Þjóðviljinn - 28.06.1964, Side 12
8 dagar eftir
Gerið skil
í dag birtum við fyrsta yf-
irlitið yfir samkeppni deild-
anna í Reykjavík, héraða og
kaupstaða úti á landi. Allar
deildir í Reykjavik nema 14.
deild eru komnar á blað og
margar allvel. Öll kjördæmin
eru sömuleiðis komin á blað,
og kaupstaðirnir eru allir
komnir nema Siglufjörður,
Neskaupstaður og Akureyri,
en vonandi heyrum við frá
þeim bráðlega. Aðrir eru tald-
ir með í kjördæmunum. Það
er ekki eins góð útkoma
og var fyrir síðasta drátt á
sama tíma, en ef til vill
stendur það eitthvað í sam-
bandi við fjarvistir fólks úr
bænum. Við viljum biðja þá
sem hugsa sér að fara úr
bænum næstu daga að
gleyma ekki að gera upp við
okkur áður.
Þá sem eru úti á landi
viljum við minna á umboðs-
menn okkar þar. Þeir eru
þeir sömu í flestum tilfell-
um og i siðasta happdrætti
og munum við birta nöfn
þeirra næstu daga, þ.e. þeirra
sem við ekki höfum þegar
birt. Þá viljum við vekja at-
hygli utanbæjarmanna á að
hægt er sömuleiðis að gera
upp miðana með því að póst-
leggja skil fyrir þá til okkar
Utanáskriftin er: Happdrætti
Þjóðviljans, Týsgata 3. Rvík.
Við birtum þá samkeppn-
ina:
1. 13. deild. Herskólahv. 50%
5. deild, Norðurmýri 33%
r 15. deild, Smálönd 30%
4. 10. b. — Vogar 26%
5. 1. dcild, Vesturbær 25%
6. 4. a. — Þingholt 24%
7. 12. deild. Sogamýri 22%
8. 4. b. — Skuggahv. 20%
9. 7. deild, Rauðarárh. 20%
10. 8. a. — Teisrar 18%
11. 6. deild, Hlíðar 15%
12. 11. deild, Skerjafj. 11%
14. 2. deild, Skjólin 10%
15. Hafnarfjörður 10%
16. Norðurland vestra 10%
17. Suðurland 10%
18. Vesturland 10%
19. Reykjaneskjördæmi 9%
20. 9. deild. Lækir 7%
21. 8. b. — Lækir 7%
22. Kópavogur 7%
23. 10. a. — Heimar 5%
24. Austurlanfl 5%
25. Norðurland eystra 5%
26. Vestfirðir 5%
27. Vestmannaeyjar 1%
Herðum sóknina. Gerið skil
Opið á morgun frá kl. 9—12
og 1—6. — Afgreiðslan er á
Týsgötu 3.
Flýtir Varðar-
ferðin ffyrir
vegarSapin^n?
Þelr sem leið hafa átt um
Lyngdalsheiði undanfarnar vikur
hafa vafalaust tekið eftir við-
vörunarskiltum við veginn. þar
sem leyfilegur hámarksþungi bif-
reiða, sem um veginn fara, má
ekki fara fram úr 2 tonnum.
Á föstudaginn brá hinsvegar
svo við, að kominn var stór
vinnuflokkur með öflugar vélar
á vettvang og hafin var lagfær-
ing á þessum vegi, scm löngum
hefur verið illur yfirferðar en
mörgum þykir þó gaman að aka
um.
Þessa framtaksemi í sambandi
við Lyngdalsheiðarveg settu sum-
ir í samband við hónferð eina
sem efnt verður til í dag um
bessar slóðir. Það er bópfcrð
Varðar. félags Sjálfstæðismanna
I Reykjavík.
Mikill fögnuður í íslenzkum herbúðum
Það var ánægja ríkjandi og mikið um handabönd í herbúðum fslendinga, eftir fyrsta Ieikkvöld
Norðurlandameistaramóts kvenna í fyrrakvöld. A myndnni sjást íslenzku landsliðsstúlkurnar um-
kringja Asbjörn Sigurjónsson, formann HSÍ, og Axel Einarsson, formann framkvæmdanefndar móts-
ins. Mótið heldur áfram í kvöld, sjá íþróttasíðu. (Ljósm. Bj. Bj.).
