Þjóðviljinn - 10.07.1964, Síða 3
Föstudagur 10. júlí 1964
ÞJÓÐVILJINN
SlöA ^
Stóraukin viðskipti á milli
Bretlands og Sovétríkjanna
Sovétríkin kaupa verksmiðjur og ýmsar vörur fyrir um
12 miljarða króna, og fá til þess lán til langs tíma
Nær
Þing Repúblikana að hefjast
fimmfalt fleirí fulltrúar
LONDON 9/7 — Sovézkir og brezkir samningamenn hafa
í London komið sér saman um skilmála fyrir lánveitingu
til langs tíma handa Sovétríkjunum og verður láninu var-
ið til kaupa á vélum og öðrum vamingi í Bretlandi, hefur
franska fréttastofan AFP eftir áreiðanlegum heimildum.
Samkomulagið mun leiða af sér stóraukin viðskipti milli
landanna.
Samningaumleitanir hafa staö-
ið alllengi og látlaust undan-
famar vikur bssði í Moskvu og
London. Þær hafa nú borið ár-
angur og má búast við því að á
næstunni verði undirritaðir
samningar milli sovézkrá aðila
og brezkra fyrirtækja um kaup
á vélum, verksmiðjuútbúnaði og
öðrum vamingi.
Handa efnaiðnaðinum
Eftir því sem bezt er vitað
mun hér vera um að ræða við-
skipti fyrir um 100 miljónir
sterlingspunda, eða um tólf milj-
arða íslenzkra króna.
Meginhluti þess f jár mun verða
Dómur í S-Afríku
JÖHANNESARBORG 977 — 29
ára gamall Afríkumaður,
Shumi Ntutu. var í dag fund-
inn sekur um að hafa undir-
búið skemmdarverk og dæmd-
ur í 15 ára fangelsi. Lögregl-
an segist hafa fundið þrjár
sprengjur heima hjá honum.
Liðhlaupi dæmdur
FRANKFURT 9/7 — Alfred
Svenson, höfuðsmaður í banda-
ríska hemum, var í dag af
herrétti í Frankfurt í Vest-
ur-Þýzkalandi dæmdur í sjö
ára hegningarvinnu fyrir að
að hafa hlaupizt undan merkj-
ur til Austur-Þýzkalands og
stolið jeppa þeim sem hann
ók í yfir landamærin.
I»ota rakst á hús
FLORENNES. Belgíu 9/7 —
Þrjú böm og flugmaður létu
lifið hér í gær þegar ein af
þotum belgíska flughersins
hrapaði á hús. Kona sem var
i húsinu með börnunum komst
lífs af, en ’ slasaðist mikið.
Barnmargar mæður
MOSKVU 977 — Nærri 8,5
miljónir sovézkra kvenna hafa
síðasta áratug verið heiðrað-
ar fyrir að hafa alið fimm
böm eða fleiri, segir ..Isvestía".
Um 80.000 þeirra hafa eignazt
tíu böm eða fleiri.
Kirkjum lokað
TÚNISBORG 977 — Samkvæmt
samningi sem fullgiltur var f
dag hefur Páfastóll fallizt á
að lokað verði 102 af 109 ka-
þólskum kirkjum í Túnis.
Kirkjunum verður breytt í söfn
eða skóla. Byggingar og jarð-
ir í eigu kirkjunnar verða
þjóðnýttar. Meðal kirknanna
sem lokað verður er hin frsega
dómkirkja i Karþagó.
Varað við ofveiði
NEW YORK 977 — Matvæla-
stofnun SÞ. FAO, hefur varað
fjórar helztu hvalveiðiþjóðim-
ar í Suðurhöfum, Norðmenn.
Hollendinga, Japana og Sov-
étrík:n, við þvi að ef ekki
verði gert samkomulag um
að takmarka veiðina, bendi
allt til þess að hvalastofnun-
um verði algerlega eytt.
varið til kaupa á vélakosti handa
sovézka efnaiðnaðinum. 1 sov-
ézku verzlunamefndinni sem nú
er stödd í London er formaður
L. A. Kostanoff, sem er ráðherra
fyrir sovézka. efnaiðnaðinn.
Heíl verkmiðja
Þannig mun vera ráðgert að
Sovétríkin kaupi heila verk-
smiðju til framleiðslu á gervi-
efninu terylene. en sú verksmiðja
með öllum útbúnaði mun kosta
sem næst 50 miljónir sterlings-
punda.
Auk þess er ætlunin að Sov-
étríkin kaupi vélakost í verk-
smiðjur til framleiðslu á tilbún-
um áburði, gervigúmmí, eitri
gegn meindýrum og illgresi o.s.
frv., en á öllum þessum sviðum
standa Bretar framarlega.
