Þjóðviljinn - 10.07.1964, Qupperneq 4
4 SlÐA
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnus Kjartansson (áb.),
Siguróur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarvérð kr. 90.00 5 rnánuði
Heimsmet
þjóðviljinn skýrði í g#er frá grein sem birtist í
dagblaðinu Vísi s.l. þriðjudag, þar sem rætt er
um stórhættulega verðbólguþróun í Vestur-Evr-
ópu síðustu 3 ár og miklar og vaxandi áhyggjur
stjórnmálamanna þar vegna þessa ástands. Nú er
það kunnara en frá þurfi að segja að viðreisnar-
stjórnin hefur talið sig einhverja beztu og ábyrg-
ustu stjóm, sem setið hafi að völdum hér á landi.
Allt á henni að hafa tekizt að eigin dómi, og síð-
ast í gær má lesa eftirfarandi í leiðara Morgun-
blaðsins: „Viðreisnarstjórninni hefur hinsvegar
tekizt svo vel, að lífskjör manna hafa aldrei verið
jafn góð og nú“. Það er því ekki ólíklegt, að les-
endum Vísis hafi orðið alleinkennilega við þegar
þeir lásu, hvað það er, sem kallað er „mikil verð-
bólga“ í öðrum löndum Vestur-Evrópu, og stjórn-
málamenn þar hafa nú dagvaxandi áhyggjur af.
Á þessum þremur árum hefur verðlag neyzluvara
í þessum löndum hækkað um frá 3,9%—14%, en
á sama tíma hefur verðlag á vörum og þjónustu
hækkað hér á landi um hvorki meira né minna en
80%, og við þá tölu má bæta 7% hækkun það sem
af er þessu ári, eða réttum helmingi þess, sem
hækkunin nemur á 3 árum í þeim löndum Vest-
ur-Evrópu þar sem ástandið er verst að sögn Vísis.
yiðreisnarstjórnin lét það í veðri vaka í upphafi
valdaferils síns, að hún myndi snúast af festu og
einurð gegn verðbólgunni. Fyrsta verkefni henn-
ar var hins vegar að setja bann við vísitölu-
greiðslum á kaup, en þær voru tvímælalaust einn
helzti hemillinn á verðbólguþróunina, eins og
fljótlega kom í Ijós. Og í stað þess að reyna að
stöðva verðbólguskriðuna beittu stjórnarvöldin
henni skipulega til þess að koma í veg fyrir
kjarabætur launþega eins og berlegast kom fram
með gengislækkuninni eftir kjarasamninga verk-
lýðsfélaganna sumarið 1961. Og meðan verð-
bólguskriðan æddi áfram sátu stjórnarvöldin að-
gerðalaus og sungu sem ákafast, að viðreisnin væri
að takast, þótt það kæmi svo eftirminnilega í ljós
á s.l. vori að ríkisstjórnin var búin að missa öll
tök á þróuninni. Þær skrautfjaðrir, sem hún hafði
helzt reynt að flagga með, hagkvæmur greiðslu-
jöfnuður við útlönd og aukin sparifjármyndun.
var viðreisnarverðbólgan að reyta af henni aftur.
J>á sá ríkisstjórnin sig loks knúða til þess að leita
samkomulags við verkalýðssamtökin um vanda-
málin, sem hún réði ekki lengur við. Eitt helzta
atriðið í þeim samningum var verðtrygging kaups.
Og það er lærdómsríkt að lesa nú einnig þá játn-
ingu í áðurnefndri Vísisgrein, að í Belgíu, einmitt
því landi Vestur-Evrópu, þar sem vísitölukerfið
heíur verið við lýði, hefur verðlag hækkað lang-
samlega minnst s.l. 3 ár eða aðeins um 3.9%. Eina
afrekið sem viðrei' arstjórnin getur með réttu
státað af, er heimsmet í verðbólgu, sem trúlega
verður erfitt að hnekkia um ófvrirsjánalega fram-
tíð, enda skal ósagt lá+ið að slíkt verði keppíkefh'
nokkurrar „ábyrgrar“ ríkisstjórnar. — b.
ÞJÖÐVILÍINN
Föstudagur 10. júlí 1964
Þeir eru á Svaninum
Þessi mynd er tekin um borð í Svaninum frá Reykjavík og er báturinn að losa síld til söltunar
á síldarplaninu Óðni norður á Raufarhöfn. Það var létt yfir strákunum og þeir mokuðu af
lífi og sál upp í löndunarkörfuna. Svanurinn hafði er myndin var tekin aflað 1100 mál, en bát-
urinn komst á miðin kringum saufjánda. Áður lá hann í slipp á Akureyri. Hásetarnir heita,
talið frá vinstri: Ástráður Sigurðsson frá Hafnarfirði, Pétur Sveinsson frá Kópavogi og J6n Ara-
son frá Reykjavík. Þeir héldu þegar austur á miðin aftur. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Hann heitir Guttormur Sigurðs-
son, er stýrimaður á Svanin-
um frá Reykjavík og stjórnar
hér spilinu um borð og löndun
úr bátnum. — Guttormur er nú
búsettur í Hafnarfirði, en átti
áður heima í Neskaupstað og
er ættaður ofan af Héraði.
