Þjóðviljinn - 07.07.1964, Blaðsíða 4
4 SitjaÁ
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamasoh.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
Djöfuhm forsmán
j£|er hafa að undanförnu dvalizt fv.eir ágætir
skandinavískir gestir, bókaútgefandinn Bjarne
Steinsvik og norrænufræðingurinn dr. Áke
Ohlmarks. Þeir eru komnir hingað í ánægjuleg-
um erindum, hafa fært landsbókasafninu og for-
seta íslands að gjöf heildarútgáfu af íslendinga-
sögunum á sænsku í þýðingu dr. Ohlmarks, en
þær koma út í haust á forlagi Steinsviks í fimm
vænum bindum myndskreyttum. Og báðir lýsa
þeir sérstakri gleði sinni yfir því að stuðla þannig
að aukinni þekkingu á íslenzkri menningu: „Ég
er sannfærður um, að íslenzkar miðaldabókmennt-
ir séu mestu bókmenntir, sem á þeim öldum voru
ritaðar á nokkurri þjóðtungu í heiminum“, segir
Bjarne Steinsvik.
Jjn þegar þessir ágætu kynnendur íslenzkrar
menningar koma til íslands að þessu sinni
þykir þeim einkennilega við bregða. Bjarne Steins-
vik komst svo að orði í blaðaviðtali: „Ég get ekki
litið öðruvísi á en það sé hrein vanvirða fyrir ykk-
ur, að eina sjónvarpsstöðin hér skuli vera rekin
af erlendu herliði og allt fari þar fram á útlendu
máli, enda ætluð útlendingum. Þetta ætti auðvít-
að ekki að koma fyrir í nokkru landi, og að þetta
skuli hafa gerzt í því landi Evrópu sem mest og
bezt hefur varðveitt tungu sína um aldaraðir, það
er ískyggilegast af öllu. Mér finnst íslenzk menn-
ing svo verðmæt, að það að seíja hér upp amer-
ískt sjónvarp áður en komið er á fót íslenzkt, sé
alltof mikil áhætta fyrir tungu og menningar-
verðmæti landsins ... Hér ætti að ríkja það mik-
ið þjóðarstolt, að þetta erlenda sjónvarp ætti
hrein'f ekki að líðast." Og dr. Áke Ohlmarks bætir
við: „Þetta dátasjónvarp hér á íslandi er djöfuls-
ins forsmán. Þetta land á betra skilið og þessi
þjóð. Liggur það ekki í augum uppi? Það er að
lúta of lágt að hafa þetta fyrir stundargaman.“
Jslendingar ættu að gefa varnaðarorðum þessara
ágætu erlendu vina okkar sérstakan gaum. Það
er menning íslendinga ein sem sker úr um það
hvort við eigum tilverurétt sem fullvalda þjóð;
við verðum að hafa andlegt afl til að leggja sjálf-
stæðan skerf til heimsmenningarinnar, vera veit-
endur jafnframt því sem við erum þiggjendur.
Hin forna menning tryggði það að íslendingar áttu
ærið andlegt sjálfstæði þótt þeir byggju við stjórn-
arfarslega kúgun öldum saman. Og sjálfstæðis-
baráttan á 19du og 20stu öld náði því aðeins ár-
angri að hún hóf íslenzka menningu til nýrrar
reisnar. En það sem hæst ber átti jafnan ræ'tur í
alþýðumenningunni sjálfri og var ávöxtur henn-
ar. Nú er markvisst unnið að því að höggva á þess-
ar rætur með múgsefiunaraðferðum, kenna ís-
lenzkum almenningi að sinna því einu áð glápa
uppá bandarísku. Sú svokallaða menning sem af
þeirri iðju sprettur verður aldrei kynnt með stolti
erlendis, heldur er og verður okkur til djöfulsins
forsmánar 05 mun níða af okkur siálfstæðið á
skömmum tfma. ef lá^kúran og geðleysið fá að
halda áfram að hreykja sér. — m.
ÞiðÐmnwN
Kiev-ballettinn
GISELLE
Það mun mála sannast, að
„Giselle" sé ástsælastur og
frægastur allra leikdansa frá
síðustu öld, og mestur þeirra
balletta sem sýndir hafa verið
á landi hér; og á sér langa
og minnisverð-a • sögu. Hann
var frumsýndur í óperunni í
París árið 1841 og í Rússlandi
ári síðar og hefir aldrei horf-
ið af dansskrá austur þar, æfð-
ur kynslóð eftir kynslóð. Upp-
runa hans má rekja til rits
eftir stórskáldið Heinrich
myndugri handleiðslu Boris
Ohistiakovs, hins ukraínska
stjómanda.
