Þjóðviljinn - 10.07.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.07.1964, Qupperneq 6
g SÍÐA ÞIÖÐVILIINN Föstudagur 10. júlí 1964 Um þessar mundir er Fjármálaráðuneytið danska að yfirvega, hvort áfrýja skuli dómi, sem nýlega var upp kveðinn og fjallar um það, hvor't Siðvæðingarhreyfingin danska sé skattskyld. Sið- yæddur lögreglumaður krafðist þess að fá að draga frá skattskyldum tekjum sínum fjárfram- lög sín til Siðvæðingarhreyfingarinnar og hafði sitt mál fram ■— í fyrstu lotu að minnsta kosti. — enda txStt hún væri á móti bannsettum kommúnismanum. Eitt af vitnum hreyfingarinnar. uppgjafa prófastur. Brodersen að nafni. lýsti því yfir, a9 Siðvæðingin sé ekki á móti kommúnismanum sem slíkum (sic!) heldur aðeins því guð- leysi, sem kommúnistaflokkar í Sovétríkjunum og aimarstað- ar berðust fyrir. Vilji menn komast að þvi, hvað hæft sé í þeim fullyrð- ingum Siðvæðingarinnar, að það sé ekki þjóðfélaginu held- ur * sálinni, sem hún vilji bjarga, nauðugri viljugri. næg- ir að skoða það, sem skrift- lærðir forsvarsmenn hreyfing- arinnar láta frá sér fara. Gegn Gomulka og Rockefeller I nýlegu eintaki af málgagni samtakanna, MRA Informati- on. gefur þannig að líta „boð- skap”, sem samtökin birtu sem auglýsingu í vesturþýzka blað- ið DIE WELT. (Vana sínum trú geta samtökin þess ekki, að hér sé um greidda auglýs- ingu að ræða og vonast svo til þess að einhver taki „boð- skapinn’’ sem skoðun blaðsins). Hér segir, m.a.: „Boðskapurinn, sem var frá völdum borgunmi Vestur-Þýzkalands. var stílað- ur til pólska flokksforingjans Gomulka og afsannaði þ.ær fullyrðingar hans, að Þjóð- verjar vilji hefnd og að sterkt Þýzkaland sé hættuleg ógnun við friðinn”. Annan boðskap birtir blaðið og ber hann yfir- skriftina „Opið bréf til allra þeirra, sem sækja um opinbert embætti”. Fylgir það fréttinni, að þetta hafí verið birt í 38 blöðum í Kaliforníu „undir lok hinnar bitru baráttu um forsetaframboðið”. Þetta var með öðrum orðum á þeim tima þegar siðvæðingin barðist gegn Nelson Rockefeller á þeim for- sendum að hann hefði skilið við konu sína en gifzt einkarit- aranum. Boðskapur Siðvæðing- arinnar þar að lútandi var svo- hljóðandi: ,.Við væntum þess, að maður sem kýs að sækja um opinbera stöðu skuldbindi sig til þess í einkalífi sinu að vera öðrum fordæmi með hreinlífi og ákveðinni siðferði- legri afstöðu”. Og þetta er hreyfing, sem Peter Howard, hinn nýji Ieið- togi MRA. Þegar málið kom fyrir rétt í fyrsta 6Ínn. lagði Siðvæðing- in mikla áherzlu á það, að hreyfingin sé á engan hátt pólitísk. Umræddur iögreglu- maður kvað Siðvæðinguna ein- göngu hafa trúarleg takmörk Sérfræðingur er sá sem veit meira og meira um minna og minna. (M. Butler) Ræningínn heimtar pen- ingana eða lífið; konan hvorttveggja. (Samuel Butler, 1835—1902) Guð fyrirgefur mér — það er hans atvinna. (Helnrich Heine — and- Iátsorð). Falskir seðlar á ferðinni ekki kveðst skipta sér af stjóm- málum nema þá í krossferð gegn kommún ismanum! Gegn Luther King Þessi sami tónn gengur aftur í öllum ræðum Siðvæðingar- postulanna. Til dæmis um það er ræða, sem „Milton H. Gra- ham, borgarstjóri í bænum Phoenix, heimkynnum Barry Goldwaters, öldungadeildar- þingmanns”. hefur að sögn siðvæðingarblaðsins haldið ekki alls fyrir löngu. í ræð- unni segir svo: „Hví ekki að byggja heim, þar sem enginn vogar sér að sækja um opin- bert embætti nema hann styðji algjöran heiðarleik og hrein- lífi?” Og enn kvað hann: „Ef við ætlum að byggja nýjan heim verðum við að velja okkur leiðtoga, sem hafa sið- ferðilega ábyrgðartilfinningu framar öðrum”. Á sama fundi talaði Peter Howard. hinn nýji leiðtogi Sið- væðingarhreyfingarinnar og arftaki Franks