Þjóðviljinn - 24.06.1964, Síða 2
2 SIÐA
Mðsmimi
Miðvík-udagur 24. júrií 1984
Svíþjóð vann tvö-
faldan sigur á
Norðurlandamótinu
Heim-
ildarmennirnir
Fyrir nokkrum dögum
birti fréttastofa ríkisútvarps-
ins — samkvsemt hárná-
kvæmu mati sínu á „frétta-
gildi“ — ýtarlega frásögn um
ráðstefnu sem bandalag ís-
lenzkra ljósmæðra átti að
hafa haldið í Reykjavík, en
það bandalag hefur aldrei
verið til. Meginefni fréttar-
innar var frásögn af ræðu
sem nafngreindur Vestur-fs-
lendingur átti að hafa haldið
á ráðstefnu þessari og kveðj-
um sem hann hefði flutt frá
félagi íslenzkra Ijósmæðra
vestanhafs, en það félag hef-
ur raunar aldrei verið til
heldur. Síðar um kvöldið
skýrði fréttastofan svo frá
því að öll þessi frásögn hefði
verið uppspuni frá rótum og
voru hlutaðeigendur beðnir
mikillega afsökunar.
Heimildarmenn hinnar upp-
haflegu fréttar hafa vafa-
laust verið lögreglustjórinn
í Reykjavík og menntamála-
ráðherrann.
Flæktir
í vef sínum
Keflavikurgöngumenn voru
innan við 120 segir lögreglu-
stjórinn í Reykjavík. Þeim
fækkaði ofan i 60 segir Morg-
unblaðið t>eir voru 150 segir
Tíminn Þeir voru 153 segir
Alþýðublaðið Þeir voru 130
segir Visir. sem telur bá
tölu sönnun þess hversu
mjög hafi dofnað yfir Sam-
tökum hernámsandstæðinga
frá fyrri göngum, en sama
blað skýrði á sínum tíma frá
því að í fyrstu göngunni
hefðu aðeins verið 60—70
manns. Þannig rætast enn
þau gömlu sannindi að þeir
sem vefa lygavef flækjast
sjálfir í honum.
Annars er það undarlegt
að hemámsblöðin skuli ekki
vera orðin leið á þessu talna-
pexi. Þannig voru til dæmis
áratugum saman spunnar
upp tölur um allar kröfu-
göngur í Reykjavík 1. maí,
enda þótt meginhluti bæjar-
búa hefði verið sjónarvottur
að göngunum. Og eins ganga
tölur hernámsblaðanna nú i
berhögg við þúsundir vitna.
sem óku til móts við gönguna
í hundruðum bifreiða á
sunnudaginn var eða fylgd-
ust með henni í Hafnarfirði.
Kópavogi og Reykjavík. Her-
námsblöðin flekka aðeins
sinn eigin skjöld með tilbún-
um og ósamstæðum tölum,
en þar var raunar ekki hvitt
að velkja
Morgunblaðið fylgir máli
sinu eftir með því að birta
ljósmynd sem tekin er úr
flugvéi i mikilli hæð og sýn-
ir einkanlega hið hrjóstruga
landslag suðurnesja En það
ætti naumast að vera nýjung,
fyrir nokkurn mann að ísland
er stórt i samanburði við
mannfólkið Jafnvei þótt all-
ir íslendingar gengju Kefla-
víkurgöngu með ritstjóra
Morgunblaðsins í broddi fylk-
ingar yrði það aðeins lítill
blettur á mynd. ef nægilega
mikið af landinu væri haft
í baksýn. — Austri.
63. Stórstúkuþing
63. þing Stórstúku Islands
var háð í Oddeyrarskóla á Ak-
ureyri dagana 13. til 15. júni
síðast liðinn.
Þingið sátu rúmlega 60 full-
trúar víðsvegar af landinu og
var stórtemplar. Ólafur Þ.
Kristjánsson, skólastjóri í Hafn-
arfirði, í forsæti. Hann hafði
tekið við yfirstjórn Reglunnar
á Islandi við andlát Benedikts
S. Bjarklind, lögfr., í septem-
ber s.I. ár.
Stórstúkuþingið var háð á
Akureyri að þessu sinni til að
minnast þess, að þar í bæ var
Reglan stofnuð fyrir 80 árum,
eins og getið var um í blöðum
fyrr á árinu.
