Þjóðviljinn - 28.06.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.06.1964, Qupperneq 1
Af efni SUNNUDAGS, fylgirits Þjóðviljans í dag, skal jjetta ntfnt: ■ Hve marga miljónatugi græddi sjávarútvegurinn á starfi sérfraeðings Bún- aðardeildarinnar? — við- tal við Geir Gígja skor- dýrafræðing. Erfitt slökkvi- starf í Hampiðj- unni í fyrrinótt ■ í fyrrinótt kom upp eldur í Hampiðjunni, og logaði þar í efnisbirgðum verksmiðjunnar. Slökkviliðið var enn á staðnum er Þjóðviljinn fór í prentun 1 gær, og vann að því að ná hampböllum út úr verksmiðjunni. ■ Flogið til Angmagsalik — grein með myndum eftir Björn Þorsteinsson sagn- fræðing. ■ Kapp er bezt með forsjá — frásögn eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnar- nesi. ■ Áður en jörðin var* til — þýdd grein. ■ íslenzkur sigur er fyrir- sögn sunnudagspistilsins. ■ Ennfremur: Bridgeþáttur, krossgáta, verðlaunaget- raun, Bidstrup-myndir og fleira. Þá fylgir og barnablaðið ÓSKASTUNDIN blaðinu í dag, fjörlegt og fjölbreytt að efni. Um kl. 1 í fyrrinótt voru lög- reglumenn á eftirlitsferð í bíl í austurbænum, þeir veittu þv'í at- hygli að reyk lagði út úr birgða- geymslu hampiðjunnar við Stakk- holt. Er slökkviliðið kom á vett- vang var þar mikill eldur laus, en því tókst fljótlega að hefta útbreiðslu hans. Erfitt reyndist hinsvegar að slökkva í efnis- sending af hampböllum, sem vega um 300 kg hver, svo að slökkviliðið varð að fá lyftara til að koma þe'm út úr húsinu, því að öðru vísi var ekki hægt að komast fyrir eldinn svo ör- uggt væri. Þetta var mikið verk og tafsamt og vann slökkvi- liðið að því alla nóttina og langt fram á dag. Þegar Þjóð- viljinn fór í prentun í gær var slökkviliðið enn að störfum með þrjá bíla á staðnum og eina dælu. Litlar skemmdir urðu á húsinu sjálfu og vélum. Elds- upptök eru ókunn, en unnið var við móttöku efnis til kl. 7 f fyrrakvöld. Síðasti dagur myndlistar- sýningar Mjög mikil aðsókn hefur verið að mynd V ttarsýning- unni í Listasafni ríkisins, en litssýning þessi var sem kunnugt er opnuð í upphafi listahátíðar Bandalags ís- lenkra listamanna á dögun- Iforu upptök jarð- skjálftans í Rvík? •k Samkvæmt upplýsingum Flosa Sigurðssonar veðurfræðinggs sýndu jarðskjálftamælar Veðurstofunnar í Reykjavík jarðhræringar um kl. 21.45 í fyrrakvöld en þá fannst greinilegur kippur víða í Austurbænum, einkum í Laugarnesi og Kleppsholti. ★ f fyrstu var talið að þama héfði verið um að ræða jarðhrær- ingar er átt hefðu upptök sín í Reykjavík eða nágrenni og þess vegna hefði kippurinn fundizt svo vel þótt hann mældist veikur. um. í dag, sunnudag, er síð- asti sýningardagurinn og verður sýningin opin kl. 1.30 til 10 síðdegis. ★ Það kom hins vegar í ljós í gær, að um sama leyti og kippurinn fannst mun hafa orðið mikil sprenging í grjótnámi Reykjavíkur- borgar við Elliðaárvog, m.a. hringdi fólk í nágrenni við grjótnámið til lögreglunnar um kl. 21.50 í fyrrakvöld og kvartaði yfir ónæði af völdum mikillar sprengingar þar. Er jafnvel talið, að sprengingin kunni að hafa orsakað þessar hræringar. Blaðinu tókst hins veg- ar ekki að afla sér upplýsinga um það í gær áður en það fór í prentun hvemig á þessari miklu sprengingu hefur staðið. Fjölbreytt blómasýning var opnuð i Listamannaskálanum í Reykjavík síðdegis í gær. Sýna þar nokkrir garðyrkjubændur í Hveragerði og Mosfellssveit, en einnig hafa blómaverzlanirnar í Reykjavík sérstakar sýningar- deildir. HARALDS SAGA HARÐRAÐA I MYND- UM HEFST í