Þjóðviljinn - 24.06.1964, Qupperneq 10
ÞIÓÐVILJINN
við, en tók þó hónd hennar og frá ghigganum og að föðumum
■■■ ...... Miðvikudagur 24. júní 1964
Stofnað félag um
kísilgúrverksmiðju
Veðrið var stillt og hráslaga-
legt Undir kvöld kæmi rigning.
Gegnum þétt vetrarskýin yfir
flugvellinum heyrðust öðru
hverju drunur í ósýnilegum vél-
um. Þótt enn væri skammt liðið
á daginn. var kveikt á öllum
ljósum í veitingahúsinu. Áætlun-
arvélin frá New York var á eftir
áætlim og hávær, dimm rödd
hafði tilkynnt í hátalarann á
frönsku og ensku að brottförin
til Rómar drægist um hálftíma.
Hið önrurlega, sem alltaf hvílir
yfir flugvöllum, þetta sambiand
af hraða og kvíða og er orðið
eðlilegur fylgifiskur ferðalaga.
nútímans, vegna þess að engum
finnst skemmtilegt að bíða þess
að flugvél leggi upp, varð enn
sterkara vegna veðursins. 1 neon-
Ijósabirtunni sýndust allir lasnir
og syfjaðir. 1 loftinu lá einhver
grunur um, að hver einasti far-
þegi myndi fúslega afpanta far-
miðann sinn og fara með skipi
eða jámbraut eða bíl. ef hann
féngi tækifæri til.
I einu homi veitmgahússins
þar sem borðin vorj skreytt
raunalegum mjófánum flugfé-
laga sem komu þama viðr-eátu
maður og kona og biðu og
drukku kaffi meðan þau horfðu
á tvö lítil böm, dreng og stúlku,
sem stóðu með nefið upp við
stóra gluggann, sem vissi út að
flugvellinum.
Maðurinn var hávaxinn, með
langt, beinabert andlit. Hárið var
gróft og dökkt. vandlega aftur-
kembt, ögn síðara en stutt-
klippt, og í því vottaði fyrir
hærum, sem sáust þó aðeins þeg-
ar nær var komið. Augun voru
djúplæg og blá undir miklum
brúnum og augnalokin þung og
vemdandi, þannig að hann sýnd-
ist fáskiptinn og þó athugull og
gæddur kaldri dómgreind. Hreyf-
ingar hans voru hægar og var-
legar, rétt eins og hann kynni
betur við sig undir beru lofti í
gömlum fötum og hann hefði ár-
um saman neyðzt til að hrærast
í takmörkuðum vistarverum. sem
voru ögn of litlar fyrir hann.
Hann var óvenju fölur eins og
þeir sem búa í stórborgum á vet-
uma. Þolinmæði og geðprýðis-
svipur hans virtist einmitt þessa
stundina svolítið þvingaður. Or
fjarlægð bar ekki mikið á þessu
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreíðsln og
snyrtlstofa STEINtl og DÖDÓ
Langavegl 18 m n flyfta)
SfMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SlMl 33988. Hárgreiðslu- og
siyrtlstofa.
Dðmnr’ Hárgrelðsla «dð
aílra hæfi
TJARNAKSTOFAN
Tjarnargðtn 10. Vonarstrætis-
megin. - SfMl 14662.
HARGRETOSLDSTOFA
AtJSTURB/EJ AR
(Maria Guðmundsdóttir)
Langavegt 13 — SÍMi 1465f>
— Nnddstofa á sama stað -
og hann sýndist hraustur, kvikur
og áhyggjulaus. Konan var rúm-
lega þrítug með frítt andlit, sem
látlaus grá útiföt undirstrikuðu
á notalegan hátt. Hún var með
svart, stuttklippt hár, greitt aft-
ur eftir nýjusbu tízku, og stór
grá augu hennar í hvítu, þrí-
hymdu andlitinu voru fagurlega
snyrt. Fas hennar var með hóg-
værum glæsibrag, þegar hún sat
teinrétt eða hreyfði sig ákveðið
og með yndirþokka, án allra ó-
þarfa hreyfinga, fötm virtust
fersk, röddin ferek. Hún var
frönsk og sýndist frönsk, par-
ísarkona með parísarsvip, með
rósemi og öryggi í svipnum og
meðfæddan hæfileika til að með-
höndla fólk með lipurð og hátt-
vísi. Bömin tvö vom vel upp-
alin og þokkaleg, og ef fjölskyld-
an var ekki skoðuð úr of mikilli
nálægð. var hún einmitt af þvi
tagi sem auglýsingamenn vilja
gjama notfæra sér, allir brosandi
útundir eyru í litum á flugvelli
til þess að sýna hversu örugg og
skemmtilegt sé að ferðast með
flugvélum. En sólin hafði ekki
látið sjá sig í París í sex daga,
neonljós veitingahússins af-
skræmdu allt sem. þau skinu á,
og þessa stundina brosti ekkert
þeirra.
Bömin reyndu að hreinsa
hluta af rúðunni, sem var mött
og rákótt af gufu. Flugvélamar
sáust, óljóst, eins og þær væru
í vatni.
— Þetta er Vih-count. sagði
drengurinn við systur sína. Það
er skrúfuþota.
— Viscount, sagði maðurinn.
Þannig er það sagt á ensku,
Charlie. Rödd hans var djúp og
var í góðu samræmi við stærð
hans.
— Væ-count, sagði drengurirm
hlýðinn. Hann var fimm ára
gamall. Hann var alvarlegur og
hátíðlegur, vegna þess að hann
var að kveðja föður sinn.
Konan brosti, Hafðu ekki á-
hyggjur af þessu, sagði hún.
Þegar hann verður tvítugur,
verður hann búinn að læra að
tala eitt mál i einu. Hún talaði
ensku, hratt með dálitlum
frönskum hreim.
Maðurinn brosti viðutan til
hennar. Hann hafði reynt að fá
leyfi til að fara einn á flug-
völlinn. Hann þoldi ekki þessar
löngu kveðjustundir. En konan
han9 hafði endilega viljað aka
honum þangað og hafa bömin
með. Þeim finnst svo gaman að
sjá flugvélamar, hafði hún sagt.
En maðurinn hafði óljósan grun
um, að hún hefði komið í þeirri
von, að hann myndi skipta um
skoðun á síðustu stundu, ef þau
vænx öll viðstödd, og aflýsa
brottförinni. Eða að minnsta
kosti að hin fagra mynd af þeim
þremur, hinni fallegu móður og
tveimur elskulegu bömunum við
hlið hennar, sæti föst 1 huga
hans og hann myndi flýta sér
sem mest heim aftur.
Hann drakk rammt kaffið og
leit óþolinmóðlegn á klukkuna.
Mér leiðast flugvéllir, sagði
hann.
Mér líka, sagði kox an. 1 annað
hvort skipti. Mér i /kir gaman
þegar fólk er að koma. Hún
rétti fram höndin". og snerti
hann. Honum varð óþægilega
þrýsti hana. Ég er í leiða skapi.
hagsaði hann.
— Þetta er ekki langur tími,
sagði haim. Ég kem bráðum
heim aftur.
— Ekki nógu fljótt, sagði hún.
Aldrei nógu fljótt.
— Þegar ég verð stór, sagði
Charlie, þá ætla ég bara að ferð-
ast með avions á réaction.
— Þotum, Charlie, sagði mað-
urinn ósjálfrátt.
— Þotum. sagði drengurinn, án
þess að snúa sér frá glugganum.
Ég verð að gæta mín, hugs-
aði maðurinn, annars vex hann
upp í þeirri trú að ég sé alltaf
að leiðrétta hann. Það er ekki
honum að kenna, að hann skuli
alltaf tala frönsku öðrum þræði.
— Ég skil vel að þú sért ákaf-
ur í að komast frá París í svona
veðri, sagði konan hans.
— Ég er nú ekki svo ákafur,
sagði maðurinn. En ég má til.
— Já, auðvitað, sagði konan
hans. Hann hafði verið giftur
henni nógu lengi til að vita, að
þegar hún sagðd „auðvitað“ á
þennan hátt, þá meinti hún allt
annað.
— Þetta eru miklir peningar,
Helena. sagði hann.
— Já, Jack, sagði hún.
1
— Mér er illa við flugvélar,
sagði litla stúlkan. Þær fara burt
með fólk.
— Já, auðvftað, sagði drengur-
inn. Til þess eru þær, kjáninn
þinn.
— Já. en mér er illa við flug-
vélar, sagði litla stúlkan.
— Það er meira en fjögurra
mánaða laun, sagði Jack. Þá get-
um við loksins fengið okkur
nýjan bíl. Og farið á einhvern
almennilegan stað í sumar aldrei
þessu vant.
— Já, auðvitað, sagði hún.
Hann saup aftur á kaffinu og
leit enn á úrið.
— Það var bara óheppilegt að
þettá skyldi koma einmitt núna,
sagði hún.
— Það er einmitt núna, sem
hann hefur þörf fyrir mig, sagði
Jack.
— Já, þú ert auðvitað dóm-
bærari á það en ég.
— Hvað áttu við með því?
— Ég á ekki við neitt. Ég ætl-
aði bara að segja, að þú vitir
j þetta betur en ég. Ég þekki ekki
einu sinni manninn. Ég hef heyrt
þig minnast á hann öðru hverju,
en það er líijja allt og sumt. Það
er bara . . .
— Bara hvað?
— Bara það, að fyrst þið eruð
svona góðir vinir eins og þú
segir. —
— Vorum.
— Jæja, voruð. Það er skrýtið
að hann skuli aldrei nokkum
tíma í öll þessi ár hafa gert neitt
til að ná sambandi við þig.
— Þetta er í fyrsta skipti sem
hann kemur til Evrópu. Ég sagði
þér það. —
— Já, ég veit vel, að þú sagðir
mér það, sagði hún. En hann er
búinn að vera í Evrópu í meira
en hálft ár. Og hann hefur ekki
einu sinni nennt að skrifa þér
fyrr en í vikunni sem leið . . .
— Það er of langt um liðið til
þess að ég geti skýrt þetta fyr-
ir þér, sagði Jack.
— Pabbi, drengurinn sneri sér
hefur þú nokkum tíma verið í
flugvél sem kviknaði í?
— Já, sagði Jack.
— Hvað kom fyrir?
— Þeir slökktu eldinn.
— Það var gott, sagði dreng-
urinn.
— Já.
Drengurinn sneri sér aftur að
systur sinni. Pabbi hefur verið
í flugvél sem kviknaði í. sagði
hann. — En hann dó ekki.
— Anna hringdi í morgun,
sagði Helena, og sagði að Jói
væri úrillur yfir því að þú skyld-
ir fara einmitt núna.
Jói Morrison var yfirmaður
Jacks og Anna var konan hans.
Anna Morrison og Helena voru
vinkonur.
— Ég sagði við Jóa í vikunni
sem leið, að ég vildi gjaman fá
frí dálítinn tíma. Ég á heilmik-
ið inni. Hann sagði að það væri
allt í lagi.
— Já, en svo kom þessi ráð-
stefna, og þá sagðist hann hafa
þörf fyrir þig, sagði Helena. Og
Anna sagði. að þú hefðir tekið
reglulega upp í þig við Jóa.
— Ég var búinn að lofa að
koma til Rómar. Þeir þurfa á
mér að halda.
— Jói þarf líka á þér að halda,
sagði Helena.
— Hann neyðist til að komast
af án mín í hálfs mánaðar tíma.
— Þú veizt nú hvemig Jói er
í sambandi við traust, sagði
Helena. Jack stundi. Já, ég veit
það, sagði harm.
— Hann hefur flutt fólk úr
stað fyrir minna en þetta, sagði
Helena. Við eigum á hættu að
verða send til Ankara eða fraks
eða Washington í september.
— Washington. sagði Jack með
skelfingu í röddinni. Drottinn
minn!
— Myndirðu kæra þig um að
búa í Washington?
— Nei, sagði Jack.
— Þegar ég verð átján ára,
sagði drengurinn, ætla ég að
fljúga gegnum Ia barriere deson.
— Nú skal ég segja þér eitt,
sagði Helena. Þér þykir ekki
vitund leiðinlegt að vera að fara.
Ég hef gefið þér gætur undan-
fama þrjá daga. Þú ert alveg
ólmur í að komast að stað.