Hann hefur verið fjögur ár
stýrimaður á Svaninum. „Ætli
þetta sé nú ekki að lagast hjá
okkur“, sagði Guttormur. —
(Ljósm. Þjóðv. G.M.).
Norðurlandamótið í bridge
háð í Reykjavík eftir 2 ár?
Ársþing Bridgesambands Is-
lands var haldið í Reykjavik
30. maí sl. Þingið sóttu full-
trúar frá 10 félögum. Hrein
eign Sambandsins í árslok var
kr. 113.000.— og fjárhagur
þess á árinu farið mjög batn-
andi.
Hin nýja stjórn sambands-
ins er bannig skipuð: Sigur-
jón Guðmundsson forseti.
Þórður H. Jónsson, Kristjana
Steingrímsdóttir, öll frá Rvík.
Hörður Amþórsson og Mika-
el Jónsson frá Norðurlandi.
Björn Sveinbjörnsson og Ósk-
ar Jónsson frá Suðurland:.
Varastjóm: Hjörtur Elíasson.
Reykjavík. Geirlaug Jónsdótt-
ir, Borgarnesi. Oliver Kr'stó-
fersson, Akranesi, Jón Jónsson,
Dalvík. Meistarastigaritari Ásta
Fiygenring, Reykjavík, Endur-
skoðendur. Ragnar Þorsteins-
son og Þorgeir S'gurðsson, til
vara Sigvaldi Þorsteinsson. All-
ir frá Reykjavík
Allmiklar umræður urðu á
Cha?bani ofursti
tekinn höndum
ALGEIRSBORG 8/7 — Alsir-
stjórn tilkynnti í kvöld að deild
úr her hennar hefði tekið hönd-
um Chaabani ofursta, sem áður
var yfirforingi á fjórða her-
stjórnarsvæði, en sú herstjóm
hefur nú verið lögð niður.
Chaabani gekk fyrir nokkrum
dögum í lið með andstæðingum
Ben Bella og ætlaði að búa um
sig í Auresfjöllum og skipu-
leggja þar skæruhernað gegn
stjóminni í Algeirsborg.
0e Gáulle lík?
«1 Nnrðurlanda
STOKKHÓLMI 8/7 — De Gaulle
Frakklandsforseti mun næsta ár,
ef heilsa hans leyfir. feta í fót-
spor Krústjoffs og heimsækja
Svíþjóð. Danmörku og Noreg.
De Gaulle hefur þegið boð
Gústavs Adolfs konungs um að
koma til Svíþjóðar. og einnig
heimboð frá Dönum og Norð-
mönnum. Pompidou. forsætisráð-
herra Frakklands. er nú staddur
í Stokkbólrni og hefúr ræt4
Erlander forsætisráðherra.
þinginu um næsta íslandsmót,
bæði um mótsstað og fyrir-
komulag. Umsóknir komu frá
Akureyri og Húsavík um að
halda mótið. Ákvörðun ekki
tekin, en málinu vísað til
stjórnar sambandsins.
Stjörn Bridgesambandsins
var veitt heimild til að ráða
til reynslu forkennara til að
kenna bridge og stjórna
bridgemótum.
Þingið samþykkti að stjórn
Bridgesambands íslands athugi
möguieika á að senda sveitir á
Evrópumeistaramótið í Brússel
1965.
1 dómstól Sambandsins voru
kosnir: Ólafur Þorsteinsson.
Gunnar Vagnsson o'g Sigurð-
ur Helgason.
MANNTAFL (Háskólabíó).
** Margt bókmenntalegt
listaverk hefur fengið slæma
útreið í meðförum kvik-
myndamanna. Manntafl Stef-
an Zweigs er ein af perlum
nútímabókmennta í smá-
sagnagerð. og því miður er V
sögunni að ýmsu leyti mis-
boðið með þessari kvikmynd.
Ljóst er, að þegar kvik-
myndir eru byggðar a skáld-
verkum, verður að breyta
ýmsu í efnismeðferðinni til
að fullnægja kröfum kvik-
myndagerðar'nnar.. Það get-
ur líka verið réttlætanlegt
að bæta nýjum persónum í
kvikmyndina. Kvikmynda-
gerðarmenn hafa víst frjálsar
'hendur til slíkra hluta, en
það er fjandi hart að þeim
skuli leyfast að nota kvik-
myndatæknina til að klæmast
á bókmenntalegum 1 staverk-
um.
Efni j Manntafls er sér-
kennilegt, furðulegt, spenn-
andi og ógnvekjandi i aðra ‘
röndina. Bakgrunnurinn eru
hinir myrku tímar landvinn-
;nga býzkra nazista. og
he'rra djöfullegu aðferðar til
að hneppa andlegt líf í fjötra
•im leið ov valdaránið var
'ramið.
Friðsamu og hlédrægur
austurrískur Iögfræðingur,
Dr. B.i er tekinn höndum
Hafinn er í Reykjavik und-
irbúningur að byggingu félags-
heimilis, sem þrjú bridgefélög
þar standa að. Þingið sam-
þykkti, að stjóm Bridgesam-
bandsins skyldi hugleiða þátt-
töku í fywrtæki þessu.