Sunnudagur 28. júni 1964 — 29. árgangur — 142. tölublad.
ENNÞÁ SKRIF-
AR JÓSAFAT
Þjóðviljanum barst i gær svo-
hljóðandi bréf frá Jósafat Arn-
grímssyni:
„Hr. ritstjóri Magnús Kjart-
ansson
1 tilefni af frétt yðar í 141.
tölublaði Þjóðviljans þann 27.
júní, 1964, leyfi ég mér að fara
þess á leít við yður að þér birtið
bréf þetta í heíld.
Þér hafið skrifað tugir greína
um mig, þar sem ég er borinn
margs konar glæpum. þar á
meðal fjárdrætti, fjársvikum,
smygli, að ég hafi skrifað undir
falskar ávísanir, auk margra
annarra lagabrota.'
Ef yður tekst að sanna skrif
yðar fyrir dómstólum, með
fullri aðstoð rannsóknar dómsyf-
irvaldanna, þurfid þér engu að
kvíða — ef ekki — verðið þér að
taka afleiðíngunum af gjörðum
yðar, eíns og hver annar þjóð-
félagsþegn.
Þar eð ég er þess fullviss að
þér viljið ekki ennþá eínu sinni,
setjast í sjálfskipað dómaraem-
bætti, og bera á mig glæpi sem
ég hef aldreí framið, vonast ég
til þess að þér bíðið með frekari
skrif, unz sök mín er sönnuð, og
málinu leítt til lykta. þá mun
koma í ljós hver situr uppi með
þjófsnafnbótina.
í trausti þess. bíð ég ókvíðinn.
Virðingarfyllst.
Jósafat Arnvrímsson
Holtsgötu 37.
Ytri-Njarðvík“
Hernámsandstæðingar leggja fram
Issta með nöfnum 194 göngumanna
■ I gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynn-
ing frá Samtökum hemámsandstæðinga varðandi deilur
þær sem upp hafa komið um fjölda þátttakenda við upp-
haf Keflavíkurgöngunnar sl. sunnudag. Jafnframt fylgir
fréttatilkynningunni skrá yfir nöfn 194 manna er hófu
göngu við flugvallarhliðið í Keflavík. Fréttatilkynning
samtakanna er svohljóðandi:
Að undanfömu hafa staðið um
það deilur, hversu margir þátt-
takendur voru við upphaf Kefla-
víkurgöngunnar að morgni 21.
þ. m. Ýmis blöð hafa látið sér
sæma að bera fyrir lesendur
sína hin fáránlegustu ósannindi
um þetta atriði, og er það
reyndar í fullu samræmi við
háttarlag þeirra í sambandi við
fvrri mótmælaaðgerðir hernáms-
andstæðinga. En þá tók stein-
inn úr, þegar lögreglustjórinn í
Reykjavík hóf afskipti af mál-
inu með bví að láta útvarp;ð
bera tii baka fyrri fregn þess
efnis. að við upphaf göngunnar
hafi verið 200 manns, og full-
vrti jafnframt í krafti embætt-
5s síns. að þarna hefðu verið á
ferð innan við 120 manns. Fram-
kvæmdanefnd samtakanna taldi.
að hér væri tvímælalaust um
svo freklega misbeitingu emb-
ættisvalds að ræða, að hún lét
skrifa saksóknara ríkisins og
krafðist rannsóknar í málinu.
Nú hefur saksóknari svarað þvf
til að hann sjái enga ástæðu
til afskipta af því. Framkvæmda-
nefndin hyggst ekki hefja deiluv
við saksóknara um bessa afstöðu
hans, en ljóst er, að hann telur
bað ekki í sínum verkahring að
fá úr þvf skorið, hvort sjálfur
lögreglustjór;nn f Reykjavík sé
oninber ósannindamaður eða
ekki.
Það er að vísu álit fram-
kvæmdanefndarinnar, að ekki
skinti neinu höfuðmáli. hvort
bátttakendur við upphaf Kefla-
vfkurgöngunnar voru þetta
mörgum tugum fle;ri eða færri
Hver skyniborinn maður hlýtur
að skilja. að bessi ganga frá
Keflavík til Reykjavfkur var
fvrst og fremst táknræn athöfn
tiltekinna einstaklinga. en ekki
ne:n tæmandi liðskönnun, og
allur sá piikli fiöldi, scm f hana
s"fnaðist undir lokin off tók. bát*
f útifundinum við Miðbæjar-
skólann. segir fvrst og fremst
tfl um bað. hve eindrepins stuðn-
inps stefna Eamtaka hornáms-
nndstro^inga nýtur meðal al-
mennings.
En ósannindi ber engum að
líða, allra sízt þegar háttsettir
embættismenn hafa þau í
frammi, enda kynni þá að verða
óvandaðri eftirleikurinn, ef ekki
yrði spornað gegn. þegar annar
eins valdamaður og lögreglu-
stjórinn ' Reykjavík gerist tals-
maður ósanninda og blekkinga.
Og fyrst nú Ijóst er orðið,
að dómstólarnir fást ekki til að
líta á þau sönnunargögn, sem
Samtök hemámsandstæðinga
hafa boðizt til að leggja fram
f þessu máli, þá telur fram-
kvæmdanefndin rétt og sjálf-
sagt, að leggja þau nú þegar
fyrir almennmg .
Eins og fram hefur komið
snýst þessi deila fyrst og fremst
um það, hve margir hemáms-
andstæðinpar hófu Keflavfkur-
gönguna 1964. Á 2. síðu birtast
því nöfn þeirra þátttakenda f
upphafi göngunnar, sem skrif-
stofa samtakanna hefur á skrá
hjá sér. Þessi nöfn eru 194, en
á listann vantar hinsvegar nöfn
nokkurra þeirra hemámsand-
stæðinga, sem fóru í einkabílum
úr Reykjavík og nágrenni suður
að hliði Keflavíkurvallar um-
ræddan morgun eða komu úr
nærliggjandi byggðarlögum án
þess að hafa látið skrá sig á
skrifstofunni. Það fer því ekki
á milli mála að í upphafi Kefla-
víkurgöngunnar voru um 200
manns eins og talning þátttak-
enda reyndar staðfesti.
Rykfallinn
Pósturinn, sem menn sóttu í
pósthólf sfn á Póststofunni í R-
vík í gærmorgun, var heldur
betur rykfallinn og skítugur.
Unnið er þessa dagana að endur-
bótum á forstofutröppum póst-
hússins og var slitlagið á tröpp-
unum brotið af með loftbor í
fyrrakvöld. en þess þá ekki gætt
að ganga svo tryggilega frá dyra-
umbúnaði pósthólfsherbergisins
að stevpurykið smygi ekki inn
um allt.
En hvað þá um þá fullyrð-
ingu lögreglustjóra, að í upp-
hafi göngunnar hafi verið inn-
an við 120 manns? Treystir hann
sér enn til að standa við hana?
Treystir hann sér til að sanna
það til dæmis, að af þeim 194
einstaklingum. sem hér fylgir
skrá yfir, hafi 80—90 — átta-
tíu til níutíu — alls ekki verið
staddir við hlið Keflavfkurflug-
vallar umræddan morgun? Gjöri
hann svo vel. Gjöri hver sem
er Syo vcl og sýni fram á, að
eitt einásta þessara 194 nafna
sé falsað.
Hinu mætti svo gjarnan skjóta
að lögreglustjóra í lokin, hvort
hann kæri sig um, að þetta fólk
komi í heimsókn til hans á
skrifstofuna í Pósthússtræti ein-
hvern næstu daga og vottfesti
þetta sönnunargagn með kurt-
eislegu handtaki. Hafi hann hug
á slíku, þarf hann aðeins að
setia sig í samband við skrif-
stofu hemámsandstæðinga f
Mjóstræti 3 (opið kl. 14 — 18,30)
og tiltaka heimsóknartímann.
Listinn með nöfnum þeirra
sem hófu gönguna frá hliði
flugvallarins er birtur á 2. síðu.
