Þjóðviljinn - 10.07.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 10.07.1964, Side 2
2 SÍÐA ----------------------------- . t----------V-.......ar-.. jHTTim i f»yftDVn,I!NN --------- ■ ..— ------------------------------ Fösrtadagur 10. júlí 1964 Kolls Royce-vél Loftleiða er stærsta farþegavélin, sem notuð er á áætlunarferðum yfir norðanvert Atlanzhafið. Heildartekjur Loftleiða voru 475 króna á sí&asta □ Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum blaðsins, varð heildarvelta Loftleiða á síðasta ári 475 milj. kr. Farþegar með flugvélum félagsins urðu alls á árinu rösklega 83 þús. talsins og varð heildarsætanýtingin 77,9% starfsári Ferð yfír óbyggðir í litlum bifreiðum Á síðustu helgi fór bílaleigan Bíllinn með nokkra menn yfir óbyggðirnar um miðbik landsins. Lagt var af stað á sunnudagsmorg- un og komið til Akureyrar árla á þriðjudag. Forystumenn bílaleigunnar hafa í hyggju að fara fleiri slíkar ferðir í sumar og verða þær nánar auglýstar síðar. Til viðbótar fyrri fréttuin af aðalfundi Loftleiða fara hár á eftir nokkur meginatriði í skýrslu þeirri um rekstur fé- lagsins, sem framkvæmdastjór- inn> Alfreð Elíasson. flutti á aðalfundinum fyrir skömmu. Hagítæður rekstur 1 „Rekstur félagsins var mjög hagstæður á s.l. ári. Sætanýt- ing og nýting flugvélanna var mjög góð. Þá bera reikningar ' félagsins með sér. að fjárhags- afkoman hefur verið betri en nokkur hefði leyft sér að vona. Stefnt hefur verið að því að flytja viðhald flugvélanna heim. 1 því sambandi voru 18 piltar á vegum félagsins við flug- virkjanám í Bandaríkjunum i rúmt ár, og komu þeir um s.I. áramót til landsins. Endurnýjaðir voru samning- ar um tryggingar vegna flug- vélanna, sem fólu í sér all- verulega lækkun, — að vísu er það samningur, sem gildir fyrir þetta ár. Samkvæmt vetraráætlun. sem gilti til 31. marz voru famar 8 vikulegar ferðir fram og til þaka yfir Atlanzhafið. Með sumaráætlun 1. apríl til 31. okt. voru flognar 12 ferð- r í viku milli meginlands Evrópu og Ameríku. Frá 1. nóvember og til árs- loka 1963 voru flognar 8 viku- legar ferðir yfir hafið. Samtals voru á árinu flognar 532 ferð- ir fram og til baka milli Evr- ópu og Ameríku. Fækkað var um einn viðkomustað seint á árinu, nefnilega Hamborg, en það var gert vegna auglýsinga- takmarkana, sem Þjóðverjar settu. Allt árið voru í notkun 5 flugvélar af gerðinni DC-6B, og engin ný flugvél bættist í flotann. Hins vegar ákvað stjórnin að kaupa tvær CL-44 flugvélar, sem kosta samtals um 400 milj. kr. Fyrri vélin kom fyrir mánuði, en hin seinni kemur í haust. 599 mil.j. sætakílómetrar Heildarflugstandafjöldi flug- véla félagsins varð á árinu samtals 17,933. Auk þess voru 239 klst. flognar með leigu- vélum. Meðalflugstundanýting á sólarhring per flugvél var um 10 klst., eða svipað og árið áður. Flognar voru 7 miljónir km, og er það 5,3% aukning frá fyrra ári. A árinu voru alls fluttir 83,807 farþegar á öllum flug- leiðum félagsins á móti 77.770 árið 1962 og varð 'því farþega- aukningin 7.8%. Vöruflutningar námu alls 446 tonnum. Þar af nam full- greidd fragt 204 tonnum á móti 150 tonnum árið áður, og hef- ur hún því aukizt um 35,5%. Flutt voru 118 tonn af pósti á móti 122 tonnum árið 1962. Hafa þeir því dregizt saman um tæp 4%. Framboðnir sætakílómetrar voru á árinu 599 miljónir (1962: 552 milj.), en notaðir um 467 milj. Það gerir 77,9% heildarsætanýtingu. Arið áður