Á sunnudaginn 14. júní söng
séra Birgir Snæbjömsson há-
tíðamessu f Matthíasarkirkju,
en þingfulltrúar höfðu gengið
til kirkju undir fánum Regl-
unnar.
Gestir þingsins voru dr. Ric-
hard Beck, prófessor, og kona
hans. Flutti dr. Beck þinginu
kveðjur góðtemplara í Vest-
urheimi. bæði norskra og ís-
lenzkra. Þau hjónin færð’.i
Reglunni gjöf í afmælissjóð
hennar.
Á mánudagskvöld efndi Þing-
stúka Akureyrar til hófs í
Sjálfstæðishúsinu þar. Meðal
gesta í hófinu voru m.a. prest-
ar hæjarins, bæjarstjóm Ak-
ureyrar og bæjarstjóri, Magnús
Guðjónsson, er flutti þar á-
varp. Þakkaði hann Reglunni
fyrir mikilvæg störf hennar f
bæjarfélaginu um 80 ára skeið,
og óskaði henni áframhaldandi
vaxtar og viðgangs. Ölafur Þ.
Kristjánsson flutti minni Regl-
unnar og Eiríkur Sigurðsson,
skólastjóri, minni Akureyrar.
Hófinu stýrði Stefán Ág
Kristjánsson, forstjóri.
Þing:ð samþykkti ýmsar á-
lyktanir, m. a. þessarr
..Stórstúkuþingið fagnar því,
að þeim röddum fjölgar sí-
feilt scm mæla gegn áfengis-
neyzlu, og minnir á blaða-
greinar og útvarpserindi um á-
fengisvandamálin, sem vakið
hafa athygli og umtal að und-
anförnu. Leggur stórstúku-
þingið áherzlu á, að lagðar
verði með öllu niður vínveit-
ingar hjá opinberum stofnun-
um og sýni forgöngumenn
þjóðarinnar með því einlægan
stuðning sinn við málið.”
Þingslit fóru fram síðdegis á
mánudag, 15. júní. I nýkjör-
inni framkvæmdanefnd Stór-
stúkunnar eru:
Stórtemplar: Ölafur Þ.
Kristjánsson, skólastjóri, Hafn-
arfirði. Stórkanzlar: Indriði
Indriðason, rithöfundur. R-
vfk. Stórvaratemplar: Þórhild-
ur Hjaltalín, Akureyri. Stór-
kapilán: Þóra Jónsdóttir, Siglu-
f:rði. Stórritari: Kjartan Öl-
afsson, fulltrúi, Kópavogi. Stór-
gialdkeri: Jón Hafliðason, fuli-
trúi, Reykjavík. Stórgæzlu-
maður löggjafarstarfs: Sveinn
Helgason, stórkaupmaður, R-
vík. Stórgæzlumaður ungl-
ingastarfs: Sigurður Gunnars-
son. frv. skólastjóri. Reykja-
vík. Stórgæzlumaður ungm,-
starfs: Gunnar Þorláksson,
fulltrúi. Grettisgötu 6, Rvfk.
Stórfræðslustjóri: Jón Hjart-
ar. Borgamesi. Stórfregnritari:
Njáll Þórarinsson, stórkaup-
maður, Reykjavík. Fyrrv. Stór-
templar: Séra Kristinn Stef-
ánsson, Reykjavík. Heiðurs-
fulltrúi Stórstúkunnar: Jón
ögm. Oddsson. Umboðsmaður
hátemplars er Stefán Ág.
Kristjánsson, forstjóri, Akur-
eyri. (Frá I.O.G.T.)
Góðar síldveiði-
horfur í Noregi
Komið hefur í ljós við rann-
sóknir, að allmikil sfld veður
við Noregsstrendur næstu árin.
Hefur þetta haft í för með sér
lánsumsóknir svo miklar, að
allir sjóðir eru á þrotum.
Svíþjóð vann bæði karla- og
kvennaflokkinn á nýafstöðnu
Norðurlandamóti í bridge.
Sænsku dömurnar báru höfuð
og herðar yfir keppinauta sína
en karlaliðin unnu nauman
sigur frá Dönum, sem voru í
öðru sæti.
