Þjóðviljinn - 10.06.1964, Blaðsíða 3
Míðvikwdagur 10. Júítí 1964
HOmHMN
STÐA 3
Krustjoff og Tító á furtdi
Nefnd Rúmena fer
heim frá Moskvu
MOSKVU 9/6 — Sendinefnd frá Rúmeníu, undir forystu
eins af framkvæmdastjórum rúmenskra kommúnista, Chivu
Stoica, fór í dag heim frá Moskvu eftir tveggja vikna dvöl
í Sovétríkjunum.
Nefndin átti margar o>g lang-
ar viðræður við sovézka ráða-
menn og er ætlun manna að
einkum hafi verið fjallað um
efhahags- og viðskiptasamband
landanna.
FoTseti Sovétríkjanna, Bresn-
éff, og tveir af helztu leiðtogum
sovézka kommúnistaflokksins,
Podgorní og Súsloff, ræddu við
rúmensku nefndarmennina þrett-
án á síðasta fundi þeirra í
Moskvu rétt áður en þeir héldu
faeim á leið.
Tass-fréttastofan segir að andi
vináttu og innileika hafi ríkt á
fundmum. Skipzt hafi verið á
skoðunum um ýms mál sem báð-
um sé umhugað um. í gær höfðu
Rúmenamir rætt við Mikojan
aðsto.ðarforsætisráðherra.
Rúmenska nefndin kom til
Moskvu um svipað leyti og önn-
Undirritun samnings Rúmeníu—USA
Táragasárás á kirkju
Beaverbrook Iávarður,
ur nefnd frá Rúmeníu kom til
Washington að hefja samninga
við Bandaríkjastjóm um við-
skipti milli landanna, og telja
menn að þar hafi tæpast ráðið
tilviljunin ein. Auk efnahags-
mála má telja víst að á viðræðu-
fundunum í Moskvu hafi verið
fjallað um deilur sovézkra og
kínverskra kommúnista, en
Rúmenar hafa verið taldir hafa
reynt að miðla málum milli
þeirra.
Skyndifundur í Leníngrad
Þeir Krústjoff og Tító Júgó-
slaviuforseti ræddust við í Len-
íngrad í gær, en þangað kom
Krústjoff til móts við Tító, sem
var á heimleið úr opinberri
heimsókn í Finnlandi. Tító kom
heim til Belgrad í dag. Áður
en hann fór frá Leníngrad sagði
hann að viðræður þeirra Krúst-
joffs hefðu staðfest að þeir litu
sömu augum á öll helztu mál
samtíðarinnar og að bæði ríkin
gerðu hvað þau gætu til að
treysta einingu þeirra framfara-
afla sem berðust fyrir friði, fé-
lagslegum framförum og sós-
íalisma.
Fréttaritarar í Mo.skvu telja
sig hafa ástæðu til að ætla að
enda þótt Tító hafi lýst sig að
öllu leyti samþykkan stefnu sov-
ézkra kommúnista í deilunni við
Kinverja, hafi hann þó ráðið
Krústjoff að fara að öllu með
gát. Á það er bent að í Tass-
frétt af viðræðunum er þess ekki
getið að minnzt hafi verið á sov-
ézku tillöguna um að sem bráð-
ast verði haldin alþjóðaráð-
stefna kommúnistaflokkanna.
Kynþáttaóeirúir í
Tuscaloosa, Al.
TUSCALOOSA, Alabama 9/6 — Harðar og blóðugar óeirð-
ir. urðu í dag í bænum Tuscaloosa í Alabamafylki í
Bandaríkjunum milli sverting'ja og lögreglu.
<5>-
Blaðakóngurinn Beaverbrook
lávarður látinn, 85 ára
LONDON 9/6 — Brezki blaða-
kóngurinn Beaverbrook lávarð-
ur lézt í gær að heimili sínu
f Cherkley, skammt frá London.
Hann varð hálfníræður fyrir
rúmri viku.
Beaverbrook var faðödur í
Kanada af skozku faðemi. Hann
ólst upp þar vestra og auðgað-
ist þar á verðbréfasölu og ann-
arri kaupsýslu. Hann fluttist
búferlum til Bretlands árið
1910 og var þá sama árið kjör-
inn á þing úr kjördæmi á Norð-
ur-lrlandi fyrir íhaldsflokkinn.
Hann tryggði sér áhrif og völd
í brezkum stjómmálum með því
að hefja útgáfu dagblaða árið
1918. og reyndist svo dugmikill
blaðaútgefandi, að blöð hans
urðu brátt þau útbreiddustu í
Bretlandi og jókst auður hans
jafnt1 og þétt. „Daily Express"
kemur nú út í 4,3 milj. ein-
taka og ,,Sunday Express" 4,4
milj. en „Evening Standard" í
775.000.
En þótt Undarlegt megi virð-
/ast þurru áhrif hans í stjórn-
málum að sama skapi og upp-
lög blaða hans jukust og hann
var oftast nær í algerðri and-
stöðu við stefnu flokks síns.