Þjóðviljinn hefur birt fréttir
um mál Jósafats og mun að
sjálfsögðu halda þvf áfram eftir
því sem tilefni gefast til. En
dómarasætin skipa aðrir menn
og hafa verið önnum kafnir
mánuðum saman. Það var Ólaf-
ur Þorláksson rannsóknardómari
en ekki ritstjóri Þjóðviljans sem
hélt Jósafat í 45 daga gæzluvarð-
haldi, og rannsókn hans mun
engan veginn lokið enn. Sfðan
kemur málið til kasta saksókn-
ara ríkisins sem tekur ákvarðan-
ir um frekari dómsmeðferð. Hin
stórfellda fjárkröfugerð Jósa-
fats Amgrímssonar á hendur rit-
stjórum þriggja Reykjavfkur-
blaða mun að sjálfsögðu ekki
koma til álita fyrr en dómstólar
landsins hafa komizt til botns í
beirri dularfullu fjármálaflækju
sem kennd hefur verið við nafn
hans.
*Uarnasprenging
’ Randaríkjunum
WASBINGTON 25/6 —
Bandaríkjamenn sprengdu
í dag kjamasprengju í
Nevada-eyðimörkinni. —
Sprengjan var álitin veik
en hefur þó svo mikinn
eyðileggingarmátt, að hún
gæti eyðilagt jafn stórt
svæði og 20.000 tonn af
TNT-sprengiefni. Þetta var
tíunda neðanjarðarspreng-
ingin í Bandaríkjunum í
ár.
Tölusettu og árítuðu eintökin
eru nú með öllu uppselJ
Þeír sem gerast áskrifendúr að listasögunni fyrir haustið fá
bæði bindin á upphaflegu áskriftarverði, kr. 1500.
Þjóðviljinn sneri sér f gær
til Arnórs Hannibalssonar,
starfsmanns Listasafns ASÍ
og spurðist fyrir um, hvern-
ig gergi sala á upplagi því
af listasögu Bjöms Th.
Björnssonar. sem Ragnar i
Smára gaf alþýðusamtökun-
um sem stofnframlag til
hyggingar listasafns.
— Þúsund eintök af lista-
sögunni voru tölusett og á-
rituð af forseta ASÍ og höf-
undi bókarinnar, sagði Arn-
ór. Þessi eintök eru þegar
seld, og hafin sala á bókinni
ótölusettri, bæði hér hjá Al-
þýðusambandinu og einrig í
bókabúðum í sumar mun
Magnús Magnússon, skóla-
stjóri, einnig vinna á vegum
safnsins sem sölumaður os
er ætlunin að hann heim-
sæki a.m.k. alla stærstu
kaupstaðina útl á landi.
En verkalýðsfélögin þurfa
að gera stór átak í sölu bók-
arinnar, því upplagið sem
þeim var gefið var 5000 ein-
tök eins og kunnugt er. Til
bessa hafa verkalýðsfélögin í
Vík í Mýrdal, Húsavík, Dal-
vík og Hrísey staðið sig bezt
miðað við meðlimafjölda, en
gerð var áætlun um hve
mörg eintök hvert félag
þyrfti að selja miðað við
meðlimatölu. strax og Ragn-
ar hafði skýrt frá hugmynd
sinni um að láta útsáfu lista-
sögunnar standa undir kostn.
aði við byggingu listasafns-
ins.
Eins og kunnugt er var
horfið að því ráði að láta
listasöguna koma út í tveim
bindum, og er hið síðara
væntanlegt í haust. Þetta
eykur að sjálfsögðu kostnað
allan við útgáfuna, en mið-
stjórn Alþýðusambandsins
ritaði verkalýðsfélögunum
bréf á s.l. vori, þar sem þeim
er gefinn kostur á að safna
áskriftum að báðum bindun-
um á hinu upphaflega verði
kr 1500 fram til haustsins.
En þeir sem gerast áskrif-
endur síðar geta búizt við
því. að þurfa að greiða hærra
verð fyrir verkið. Þá er
einnig rétt að benda mönnum
á, að listasagan fæst hjá Al-
þýðusambandinu á áskriftar-
verð'nu kr. 1500.
Það er þvi ráðlegt fyrir
alla þá, sem vilja tryggja sér
þessa merku og fallegu bók,
að gerast áskrifendur að
henni oem allra fyrst, — a.
m.k. ef þeir vilja fá hana á
npphaflrzu áslcrif-arverði
>
*