Til fimmtán ára
Samningaumleitanimar munu
einkum hafa staðið um hve
langan greiðslufrest Sovétríkin
skyldu fá og samkvæmt heimild-
um AFP hefur orðið samkomu-
lag að lánin verði veitt til fimm-
tán ára. en það mun vera ná-
lægt þeim fresti sem hinir sov-
ézku aðilar óskuðu eftir. Brezka
ríkið mun ábyrgjast lánin.
1 trássi við Bandaríkin
Bandaríkjastjóm hefur lagt
fast að Bretum, eins og reyndar
öðrum bandamönnum sínum, að
neita Sovétríkjunum um allar
lánveitingar til langs tíma. Brezk
iðnfyrirtæki, og þar rná helzt
telja hinn volduga efnaiðnaðar-
hring Imperial Chemical Indu-
stries, hafa hins vegar sótt það
fast að brezka stjórnin greiddi
fyrir þessum viðskiptum. Aðal-
framkvæmdastjóri ICI var fyrir
skömmu í Moskvu og var við
heimkomuna mjög bjartsýnn á
markaðsmöguleika brezks iðnað-
ar í Sovétríkjunum og fór ekki
dult með að hann teldi það Bret-
um í hag að stuðlað væri að við-
skiptum austur á bóginn með
lánveitingum.
styija Goldwater en Scranton
SAN FRANCISCO 9/7 — Á mánudaginn hefst í San Franc-
isco þing Repúblikanaflokksins þar sem úr því verður
skorið hver verður forsetaefni flokksins í kosningunum í
haust. Fæstir telja lengur nokkum vafa á því að Barry
Goldwater öldungadeildarmaður muni verða tilnefndur
og það með miklum meirihlu'ta.
Á þinginu munu verða 1308
fulltrúar og Goldwater þarf því
655 atkvæði til að hljóta út-
nefningu. Allt bendir til þess
að hann muni fá það atkvæða-
magn þegar í fyrstu lotu og
sennilega allmiklu meira.
1 dag jókst fjöldi stuðnings-
Bandaríkin andvíg
Vietnamráistefnu
WASHINGTON 9/7 — Bandaríska
utanríkisráðuneytið kunngerði í
dag að Bandaríkjastjóm væri
andvíg tillögu C Þants, fram-
kv'æmdastjóra SÞ. að kvödd
vcrði saman ný alþjóðaráðstefna
til að leita lausnar á vandamál-
um Suður-Vietnams.
U Þant hafði lýst þeirri skoð-
un á blaðamannafundi í New
York í gær að valdbeiting og
hernaður myndu aldrei leysa þau
vandamál og því ættu þau ríki
sem stóðu að Genfarráðstefnunni
um frið í Indókína 1954 að koma
aftur saman.
f Karachi lýsti talsmaður stjórn-
ar Pakistans að hún væri fylgj-
andi tillögunni um 14 velda ráð-
stefnu til að fjalla um Laosmálið.
Áður hafa stjórnir Kína, Sovét-
ríkjanna, Frakklands, Kambodja
og Norður-Vietnams lýst sig
fylgjandi þeirri tillögu.
„Alþýðudagblaðið" í Peking
6egir í dag í forystugrein að
Kínverjar séu skuldbundnir að
koma Norður-Vietnam til aðstoð-
Fjögur heimili á götunni
Framhald af 12. síðu.
hús'ð. 1 þessu tilfelli er konan
sjúklingur og hafði þrjú börn
á framfæri sínu, en tveim þeirra
hefur nú verið komið fyrir
annars staðar, en ung dóttir
hennar bjó hjá henni, er út-
burðurinn átti sér stað.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu borgarlæknis hefur
húsið Hverfisgata 76b verið
skoðað og álitið óíbúðarhæft
a.m.k. ef ekki væri gert við
það, en álitið var að unnt væri
að gera það sómasamlegt með
lagfæringum. Nú hefur ekki
verið ráðizt í neinar lagfæring-
ar og er allt í sama horfinu.
Salerni er aðeins eitt og það
mjög lélegt, svo að iðulega hef-
ur runnið út úr því alls kyns
óþverri, Bað er ekkert í hús-
inu. Iðulega hefur verið vatns-
laust og eitthvað hefur borið á
rottugangi að því er íbúárnir
lýstu. Auk þess voru húnar fá-
tíð fyrirbrigði á hurðum og
útidyrahurðin brotin svo að
skjól var þama fáanlegt eins
og í meðalfiskhjalli.
Hver íbúð var leigð á 1800
til 2000 kr. á mánuði og aðeins
mánuður fyrirfram eins cg víða
tíðkast.