Áhrifa hans gætti þó á bak
við tjöldin og á stríðsárunum
síðari gegndi hann ýmsum ráð-
herraembættum, og kom þá ein-
stakur dugnaður hans að góðum
þörfum. Hann var alla tíð mik-
ill forsvari brezka heimsveldis-
ins og samveldisins. lagðist fast
gegn sjálfstæði hinna gömlu ný-
lendna, en varð þó að horfa upp
á að heirhsveldið liðaðist í
sundur. Beaverbrook var and-
vígur undanhaldinu fyrir Hitl-
ers-Þýzkalandi og það var m.a.
af þeirri ástæðu sem Churchill
tók hann |í stríðsstjórn sína
1940. Hann var einlægur fylg-
ismaður samvinnunnar við Sov-
étríkin eftir að stríðið brauzt
út og var sérstakur erindreki
brezku stjórnarinnar í Moskvu
árið 1941. Blöð hans voru and-
víg endurhervæðingu Vestur-
Þýzkalands eftir stríðið, en í því
máli sem mörgum öðrum fékk
hann ekki að gert. Það mun
þó hafa verið honum sérstakt
ánægjuefni síðasta árið sem
hann lifði. að ekkert varð úr
aðild Breta að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu, en blöð hans, nærri
ein allra brezkra blaða, beittu
sér af alefli gegn henni.
Það er nú orðið augljóst að þeim ber meira en lítið á milli stjórnum
Sovétríkjanna og Rúmeníu, enda þótt deilur þeirra hafi enn ekki
komizt I hámæli eða séu fyrst að komast það nú. 30. maí s.1. voru
Rúmcnar gagnrýndir í útvarpssendingu frá Moskvu á rúmensku
m.a. fyrir að leita eftir viðskiptum við Bandaríkin og önnur vest-
urveldi, þar sem það myndi skaða efnahagssamvinnu landanna í
Austur-Evrópu. Þessari gagnrýni var svo aftur svarað í útvarps-
sendingu á rússnesku frá Búkarest á föstudaginn var. Þar var
m. a. bent á að Rúmenar væru ekki fyrstir þjóðanna í Austur-
Evrópu til að taka upp viðskipti við Bandaríkin, Pólverjar hefðu
þannig lengi haft mikil viðskipti vestur á bóginn og um 40 prósent
utanríkisverzlunar þeirra væri við auðvaldslönd. Sovétríkin hefðu
einnig nýlega gert mikla samninga um kornkaup í Bandaríkjunum
og hefðu leitað eftir frekari viðskiptum við þau. — MYNDiN er
tekin í Washington þegar þeir Gaston Marín, varaforsætisráðherra
Rúmeníu, og Averell Harriman, aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
rikjanna, undirrituðu nýja viðskiptasamninga landanna.
Afvopnunarráðstefnan hafin
Bættar horfur á
árangri í Genf?
GENF 9/6 — Afvopnunarráð-
stefnan sem haldin er á veg-
um SÞ og sautján ríki eiga full-
trúa á hófst aftur í Genf í dag
eftir sex vikna hlé, og gera
menn sér nú heldur meiri von-
ir en áður um að árangur ná-
ist af viðræðunum.
Scvézki fulltrúinn, sem nú er
Valerian Zorin aðstoðarutanrík-
isráðherra, lýsti því yffir í
fyrstu ræðu sinni í dag, að
Sovétríkin væru fús að taka
sæti í nefnd sem athuga skal
möguleika á því hvort unnt
verði að setja bann við smíði
burðartækja fyrir kjarnavopn.
þ.e. flugvéla og flugskeyta.
Tillagan sem Zorin ber fram
í dag er sögð að mestu sam-
hljóða indverskri tillögu frá 26.
marz sl., sem gerði ráð fyrir
að ráðstefnan samþykkti veru-
lega minnkun kjarnavigbúnaðar
en Bandaríkin og Sovétríkin
fengju að halda takmörkuðum
fjölda flugskeyta á heimaslóð-
um sínum.
Náðu þá hámarki kynþáttaó-
eirðir sem staðið hafa óslitið í
bænum og héraðinu umhverfis
síðustu tvær vikur og eru með
þeim hörðustu og blóðugustu sem
enn hafa orðið í Bandaríkjunum
á þessu sumri.
Svertingjar fóru i hópum um
götur bæjarins og svöruðu lög-
reglunni sem á þá réðist með
því að kasta í hana grjóti, tóm-
um glerflöskum og öðru lauslegu.
Lögreglunni tókst að meina
svertingjum að komast inn í
miðbik bæjarins og reka þá
sem fénað inn í eina af kirkj-
um baptista. Lögreglan fleygði
grjótinu og glerflöskunum í
kirkjuna, en dembdi síðan vatni
úr slökkvislöngum yfir hana.
Þegar þetta dugði ekki til að
draga kjark úr svertingjunum
var táragassprengjum varpað
inn í kirkjuna. Svertingjar
neyddust þá til að yfirgefa hæli
sitt, en lögreglan lamdi þá
miskunnarlaust í rot með kylf-
um sínum þegar þeir komu út
úr kirkjunni.