Áðalfundúrinn fól stjóm
Bridgesambands Islands að
vinna að því, að Norðurlanda-
mótið 1966 verði háð í Reykja-
vík.
1 firmakeppni Bridgesam-
bandsins tóku þatt 230 fyrir-
tæki og gréiðir hvert þeirra
í þátttökugjald kr. 500.—. Sig-
urvegari varð Olíuverzlun Is-
lands h.f., en fyrir hana spil-
aði örn Guðmundsson, sem því
varð einmenningsmeistari
Reykjavíkur í bridge 1964.
af Gestapo um leið og þýzku
nazistarnir innlimuðu Aust-
urríki. Hann hefur sýslað um
fjárre'ður kirkna, klaustra og
keisaraættarinnar, en nazist-
ar vilja fá hann til að vísa
sér á fjármuni þessarra að-
ila, sem hann reyndar hefur
skotið úr landi.
Gestapomenn ofurseldu
hann ekki hungri, þrældóm’.
og morðfýsn SS-manna í
fjöldafangabúðunum. Þeir
settu hann í stofufangelsi í
hóteli, og sveltu hann þar
andlegu hungri í kolsvörtu
hyldýpi þagnar, bókleysis og
einveru. Þetta hafði reynzt
nazistum notadrjúg aðferð til
að fá menntamenn til að
leysa frá skjóðunni. Þesskon-
ar fangelsi byggðist á djöf-
úllegri sálfræði, og taugar
dr. B. fóru að láta undan
eftir nokkurra mánaða dvöl
á þessum andlega kvalastað.
Fyrir tilviljun kemst hann
yf'r bók, sem reyndist haía
að geyma 150 meistaraskákir.
Hann fer að grauta í skál:-
listinni. sökkvir sér niður i
bessa dægradvöl með sálsýk-
islegri ástríðu til þess að
vinna bug á e'nverunni og
kvejjandi yfirheyrslum. Hann
fvllist taflgleði og taflfýsn,
síðan taflsýki og loks taíl-
vitfirringu, sem endar með
bví að hann misþyrmir e:n-
Danskur þýð
ari styrktur
Stjórn Dansk-íslenzka félags-
ins hefur nýlega ákveðið að
styrkja Ijóðaþýðingar danska
skáldsins Pouls P. M. Pedersen
með framlagi að upphæð d. kr.
1.000,00 Poul P. M. Pedersen
hefur gefið út 2 ljóðabækur
með dönskum þýðingum á ís-
lenzkum ljóðum. Fra hav til
jökel (1961), sem er úrval Ijóða
Davíðs Stefánssonar, Tómasar
Guðmundssonar, Laxness, Guð-
mundar Böðvarssonar o.fl., og
Rejse uden löfte (1964),' sem eru
þýðingar á völdum ljóðum
Steins Steinars.
Síðari bókin er gefin -út •■ af
Helgafelli, og er hún 1. þindi
í safninu ..Moderne islandsk
lyrikbibliotek" og verður þvi
safni haldið áfram með þýðing-
um á ísl. ljóðskáldum nútím-
ans. Þykir mönnum þýðingar
þessar hafa tekizt vel og er
mikill fengur að þeim til kynn-
ingar íslenzkra bókmennta er-
lendis.
um fangaverðinum og hleyp-
ur síðan gegnum gluggarúðu
í óráði og stórslasar sig. Hann
lendir á geðsjúkrahúsi, en er
síðan látinn laus og vísað
úr landi.
Þannig segir Zweig söguna.
Áframhaldið gerist um borð
í farþegaskipi á leið til Vest-
urheims. þar sem dr. B. er
innanborðs og lendir í æsi-
spennandi viðureignum við
heimsmeistarann í skák.
1 kvikmyndinni er þetta
nokkuð með öðrum blæ, -I
stað hins skinhoraða dr. B.-
kemur hinn velfeiti . Curt
Júrgens og heitir Werner von
Basil, hálfgerð glansfígúra í
byrjun. Hann fellur engan-
veginn inn i hlutverk þeirrar
persónu sem Zweig skapaði.
Hann er látinn flýja úr fang-
elsinu með dularfullum hætti.
1 kvikmyndinni koma fram
tvær aðalpersónur, sem ekki
eru til í sögu Zweigs. Gesta-
poforinginn, Berger, er góð
„týpa“ og fellur vel inn i
myndina með góðum leik
Jorg Felmy. Hinsvegar er
Ar.dreny algerlega ofaukið í
myndinni, og vjfðist helzt
vera sett í hana til að klína
á myndina hinum væmnustu
endalokum. sem gjörspilla
þessari ágætu sögu.
Kv’kmyndin er tæknilega
vel gerð að mörgu leyti, og
sérstaklega eru sviðsbreyt-
ingar oft áhrifamiklar og
snjallar. Allvel tekst að lýsa
hinni andlegu pyndingaaðferð
nazista, og er það höfuð-
kostur myndarinnar. — e.þ.