir. Nemendatónleikar þ.e. Vor- tónleikar Tónlistarskólans, voru haldnir hinn 27. apríl og komu þar fram 20 nemendur og léku á hljóðíæri. Ennfrem- ur söng Sigurður Jónsson prensmiðjustjóri einsöng. FERÐAMENN Við höfum á boðstólum ýmsar vörur sem henta ferðs- mönnum, svo sem: Sælgæti — sígarettur og aðrar tóbaks- vörur, — svefnpoka og tjöld o.m.fl. — Gjörið svo vel að líta inn og reynið viðskiptin. — BENZÍN OG OLÍUR — VERZLUNIN BRÚ Hrútafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (06.06.1964)
https://timarit.is/issue/217995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (06.06.1964)

Aðgerðir: