Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1964, Blaðsíða 3
Lawgardagur 6. júm' 1964 HÓÐVIIIiNN SS&A Enn tapar íhaldið í aukakosningum Eins og öllum er kunnugt af fréttum vann Goldwater, fulltrúi versta afturhaldsins í bandarískum stjórnmálum, sigur i próf- kosningum repúblikana í Kaliforníu. Sigurinn var að vísu naum- ur, en mjög eru nú taldar aukast líkur fyrir því að honum takist að krækja sér í forsetaframboðið. Myndin hér að ofan er af tveim einkar bandariskum stuðningsmönnum hans. FAVERSHAM 5/6 — Verka- mannaflokkurinn brezki vann enn kosningasigur á fimmtudag. Aukakosningar fóru fram í Fav- ersham í Kent og urðu úrslit þau, að Verkamannaflokkurinn hélt þingsætinu, en með sýnu meiri yfirburðum en við síðustu kosningar. Meirihluti Verkamannaflokks- SuSur-Afríka rekin úr albjóðastofnun VÍN 5/6 — Alþjóðlega póstmála- stofnunin samþykkti á fundi sínum í dag að reka Suður-Afr- íku úr sambandinu. 58 lönd greiddu þeirri tillögu atkvæði, 30 voru á móti en 26 lönd greiddu ekki atkvæði. Fulltrúar nokk- urra landa héldu því fram, að þessi brottrekstur væri ólögleg- ur. Middlesex Wanderers betri í öllum listum leiksins en náði 3:3 viS KR Þegar á fjórðu mínútu var dæmd vítaspyma á Middlesex réttilega. og tók Gunnar Guðmannsson hana, og spyrnti mjög góðu skoti um það bil metra frá stöng, en viti menn, Clark í markinu kastaði sér endilöngum og náði að verja 1 hom. Þetta var mjög glæsilegt. Nokkru síðar hafa Bretarnir leikið mjög laglega í gegnum vöm KR, og að lokum fær hægri útherjinn sendingu frá innherjanum og skorar óverj- andi fyrir Heimi. KR-ingar sækja alltaf annað slagið. og eftir hom sem þeir fengu eru Bretar fast að klemmdir en þá bjargar Clark í markinu mjög vel. Þegar 15 mín. voru liðnar af leiknum er dæmd aukaspyrna á Middlesex rétt við vítateig. Vörn- in „hleður“ þegar þéttan vegg að þeirra áliti. en Ellert hafði komið auga á smugu í veggn- um og skaut þar í gegn og f markið fast út við stöng. Mjög laglega gert, 1:1. Á 33. mín. sluppu KR-ingar mjög vel að fá ekki víta- spymu er varnarmaður sló f knöttinn er sveif fyrir ofan höf- uð hans en dómarinn sá það ekki. Þegar á 3. mín. í síðari hálf- leik er hægri innherji Breta í dauðafæri en skotið misheppn- aðist. Nokkru síðar á Gunnar EMfbug áloft í Ástralíu WOOMERA 576 — Aðfaranótt föstudags var eldflauginni Blue Streak skotið á loft frá Woo- mera-herstöðinni f Ástralíu. Skjóta átti eldflauginni 1600 km og átti ferðin að taka tíu mínútur. Níu mínútum eftir «ð eld- flaugin hófst á loft var hins- vegar tilkýnnt, að hún hefði stöðvazt á ferð sinni og er tal ið líklegt, að hún hafi brunn- ið er hún kom aftur í gufu- hvolf jarðar. Englendingar hættu við að skjóta eldflaug þessari 1960. Þetta er stærsta eldflaug, sem skotið hefur ver ð á loft utan Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þessi tilraun er hugsuð sem fyrsti liðurinn íevrópskri eld- flaugaáætluh. Felixson gott færi en er held- ur seinn markmaðurinn er | kominn út, lokar markinu og lendir knötturinn í honum. Á 21. mín. eru KR-ingar í sókn, og er Ellert þar virkur og sendir að lokum knöttinn til Arnar Steinsen sem skýtur hörkuskoti. Knötturinn lendir innan á stöng og þaðan í mark- ið, 2:1 fyrir KR. Aðeins 4 mín- útum síðar jafna gestirnir og var það hægri innherjinn sem það gerði með föstu skoti. 'Anri- ars var það ekki hans sterka hlið að skjóta og skora. Nokkru síðar taka Bretamir fomstuna og var það miðherjinn sem skoraði mjög laglega eftir mjög fallega sendingu frá vinstri inn- herja sem var kominn upp að endamörkum. Á 35. mín. dæmir Magnús Pétursson víti á Bretana, óg varð ekki séð úr áhorfenda- pöllum hvað brotið var og væg- ast sagt strangt dæmt. Ellert spymir, en markmaður ver enn. Línuvörður telur að markmað- ur hafi hreyft sig og Ellert er látinn taka spyrnuna aftur og þá skorar hann 3:3. og þar við sat. Höfðu yfirburði Þótt leikurinn eridaði með jafntefli, höfðu Bretarnir yfir— burði á öllum sviðum knatt- spyrnunnar. Spyrnur þeirra voru nákvæmari, og öll meðferð með knött einnig. Skalli þeirra var ,„skóli“ fyrir okkar knatt- spymumenn og hraðinn var það meiri að láta mun nærri að þeir hafi farið með svipuðum hraða með knöttinn og KR- ingar hlupu einir, og segir það nokkuð til. Skilningur þeirra á samleik var betri og þeir kunnu lagið á því að láta knöttinn koma réttu megin við þann sem átti að taka á móti honum. Þessu mætti KR fyrst og fremst með dugnaði og vilja. Þeir náðu einnig oft mjög lag- legum