Þjóðviljinn - 24.06.1964, Síða 12
Fiskoflinn þrjá
fyrstu mán.
Þjóðvilianum hefur borizt
skýrsla frá Fiskifélaginu um afla
báta og togara þrjá fyrstu mán-
uði þessa árs, og er hér birt
það helzta úr henni. Fiskurinn
er talinn í tonnum, og í svigum
eru sambærilegar tölur frá síð-
asta ári:
Þorskur ....... 88.607 ( 71.530)
Ýsa .......... 17.828 ( 16.590Í
TJfsi ........... 8.330 ( 3.166)
Langa ........... 2.249 ( 2.784)
Steinbítur .... 3.360 ( 6.329)
Keila ........... 2.346 ( 3.535)
Karfi ........... 3.507 ( 3.987)
Síld .......... 64.366 ( 62.420)
Loðna ........... 8.640 ( 0)
Annar fiskur .. 1.427 ( 1.900)
Þrír ættliðir í Kefíavíkurgöngunni
Erindi um aðstoð
við vanþróuð lönd
Samtals ...... 200.650 (172.221)
Þar af var bátafiskur 187.085
(156.843) en togarafiskur 13.566
(15.378).,
Síldaroflinn
um helgina
300 þús. mál
í lok siðustu viku va heildar-
síldaraflinn orffinn 301.331 mál
6g tunnur en var á sama tíma
í fyrra 134.134 mál og tunnur.
295.915 mál hafa farið í bræðslu
en 5.422 tunnur í frystingu.
Nam vikuaflinn 147.075 málum
og tunnum en var í sömu vikti
í fyrra 77.484 mál og tunnur.
Á miðnaetti sl. laugardag skipt-
ist braeðslusíldaraflinn þannig
eftir löndunarstöðum:
.... 86.374 mál
..i.. 62.447 —
.... 41.235 —
.... 30.948 —
.... 21.162 —
.... 18.267 —
Reyðarfjörður ....... 13.532 —
Húsavík ............... 8.942 —
Fáskrúðsfjörður .... 6.950 —
Breiðdalsvík .......... 3.953 —
Bakkafjörður . 2.105 —
Raufarhöfn ..
Siglufjörður
Vopnafjörður
Krossanes
Seyðisfjörður
Hjalteyri
Þessi mynd er tekin í einum áningarstað Keflaví kurgöngunnar og er af þrem ættliðum er þátt tóku
í göngunni. Talið frá vinstri: Kristin Thorlacius. Ásl aug Thorlacius, eldri og Áslaug Thorlacius, yngri.
Bíleigendur á Siglufirði í
stríði við try gging af élögin
SIGLUFIRÐI — Mjög mikil óánægja er meðal bifreiða-^
eigenda hér á Siglufirði vegna þess að tryggingagjöld af
bílum þeirra hafa hækkað miklum mun meira en annars-
staðar á landinu.
Á Siglufirði hafa tryggingaið-
gjöldin af bifreiðum ekki aðeins
hækkað eins og annarsstaðar á
landinu, heldur hefur bærinn
einnig verið fluttur milli áhættu-
svæða, þannig að hækkun bif-
reiðatryggingaiðgjaldanna hér
nemur 100—115% á sama tíma
Lóðaúthlutun í
Árbæjarhverfi
□ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt úf-
hlutun lóða undir þriggja hæða sambýlishús í Ár-
bæjarhverfi, samtals 95 stigahús með 6 íbúðum
hvert eða alls fyrir 570 íbúðir.
Lóðunum var úthlutað til
byggingarsamvinnufélaga, bygg-
ingarmeistara, hlutafélaga og
einstaklinga.
Frestur til greiðslu gatna-
gerðargjalds sem er 26 kr. á
rúmmetra er settur til i. ágúst
nk., og fellur lóðaúthlutunin úr
gildi án sérstakrar tilkynningar
hafi gjaldið þá ekki verið greitt.
Gert er ráð fyrir að afhend-
ing mæliblaða að lóðunum geti
hafizt eftir 1. ágúst og trúlegt
áð bygging á þeim geti ekki
hafizt fyrr en í byrjun septem-
ber.
Óskilamunir að
Miósiræti 3
Skrifstofa hernámsandstæð-
inga að Mjóstræti 3 er opin
daglega frá kl. 14 til 18.30.