var svipuð nýting eða 77,8%. Þungakílómetranýting var 79.9 prósent, en var 79,6 árið áð- ur. Míljón króna tekjur & hvem starfsmann. Þá sagði Alfreð Eliasson: „Starfslið Loftleiða við árs- lok 1963 greindist þannig eft- ir stöðvum: Reykjavík 284 New York7Chicago 87 Hamborg/Frankfurt 13 Kaupmannahöfn 13 Luxemborg 15 London 7 Glasgow 5 Stafangur 3 427 Keflavik 29 Samrtals; 456 Miðað við áramót hefur að- eins fjölgað um einn starfs- mann á árinu. Til gamans má geta þess, að samkvæmt þessu og reikningum félágsins er að meðaltali rúmlega miljón kr. tekjur á hvern starfsmann fé- lagsins. Starfsmönnum félagsins var greidd kaupuppbót (bónus), er nam tæpum tve'm milj. króna. Félagið skilaði (seldi) bönk- unum rúmum 95 milj. króna í gjaldeyri, en þurfti hins veg- ar ekki á neinni yfirfærslu að halda. Nokkru eftir síðustu áramót ákváðu Loftleiðir að bjóða við- skiptavinum félagsins greiðslu- fresti á fargjöldunum. og var þetta fyrirkomulag nefnt: Flug- far strax, far greitt síðar. Ar- angur þessarar nýbreytni hef- •ur orðið mjög góður. Sívaxandi fjöldi viðskiptavina hagnýtir Framhald á 9. síðu. Eins og áður1 segir var lagt af stað á sunnudagsmorgun og ekið sem leið liggur austur um sveitir og yfir Tungná á Tanga- vaði. Þá var Sprengisandsleið farin að Eyvindarkofaveri og síðan gist aðfaranótt mánudags- ins í Innra-Hreysi. Um morguninn var svo hald- ið í áttina til Fjórðungsöldu og þá beygt af Sprengisandsleið í vesturátt og stefnt á Hólafjall. Var komið til byggða á efsta bæ í Sölvadal í Eyjafirði, Þor- móðsstöðum, og svo ekið bein- ustu leið til Akureyrar á þriðju- dagsmorguninn. Hafði þá akst- urinn tekið einn sólarhring með nokkrum töfum vegna þungrar færðar. Klaki reyndist ekki kominn úr jörð alls staðar og því mjög erfitt að komast þetta nema fyrir. stóra bíla. Farið var á fjórum bílum, tveimur Dodge- Weappn bílum, Consul-Cortina af árgerðinni 1964 og Ford-bil af árgerðinni 1930. Stóru bíl- arnir komust leiðina fyrirhafn- arlítið en þeir minni áttu erf- itt með að komast yfir eink- um þar sem klakinn var í jörðu. Tafðist ferðin nokkuð vegna þeirra. Ef slíkar ferðir verða farn- ar seinna í sumar verður Bárð- ardalsleiðin farin .vegna þess ,að annars staðar er 'víðast hvar • illfært a.m.k. á Itlum bílum. Meðal þátttakenda í þessari för voru þrír sérlegir heiðurs- gestir. Þessir menn voru Menntaskólakennararnir Einar Magnússon og Valdimar Svein- björnsson og Jón Víðis land- mælingamaður en þessir þre- menningar fóru fyrstir manna á þíl yfir Sprengisand sumarið 1933 Fjórði maður í ferðinni var Sigurður Skúlason frá Laug, sem nú er lát'nn. en í stað hans kom Haukur sonur hans. Framkvæmdastjóri og farar- stjóri í þessum ferðum í sum- ar verður Halldór Eyjólfsson. . . 4 . MPð.UTGCRB RIMSINS ESJA fer austur um land í hring- ferð 16. þ.m. Vörumóttaka ár- degis á laugardag og mánudag til Fáskrúðsf jarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar. Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Raufarhafnar, Húsavíkur og Akureyrar. Far- seðlar seldir á mánudag. SKJALDBREIÐ fer austur um land til Akur- eyrar 14. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Vestfjarðahafna og áætlunar- hafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð, Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Farseðlar seldir á mánudag. Hugs- um okkur Islendingar hafa búið við mjög gott árferði að undan- fömu. Aflabrögð hafa verið mikil og góð, þjóðarframleiðsl- an hefur aukizt um því sem næst 15% á síðustu tveimur árum, og viðskiptakjörin hafa stöðugt farið batnandi að und- anförnu: útflutningsvörur okk- ar hafa hækkað mun meira á heimsmarkaðnum en vam- ingur sá sem við flytjum inn. Þannig segir Vísir frá þvf í gær að nú hafi síldarlýsi hækkað stórlega í verði. Fyrir tonnið af lýsi fengust 45 sterlingspund í fyrra. en nú er verðið hvorki meira né minna en 70 pund; við fáum semsé 56°/f meiri gjaldeyris- tekjur fyrir sama magn en við fengum í fyrra. Einnig hefur orðið umtalsverð hækk- un á síldarmjöli frá því í fyrra eða því sem næst 14%. Saltsíld hefur einnig hækkað í verði. og sama er að segja um saltfisk. freðfisk og skreið. í slíku árferði á að vera auðvelt að stiórna landinu. ráðherramir bafa naumast önnur vandamál en að veita sem greiölegast viðtöku gjöf- um náttúrunnar og aíköstum almennings. Engu að síður hefur viðreisnarstjórninni tek- izt að gera þetta góðæri að langsamlega mesta verðbólgu- tímabili sem dæmi eru um hérlendis, og á eldi dýrtíðar- innar hefur drjúgur hluti af ávinningi þjóðarinnar brunnið til ösku. Það er sannarlega til marks um fráleitt stjómarfar að í þvflíku góðæri skuli það fólk sem tryggir þjóðarheild- inni sívaxandi tekjur með starfi sínu þurfa að beita afli samtaka sinna til þess að neyða ríkisstjórnina til þess að hafa einhverja stjóm á þróun verðlagsmála. Og það er auðvitað fráleit óstjóm að sívaxandi þjóðartekjur og stórbætt viðskiptakjör skuli að engu leyti birtast f hækk- un á raunverulegu tímakaupi verkafólks; þvflfku ranglæti verður aðeins tmað skamma stand. Enda þótt góðærið hafi mildað viðreisnarstefnuna til mikilla muna blasa hinar háskalegu afleiðingar hennar við hverjum manni. En hugs- um okkur hvað gerzt hefði ef rikisstjórnin hefði þurft að fást við erfiðleika af völdum náttúrunnar í stað þess að fá nllt upp í hendumar. — Austri. TILKYNNING Samkvæmt samningi Vörubílstjórafélagsins Þróttar við Vinnuveitendasamband fs- lands, og samningum annarra sambandsfélaga, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar í tímavinnu, frá og með 1. júlí 1964, og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir: Dagvinna: Efttrvinna: Nætur- & helgidagav. Fyrir 2% tonns vörubifreiðar Kr. 121,50 140,00 153,20 pr. klst. — 2% til 3 tonna hlassþunga — 135,90 154,50 169,70 — — — 3 — 3% — _ — 150,49 169,00 184,20 — — — 3% — 4 — — — 163,60 182,20 197,40 — — — 4 — 4% — — — 175,70 194,20 209,40 — — — 4% — 5 — — — 185,30 203,90 219,10 — — — 5 — 5% — — — 193,70 212,30 227,50 — — 5% — 6 — — — 202,20 220,80 236,00 — __ — 6 — 6% — — — 209,40 228,00 243,20 — — — 6% — 7 — — — 216,60 235,29 250,40 — — — 7 T- 7% — — — 223,90 242,50 257,70 — — — 7% — 8 — — — 231,10 249,70 264,90 — — Aðrir taxtar haékka í sama hlutfalli. I LANDSSAMBAND VÖRUBIFREIÐASTJÓRA. Hestamannamót aS Skógarhólum Simnudasinn 12. júlí verður hestamannamót, kappreiðar og gfóð- hestasýning að Skógarhólum í Þingvallasveit. Mótið hefst kl. 13 með'þvi að 126 gæðingum verður riðið inn á mótssvæðið. — 82 fljótustu hestar landsins keppa um hæstu v-fðlaun, sem veitt hafa verið hér á landi. Fjölmennið í Skógarhóla og sjáið stærstu kappreiðar landsins. — Hvaða hestur vinnur 10.000 kr. verðlaun? — Sætaferðir frá B.S.Í. á sunnudag kl. 8.30, kl. 10 og kl. 13.00. MÓTSNEFNDIN. j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.