Þjóðviljinn - 07.07.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 07.07.1964, Qupperneq 10
10 SlÐA spýtti nafninu útúr sér, eins og hann fengi óbragð í munninn af þvi. — Þrjóturinn sá. — Það er furðulegt, sagði Jack. Sugarman hafði skrifað þrjú eða fjögur ágæt leikrit síðustu fimmtán árin, en það bólaði hvergi á hæfileikum hans í því, sem Jack hafði lesið kvöld- ið áður eða því sem hann hafði séð um morguninn. — Hann var hér í 3 mánuði, sagði Delaney ásakandi, og fór á öll söfnin og sat á kaffi- húsum með öllum þessum for- drukknu og skítugu málurum og rithöfundum sem borgin héma morar af og hann sagði hverjum sem vera vildi að ég væri hálfvitlaus aumingi og hon- am dytti. ekki í rug að skrifa línu sem ég gæti kvikmyndað eftir, og það endaði með Því, að ég þurfti að skrifa það allt upp áftur. Rithöfundar! þeir eru all- ir eins. Þú mátt eiga Sugarman fyrir mér. — Nú, 'jæja, sagði Jack. Frá þvi að Delaney fór að ganga vel, hafði hann orðið óvinur allra þeirra rithöfunda, sem hann hafði unnið með og hafði loks farið inn á þá braut að umsemja handritin. Hann hafði það orð á sér í Hollywood að hann hefði skrifað sig niður í skítinn, og kvikmyndaframleið- endur sem höfðu hug á að ráða hann, voru farnir að segja við umboðsmann hans „Ég vildi gjaman fá hann, ef ég gæti rifið af honum blýantinn“. En tii þessa hafði engum tekizt að rífa af honum blýantinn. — Það er ekki búið að klippa hana enn, sagði Delaney og bandaði í átt að tjaldinu, — en ég skal koma skilsmynd á hana. Ef ég dey ekki áður úr ítalskri beiskju. Hann reis á fætur. — Heyrðu mig, Jack. Þú ættir að verða hér eftir og horfa á myndina nokkrum sinnum og venjast henni. Kanski gætirðu svo lesið handritið yfir aftur í dag. Svo byrjum við að tala inn í fyrramálið klukkan hálfátta. — Ágætt. — Ég ákvað fyrir þig stefnu- mót við Despiére, sagði Delaney og setti upp sólgleraugun. — Hjá Doney. Tíu mínútur fyrir eitt. Hann langar til að pumpa þig eitthvað fyrir greinina sina. Eitthvað um æskusigra mína. Delaney brosti út í annað munn- HÁRGREIÐSLAN HárgreiSslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÓ Laugavegi 18. III, h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi, T J ARN ARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SÍMI: 14662 HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdótlir) Laugavegi 13. — SÍMI. 146 — Nuddstofa á sama stað. ÞlðÐVILIINN Þriðjudagur 7. júlí 1964 vikið. — Ljúgðu svolitið að hon- um, þá ertu vinur í raun. — Vertu ókvíðinn, sagði Jack. — Ég skal gera þig að sam- blandi Stanislavsky og Michel- angelo. — Gerðu eins og þér "vnist. Delaney hló og klappaði Jack á herðarnar. — Guido bíður eftir þér úti með bílinn. Og í kvöld klukkan átta er kokkteilboð. Hann veit heimilisfangið. Er annars nokkuð sem ég get gert fyrir þig? — Ekki í svipinn. Delaney klappaði honum aft- ur á herðamar, föðurlega, vin- gjamlega. — Við sjáumst í kvöld, sagði hann. — Jæja, komdu, Hilda, sagði hann við ritarann, sem reis strax á fæt- ur, auðsveip og óspennandi, í slitinni klæðiskápu og elti hann út. Jack dró djúpt andanm, síð- an leit hann með viðbjóði á tjaldið og öfundaði Sugarman af þessum þremur mánuðum á söfnum og kaffihúsum og und- gnkomu hans til Ameriku. Nú ýtti Jack á hnappinn og það varð dimmt í herberginu og at- riðin fóru aftur að renna yfir tjaldið og reyndu að minna á j harmleik. * Meðan Jack sat og horfði á manninn sem hann átti að reyna að leggja til rödd, var hann að hugsa um Delaney og samning hans við Despiére og hann brosti með sjálfum sér. Það hafði ekki verið nein tilviljim, það vissi Jack nú — það hafði ekki verið af greiðasemi við Jack, já ekki einu sinni af löngun til að bæta kvikmyndina sem Delaney hafði boðið Jack til Rómar, þótt það hefði sjálfsagt stuðlað að því líka. Delaney vissi, að Jack var tryggur vinur og mundi eftir Delaney frá velmektarár- um hans, og það vildi hann gjarnan að kæmi fram í grein Despiéres. Þrátt fyrir alla sína auglýsingatækni, hafði Delaney alltaf verið duglegur og ná- kvæmur maður. Það var aug- Ijóst, að það hafði ekki breytzt. Hann notfærði sér fólk á lip- urlegan hátt og lét tilviljuninni lítið eftir. En í gamla daga mátti blaðamaður hans vegna skrifa að hann væri fjandinn sjálfur og tældi kórdrengi, án þess að Delaney nennti að færa sig úr stað til að fá manninn til að breyta einni línu. Og nú, hugs- aði Jack, aldurinn, mistökin ... Fímm þúsund dollarar, hugs- aði Jack og horfði á laglegt, heimskulegt andlitið á tjaldinu. Fimm þúsund dollarar. Despiére sat við eitt af smá- borðunum fyrir utan Do.ney, þegar Jack kom gangandi í hópi ferðamanna, skrifstofufólks, kvikmyndafólks og fjörlegra stúlkna á Via Veneto. Hádegis- sólin var brennheit og nokkrar klukkustundir fannst öllum sem Rómaborg væri yndislegur vetr- ardvalarstaður. — Seztu, sagði Despiére og benti á næsta stól, — og njóttu hins ítalska sólskins. Jack sett- ist á stólinn og pantaði glas af vermóð hjá einum hvítklædda þjóninum, sem tróðst með erfið- ismunum gegnum manmþröng- ina með bakka og bolla og sér- kennilegar flöskur með Campari og vermóð. — Dottóre, sagði Des- piére, — ég var hræddur um þig í gærkvöld. Það var engu líkara en þú værir að verða alvarlega veikur. — Nei, sagði Jack og hugsaði um nóttina á undan. — Það var ekkert alvarlegt. Ég var dálítið þreyttur, annað var það ekki. —Ertu hraustur maður, Dott- óre? spurði Despiére. — Auðvitað, sagði Jack. 12 — Þú ert eins og bjarg, sagði Despiére. — Það væru alltof mikil vonbrigði ef maður sem lítur út eins og þú, reynist hrjáður af einhverjum sjúkdómi. Öðru máli gegnir um mig. Hann hló. — Þegar vísindamennirnir sjá mig, þjóta þeir aftur inn á rannsóknarstofur sinar og vinna dag og nótt til að finna lyf til að bjarga mér áður en það verður um seinan. Veiztu það, að ég hef fengið inngjafir úr fylgjum kvenna, sem voru ný- búnar að fæða, og úr göfugustu likamshlutum ungra manna sem dóu af slysförum? — Hvers vegna? Spurði Jack og trúði honum næstum þvi. — Til þess að lengja lif mitt, sagði Despiére léttum rómi og veifaði karlmanni og Ijóshærðri konu sem gengu framhjá. — Finnst þér óeðlilegt að ég hafi áhuga á að lengja líf mitt? — Ber það tilætlaðan árang- ur? spurði Jack. Despiére yppti öxlum. __— Lifandi er ég, sagði hann. Þjónninn kom með glas Jacks og hellti í það vermóð. Despiére veifaði tvemur stúlkum með síð hár og föl andlit, án allra fegr- unarmeðala, sem gengu framhjá í matarhléinu. Hann virtist þekkja helminginn af þvi fólki sem gekk framhjá borði þeirra og hann heilsaði öllum á sama hátt, veifaði letilega með hend- inni og brosti hlýlega og dálítið stríðnislega. — Segðu mér, Dottóre, sagði Despiére Qg hagræddi sér betur í stólnum án þess að taka útúr sér sígarettuna, svo að hann varð að lygna aftur augunum vegna reyksins, — segðu mér hvernig meistaraverk Delaneys var í morgun? — Jú, sagði Jack varfærnis- Iga, — þetta eru ekki annað en brot ennþá. Það ér alltof snemmt að dæma um það. — Þú átt við að það hafi verið bölvað piss. Delaney virt- ist vera skemmt. — Síður en s'-'o, sagði Jaek. Despiére var vinur hans, en það var Delaney lika og það var ástæðulaust að fórna