Þ-að kann að virðast undar-
legt að þetta síðrómantíska
ævintýri skuli enn hrífa menn
og gleðja um víðan heim, en
leikdansinn er seiðsterkur og
ærnum kostum búinn, stíl-
hreint verk, sígilt og síungt;
dansskipan Jeans Conalli mun
vart verða of hátt metin. ,,Gi-
selle“ er dramatískt harmljóð,
fremur einfalt í sniðum, en
búið töfrum, ríku formskyni,
sannri viðkvæmni. Þættimir
eru aðeins tveir, mjög ólíkir
og mynda þó órofa heild:
fyrri þáttur að miklu leyti
látbrigðaleikur eða samtöl án
orða, og gerist í fagurri sveit,
veröld raunveruleikans, siðari
þáttur hreinn klassískur d&ns
frá upphafi til loka og ekki
af þessum heimi, og augljóst
að slíkt verk hlýtur að heimta
mikið af túlkendum sínum.
Sveitastúlkan Giselle er af-
ar kröfuhart og erfitt við-
fangsefni og þó þakklátt með
vissum hætti, það hefur verið
keppikefli og einskonar próf-
raun hinna snjöllustu dans-
meyja allt frá því að Carlott-a
Gpisi túlkaði það í fyrsta sinn,
ep heití hinnar ítölsku baller-
ínu Ijómar flestum skærar í
litríkri sögu leikdansins; á
okkar öld hafa Pavlova, Ulan-
Dauði
! >-
Heine par sem greint er frá
slavneskri þjóðtrú og þjóð-
sögnúm: það var eitt sinn
hald manna að trúlofaðar
meyjar sem dæju fyrir brúð-
kaup sitt gætu ekki öðlazt
frið í gröfinni, þær yrðu að
vilíum, hefnigjörnum dísum
og kynjaverum, — þær rísa
upp á miðnætti og dansa án
afláts þar til rofa tekur af
degi. Og glataður er hver sá
karlmaður sem á vegi þeirra
verður, þær heilla hann og
æra, neyða hann til að dansa
unz hann hnígur dauður nið-
ur. Giselle er ein þessara ó-
lánssömu kvenna, saklaus
sveitastúl'ka ung og fögur, og
elskar af allri sál sinni Al-
breoht hertoga sem raunar
býst dularklæðum og er heit-
bundinn glæsilegri furstadótt-
ur; þegar Giselle kemst að
hinum bitra sannleika gengur
hún af vitinu og sviptir sig
lífi. Hinn sorgbitni elsk-
hugi vitjar grafar hennar og
dansar við hina yndislegu
vofu í þokuslungnum skógi,
og svo heit og sterk er ást
Giselle þrátt fyrir allt að hún
fær borgið lifi hans, þótt ekki
megi tæpara standa. Það var
skáldið Théophile Gautier sem
kom auga á frásögn Heine og
samdi handritið ásamt leik-
ritahöfundinum Saint-Georges
og balletsnillingnum ítalska
Jean Coralli, en dansarnir eru
verk hans. Adolphe Adam
hefur víst aldrei verið talinn
í röðum mikilla tónskálda, en
hann kunni flestum samtíma-
mönnum sínum betur að semja
músík við leikdansa, um það
ber „Giselle“ ljósast vitni.
Uög og afburðir eru jafnan í
fyllsta samræmi, tónlist hans
hæfir efninu sem bezt má
verða. Og að mínu viti brást
sinfóníuhljómsveitin í engu
skyldu sinní undir snjallri og
Giselle úr fyrr a þæfcti ballcttsins.
* UH fer.Á
Arnþrúður Ingó/fsdóttír
F. 14. ágúst 1916 — D. 25. júní 1964
Amþrúður Ingólfsdóttir.
sem í gær var borin til mold-
ar, var fædd þann 14. ágúst
1916 að Vakursstöðum i
Vopnafirði, Hun var eitt af
börnum þeirra hjóna Ingólfs
Hrójfssonar bónda og Guð-
rúnar Eiríksdóttur,
Þegar Amþrúður var sjö
ára gömul fluttist hún með
foreldrum sínum og systkin-
um til Seyðisfjarðar. Átti hún
þar síðan heimili tll æviloka.
Árið 1937 giftist hún Steini
Stefánssyni núverandi skóla-
stjóra á Seyðisfirði. Börn
þeirra eru: Heimir, guð-
fræðinemi, búsettur í Reykja-
vík. Iðunn, einnig búsett í
Reykjavík, gift Birni Frið-
finnssyni lögfræðinema, Krist-
ín, menntaskólanemi, Ingólf-
ur og Stefán.
Við fráfall Arnþrúðar eig-
um við á bak að sjá mætri
konu, sem lengi mun að góðu
getið í átthögunum þar eystra.
Með henni er kyödd éin af
atkvæðamestu konum í félags-
samtökum austfirzkra kvenna
og ein helzta forystukona
kvenfélagsins í Seyðisfjarðar-
bæ um langt árabil. Má vafa-
laust henni þakku framgang
ýmissa góðra mála í heimabæ
hennar og reyndar á Aust-
fjörðum í heild, svo sem ráða
má af þvi sem fyrr var getið.
Er þá vissulega nokkuð sagl
um húsmóður, sem eigi vannst
aldur til að fylla nema fjöru-
tíu og sjö æviár, en þó ekkí
ofmælt.
