Þjóðviljinn - 28.06.1964, Síða 7
Suxinudagur 28. júní 1964
ÞlðÐVILIINN
SIÐA 7
í myndlistarnámi
hjá Pólverjum
Kristján Jónsson heitir ung-
ur myndlistarmaður en
slíkir menn eru nú orðnir
furðulega margir í þjóðfélag-
inu, enda virðist yfirleitt gert
ráS fyrir því að myndlistin sé
að taka við forystuhlutverki í
íslenzku listalífi af bókmennt-
unum. Hvort sem okkur lík-
ar betur eða verr. En Kristján
Jónsson er meðal annars for-
vitnilegur meðal annarra ungra
manna fyrir þær sakir, að
hann hefur valið sér mjög
sjaldgaefan námsferil. Hann
hefur verið tvo vetur í Hand-
íðaskólanum eins og eðlilegt
er, en í vetur hefur hann ver-
ið við myndlistamám í Pól-
landi, nánar tiltekið við Mynd-
listarakademíuna í Varsjá.
— Og ert þú sæmilega á-
nægður með þann skóla?
— Já, bæði er skólinn góð-
ur og svo yfirleitt mikið um
að vera í myndlist í Varsjá.
Menn eru þar ákaflega opnir
fyrir öllu, hvar sem það ger-
ist í heiminum. og almenning-
ur er sömuleiðis mjög áhuga-
samur og kemur mikið á sýn-
ingar.
Og þó myndi ég segja að
Pólverjar næðu misjafn-
lega góðum árangri í ýmsum
greinum — til dæmis betri í
höggmyndalist en málverki. En
kannski eru þeir beztir í grafík
og sneisafullir þar af nýjung-
um og hugmyndafjöri. 1 graf-
ík taka þeir líka ýmisleg verð-
laun erlendis, eins og til að
mynda Lebenstein sem var
fyrsti Pólverji í alllangan
tíma til að hljóta frægð á
Vesturlöndum og starfar nú f
Parfs. Pólverjum hefur líka
tekizt að gera plakatið, sem
við reyndar þekkjum fremur
lítið til, að skemmtilegri list-
grein og náð þar mjög góðum
árangri. Undir þetta ýtir það
nokkuð hve plakatmenn fá
mikið af allskonar verkefnum.
Það er langt frá því að starf
þeirra takmarkist við bókakáp-
ur. Leikhúsin láta til dæmis
gera fyrir sig mjög falleg plak-
öt og er fyrir því gömul hefð
í landinu.
— Hvemig var þínu námi
háttað?
— Ég legg fyrst og fremst
stund á höggmyndalist en hef
Kristján Jónsson.
svarthst eem hliðargrein. Vel-
flestir útlendingar sem þarna
koma fara einmitt í þessar
greinar — og má þar finna
Frakka og Spánverja og reynd-
ar menn frá flestum Evrópu-
löndum og sumir eru miklu
lengra að komnir, eins og t.d.
frá Mexíco. Flestir Evrópu-
mannanna hafa lokið mynd-
listamámi heima hjá sér og
koma þarna í framhaldsnám
og ég má segja að þeir hafi
verið mjög hrifnir að fá að
kynnast því sem var að gerast
á pólsku akademíunni.
— Varst þú einn Islendinga
við nám 1 landinu?
— Nei, Þrándur Thoroddsen
hefur um nokkurra ára skeið
verið við kvikmyndaskólann i
Lodz. Þetta er frægur skóli
og mjög erfiður, eins og reynd-
ar pólskir skólar yfirleitt. En
Þrándi hefur gengið Ijómandi
vel. Þar var fyrir skömmu
haldin hátíð þar sem sýndar
voru 23 myndir frá ýmsum
löndum, gerðar af nemendum
kvikmyndaskólans og Þrándur
átti þrjár þeirra. Hann kemur
nú mjög fljótlega hingað til að
gera þá mynd, sem verður
lokaverkefni hans við skólann.
★i
En svo við minnumst aðeins
á Pólverja sjálfa: er það
rétt með farið, að pólskir beri
næsta litla virðingu fyrir út-
Framhald á 9. síðu.