öðrum vegna hins, bara vegna blaða- greinar. — Þetta getur vel orð- ið ágæt kvikmynd. sagði Despiére. — Það væri líka eins gott, — Við hvað áttu með því? Despiére hafði eitthvert lag á því í dag að gera Jack órótt. — Þú veizt það eins vel og ég, Dottóre, sagði Despiére, — að vinur okkar Delaney er alveg að berja nestið. Ein mistök enn og hann gerir ekki fleiri kvik- myndir. í Hollywood, í Róm, í Perú . .. — Það hef ég enga hugmynd um, sagði Jack stuttur í spuna. — Ég les ekki kvikmynda- og vikublöð. — Ææ, sagði Despiére hæðn islega. — Bara ég hefði hæfi- leika hans til að kalla fram tryggð hjá vinum mínum. — Heyrðu mig nú, Jean-Babt- iste, sagði Jack. — Hvað hef- urðu hugsað þér að gera með þessari grein? Slá hann niður? — Ég? Despiére greip um hjartastað með geysilegum undr- unarsvip. — Hef ég lagt í vana minn að gera slíkt og þvílíkt? — Þú hefur lagt hitt og þetta í vana þinn, sagði Jack. — Hvað hefurðu hugsað þér að segja um hann? — Ég er ekki búinn að ákveða það, sagði Despiére og brosti stríðnislega. — Ég er ekki ann- að en veslings heiðarlegur blaðamaður, sem vinnur i þágu sannleikans, rétt eins og allir aðrir veslings heiðarlegir blaða- menn. — Hvernig verður greinin? Despiére yppti öxlum. — Ég ætla mér ekki að strá rósum fyrir fætur hans, ef það er það sem þú heldur Hann hefur ekki gert almennilega mynd í tíu ár, það veiztu, þótt hann hagi sér ennþá eins og hann hefði fund- ið upp kvikmyndavélina. Má ég spyrja þig um eitt? Hefur hann alltaf verið svona? — Alltaf svona? spurði Jack og þóttist ekki skilja. — Þú veizt vel hvað ég á við. Yfirlætisfullur, þreyttur á öll- um þessum smáséníum sem hann er neyddur til að vinna með, fikinn í smjaður, daufur gagn- vart gagnrýni, ófær um að hrósa öðrum fyrir eitt eða neitt, af- brýðisamur yfir velgengni ann- arra, reiðubúinn til að sólunda annarra fjármunum eins og óð- ur maður og stela annarra manna feomrm, rétt ellns og hann hefði einkarétt á að tæla hverja einustu fríðleiksdrós í nágrenninu . . . — Hættu þessu, sagði Jáck. Ég skil, hvað þú ert að fara Hann sá sem snöggvast fyrir sér hvernig andlitið á Delaney liti út þegar greinin birtist og hann fengi einhvern til að þýða hana af frönsku fyrir sig. Hann varð að ráðleggja Delaney að forðast Despiére eða breyta framkqmu sinni við hann. Hann velti fyrir sér hvað Delaney hefði gert til að orsaka þessa reiði, og hann velti líka fyrir sér hvað hann gæti sjálfur gert til að bæta fyrir eyðilegging- una. Despiére brostl til hans. — Segðu mér, Dottóre, sagði hann, — er ég ómerkilegur, franskur skíthæll? — f rauninni þekkirðu hann alls ekki, sagði Jack. — Hann er alls ekki eins og þú heldur. Að minnsta kosti ekki nema nokkrar hliðar á honum. Þær verstu. — Ágætt, Jaek, sagði Despi- ére. — Ég hlusta. Segðu mér þá eitthvað um betri hliðar óiþverr- ans. Jack hikaði. Hann var þreytt- ur og var þungur og dasaður eftir vökunóttina og honum fannst fólk horfa forvitnislega á bólgið nefið á honum og dökka þrotablettinn undir öðru auganu og hann var ekki í skapi til að halda uppi vömum fyrir neinn FERÐIZT MEÐ LANDSÝN © Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR © Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ S V IM ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. VDKDU8 ---1 r -Q>---- UjgWCpOEJOtiSStm VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi —- Kakó. KRON - búðirnar. Lækningastofa mín er flutt í Landakotsspítalann. Gengið inn frá Ægisgötu. — Sími og við- talstími eins og áður. BJARNI JÓNSSON. 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.