Nokkrir óskilamunir frá göng-
unni eru á skrifstofunni og er
göngufólk beðið að athuga um
þá. Um leið og forsvarsmenn
Keflavíkurgöngu þakka fyrir all
an fjárhagsstuðning, sem her-
námsandstæðingar hafa veitt
samtökunum viljum við benda
á að ennþá er tekið á móti
fjárframlögum vegna mikils
kos'naðar við gönguna og út-
gáfu dreifiblaða í sambandi við
hana.
Listi yfir lóðaúthlutunina
verður birtur í blaðinu á morg-
un, svo og skilmálar borgar-
ráðs.
og gjaldahækkunin er um 50 af
hundraði annars staðar.
Fyrir tveim vikum sendu sigl-
firzkir bifreiðaeigendur, eigend-
ur rösklega 200 bifreiða. trygg-
ingafélögunum í Reykjavík mót-
mæli. þar sem þess var krafizt
að fyrmefndur flutningur Siglu-
fjarðar milli áhœttusvæða yrði
ekki framkvæmdur heldur yrði
bærinn talinn til sama áhættu-
svæðis og áður.
Nú hefur það gerzt á málinu,
að tryggingafélag eitt á Norður-
landi hefur boðið Siglfirðingum
verulega lækkun á tryggingaið-
gjöldum bifreiða frá því sem
fyrirhugað var og fyrr var greint
frá.
ÞJÓÐVILJANN
vantar ungling til
blaðburðar í
MÚLAHVERFI.
Afgreiðslan
sími 17-500.
Norrænu fiskimálaráðstefn-
unni var haldið áfram i gær.
Um morguninn heimsóttu þátt-
takendur frystihús í Reykjavík,
Isbjörninn, frystihús Tryggva
Ófeigssonar að Kirkjusandi og
frystihús Bæjarútgerðarinnar.
Síðan var haldið í Háskólann
og þar flutti Jöran Hult for-
stjóri frá Svíþjóð íyrirlestur um
stofnun þá í Svíþjóð, sem sér
um laxarannsóknir. Eftir hádegi
flutti Poul Fr. Jensen verkfræð-
ingur frá Danmörku fyrirlestur
um alþjóðlega stöðlun á fiski
og fiskafurðum. Þá var sýnd
kvikmynd um fisklirannsóknir
við Austur-Grænland, dr. phil.
Paul M. Hansen frá Danmörku
flutti skýringar. Um kvöldið
sátu þátttakendur ráðstefnunn-
ar svo veizlu í Hótel Sögu í
boði Samtaka fiskframleiðenda
Og fiskútflytjenda.
☆ ☆ ☆
í dag, klukkan 10 f. h. heldur
Garl Lindskog forstjóri frá Sví-
þjóð fyrirlestur í Háskólanum
um aðstoð við vanþróuðu lönd-
in á sviði fiskveiða. Eftir há-
degi er svo þátttakendum boðið
í siglingu upp í Hvalfjörð til
að skoða hvalstöðina. Ráðstefn-
unni lýkur á föstudagskvöld á
Þingvöllum.
Brœla á
miðunum
1 fyrrinótt var stormur a
síldarmiðunum fyrir austan
og nær ófært veiðiveður á
miðunum. Hamravík kastaði
þó og fékk sjö hundruð mál.
Löndunarbið er á öllum Aust-
fjarðarhöfnum svo og á Rauf-
arhöfn.
Rosafrétt Vísis var
alveg tilhæfulaus
Vísir birtir í gær yfir þvera forsíðu með stóru letri
furðufrétt: ,,1000 ÍBÚÐUM ÚTHLUTAÐ TIL REYKVÍK-
INGA I DAG ‘.
Enginn minnsti fótur er fyrir fréttinni, en hún heldur
áfram í sama dúr og virðist sá sem birtir þannig forsíðu-
frétt yfir þvera forsíðu Vísis hafa misskilið gersamlega
frétt um lóðaúthlutun borgarráðs í gær, svo hann virðist
halda að ÍBÚÐUM hafi verið úthlutað. Og birtir rosafrétt
sína auðvitað Reykjavdkurihaldinu til dýrðar.