samleik, sem ógnaði Bretunum hvað eftir annað, en leikni þeirra á okkar mæli- kvarða kom fram til fullnustu, en eins og fyrr segir, voru gest- imir miklu fremri. Þetta var því mjög góð frammistaða hjá KR, og vafa- samt að aðrir fari betur útúr leikjum við þá. í liði KR voru beztir þeir Þorgeir Guðmunds- son miðvörður sem vex með hverjum leik, Ellert meðan hann var inná. Sveinn Jónsson vann mikið og sama er að segja um Gunnar Guðmannsson. ' Þórður Jónsson átti og góðan leik. 1 heild féll KR-liðið vel sam- an, og varð það þó að leika án Sigurþórs sem er veikur og gat ekki verið með. Af Brefcunum veitti maður helzt athygli vinstra bakverði, miðverði, miðherjanum, og hægra útherja. Markmaðurinn sýndi að þar er mjög snjall mað- ur á milli stanganna. Þetta var í heild skemmtileg- ur leikur með hraða og baráttu, og þar má þakka KR-ingum, fyr- ir baráttuviljann sem entist all- an leikinn. Dómari var Magnús Pétursson og virtist manni sem ýmislegt væri við dóm hans að athuga, og hann ekki sérlega upplagður. Áhorfendur voru 3—4 þús- und. — Frímann. ins var nú 4.941 atkvæði en við kosningarnar 1959, aðeins 253. Að vísu hafði Verkamannaflokkur- inn gert ráð fyrir því að halda þingsætinu, en þessi árangur fór fram úr glæstustu vonum. Fréttamenn segja þessi úrslit mikið áfall fyrir forsætisráðherr- ann. Sir Alec Douglas-Home. sem að undanfömu hafi unnið af miklum krafti við að lappa upp á álit kjósenda á íhaldsflokkn- um. Þykja nú enn hafa aukizt sigurhorfur Verkamannaflokks- ins en að sama skapi syrtir í ál- inn hjá íhaldsmönnum. Þing- kosningar í Englandi fara fram í október. Q«n4<h«rr»nin mi úr ffllri hættu STOKKHÓLMI 5/6 — Allt virð- ist nú benda til bess, að sendi- herra Eþópíu í Stokkhólmi, Ab- ate Agede, lifi af banatilræði það, er bifreiðastjóri hans, hinn pólskættaði Wincent Kropski, sýndi honum í gær. Sendiherr- ann var i sjö og hálfa klukk'l- stund samfleytt á skurðarborð- inu, og er líðan hans nú eftir atvikum sæmileg. Sendiherrann var hæfður fjórum kúlum í kviðinn. einni í háls og einni í höfuð. i hálfu öðru ári byggð höll fyrír 25 miljónir Loftleiðir eru nú orðnar jarðfastar, — í þeim skilningi að félagið, sem hóf feril sinn í tjaldi og hefur alið aldur sinn í loftinu, hefur nú loks eignazt hús á jörðu niðri. Fæstir Reykvíkingar aðrir en þeir sem spásséra sig í góða veðr- inu suðurí Nauthólsvik munu sjá þetta hús. Það lætur nefni- lega lítið yfir sér að utan, en er þvi betur gert til þeirra hluta sem það var byggt til. Og Loft- leiðir hafa nú nýlega af ýmsum ástæðum ákveðið að flytja flest sitt hafurtask til Keflavíkur. Hús Loftleiða er bygg't á hálfu öðru ári (byrjað var á bygging- unni haustið 1962) og áætlaður heildarkostnaður er 25 miljónir króna. þ.m.t. hitaveitulögn til byggingarinnar. Sú upphæð kann að vaxa sum- um í augum, en hún er þó harla lítil miðað við það fé sem Loft- leiðir hafa fest í loftinu. Aðalat- riðið er þó að þama úti á nesinu hefur verið búinn til vinnustað- ur fyrir áttatíu manns eöa svo sem ber af því sem við annars eigum að venjast. PflRÍSV víð íIí» Gsi PARÍS 5/6 — Bandaríski vara- utanrikisráðherrann George Ball, sem er sérstakur sendi- maður Johnsons forseta vegna ástandsins í Suðaustur-Asíu, átti í dag viðræður við de Gaulle, Frakklandsforseta. AFP-frétta- stofán skýrir svo frá, að ráð- herrann hafi haft orðsendingu frá Johnson til de Gaulle. Ball vildi hins vegar ekkert segia um samtal sitt við Frakklands- forseta utan að það hefði verið mjög gagnlegt og athyglisvert. Hiólbarðaviðgerðir OPIÐ ALLA DAGA (LlKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan li/f Sldpholtí 35, Rcykjavik. WILLIAM SHAKESPEARE LEIKRIT l-lll Helgi Hálfdánarson þýddi Draumur á Jónsmessunótt Rómeó og Júlía Sem yður þóknast Júlíus Sesar Ofviðrið Hinrik fjórði — fyrra leikritið -— Hinrik fjórði — síðara leikritið — Makbeð Þrettándakvöld Verð kr. 620 innb., kr. 720 skinnb. III. bindið eitt sér kr. 300 ib., kr. 340 skinnb. HEIMSKRINGLA Húsbyggjendur - Múrarameistarar Höfum opnað nýja, fullkomna steypustöð í Kópa- vogi. getum afgreitt steypu með Portland- og hrað- sementi. Útvegum bílkrana ef þess er óskað. — Vinsamlegast gerið pantanir tímanlega. Símar 4-1480 og 4-1481 VERK h.f. STEYPUSTÖÐ — FÍFUH V AIMMS VEGI PÖNTUNARSÍMAR: 4-1480 — 4-1481. SKRBPSTOFU SÍMI: 11380.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (06.06.1964)
https://timarit.is/issue/217995

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (06.06.1964)

Aðgerðir: