Þjóðviljinn - 28.06.1964, Page 3
Sonfiudagur 28. júní 1964
ÞJ6ÐVHJINN
SIÐA 3
SAMKOMULAGID UM KJARAMAL
HVÍLDAR-
DACINN
Viðræður
Um þessar mundir standa yf-
ir viðræður milli verklýðsfélag-
anna hér sunnanlands og at-
vinnurekenda um breytingar á
kjarasamningum innan ramma
þess heildarsamkomulags sem
gert var á dögunum. Eru þar
á dagskrá mörg veigamikil at-
riði sem verklýðsfélögin hljóta
að leggja þunga áherzlu á, en
heildarsamkomulagið kemur
ekki til framkvæmda fyrr en
búið er að ganga frá sérsamn-
ingum við atvinnurekendur.
Þannig er ekki enn búið að
gera atvinnurekendur ómynd-
uga með öllu; þótt rikisstjórn-
in hafi tekið að sér að gera
kjarasamninga fyrir þá í hinum
veigamestu atriðum, eiga at-
vinnurekendur þess enn kost að
rifta samkomulaginu eins og
sumir þeirra hafa haft við orð.
Breytt viðhorf
Eins og áður hefur verið vik-
ið að hér í blaðinu var það
einn veigamesti árangur sam-
kotyiulagsins, að ríkisstjórnin
hefur neyðzt til að gerbreyta
afstöðu sinni til verklýðssam-
takanna og málefna þeirra. I
upphafi var það stefnuatriði
hjá viðreisnarstjórninni að taka
ákvarðanir í efnahagsmálum
án tillits til launþegasamtak-
anna; núverandi forsætisráð-
herra Bjami Benediktsson tal-
aði margsinnis um það af mikl-
um hroka að hann myndi ekki
hafa neitt samband við „öfl ut-
an alþingis'* heldur fara sínu
fram. og yrðu menn að gera
svo vel að una því hvort sem
þeim líkaði betur eða verr. Nú
hefur forsætisráðherranum vitr-
azt sú staðreynd eftir endalausa
árekstra að landinu verður ekki
stjómað án samvinnu við verk-
lýðshreyfinguna. Síðan í nóv-
ember í fyrra hefur hann sam-
ið við verklýðshreyfinguna um
að afturkalia lög sem búið var
að samþykkja eftir fimm um-
ræður á þingi, um að fallast á
almenna 15°/f kauphækkun
verkafólks, um að setja ný lög
um kauptryggingu. lengra or-
lof, stóraukið fé til fbúðar-
húsabygginga og um vinnu-
vernd. auk ýmissa annarra at-
riða. Höfðu þó öll þessi efnis-
atriði margsinnis verið felld eða
grafin á þingi af meirihluta
stjórnarflofckanna. Með því sem
nú hefur gerzt hefur þannig
verið vikið frá því meginatriði
í stefnu stjómarflokkanna, að
þeir færu með raunverulegt
einræðisvald í efnahagsmálum,
og í staðinn hafa komið samn-
ingar við verklýðsfélögin, að
sumu leyti víðtækari en dæmi
eru um áður hér á landi. Er
þess að vænta að sú aukna
dómgreind stjómarvaldanna
sem birtist i þessum vinnu-
brögðum dafni enn og láti að
sér kveða á fleiri sviðum.
Faiskenning
sína og þekkingu að veði fyrir
þeirri kenningu. En reynslan
hefur leikið þessa eiginleika
ráðherrans einstaklega grátt. Á
þeim rúmum fjómm ámm sem
viðreisnin hefur staðið hefur
verðbólgan magnazt örar en í
nokkru öðm Evrópulandi, al-
menn matvæli hafa að meðal-
tali hækkað um 106%, hiti, raf-
magn o.fl. um 49%. fatnaður og
álnavara um 58%, ýmis vara
og þjónusta um 87%, og að
meðaltali hafa nauðþurftir vísi-
tölufjölskyldunnar hækkað um
87% eða næstum því tvöfaldazt
í verði. En „vinnufriðurinn“,
sem einnig átti að verða ein af
afleiðingum þess að kaupgjalds-
vísitala væri bönnuð, hefur
birzt í því að verklýðsfélögin
hafa á undanförnum ámm
neyzt til að endurnýja kjara-
samninga sína tvisvar eða
þrisvar á ári hverju og komust
til að mynda ekki hjá því að
semja samtals um 30% kaup-
því að magna verðbólguna af
ráðnum hug og beitti henni
gegn launþegum af furðulegu
ábyrgðarleysi. Það er ákaflega
lærdómsrík pólitísk staðreynd
að það skyldi vera verklýðs-
hreyfingin sem með afli sam-
taka sinna neyddi ríkisstjórnina
til þess að binda endi á verð-
bólguþróunina, að launþega-
samtökin skyldu þjrfa að svín-
beygja stjómarvöldin til að
rækja eitt augljósasta verkefni
sitt. Mættu þeir menn sem
einatt tala af hvað mestu yfir-
læti um „ábyrgðartilfinningu"
nú hugleiða, hvar hin ábyrgu
þjóðfélagsöfl er að finna á Is-
landi. Einnig mættu allir þeir
sem nú heyja harða baráttu til
að koma þaki yfir höfuðið hug-
leiða að verklýðssamtökin
þurftu að beita mætti sínum til
þess að knýja stjómarvöldin til
þess að gegna lágmarksskyldum
sinum í húsnæðismálum. Með
samningum sínum um þessi
Bjarni Benediktsson lofar með eiginhandarundirslu'ift sinni að setja
lög um kauptryggingu, aukið orlof, stórauknar fjárveitingar til í-
búðarhúsabygginga og vinnuvemd — eftir að hafa staðið gegn öll-
um þeim málum á þingi árum saman.
Veigamesta kjaraatriðið sem
um var samið var að sjálfsögðu
kauptryggingin. Fáum mun úr
minni liðið af hvílíkum sann-
færingarkrafti stjórnarflokkam-
ir töluðu um nauðsyn l>ess að
fella niður vísitölutryggingu á
kaupgjaldi. og ekki skorti held-
ur langlærðar röksemdir hag-
fræðinga. Afnám kaupgjalds-
vísitölunnar átti að stöðva
verðbólguna í landinu í einu
vetfangi. og iagði Biarni Bene-
diktsson núverandi forsætis-
ráðherra, margsinnis vitsmuni
hækkun á síðasta ári til þess
að reyna að halda í við hinar
linnulausu verðhækkanir.
Alvarlegasta
meinsemdin
Naumast hefur nokkrum
hugsandi manni dulizt að óða-
verðbólgan var alvarlegasta
meinsemdin sem hrjáð hefur ís-
lenzkt efnahagskerfi að undan-
fömu. Með henni var verið að
framkvæma sleitulaust rán frá
launþegum og sparifjáreigend-
um. og er það auðvelt reikn-
ingsdæmi að sú eignatilfærsla
hefur numið hundruðum og aft-
ur hundruðum miljóna króna á
undanförnum árum í þágu ým-
issa skuldakónga og verðbólgu-
braskara. Sérstaklega hefur
verðbólgan bilnað illa og ómak-
lega á öldruöu fólki, öryrkjum,
sjúklingum og ýmsum öðrum
sem erfitt áttu með að tafca
þátt í hrunadansi dýrtíðarinn-
ar. Hefur verðbólgan raunar
grafið undan allri heilbrigðri
þróun í efnahagsmálum, ýtt
undir vanhugsaða og oft háska-
lega fjárfestingu og í vaxandi
mæli lamað trú almennings á
getu Islendinga til að halda
uppi sjálfstæðu þjóðfélagi.
Lærdómsríkt
Verðbólga eins og sú sem hér
hefur geisað er hvarvetna um
lönd talin háski sem vel verki
farnar ríkisstjórnir verði að
vinna bug á með öllum tiltæk-
um ráðum; þess eru mörg dæmi
að stjómir í nágrannalöndunum
hafi sagt af sér vegna þess að
dýrtíð hafi aukizt um einn eða
tvo hundraðshluta umfram það
sem ráð var fyrir gert. En við-
reisnarstjómin gerði sér leik að
málefni hafa verklýðssamtökin
ekki aðeins reynzt vera hags-
munasamtök félaga sinna, held-
ur og þjóðfélagslegt fomstuafl
allra launþega.
Vantar mikið á
En þótt þessi árangur sémjög
veigamikiU fer því að sjálf-
sögðu fjarri að heildarsam-
komulagið tryggi verkafólki
þann hlut sem því ber. Með
samkomulaginu er f rauninni
verið að framlengja um eins
árs skeið mikið til óbreytt þau
lífskjör sem verkafólk á nú við
að búa. En þessi kjör em sann-
arlega ekki skömmtuð af þjóð-
félagslegu réttlæti. Verðbólgan
á undanförnum árum hefur
leikið verkafólk mjög grátt og
það hefur ekki fengið sinn hlut
af sívaxandi þjóðartekjum. Á
sama tíma og vömr og þjónusta
hafa hækkað í verði um 87%
að meðaltali hefur almennt
tímakaup verkamanna aðeins
hækkað um 55%. Og enda þótt
fjölskyldubætur og tilfærsla
milli launaflokka jafni nokkuð
metin fyrir suma, auk þess sem
menn hafa reynt að drýgja árs-
tekjur sínar með sívaxandi
vinnutíma, fer því fjarri að
verkafólk búi við sanngjaman
kost. 1 skýrslu sem Fram-
kvæmdabankinn birti á önd-
verðu þessu ári um atvinnu-
tekjur alþýðustétta er greint
frá því að á árabilinu 1948-1962
hafi þjóðartekjur á mann auk-
izt um því sem næst 25%, en
„hækkun kaupmáttar verka-
mannatekna í Reykjavík yfir
allt tímabilið var aðeins 3%.
og verður því að teljast mjög
lítil”. Þannig hafa verkamenn
í Reykjavík aðeins fengið í
sinn hlut örlítið brot af sívax-
andi þjóðartekjum, þótt þeir
leggi á sig lengri vinnutíma en
nokkru sinni fyrr. Þetta hlut-
fall hefur ekki breytzt til batn-
aðar á undanfömum tveimur
árum; samt hefur Seðlabankinn
skýrt svo frá að á árinu 1962
hafi aukning þjóðarframleiðsl-
unnar numið 8% og í fyrra
6-7°/f. Stórauknar heildartekjur
þjóðarinnar eru ávöxturinn af
vinnu verkafólks, en arðurinn
rennur annað.
Orð og gerðir
Ákvæði þau um vinnutímann
sem samkomulagið hefur að
geyma eru einnig ófulln^egjandi
með öllu. Er hinn lélegi árang-
ur á því sviði þeim mun furðu-
legri sem ekki hefur skort á að
valdhafamir — og ekki sízt for-
sætisráðherrann — hafi viður-
kerint það í orði að vinnu-
þrælkunin sé smánarblettur á
íslenzku þjóðfélagi. Seinast á
sunnudaginn var víkur Bjami
Benediktsson að þessu vanda-
máli í Reykjavíkurbréfi sínu
og segir: „Tilraunir hafa sýnt,
að menn sem æfa sig einungis
þrjá tírna á dag með löngum
hvíldum á milli við að læra
handiðn eða verk ná á sex vifc-
um jafn miklum árangri og
byrjandi sem vinnur að þessu
látlaust átta tíma á dag í níu
mánuði. Skýringin er sú að
maður má ekki verða þreyttur
á meðan hann er að læra . . .
Þessi niðurstaða er talin í sam-
ræmi við það sem þegar áður
sé sannað að afköst aukist við
hæfilega hvfld og styttingu ^
vinnutíma í stað látlausrar '
vinnu . . . Hinn langi vinnu-
dagur sem nú tíðkast í mörgum
störfum hér á landi eykur ekki
afköstin til lengdar heldur
dregur úr þeim.“
Það er furðulegt að sami
maðurinn sem þannig viður-
kennir að of langur vinnutimi
sé þjóðhagsleg firra skuli hafa
streitzt gegn því að í sam-
komulaginu væru nokkur raun-
hæf og umtalsverð atriði um
styttingu vinnutímans. En það
er raunar gömul saga að menn
geti sagt sem svo: Því að hið
góða sem ég vil gjöri ég ekki,
en hið vonda sem ég ekki vil
það gjöri ég. Það verða auð-
sjáanlega einhverjir aðrir að
leggja til viljann fyrir forsætis-
ráðherrann.
Undir stjórnar-
völdunum komið
Forustumenn stjómarflokk-
anna tala einatt um það með
fáguðum orðum að það sam-
komulag sem nú tókst þurfi að
vera undanfari þess að þannig
verði haldið áfram að semja
um kjörin án stórátaka. Undir
það skal fúslega tekið. en hvort
það tekst er einvörðungu und-
ir stjórnarvöldunum komið. Að
þessu sinni var samið um
stöðvun verðbólgunnar sem
meginatriði, en næsta ár munu
samningar ekki takast nema
verkafólk fái verulega leiðrétt-
ingu á kaupgjaldi og vinnutíma
í samræmi við sívaxandi þjóð-
artekjur.
Vilji stjómarvöldin ná því-
líku samkomulagi mun þeim
hollast að búa þegar í stað í
haginn fyrir það með breyttri
stjórnarstefnu. Oft er um það
rætt að aukinn kaupmátt launa
þurfi að tryggja með svokall-
aðri „hagræðingu", hagkvæmari
og skynsamlegri vinnubrögðum
en tíðkazt hafa, bættum af-
köstum án aukins erfiðis. Ekki
skal úr því dregið að víða
megi bæta verkstjórn og vinnu-
tilhögun til mikilla muna, en
þó er það smáræði hjá því sem
fer í súginn f heildarskipulagi
atvinnulífsins. heimskulegri
fjárfestingu, tvíverknaði og ó-
arðbærum framkvæmdum.
Efnahagssamvinnu- og fram-
farastofnunin hefur bent á það
í skýrslu sinni um Island að
á undanfömum árum hafi f jár-
festing hér á landi numið um
28% af þjóðarframleiðslunni og
verið mun hærri en í öðrum
löndum Vesturevrópu. Hins
vegar hafi hagvöxturinn hér
verið aðeins rúmlega 4% að
meðaltali á ári eða lægri en
víðast hvar annarstaðar. Hér
fara þannig óhemjuleg verð-
mæti í súginn vegna skipu-
lagsleysis í þjóðarbúskapnum
og gróðakapphlaups hlægilegra
smákapítalista sem kunna ekk-
ert til verka en hafa allt of
mikil völd. Glundroði þeirra
blasir hvarvetna við, í vélbún-
aði sem er margfalt umfram
þarfir i mörgum greinum iðn-
aðar, í frystihúsum sem standa
hlið við hlið um land allt og
skila aðeins broti af afkasta-
getu sinni, í frámunalega ó-
hagkvæmu og kostnaðarsömu
skipulagi fiskiðnaðarins í Rvík,
að ógleymdri þeirri óarðbæru
fjárfestingu sem birtist í sí-
stækkandi kirkjum og verzlun-
arhöllum. Skynsamleg heildar-
stjórn á þjóðarbúskapnum
myndi ein saman geta tryggt
stórbætt lífskjör almennings. án
þess að auðmenn þyrftu nokk-
uð að leggja á sig nema skyn-
samlega hugsun. En með því
mun þó til býsna mikils ætlazt.
Samstaða
Eigi verklýðssamtökin að
geta hagnýtt sér þá mikilvægu
viðspymu sem nú hefur feng-
izt þurfa einnig þau að búa sig
undir það af framsýni að ná
veigamiklum kjarabótum í
næstu samningum. Ein af á-
stæðunum til þess hver árang-
ur hefur náðst að undanfömu er
sú að verklýðsfélög og forustu-
menn þeirra hafa unnið tals-
vert sarnan án tillits til stjóm-
málaágreinings. Það voru mikil
tíðindi þegar verklýðsfélög Al-
þýðuflokksins risu gegn nauð-
ungarfrumvarpi ráðherra sinna
í nóvember í fyrra og tóku í
desember þátt í vinnustöðvun
sem var í eðli sínu pólitískt
mótmælaverkfall gegn verð-
bólgustefnunni. Það voru veru-
leg umskipti þegar þessi félög
fylktu liði saman á götum
Reykjavíkur 1. maí og stóðu
sameiginlega að samkomulag-
inu við ríkisstjómina í byrj-
un júní.
Þau harkalegu flokkspólitísku
átök sem orðið hafa innan
heildarsamtaka verkalýðsins á
undanförnum árum hafa dregið
úr afli samtakanna og átt sinn
þátt i því að verkafólk hefur
búið við of skarðan hlut. Ef
verklýðssinnar halda áfram
þeirri samstöðu sem mótazt
hefur að undanfömu og finna
nýjar leiðir til þess að beita
sér sameiginlega fyrir réttí og
hagsmunum vinnandi fólks eru
verklýðssamtökin stórveldi í
landinu og geta sett stjómar-
völdum og atvinnurekendum
réttlátari kosti i næstu samn-
ingum en þeim sem nýgerðir
eru — Austri.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar í Rauð-
arárporti, mánudaginn 29. júní kl. 1—3 e.h.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
** 9
Sölunefnd vamarliðseigna.
Byggingarióðir í Arnanesi
Garðahreppi, til sölu. Upplýsingar á skrifstofu
minni í Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu.
Símar 24635 og 16307.
Vilhjálmur Árnason
Hæstaréttarlögmaður.
I. DEILD
ÍSLANDSMÓTIÐ
Á AKRANESI sunnudag kl. 16.
U - VALUR
Mótanefnd.
VQNDUÐ
FALLjEG
ODYR
Sguxjíárjónsson &co
Jíafm&bnrti tf
i