Þjóðviljinn - 28.06.1964, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1964, Síða 5
Sunmjdagur 28. júní 1964 HöÐViunm SlÐA Norðurlandameistaramót kvenna í handknattleik ISLAND—FINNLAND KEPPA Á NM í DÁG í kvöld kl. 20 heldur Norðurlandameistaramót kvenna áfram á Laugardalsvellinum. Verða leiknir þrír leikir, og keppa íslenzku stúlkurnar við finnska kvennalandsliðið. Hin skemmtilega keppni fyrsta leikkvöldið mun án efa örva aðsóknina að mótinu í dag. og vonandi verður veðr- ið betra en á föstudagskvöldið. I dag verða þessir leikir: Noregur — Svíþjóð ísland — Finnland Svíþjóð — Danmörk Eftir leikjum í fyrrakvöld að ---------------------------------<S> Góður gestur á förum Skíðafólk kveður norska kennarann Mánudagskvöldið 22. júní hélt Skíðaráð Reykjavíkur kaffisam- sæti til heiðurs norska skíðakennaranum Ketil Rödsæther, sem und- anfarið hefur haldið skíðanámskeið á Siglu- firði. Samsætið var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum og var fjöíménnt. Fór þar fram verðlaunaaf- hending frá skíðamótunum. sem haldin voru síðastliðinn vétur. Formaður Skíðaráðs R- víkur. Ellen Sighvatsson, bauð gesti velkomna. Syndar voru myndír frá hálendi Islands. Stríðsæsingum andmælt í USA öldungadeildar maöur einn úr flokki demókrata, Wayne Morse frá Óregon, hefur látið svo ummælt, að Johnson Bandaríkjaforscti sc á góðri leið að gera Bandaríkin að helztu ógnuninni við hcims- friðinn. Morse lét þessi orð falla á fundi í öldungadeildinni. For- setann kvað hann hafa farið langt út fyrir lagaleg og sið- ferðileg takmörk í ræðu, sem hann hélt í San Fransisco um málefni Asíu. Og Morse held- ur áfram: ..Ummæli forsetans um „sókn til að ná friði byggðum á yfirþyrmandi hernaðarmætti” eru einhver tvíræðustu um- mæli sem um getur frá því á dögum Kaldastríðsins Áður en forsotinn veifar sverði er hann skyldugur til að leggja málið fyrir þingið, því sam- kvæmt stjómarskránni getur þingið eitt ákveðið hvort stríð skuli hafið’’. Þvínæst fór fram verðlauna- afhending, og annaðist hana heiðursforseti ÍSÍ, Benedikt Waage. Flutti hann snjalla hvatningarræðu til skíðamanna og þótti honum vænt um að sjá hina ungu skíðakappa, Ey- þór, Tómas og Harald, sem all- ir eru innan fermingaraldurs. Afhentir voru mjög fallegir silfurbikarar, sem em f eigu Skíðaráðsins ásamt verðlauna- peningum. Við þetta tækifæri var Ketill Rödsæther afhentur mjög smekklegur silfurlykla- hringur og var nafn hans graf- ið á hringinn. Ketill þakkaði fyrir skemmtilega daga á Is- landi, og vonaðist hann til, að íslenzkir skfðamenn myndu fjölmenna við Solfonn á næsta skíðamóti. Eftir verðlaunaafhendinguna, var setzt að kaffidrykkju. Við þetta tækifæri flutti varafor- maður Skíðaráðs Reykjavíkur. Lárus G. Jónsson (S.R.) ræðu til heiðurs Benedikts G. Waage vegna nýafstaðis 75 ára afmæl- is hans og afhenti honum af- mæliskveðju undirskrifaða af reykvískum skíðamönnum. Ennfremur flutti Lárus Jónsson kveðju til Ketils Rödsæther. Lárus hefur tvívegis dvalizt með reykvískum skíðamönnum við skiðaæfingar í Solfonn og kynntist hann þar miklum kennarahæfileikum Ketils. Sungin voru íslenzk lög og var hófinu slit'ð um miðnætti. HúsvarBmstarf Starf húsvarðar við barna- og miðskóla Borgarness, er laust til umsóknar. — Umsóknarfrestur til 10. júlí n.k. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Sigurþór Halldórsson. SKÓLANEFNDIN. dæma ætti íslenzka liðið að vera öruggt um sigur yfir þeim finnsku. Hinir leikimir ættu að geta oi'ðið nokkuð jafnir. Mesta eftirvæntingu vekur leikur Noregs og Svíþjóðar, því norsku stúlkumar virðastjj. líklegastir sigurvegarar á mót- inu. Dönsku stúlkumar munu áreiðanlega setja allan kraft sinn 1 að sigra þær sænsku og vinna upp stigið sem þær töp- uðu í leiknum við íslenzka lið- ið í fyrrakvöld. I gær fóm erlendu gestimir austur yfir fja.ll í allgóðu ferða- veðri. Ekið var til Þingvalla og staðurinn skoðaður undir leiðsögn Björns Th. Björnsson- ar listfræðings. Snæddur yar hádegisverður í Valhöll í boði ISÍ. Ekið var síðan framhjá Sogsfossum til Reykjavíkur og komið við í Hveragerði. Eftir fyrs.ta kvöldið er staðan í mótinu sem hér segir: L U J T Mörk St. lsland 2 110 13:12 3 Noregur 110 0 \ 16: 2 2 Danmörk 10 10 ' 8: 8 1 Svíþjóð 10 0 1 4: 5 0 Finnland 10 0 1 2:16 0 ★ Hinn gamalkunni stangar- stökkvari Manfred Preussger frá Aústur-Þýzkalandi setti á sunnudag nýtt Evrópumet í stangarstökki — 5,02 metra í keppni í Leipzig. Gamla mot- ið — 5.00 átti Pentti Nikula frá Finnlandi og var það sett í fyrra. Preussger átti Evrópu- metið í stangarstökki fyrir allmörgum árum. Hann er nú 32 ára að aldri. Æfingamiðstöð fyrir íþróttir Á 23. þingi UMFI síðastlið'ð haust var samþykkt að vinna að því, að starfrækt yrði æf- ingamiðstöð fyrir íþróttir hjá héraðssamböndunum i júní- mánuði 1964. Fyrir atbeina UMFl var slík æfingamiðstöð starfrækt í Reykjaskóla frá 19. til 24. júní s.l. Að henni stóðu Ungmennasamband Stranda- manna og Héraðssamband V- Húnavatnssýslu. Þátttakendur voru 21. Kenndar voru frjáls- ar íþróttir, körfuknattleikur, knattspyma og leikfimi. Þátt- takendur iðkuðu einnig sund. Kennarar voru Magnús Ölafs- son, kennari við Reykjaskóla og Gunnlaugur Sigurðsson úr Reykjavík, Ólafur Kristjánsson. skólastjóri og Skúli Þorsteins- son framkvæmdastjóri UMFl ræddu við þátttakendur um . félagsstarf og gildi íþrótta. Sýndar voru kvikmyndir m.a. að Laugum. Mikill áhugi rikti hjá þátttakendum og kennur- um. Unnið verður að því, að æfingamiðstöð verði fastur lið- ur í starfsemi viðkomandi hér- aðssambanda og starfrækt ár- lega. — (Frá UMFl). Knattspyrna — 1. deild: VALUR 0G ÍA KEPPA I DAG í dag verður háður einn leikur í 1. deild Knattspyrnumóts ís- lands, og 'tveir leikir í 2. deild. Á Akranesi keppa Akumes- ingar og Valur og er þess vænzt að þetta verði spenn- andi leikur. Valur sigraði Ak- umesinga óvænt hér í Reykja- vik í fyrri viku 3:1 — og víst er að Skagamenn mun hafa fullan hug á að hefna sin. 2. deild. I Hafnarfirði keppa Haukar og Breiðablik, Kópavogi. — Bæði þessi lið eru á botninum í 2. deild, en Breiðablik hefur þó hlotið 1 stig. Þá fer fram á ísafirði leikur milli Isfirðinga og Knattspymu- félags Siglufjarðar. Þetta er 2. leikur liðanna í Islandsmót- inu. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Siglufirði, unnu Is- firðingar — 3:2. __________ SKÁKÞÁTTURINN ★ ★★★★★★★★ | RITSTJÓRI: ÓLAFUR BJÖRNSSON Millisvæiamótinu lokið — Bent Larsen efstur ásamt þrem Rússum Á mánudaginn var lauk millisvæðamótinu { Amster- dam, þar urðu þau úrslit sem kunnugt er að fjórir keppend- ur urðu efstir og jafnir með 17 vinninga, þeir Larsen, Smyslov, Tal og Spasskí, on þeir höfðu fylgzt að mestan hluta mótsins. Um frammi- stöðu Larsens hefur bæði ver- ið mikið rætt og ritað og er þar litlu við að bæta, annað en það að hún hefur komið skemmtilega á óvart. Smyslof tefldi vel og örugglega og var vel að árangri sínum kominn. Spasskí tefldi af mikillj hörku og uppskar eftir því. Frammí- stöðu Tals er erfitt að dæma. hann var oft með stórum lak- ara, og jafnvel tapaðar stöður en vann samt og er það útaf fyrir sig einstætt, og mundi enginn leika það eftir honum. I fimmta sæti er svo Stein með 16Vz v., sem nú f öðru millisvæðamótinu í röð vantar y2 vinning til að komast áfram. Hann byrjaði mjög illa en tók mikinn endasprett sem nægði þó ekki. 1 sjötta sæti kemur svo Bronstein með 16 vinninga. 7. er Ivkov með 15 og er þetta sennilega ein bezta frammistaða hans og með henni fékk hann 5. fararsætið. 1 8.—9. eru þeir Reshevsky og Portis með 141/, og þurfa þeir því að tefla um réttinn en í því einvígi nægir Reshevsky aðeins jafntefli sök- um betri stigatölu. Um aðra keppendur er lít’ð Á þessum millileik byggist að segja, nema hvað Darga fléttan. stóð sig betur en menn bjugg- 14. — Rd7 ust við, en Gligoric og Benkö Það gildir ernu hverju svart- lakar. ur leikur. Að endingu eru svo tvær 15. Bxf7t Kxf7 skákir frá mótinu: 16. Rg5t Ke8 17. De6t Tal tefldi skarplega til Oz svartur gafst upp þvi að vinnings í síðustu umferð mát verður ekki umflúið. eins og sést af þessari skák. 10. CMFERÐ Hvítt: Tal Svart: Tringov. Hvítt: Vranesic PIRC-vöm Svart: Ivkov. 1. e4 g6 SIKILEYJARVÖRN 2. d4 Bg7 3. R«3 d6 1. d4 e6 4. Rf3 c6 2. Rf3 c5 5. Bg5 3. e4 cxd Með þessum leik býður hvitur 4, Rxd4 5. Rc3 a6 Dc7 upp á peð og andstæðingurinn 6. Be2 b5 fellur í freistni. 7. Be3 Bb7 5. — Db6 8. a3 Rf6 6. Dd2 Dxb2 9. Dd3? 7. Hbl Da3 Betra var 9 f3. 8. Bc4 Da5 9. — d6 9, 0—0 e6 10. 0—0 Rbd7 10. Hfel a6 11. Bf4 e5? Hótar Rc5 og knýr fram Í3. 11. f3 Be7 Svartur átti að vísu úr vöndu 12. Bf2 0—0 að ráða en það verður að 13. Dd2 Hfd8 teljast hið mesta glapræði að 14. Bg3 g6 opna taflið þegar andstæðing- Svartur undirbýr e5 og d5, urinn er á undan í liðsskip- einnig kom til greina að leika an. 14. — h6 ásamt Rh5 og Bg5. 12. dxe5 dxe5 15. Khl Rb6 13. Dd6! Dxc3 16. Rb3 Rh5 14. Hedl! 17. Bf2 d5 18. Bxb6 Dxbú 19. exd5 Bxd5 Einfaldast var 19. — Rf6 en svartur hefur komið auga á smáfléttu. 20. Rxd5 Rg3t 21. hxg3 Hxd5 22 Rd4 Á annan hátt verður. mátinu á h5 ekki bjargað. 22. — Hxd4 Fljótlegasta leiðin. Einnig kom til greina 22. — Bf6, 23. c3 Hh5t, 24. Kgl e5, 25. f4 exd4 og svo framvegis. 23. Bd3 HadS 24. f4 H8d5 25. g4 e5 Öllu sterkara var 25. — h5, 26. g5 Bxg5! 26. Df2 Bc,5 27. b4 Betra var 27. fxe5 en þá vinn- ur De6, 28. Df6 Hxe5, 29. Dxe6 fxe6 og hótar máti á h5, ef þá 30. g3 Hxg4. 27. — Hb4 28. Df3 Hbd4 29. fxe5 De6 30. Hael Hxg4 31. g3 Hg5 32. Kg2 Hh5 »3. g4 Hg5 34. He4 Hdxe5 35. Hf4 f5 36. Kh2 Bd6 37. Da8t De8 38. Dxa6 He6 39. Dxb5 Dxh5 40 Bxb5 He4 41. Gefiö t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.