Eins og áður segir hyggst eig-
andinn reisa þama hús og
verður þá að fjarlægja bæði
húsin af lóðinni til þess að fá
teikningu. Sagði haren að milcu
óregla hefði verið á sumum 1-
búunum og að þeir hefðu ekki
staðið í skilum við sig að öllu
leyti. Hefði umgengni fólksins
m.a. gert það að verkum að
húsið liti út eins og raun ber
vitni. Ennfremur tjáði hann
tíðindamanni blaðsins að hann
hefði sagt fólkireu upp með lög-
ar ef Bandaríkin gera alvöru úr
hótunum sinum um að ráðast á
landið.
manna hans enn. Búizt er við að
rúmlega helmingur af fulltrúun-
um frá Ohio. sem eru 51 talsins,
muni greiða honum atkvæði.
James Rhodes fylkisstjóri sem
hafði haft í hyggju að gefa kost
á sér í fyrstu lotu heimilaði í dag
fulltrúunum að greiða atkvæði
eftir eigin geðþótta og er búizt
við að 29 þeirra fylgi Goldwat-
er.
Þá mun fjöldi fulltrúa sem
hafa heitið honum stuðningi
vera kominn upp í 725 eða tals-
vert framyfir tilskilið lágmark.
Eini keppinautur hans sem að
kveður, William Scranton fylk-
issjóri, hefur hins vegar aðeins
fengið loforð um stuðning 161
fulltrúa.
Eina von Scrantons er sú að
margir þeirra sem heitið hafa
Goldwater stuðningi
honum þegar á hólminn er fcom-
ið, en ekkert bendir til þess
að svo fari.
Goldwater kom til San Fran-
cisco í dag og var sigurviss bæði
um úrslitin á flokksþinginu og í
forsetakosningunum í haust.
Hann hafði annars í viðtali sem
birtist við hann í vesturþýzka
vikublaðinu ,.Der Spiegel“ sagt
að ekki væru á því horfur nú
sem stæði að nokkur frambjóð-
andi Repúblikana myndi geta
sigrað Johnson forseta i haust.
Bruni /
Kópavogi
Klukkan 14.46 í gær var
slökkviliðið í Reykjavik kvatt
á vettvang vegna elds á Kópa-
vogsbraut i Kópavogi. Eldur var
þá laus í skúr, sem áður hefur
verið búíð í. Talið var að eld-
urinn hefði komið upp í rusli
er geymt var í skúrnum.
Skamma stund tók að slökkva
bregðist eldinn, urðu skemmdir litlar.
legum fyrirvara og hefði það
átt að fara út hinn 14. maí. En
fólkið var þá ekki farið úr
húsinu og hefði hann haft sam-
band við það aftur og einnig
við bæjaryfirvöldin og síðan gef-
ið því frest til 10. júní. En það
kom fyrir ekki og var það því
borið út með fógetavaldi núna
síðustu dagana.
í hinu húsinu. Hverfisgötu 76,
búa hjón og gamall maður. Það
hús var dæmt óíbúðarhæft í
febrúar í vetur og mun fólkið
flytja úr því fljótlega.
Af framanrituðu má marka að
ástandið í þessum málum er væg-
ast sagt hörmulegt. Hvarvetna
má heyra um fólk, sem hef-
ur átt í erfiðleikum vegna hús-
næð'svandræða. Leiga eftir í-
búðir er iðulega borguð fyrir-
fram og allt upp í tvö ár. Fjöl-
margar íbúðir eru leigðar, sem
ekki hafa nærri alla þá hluti,
sem taldir eru lágmark til þess
að húsnæði geti talizt íbúðar-
hæft.
Undanfarið hefur bærinn séð
fyrir allmörgu fólki en í hús-
næði bæjarins eru ýmsir aðil-
ar, sem eru sæmilega efnaðir
og hafa alls enga þörf fyrir að
þeim sé hjálpað. A meðan eru
sjúklingar er geta ekki af þeim
sökum eða öðrum unnið fyrir
sér, látnir sitja á hakareum og
engin úrlausn veitt.
Nú hefur bærinn misst all-
mikið leiguhúsnæði þar sem eru
íbúðir er nú tilheyra dánarbúi
Sigurðar Bemdsen en einnig
hefur hlaupið nokkuð á snærið
hjá bessum aðilum því að þeir
hafa nýlega fest kaup á íbúð-
um við Kaplaskjólsveg, og er
óskandi að þá rætist úr fyrir
einhverjum húsnæðislausum.
Velkomin í
KJORB
S S
/ SÍMI38140
AiSt í HeEgarmatinn -
• DILKAKJÖT
• NAUTAKJÖT
• SVÍNAKJÖT
• KJÚKLINGAR
• FYRSTA FLOKKS PYLSUGERÐAR-
VÖRUR í MIKLU ÚRVALI
SS GÆÐA FÆÐA BRAGÐAST BEZT!
SI/ATURFÉIAG
SUÐURIANDS
I
4
w
»