Fjöldi manna mun hafa hlot-
ið meiðsl í þessum átökum. 32
svertingjar og fjórir lögreglu-
menn munu hafa orðið fyrir
meiriháttar hnjaski. Lögreglan
handtók 85 svertingja, þ.á.m.
helzta leiðtoga þeirra, séra T.
Y. Roogers. sem er formaður í
mannréttindafélaginu í Tusca-
loosa.
Millisvæðamótið
Spasski er efstur
eftir 14 umferðir
Bent Larsen vann enn einn sig-
ur á millisvæðamótinu í Amster-
dam á sunnudag, en þá var
tefld 14. umferðin, en Boris
Spasskí, sem þá hafði þcgar tek-
ið forystuna vann einnig sína
skák og heldur því forystunni
með hálfum vinningi yfir næstu
menn, Larsen, Tal og Ivkov.
Úrslitin í 14. umferð urðu
þessi: Portisch-Gligoric jafntefli,
^pachmann vann Jérez, Benkö—
Smysloff jafntefli, Spasskí vann
Berger, Bilek—Stein jafntefli,
Lengyel—Tal jafntefli, Reshev-
sky—Bronstein jafntefli, Evans
vann Tringov. Vranesic—Darga
jafntefli, Ivkov vann Quinones,
Larsen vann Rosetto, Foguel-
mann vann Porath.
Tíu hæstu eftir 14 umferðir
eru þá:
• 1) Spasskí 11 stig, 2) Larsen,
Tal og Ivkov 10,5, 5) Bronstein
og Smysloff 10, 7) Reshevsky 9,5.
8) Stein og Lengyel 9, 10) Darga
8,5.
1 15. umferð átti Larsen að
tefla við Portisch, Tal við
Reshevsky, Ivkov við Darga og
Spasskf við Bilek.
Njásna|otur Bandaríkjanna
skotnar niður yíir LA0S
VIENTIANE og PEKING 9/6 — Loftvarnasveitir Pathet
Lao skutu um helgina niður tvær bandarískar herþotur
yfir Laos. Fyrri þotan var skotin niður á laugardaginn,
en hin tæpum sólarhring síðar. Flugmaður þeirrar fyrri
er sagður í haldi hjá Pathet Lao, en hinum var bjargað.
———~'~—————— >S> Flugvélin sem skotin var nið-
PLASTLÍM
GRÍPUR
FLJÓTT
ur á laugardaginn var 1
njósnaferð og sögð óvopnuð.
Því hafði orustaþota af gerð-
inni F-8A, búin flugskeytum,
verið send í fylgd með könn-
unarflugvélunum á sunnudaginn
þeim til verndar. Það fór þó
svo að einmitt hún var skotin
niður.
Það er haft eftir kínversku
fréttastofunni að bandarískar
orustuþotur hafi skotið tveim-
ur flugskeytum á bæinn Khang
Khay á Krukkusléttu í Laos
snemma á sunnudagsmorgun.
Áður höfðu bandarískar njósna-
flugvélar verið á sveimi yfir
bænum.
Vekur furðu
Herfræðingar f Washington eru
sagðir furða sig á því að Pat-
het Lao skuli hafa getað hæft
hinar hraðfleygu orustuþotur.
sem fljúga með 1700 km hraða
á klukkustund að jafnaði. Það
er talið vfst þar vestra að þot-
urnar hafi verið skotnar niður
með flugskeytum.
Bandaríska sendiráðið í Vient-
aiane skýrí'i < dag frá bví afl
enn væri hfd'UO áfram leit að
flugmanninum sem skotinn var I
niður á Iaugardag, enda þótt
Pathet Lao hafi tilkynnt að
hann hafi verið tekinn höndum.
Kínverska stjómin hafnaði í
dag tillögu þeirri sem pólska
stjórnin hefur borið fram og
sovétstjórnin lýst stuðningi sin-
um við, um að haldin verði
ráðstefna sex ríkja um Laos-
málið, Sovétríkjanna og Bret-
lands. sem höfðu formennsku
á Genfarráðstefnunni 1962, Pól-
lands, Kanada og Indlands, sem
eiga fulltrúa í eftirlitsnefndinni
með vopnahléinu, og hinna
þriggja aðila sem deila um
völdin í Laos.
Kínverska stjómin vill að í
þess stað komi öll 14 ríkin sem
fulltrúa áttu á ráðstefnunni
1962 aftur saman í Genf
A-Evrópuríki í
Albióðabankann?
WASHINGTON 9/6 — Starfí
menn Alþjóðabankans staðfest
óbeinlínis í dag orðróm um a
ýms lönd Austur-Evrópu hefði
í hyggju að sækja um aðild a
Alþjóðabankanum oe Alþjóða
gj aldeyrissjóðnum Það var þ
tekið fram að ensar formlega
umsóknir lægiu fv Lönd
in sem nefnd hafa verið eru Sov
étríkin. Pólland, Tékkóslóvakía
r>,''rnenia, Ungverjaland og Búlg
aría.