Þjóðviljinn - 10.06.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. júní 1964 — 29. árgangur — 127. tölublað.
FylkingarferB „út i bláinn
■i
□ ÆFR efnir til ferðar út í bláirfh í kvöld kl. 20 stundvís-
lega, frá Tjarnargötu 20. — Tilkynnið þátttöku milli kl. 5—7
í dag í síma 17513. — Þá verður farin ferð í Þjórsárdal um
næstu helgi. Lagt af stað kl. 2 frá Tjarnargötu 20.
— Ferðanefnd.
Löiidunarstöðvun
á Raufarhöfn?
■ Allar líkur eru til þess að löndunarstöðvun skelli á
hjá S.R. á Raufarhöfn í kvöld og öslaði hvert skipið eftir
annað með fullfeijni inn á höfnina í gærdag og hefur ver-
ið landað þar með þremur löndunarkrönum undanfarna
sólarhringa.
Sildarverksmiðjan á Raufar-
höfn hefur nú tekið á móti
fimmtíu og fimm þúsund mál-
um, en þróarpláss verksmiðj-
unnar er fyrir sjötíu þúsund
mál. Klukkan fimm í gærdag
biðu fimm skip ' losunar ■ hjá
verksmiðjunni og voru þessi,
Halldór Jónsson með 750 mál,
ASJKENAZÍ
HELDUR
TÓNLEIKA
★ Sovézki píanóleikarinn
Vladimir Asjkenazí heldur ein-
leikstónleika I kvöld kl. 9 í Há-
skólabíói. Þetta eru einu ein-
leikstónleikar hans i Reykjavík,
en á fimmtudag heldur hann
tónleika í Keflavík og í Vest-
manneyjum á föstudag.
■ár Á tónleikunum í kvöld eru
þessi verk á efnisskrá: Sónata
í a-moll K 310 eftir Mozart,
Fantasía í c-dúr op. 17 eftir
Schuman og Myndir á sýningu
eftir Mussorgsky.
Sigurvon RE með 1100 mál,
Oddgeir ÞH með 1200 mál, Ölaf-
ur Magnússon AK með 1350 mál
og Hannes Hafstein með 1200
mál.
Þannig vantaði aðeins niu
þúsund mál til þess að þróar-
pláss væri uppurið og er búizt
við löndunarstöðvun á Raufar-
höfn einhverntíma seint í kvöld.
Verksmiðjan hóf bræðslu kl.
18 í gærkvöld og bræðir hún
fimm þúsund mál á sólarhring.
Mikiil fjöldi af skipum voru
komin í gærdag á miðin út af
Langanesi. Var golukaldi á mið-
unum, en hamlaði þó ekki
veiðum. Síldarleitin byrjaði í
gærmorgun starf sitt á Raufar-
höfn. i
NýH veiði-
svceði í upp-
siglingu
Skömmu eftir hádegi í gær
fann síldarleitarskipið Pétur
Thorsteinsson vænar síldartorf-
ur á Digranesflakinu og var
bátum tilkynnt * það þegar
Þama vom sárafáir bátar að
vciðum og cr þarna annað veiði-
svæði í uppsiglingu. Góð veiði
var hinsvegar í gær norðaustur
frá Raufarhöfn eins og undan-
farna daga og fékk þannig
Snæfellið þar 1700 mál og
Grótta 1200 mál. Aðalflotinn
hélt sig þar á dreifðu svæði.
Fréttaritari Þjóðviljans á
Vopnafirði var hinsvegar glað-
ur og reifur yfir þessu nýja
veiðisvæði á Digranesflakinu og
má búast við síld til Vopnafjarð-
ar í dag.
Síldarverksmiðjan er þegar
tilbúin til móttöku og bræðir
fimm þúsund mál á sólarhring.
Fjögur síldarplön verða starf-
rækt á Vopnafirði í sumar og
er stækkun og breytingum á
þeim senn lokið.
Lífstíðardómur
KANSAS CITY 9/6 — 28 ára
gamall kjarnavopnafr?eðingur,
George Gessner, var í dag
dæmdur í ævilangt fangelsi fyr-
ir að hafa látið sovézkum aðil-
um í té hernaðarleyndarmál.
Við opnun listahátíðarinnar á sunnudaginn
LISTAHÁTÍÐ Bandalags íslenzkra Iistamanna var sett I samkomuhúsi Háskólans á sunnudaginn og er nánar sagt frá henni á 7. síðu.
MYNDIN er frá opnunarhátíðinni og er Halldór Laxness að flytjaaðalræðu dagsins, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir rösklega
framsetningu á þýðingarmiklum vandamálum. Umhverfis skáldið situr Sinfóníuhljómsveitin er flutti tónlist e. Jón Leifs og Pál fsólfss.
Neituðu að fara á síld
□ Skömmu fyrir helgi mótmæltu sjómenn á
þorskanótabátum í Sandgerði að halda norður á
síld nema gert væri upp við þá eftir hringnóta-
samningum. Þeir eru nú allir komnir norður á
miðin og fengu áður skriflegt loforð frá útgerð-
armönnum, að gert yrði upp við þá eftir hring-
nótasamningum.
Hér er um að ræða skipverja
á bátunum Sigurpáli, Víði II.,
Kristjáni Valgeiri og Mumma II.
og eru allir þessir bátar gerð-
ir út af Guðmundi frá Rafn-
kelsstöðum. Mummi II. var ekki
með þorsknót í vetur, en þeir
studdu félaga sína á hinum bát-
unum með sömu mótmælum. >á
tók einnig skipshöfnin á Guð-
björgu þátt í þessum mótmælum,
Siglfirðingar langeygiir
eftir ah söltun sé hafin
Siglufjörður
Undanfarna daga hefur verið
nokkuð um síldarlandanir hér.