Röð og stig landanna í
kvennaflokki voru á þessa leið:
1. Svíþjóð 22 stig
2. Danmörk 13 st'g,
3. Noregur 13 stig,
4. Finnland 8 stig,
5. Island 4 stig;
--------------------:----§
Hlaut 9,63 á
landsprófínu
I vor gengu 23 námsmeyjar
undir landspróf í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Framhalds-
einkunn (6) náðu 22. þar af
16 fyrstu einkunn. Tvær hlutu
ágætiseinkunn, Anna Björg
Halldórsdóttir, Hafnarfirði, 9,63
— en það er hæsta einkunn
sem tekin hefur ver ð á lands-
prófi við Kvennaskólann —
og Lára H. Maaek, Reykjavík, i
9,48.
Islenzka kvennaliðið vann
einn leik með 4 vinningsst:gum
gegn 2 og var það gegn Finn-
landi. Ekki var almennt bú-
izt við að þær kæmust úr
neðsta sætinu og má ef t:l vill
segja að þau 4 stig, sem þær
fengu hafi verið óvænt.
Röð og stig landana í karla-
flokknum var eftirfarandi:
1. Svfþjóð II. 39 st.
2. Danmörk II. 33 —
3. Noregur I. 27 —
4. Danmörk I. 25 —
5. Svíþjóð I. 23 —
6. Noregur II. 22 —
7. ísland II. 20 —
8. Finnland II. 18 —
9. ísland I. 17 —
10. Finnland I. 16 —
Urslit:
1. Sviþjóð 62 st.
2. Danmörk 58 —
3. Noregur 49 —
4. ísland 37 —
5. Finnland 34 —.
Islenzku sveitimar í karla-
flokki hlutu tæp 40% vinn-
inga. Hin lélega frammistaða
þeirra kom töluvert á óvart.
því almennt var þe:m spáð
briðia sæti og jafnvel öðru af
þeim bjartsýnustu.
Næsta Norðurlandamót verð-
ur haldið í Reykjavík árið 1966
og verður það fyrsta stórmót í
bridge, sem haldið verður hér-
lendis.
Fyrra sunnudag var 10. sýningin á óperettunni Sardasfurstinnunni
í Þjóðleikhúsinu. Ragnar Björnsson stjórnar nú hljómsvcitinni.
Hann tók við stjórn hljómsveitarinnar á níundu sýningunni. Að-
sókn hefur verið góð og oftast uppselt. Ópercttan veröur aðcins
sýnd til 30. þ.m. en þá kemur rússneski ballettinn og verður þá
að hætta sýningum á Sardasfurstinnunni. Oft er vandkvæðum
bundið að ná í aðgöngumiða á síðustu sýningar og er leikhúsgest-
um því vinsamlega bent á að tryggja sér aðgöngumiða tímaniega.
Myndin er af Eygló og Erlingi í aðalhlutverkunum.
60 fulltrúar sátu
10 félög fatlaðra
700-800 félagar
Sjötta þing Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, var
háð á Húsavík dagana 29.—31.
maí s.l. Þing:ð var sett í Sam-
komuhúsinu föstudaginn 29.
maí kl. 10 f.h. Formaður lands-
sambandsins, Theodór A. Jóns-
son. setti þingið með ræðu.
Mættir voru til þings 34 full-
trúar frá 8 félögum.
Þingforsetar voru kosnir þe r
Sigursveinn D. Kristinsson. R-
vík og Jón Þór Buch, Húsavík,
Þingritarar voru kosnir Sigmar
Ó. Marfusson, Reykjavík.
Heiðrún Steingrímsdótt’r, Ak-
ureyri, Konráð Þorsteinsson
Reykjavík og Friðrik Á. Magn-
ússon Keflavík.
Að lokinni kosningu starfs-
manna þingsins flutti formaður
same'ginlega skýrslu stjórnar
og framkvæmdastjóra.
Innan landssambandsins eru
10 fél. með á áttunda hundrað
virka félaga og álíka marga
styrktarfélaga.
Skrifstofa landssambandsins
er að Bræðraborgarstíg 9. Til
hennar leituðu á síðasta starfs-
ári á áttunda hundrað manns,
þar af voru beinar fyrirgreiðsl-
ur 247.