ÞJÓÐVILJANUM í DAG Athygli lesenda skal sérstaklega vakin á íslenzku myndasögunni, sem byrjað verður að birta hér í blaðinu í dag — á 7. síðu. — Þessum línum fylgir fyrsta myndin í sögunni, Haralds sögu harðráða, og listamaðurinn sem teikningarnar gesði, Kjartan Guðjónsson. SVARTUR MARKAÐ- UR OG BIÐRAÐIR Biðraðirnar blasa við fyrir framan alla banka borgarinnar ■ Stundum hæla stjórn- arblöðin sér af því að við- reisnarstjómin hafi af- numið biéraðir á íslandi og vísa þá einatt til bið- ráðaáranna þegar Sjálf- stæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn voru áður í stjóm undir forustu Stef- áns Jóhanns. En biðrað- ir hafa sannarlega ekki verið lagðar niður; þær blasa við fyrirframan alla banka borgarinnar á hverjum einasta morgni, eins og myndirnar sýna. í bönkunum hefur verið á boðstólum sú vöruteg- und, sem eftirsóknarverð- ust hefur verið á verð- bólgutímum, þegar hægt var að borga lán með sí- minnkandi krónum. ■ Óbreyttum borgurum sem til dæmis hafa þurft á láni að halda til að koma sér upp þaki yfir höf- uðið hefur einatt gengið mjög erfiðlega að fá úr- lausn í bönkunum, en hverskonar spákaupmenn virðast hafa notið hins mesta trausts, eins og ný- leg dæmi sanna, oft án þess að legg'ja fram lág- markstryggingu. ■ Þegar bankamir neita hefur það orðið þrauta- lendingin fyrir marga að kaupa peninga á svörtum markaði. Þeir peningar sem þar em seldir munu þó yfirleitt einnig komn- ir úr bönkunum — eftir annarlegum krókaleiðum. Skorað á Joknson forseta ai taka völd í Mississippi Velta Loftleiða 475 milj. kr. 1963 Sætanýtingin var nær 80% á sl. ári ■ Á aðalfundi Loftleiða sem haldinn var fyrir helgina kom það m.a. fram í skýrslu framkvæmdastjóra félagsins, Alfreðs Elíassonar, að veltuaukning félagsins á sl. ári varð 15%. Jókst veltan úr 415 milj. kr. í 475 milj. kr. WASHINGTON 27/6 — Stúd-® entarnir þrír sem hurfu frá Mississippi á sunnudaginn eru ófundnir enn. Mannrétt- indasamband blökkumanna (NAACP) hefur farið þess á leit við Johnson forseta að hann taki öll völd af fylkis- stjórninni í Mississippi. Formaður sambandsins, Roy Wilkins, segir að ef það verði ekki gert verði lífi manna í Mississippi stofnað í bráða hættu. Sambandið ætlar að senda nefnd manna til fylkisins að at- huga hvort leitinni að stúdentun- um hafi verið stjórnað með þeim hætti sem æskilegast hefði verið. Fylkisstjórin, Paul Johnson, hvatti bændur í norður- og mið-i hluta Mississippi til að taka þátt í leitinni að stúdentunum. John- son fylkisstjóri taldi það nokk- urn veginn víst að stúdentamir myndu finnast, en bætti því við að það yrði líklega ekki fyrir sinn dag. Dregið eftir 8 daga Allt sl. ár höfðu Loftleiðir í notkun 5 flugvélar af gerðinni DC-6B og var sætanýting hjá félaginu 77.9% en var 77.8% ár- ið áður. Heildar flugstundafjöldi flugvéla félagsins varð 17.933 auk 289 stunda með leiguvélum. Var meðalflugstundanýting á sól- arhring 10 tímar á vél eða svip- uð og árið áður. Alls voru flognar 7 miljónir km. Á árinu fluttu vélar félagsins 83.807 farþega á öllum flugleið- um félagsins og er það 7.8% aukning frá árinu áður. Félagið skilaði bönkunum rúm- um 95 milj. króna í gjaldeyri á árinu en þurfti hins vegar ekki á neinni yfirfærslu að halda. Þá ákvað stjórn félagsins á árinu að festa kaup á tveim flugvélum af gerðin"' °T U og er verð þeirra 400 'rr, Er fyrri vélin þegar k^ ' ’ands- ins og hefur ver’ð ‘rkin í not- kun. » * 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.