— Ég er ólmur í að eignast
þessa peninga, sagði Jack.
— Það liggur eitthvað rneira á
bakvið.
— Mig langar líka til að
hjálpa Delaney, sagði Jack. Ef
ég get hjálpað honum.
— Það liggur líka meira en
það á bakvið. sagði hún. Hún
virtist vera leið yfir því. Upp-
gefin, falleg og leið yfir því,
hugsaði hann. Þú ert líka ólmur
í að komast burt frá mér. Eða
okkur. Hún benti með hanzka-
klæddri hendinni á bömin.
— Heyrðu mig nú, Hélena.
— Ekki fyrir fullt og al'lt, ég
á ekki við það, sagði hún. En
þessa stundina. 1 nokkum tíma.
Jafnvel þótt þú eigir á hættu að
Jói Momson reiðist þér.
— Ég vil alls ekki ræða þetta,
sagði hann þreytulega.
— Og þú hefur reyndar ekki
sofið hjá mér í meira en hálf-
an mánuð. sagði hún.
— Það er einmitt út af þessu
sem ég vil ekki að fólk fylgi mér
á flugvöllinn. Samtölum af þessu
tagi.
— Fólk, sagði hún.
— Þú.
— 1 gamla daga, hélt hún á-
fram og röddin var ástúðleg og
eðlileg og laus við ásökun, þeg-
Undanfarið hafa farið fram
viðræður á milli fulltrúa íslenzku
ríkisstjómarinnar og torstjóra
hollenzka fyrirtækisins AIME
um samvinnu um byggingu kís-
ilgúrverksmiðju við Mývatn.
Viðræður þessar hafa nú leitt
til þess, að laugardaginn 20. þ.m.
var stofnað undirbúmingsfélag,
Kísiliðjan h.f., samkvæmt heim-
ild í lögum nr. 22, 21. maí 1964,
um kísilgúrverksmiðju við Mý-
vatn.
Stofnendur félagsins eru ís-
lenzka ríkið og félagið SACO-
MIN S.A. í Ziirich, sem er dótt-
urfyrirtæki hollenzka féiagsins
AIME.
Stofnsamning félagsins undir-
ritaði Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, fyrir hönd ríkis-
ins, og fyrir hönd SACOMIN S.
A. var hann undirritaður af C.
H. Kostering, sem er fram-
kvæmdastjóri beggja félaganna
SACOMIN S. A. og AIME.
Hlutafé félagsins er 10 miljón-
ir króna. Leggur íslenzka ríkið
fram 80% þess og SACOMIN S.
A. 20i% þess.
Markmið félagsins er að a«n-
ast skipulagningu og annan und-
irbúning að byggingu og rekstri
verksmiðju við Mývatn, er fram-
leiði minnst 10.000 tonn árlega
af kísilgúr úr botnleðju Mý-
vatns.
Eftirtaldir menn hafa verið
skipaðir í stjórn félagsins:
Magnús Jónsson, bankastjóri,
stjórnarformaður, Karl Kristj-
ánsson, • alþingismaður, Pétur
Pétursson, fo;rstjóri, Stefán Stef-
ánsson, bæjairverkfræðingur, Ak-
ureyri, C. H. Kostering, for-
stjóri.
Stofnfundi lauk með þvi, að
iðnaðarmálaráðherra, Jóhann
Hafstein, ámaði félaginu heilla
og þakkaði stóriðjunefnd vel
unnin störf við undírbúning
máls þessa, en formaður hennar,
dr. Jóhannes Nordal, bankastj.,
var viðstaddur stofnun félags-
ins. Einnig voru viðstaddir
Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt-
isstjóri, og Halldór Jónatansson,
ritari Stóriðjunefndar, auk
stjórnarmanna hins nýja félags.
(Frá Iðnaðarmálaráðuneytinu).
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Prentsmiðja ÞjóBviljans
LOKAÐ
Sölubúðum, heildsöluafgreiðslum og skrif-
stofum félagsins verður lokað í dag kl. 2
e.h. vegna jarðarfarar.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
VORTJR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi •—• Kakó.
KRON - búðirnar.
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skiþum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAND SVN 1-
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
— P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.