TVÖ LJÓÐ
eftir
ZBIGNIEW HERBERT
UM HÖFUNDINN: Zbigniew Herbert er pólskur,
f. 1924 í Lwów. Hann gekk í verzlunarskóla í Krak-
ów, stundaði síðan háskólanám í Torun og Varejá.
26 ára gamall tók hann að birta eftir sig ljóð í
tímaritum. Fyrsta Ijóðabók hans, „Strengur af
ljósi“ kom út 1956. Síðan hefur hann sent frá sér
tvö ljóðasöfn: „Hermes, hundurinn og stjaman" 1957
og „Rannsókn á eðli hlutarins" 1961. Hafa þau skip-
að honum á bekk með athyglisverðustu ljóðskáld-
um okkar tíma.
Zbigniew Herbert tók barnungur þátt í and-
spymuhreyfingunni í Póllandi gegn Þjóðverjum á
stríðsárunum. Hefur sú reynsla markað djúp spor
í Ijóðagerð hans. Eftirtektarverður er sá munur,
sem er á ljóðagerð rússnesku ungskáldanna og ljóð-
um Herberts; Rússamir em örir, næstum bamaleg-
ir í ferskleika sínum, Pólverjinn næmur, agaður,
þungskilinn á köflum, bölsýnn. Skyldleiki hans við
vesturevrópska módernismann í ljóðagerð er aug-
ljós. Sjálfur segir hann í einu ljóði sínu, að sem
drengur hafi hann leikið sér á götunni með ljóð
Rimbauds á vömnum.
Þýð.
STEINNINN
Steinn er sköpunarverk
sem er fullkomið
hann er samboðinn sjálfum sér
aðgætinn um mörk sín
með öllu mettaður
eigin steinmerkingu sinni
og hefur ilm sem minnir ekki á neitt
sem fælir ekki vekur enga löngun
ástríðan og kuldinn
eru þar bæði réttmæt og gild
sár magnast mér samvizkan
er ég lyk hann í lófa mínum
og fyrirmannlegur þunginn
fyllist framandi hlýju
— Enginn fær famið steina
en undir lokin
munu þeir virða okkur fyrir sér
kyrrlátum augum undarlega skærum
ÚR LJÓÐAFLOKKNUM
RANNSÓKN Á EÐLI
HLUTARINS
fegurst er það mið
sem fyrirfinnst ekki
vatnsburður er því framandi
ellegar aðgát á öskuleifum hetju
aldrei hefur það hvílt í faðmi Antígónu
í því hefur aldrei drukknað rotta
á því er ekkert op
það er allt opið
og frá öllu hliðum
auðsýnilegt
um það gerist varla
grunur
hárnæm't .mm*
sameinast línur þess
í einu ljósflóði
hvorki
blinda
né
dauði
fá hnikað burtu því miði
sem ekki fyrirfinnst
Baldur Ragnarsson þýddi.
jíiiííSÍwíÍy
Haraldur, sonur Sigurðar sýr, bróðir Ólafs konungs ins hélga
sammæðri, hann var á Stiklastöðum í orustu, þá er inn helgi
Ólafur konungur féll. Varð Haraldur þá sár og komst í brott
með öðrum flóttamönnum.
Rögnvaldur Brúsason flutti Harald úr orustu og kom honum
til bónda nokkurs, er bjó í skógi langt frá öðrum mönnum. Var
Haraldur þar græddur, til þess er hann var heill. Síðan fylgdi
sonur bónda honum austur um Kjöl, og fóru þeir allt mark-
leiði, það er svo mátti, en ekki alþýðuveg. Vissi bóndasonur
ekki, hverjum hann íylgdi.
Hann fór austur um Jamtaland og Helsingjaland og svo til
Svíþjóðar. Fann hann þar Rögnvald jarl Brúsason og mjög
marga aðra þá menn, er komizt höfðu úr orustu, menn Ólafs
konungs. Eftir um vorið fengu þeir sér skip og fón; um
sumarið austur í Garðaríki á fund Jarlizleifs konungs; voru
þar um veturinn.
i