Hefur verið unnið í þrem frysti-
húsum við frystingu á síld, en
þessi frystihús eru Hrímnir, Isa-
fold og Frystihús SR. I gær
hafði verið fryst um það bil
2000 tunnur.
Nokkuð af síld fór í bræðslu
og búið var að landa hjá
Rauðku um það bil 2000 mál
en hjá SR ca. 4000 mál. Síldin
er yfirleitt falieg, bæði stór og
vel feit. Eru menn nú orðnir
langeygir hér eftir því að sölt-
un verði leyfð, enda hart að
vita svo fallegt hráefni fara í
bræðslu.
Hinsvegar mun enn ekki vera
farið að löggilda söltunarstöðv-
Keflavíkurgangan 1964
□ Nokkrir hafa þegar látið skrá sig í Keflavíkurgönguna, sem
haldin verður sunnudaginn 21. júní. Skrifstofa hernámsandstæð-
inga er opin dag hvern í Mjóstræti 3 frá kl. 14 til 18.30, sími 24701.
Samtökin munu gefa út dreifiblað núna um helgina, sem dreift
verður á hvert einasta heimili í landinu.
□ Mikil þörf er á sjálfboðaliðum til starfa fyrir samtökin, en
þó er þörfin enn brýnni á fjárfrarnlögum frá stuðningsmönnum.
amar, og þvi tæpast von til
þess að söltun hefjist í dag eða
á morgun. Þá má geta þess, að
á sameiginlegum fundi verka-
lýðsfélaganna hér í gær var
staðfest samkomulag það. er
gert hefur verið milli atvinnu-
rekenda og verklýðssamtakanna,
Krossanes
Síldarverksmiðjan í Krossanesi
er farin að bræða og hefur tek-
ið á móti sjö þúsund málum
af sild. Tveir bátar komu til
Hjalteyrar á sunnudag. Vigri
GK með 992 mál og Sæþór ÖF
með 158 mál.
Seyðisfjörður
Engin sild hefur borist til
Seyðisfjarðar ennþá, en verk-
smiðjan er tilbúin að taka á
móti síld og bræðir hún um
fimm þúsund mál á sólarhring.
Fjórir bátar verða gerðir út til
síldveiða frá Seyðisfirði og eru
tveir þegar komnir á miðin.
Níu söltunarstöðvar verða
starfræktar í kaupstaðnum í
sumar.
Reyðarfjörður
Fyrsta sildin barst til Reyð-
ai-fjarðar um helgina og losaði
Gunnar þar tólf hundruð mál
i síldarverksmiðjuna á staðn-
um. Unnið hefur verið við
stækkun verksmiðjunnar í vetur
og bræðir hún nú helmingi
meira en í fyrrasumar.
Áður bræddi hún 1250 mál-
um á sólarhring og bræðir nú
í sumar 3000 málum á sólar-
hring. Þá eykst þróarpláss
verksmiðjunnar úr sjö þúsund
málum í 14 þúsund mál.
Tveir bátar verða gerðir út
héðan á síldveiðar og eru það
Snæfuglinn og Gunnar. Snæ-
fuglinn fer á miðin núna í vik-
unni.
Síðustu fréttir
Laust fyrir miðnætti í nótt
hafði Þjóðviljinn samband við
síldarleitina á Siglufirði og var
þá kominn brælukaldi á síldar-
miðunum út frá Raufarhöfn, en
bátar voru að kasta og ekki talið
að hamlaði veiðum í nótt. Vitað
var um þessa bóta á leiðinni til
Raufarhafnar með eftirtalinn
afla:
Grótta 1200 mál. Sigurður
Bjamason 1200 mál, Gylfi II. 600
mál, Áskell 550 mál og Bjarmi
650 mál.
en sá bátur er gerður út aí
Arnar h:f. í Sandgerði.
Hér hefur stjórn L.Í.Ú. orðið
fyrir einú áfallinu ennþá og
sjómenn sýnt lofsverða sam-
heldni og einþeitni um kjör sín.
Afgreiðsla
Happdrættis Þjóðvilj-
ans er að Týsgötu 3,
sími 17514,
opin kl. 9—12
og 1—6.
15 útlendir
blaðamenn á
ferð hérna
Undanfarna daga hafa blaða-
menn frá Vestur-Evrópulöndum
dvalizt hér á landi á vegum Al-
þjóðabankans. Er ísland fyrsta
landið sem þeir heimsækja á
hálfsmánaðar ferð um nokkur
lönd Norðurálfu, en héðan halda
þeir áleiðis til Noregs árdegis
í dag, dveljast þar nokkra daga
• •
KARTOFLULAUST
★ Kartöflur hafa ekki fengist hér í verzlunum síðan um helgi,
en verða væntanlega keyrðar út í búðir næstu daga. Tröllafoss
kom í gær með kartöflur frá Póllandi, og hafði seinkað í förum,
og mátti ekki muna meiru til að kartöflulaust yrði í bænum.
★ Verður að átelja þau vinnubrögð hjá Grænmetisverzluninni,
að almenningur skuli verða að þola það hvað eftir annað, að
þessi algengasta neyzluvara fólks gengur til þurrðar, ef skipi
seinkar nokkra daga. Fólk á skilyrðislaust kröfu til þess, að þeir
sem stjórna þessum málum sjái svo um að til þessa komi
ekki oftar.