1 ágúst s.l. var haldinn i
Reykjavik stjórnarfundur VNl
(Bandalags fatlaðra á Norður-
löndum). Sóttu fundinn full-
trúar frá öllum Norðurlöndun-
um og voru þar rædd ýmis
hagsmunamál fatlaðra,
Stærsta verkefni er landsam-
bandið vinnur að, er undir-
búningur að byggingu vinnu-
og dvalarheimilis fyrir fatlaða
í Reykjavík. Hefur Gísli Hall-
dórsson ark'tekt tekið að sér
að teikna húsið.
A árinu var gefið út og
dreift um allt landið kynning-
arriti um tilgang og markmið
samtakanna.
Skuldlaus eign landssarht- ■
bandsins var í árslok kr.
814.610.00.
Starfsemi einstakra félags-
deilda var mjög góð. Á vegum
þeirra eru nú reknar 2 vinnu-
stofur. á ísafirði og Siglufirði.
Þá munu taka til starfa á þessu
ári vinnustofur í Reykjavík og
á Akureyri.
Félagslíf var mjög mikið hjá
deildunum.
Meðal samþykkta þingsins
voru þessar:
Tryggingamál.
,,Að löggjöf verði sett um
endurhæfingu öryrkja á grund-
velli þess lagafrumvarps, sem
mill:þinganefnd hefur lagt
fram. (Á vegum Sjálfsbjargar
starfaði nefnd, er lagði fyrir
þingið drög að lögum um end-
urhæfingu öryrkja, eftir danskri
fyrirmynd)
Að lögin um ríkisfram-
færslu sjúkra manna og pr-
kumla verði endurskoðuð. Að
endurskoðuð verði reglugerð
um úthlutun örorkustyrkja frá
27. nóv. 1961. Sérstaklega verði
fellt hið óréttláta ákvæði um
úthlutun örorkubóta til fatl-
aðra húsmæðra, en þeim
tryggður sami bótaréttur og
öðrum þjóðfélagsþegnum.
Að aðstándendur barna með
skerta orku, verði tryggð
greiðsla á öllum kostnaði, sem
af fötlun þeirra le'ðir.”
Farartækjamál
„1. Að' árlega verði úthlut-
að til öryrk.ia allt að 250 bif-
reiðum. 4—5 manna.
2. Að öryrkjar hafi frjálst val
bifreiðategunda.
3. Að úthlutun bifreiða til
öryrkja fari fram samkvæmt
reglugerð.
4. Að heimiluð verði endur-
veiting á farartækjum til ör-
yrkja.”
Atvinnu- og félagsmál
„Að landssambandsstjórn
ráði sjúkraþjálfara, sem geti
ferðazt milli þeirra félags-
deilda, sem slíkrar þjónustu
kynnu að óska.
Að kjörin verði milliþinga-
nefnd. er kynni sér á hvern
hátt húsnæðismál fatlaðra
verði bezt leyst og giöri um
það raunhæfar tillögur.
Að þingið ítreki áskonm til
Alþingis að brevta lögunum
um Erfðafjársjóð.”
Á sunnudag sátu þingfulltrú-
ar hádegisverðarboð bæjar-
stjórnar Húsavíkur. Bæjar-
stjórinn, Áskell E:narsson bauð
fulltrúa velkomna, gat um hið
merkilega starf sem samtök-
in vinna og árnaði þeim allra
heilla. Sigursveinn D Krist-
insson þakkaði fyrir hönd þing-
fulltrúa.
Trabant '64
Höfum nokkra nýja bíla, óráðstafaða nú
þegar. — Kynnið ykkur skilmála okkar.
B í L A V A L Laugavegi 90-92.
Síldarsöltunarstúlkur
Söltunarstöðina BJÖRG h/f, Raufarhöfn
vantar enn nokkrar góðar síldarsöltunar-
stúlkur í sumar.
FRÍAR FERÐIR
FRÍTT HÚSNÆÐI
GOTT HÚSNÆÐI
KAUPTRYGGING
ÓDÝR FÆÐISSALA fyrir þær sem
vilja.
Fullkominn söltunarbúnaður er léttir og
eykur afköstin. — Flokkunarvél — Afla-
skip Ieggja upp síld hjá okkur — Upplýs-
ingar í síma 36906 og hjá BJÖRG h/f,
Raufarhöfn.