Verður spaugilegt að sjá „leiðréttingar“ blaðsins í dag
á þessari einstæðu rosafrétt, sem varla mun eiga sinn
líka í íslenzkri blaðamennsku.
Framhaldssaga
eftir höfund
„llngu ljónanna“
Irwin Shaw.
Þá er lokið frásögninni um
skólastrákana hans Scherfigs
og í dag hefst ný og að sjálf-
sögðu mjög spennandi fram-
haldssaga í blaðinu.
Hún er eftir bandarískan
höfund, Irwin ShawA, Hann er
fæddur árið 1913 í New York,
var þar við háskólanám og
hefur síðan lagt gjörfa hpijd
á margt. Skömmu fyrir stríð
fór einkum eitt þeirra, „Fína
fólkið", mjög víða, en það er
gamanleikur um gangstera. En
þekktasfcur er Shaw fyrir
stríðssögu sína „Ungu Ijónin"
en eftir henni var gerð kvik-
mynd sem töluvert umtal
vakti.
Sagan sem hefst i dag heitir
„Tvær viknr í annarri borg“.
Hún fjallar um vinsælt efni,
Amerikana í útlöndum — að
þessu sinni eru þeir settir nið-
ur í Rómaborg í tvær vikur
og eru þar saman komnir
fyrrverandi leikari og svo
kvikmyndaframleiðandi og
núverandi og fyrrverandi eig-
inkonur og margt fólk annað.
Og gerast ósköpin öll á þess-
um tveim vikum sem sagan
stendur.
DREGID EFTIR12 DACA
í dag eru 12 dagar eftir, þar
til dregið verður í 2. flokki
Happdrættis Þjóðviljans 1964.
Þessa 12 daga verðum við að
nota vel og ætfcu þeir sem
fengiff hafa senda miða ekki
draga það til síðasta dags að
gera skil. Blaðið okkar er
alltaf 1 fjárþröng og er þvi
hver peningur kærkominn,
sem inn kemur fyrir selda
miða. Gerum myndarlegt á-
tak þessa síðustu daga svo að
árangurinn af happdrættinu
megi verða sem mestur og
beztur. Hafið samband við
skrifstofu happdrættisins að
Týsgötu 3, sími 17514, opin
kl. 9—12 og 1—6 e.h.
í dag kynnum við svo 5.
vinninginn í happdrættinu
sem er 21 dags ferð frá
Reykjavík um Miinchen til
Júgóslavíu. Lagt verður af
stað 5. september og flogið
til Lúxemborgar, en næsta
dag verður haldið til Munch-
en og gist þar. — 7. septem-
ber verður haldið með lang-
ferðabifreið í hálfsmánaðar
ferðalag suður til Júgóslavíu.
Farið verður um Salsburg til
Villach og gist þar en síðan
haídið suður Karavankefjöll
og Prokorenskarð til hins
fræga Alpavatns Bled. Þaðan
verður farið um Bosníu með
viðkomu í Banja Luka og
Jajece til Sarajevo en þangað
verður komið á þriðja degi
ferðarinnar. Frá Sarajevo
verður svo haldið með fram
Neretaánni til Mostar og að
lokum til Dubrovnik sem
nefnd hefur verið „peria
Adríahafsins*1 Þar verður
dvalizt í 4 daga og farnar
stuttar ferðir um nágrennið
og verið á baðströndinni. Far-
ið verður í stuttar ferðir til
Kotorflóa, Lovcenfjalls, Split-
eyju, Salona. Plitvicevatns og
hinir frægu Postojnahellar
skoðaðir. Frá Spliteyju verður
haldið til Zafar, Opatija, Bled,
Gostein og Miinchen, en þang-
að verður komið á 15. degi
ferðarinnar þann 21. septem-
ber. Heimleiðis verður flogið
frá Luxemborg 24. eða 25.
september.
■Júgóslavía er nú orðin eitt-
hvert vinsælasta ferðamanna-
land Evrópu, og fá eða engin
Evópulönd munu verða ódýr-
ari að ferðast um auk þess
sem landið hefur upp á að
bjóða marga mjög fagra og
sérkennilega staði og frægar
baðstrendur.
mommiiNN
Miðvikudagur 24. júní 1964 — 29. árgangur — 138. tölublað.
Frá norrænu fiskimálaráðstefnunni