Það er ekki ætlun mín með
þeseum fáu línum að rekja
starfssögu Arnþrúðar, þvíþað
er ekki á mínu færi. — Ekki
heldur er það á valdi mínu
— sem mér er þó meira í
hug — að mæla huggunar-
orð til vinar míns Steins Stéf-
ánssonar og fjölskyldu hans
á raunastund, eða fara mörg-
um orðum um það, hvílíkt
skarð er orðið í frændgarð
himjar látnu og vina. — Fyr-
ir þvi má búast við, að þessi
hugleiðing min, gamals heim-
ilisvinar, verði um of mótuð
af eigin viðhorfi. En um það
tjáir ekki að fást.
I nærfellt þrjá áratugi befi
ég notið persónulegra kynna
af þessari konu og þó lengst
af þéim rirna einlægrar vin-
semdar. Ég kynntist henni
----- Þriðjudagur 7. júlí 1964
ova, Fonteyn og Struchkova
verið dásamlegar Giselle, svo
örfá nöfn séu nefnd. Hlut-
verkið heimtar í senn alhliða
danssnilli og fjölskrúðugar og
auðugar dramatískar gáfur,
enda gerbreytist Giselle er á
leikinn Hður — hún er fyrst
glaðlynd, ástfangin alþýðu-
stúlka klædd holdi og blóði
og ómótstæðilegri löngun til
að dansa, en siðar framliðin
kynjavera, dul og dapurleg,
búin annarlegu, yfimáttúr-
legu eðli. Fremsta dansmær
Ukraínu, Alla Gavrilenko,
stóðst í öllu þessa stóru raun
að mínu viti, gædd sönnum
persónutöfrum og miklxun
leikgáfum, sameinar dans og
leikræna túlkun sem bezt má
verða. Afburðatækni hennar,
ótrúlega hnitmiðun og mýkt
ætla ég ekki að reyna að
ræða, og þó ég sé á engan
hátt fær um að gera upp á
milli túlkunar hennar í fyrna
og síðari hluta leikdansins
hlýt ég • að játa að ég varð
þá hrifnastur er hin gæfu-
snauða saklausa mær fyllist
sárri örvæntingu og gengur
af vitinu; mér er til efs að
ég hafi dáðst meir að nokkru
atriði í leikdansi en dauða-
. stríði hinnar fögru meyjar.
Örvita stúlkur af ástarsorg
eru engin nýjung á sviði, en
hjartnæm og átakanleg túlkun
ballerínunnar var i öllu fersk
og sönn og allt látbragð henn-
ar blæbrigðaríkara en ég fæ
lýst með orðum. Alla Gavri-
lenko var líka yndisleg viiía
klædd snjóhvítu brúðarskarti,
og lýsti af innfjálgum hárfín-
um skilningi þeirri fölskva-
lausu ást sem nær út yfir
gröf og dauða.
Konstantín Brudnov fór
með hið mikla hlutverk Al-
brechts, þróttmikill og fag-
urlimaður dansmaður, örugg-
ur og svifléttur og tilkomu-
mestur í síðari þæfti, og þó
tæpast í öllu sú ástríðufulla
Framhald á 2. síðu.
fyrst persónulega sem heit-
mey vinar míns og náins fé-
laga, ungri og fallegri stúlku,
á atburðarikum tímum í aust-
firzku félagslífi, þar sem verð-
andi eiginmaður hennar hafði
þegar skipað sér í fylkingar-
brjóst. — Ég dáðist að æsku-
töfrum hennar og staðfestu í
senn.
Síðar átti ég eftir að kynn-
ast mannkostum hennar sem
húsmóður og félaga við hlið
eiginmannsins í margþættri
menningarbaráttu hans þar
austur. — Fátt var mér meira
tilhlökkunarefni á ferð minni
um þessar slóðir, forðrnn
daga, heldur en það að geta
sótt þau heim, Stein og Öddu.
Þar var fölskvalaus gleði og
lífskraftur. Á heimili þeirra
fannst mér ríkjandi andblær
þess samlífs, sem óvíða er til,
nema í draumheimi manna.
Við skyndilegt fráfall þess-
arar góðu konu finnst mér
eins og einnig hafi verið nærri
mér sjálfum höggvið og minn
gamli ferðafúsi hugur sjái
ekki Seyðisfjörð í sama ljóma
og áður.
Með þessum fátæklegu hug-
leiðingum vildi ég auðsýna
hinni látnu vinkonu minni
virðingu og þakklæti fyrir
fjölmargar sólskinsstundir í
fylgd þeirra hjóna.
Síðast en ekki sízt, kæri
vinur, Steinn. Með þessum lin-
um vildi ég tjá þér einlæga
samúð mína í sorg þinni. —
Það eitt get ég. Örlögum fá-
um við ekki breytt. Hinsvegar
vitum við af reynslu, að lífið
er auðugt að góðum gjöfum,
sem gera okkur fært að stand-
ast storma þess.
Meg; nú þær gjafir falla
bér ríkulega í skaut, góði,
n-umii vinur.
Jón Rafnsson