Buchmans. Hann lét svo ummælt: „Afríka og Asía bíða þess, að Banda- ríkin sýni heiminum, hvemig lifa skuli. Lög geta ekki hversu nauðsynleg sem þau eru í sjálfu sér, læknað beiskjuna með fólki. Ofbeldi getur ekki gert það heldur. Ég tel að við getum hér saman skapað eitt- hvað annað og áhrifameira en það, sem menn gera í Miss- issippi í dag, sem hefur leitt til svo mikilla þjáninga og vesaldar”. Siðvæðingarleiðtoginn nefn- ir ekki. við hvem eða hverja hann á, en m.a. virðist vera átt við Martin Luther King og þá blökkumannaleiðtoga aðra, sem réyna vilja að kenna blökkumönnum að neyta kosn- ingaréttar síns. Auðheyrt er. að Peter Howard er ekkert hrifmn af slíkum mönnum. Þrælpólitísk Þessar tilvitnanir ættu að nægja til að sýna það, að Sið- væðingarhreyfingin sé í betra lagi pólitísk. I Danmörku hef- ur það verið venja, að meðlim- ir ýmissa trúfélaga hafa mátt draga framlög sin frá skatti. Framlög til stjómmálaflokka hafa hins vegar ekki verið tal- in frádráttarhæf. Dómurinn virðist því einna helzt fela það í sér. að dómendur hafi annað tveggja ekki séð það, sem virð- ist þó blasa við, að Siðvæðing- in sé stjómmálasamtök og ekkert annað, eða þá hitt, að hér sé verið að breyta gild- andi skattareglum. Sé hið síð- ara atriði rétt, kæmi það stjómmálaflokkunum í Dan- mörk vel, ekki hvað sízt kommúnistum — og það getur tæpast verið tilgangur Siðvæð- ingarinnar! Fróðlegt verður að sjá framvindu þessa máls, en óneitanlega virðist þessi upp- kveðni dómur vart eiga sér stoð. Skýringin skyldi þó aldrei vera sú að Siðvæðingin hafi væntanlega í þetta eina sinn, látið tilganginn helga tækiðog borið að fomum sið fé á dóm- stólinn? Myndin cr tekin á ströndinni við St. Augustine í Florida. Hvítir menn reyndu þar að hindra blökkumenn í því að nota baðströndina og lögreglan sést hér grípa til sinna ráða. Lögreglan handtók allmarga hvíta ofsatrúarmenn en einnig nokkra blökkumenn, sem neyta vildu mann- réttinda sinna. Þetta skeði rétt um sama leyti og hin nýja Mannréttindalöggjöf var að taka gildi. Bítlakvikmynd Fyrsta kvikmynd um Bítl- ana frægu var fyrir skömmu frumsýnd í Lundúnum og var að sjálfsögðu vel tekiö. Kvik- myndin, sem nefnist „A Hard Days Night”. lýsir 36 anna- tímum i lífi hópsins og ekki þarf að spyrja að því, að þeir félagar syngja mörg af þekkt- ustu lögunum sínum. Gagnrýnendur voru flestir sammála um það,' að Bítlar haíi í þessari mf.'I sýnt góða gamanleikarahæfileika og fleiri en unglingar einir eigi að geta haí; af henni nokkra skemmt- un. Svo sem til sönnunar því að um þessar mUndir ríki friður á jörð — nema í Kongó. Suður-Afríku. Viet- nam, Malasíu. Florida, Ala- bama, Mississippi o.s.frv. — hefur nú verið látin á þrykk út ganga skýrsla frá UNESCO, þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um menntamál, vísindi og menn- ingarmál. Sjálfir geta menn ráðið því, undir hverja grein- ina þeir vilja flokka efnið, sem hér um ræðir . . . UNESCO hefur tekið sér fyrir hendur að komast að því, hversvegna bandarískir og vesturevrópskir karlmenn séu eins þreyttir og raun ber vitni um. Árangur rannsókn- arinnar er enn sem komið er sá helztur að slá því föstu. að þeir séu þréyttir. Hins- vegar telur skýrslan, að karl- mennirnir hafi fyllzt þreytu einfaldleg? vegna þess, að forfeður þeirra hafi frá ör- ófi alda þurft að „bera meg- inþungan af baráttunni fyrir tilverunni”! Gæsalappir og upphrópun- armerki höfum við hér sett ekki eingöngu vegna þess, að tilvitnunin sé í djarfasta lagi, heldur til að gefa það í skyn að hún sé einnig í hæpnasta lagi. Bókstaflega talað hefur konan borið okkur alla á og undir brjósti, og þar við bæt- ist, að það er í hæsta máta vafasamt, að karlmenn beri meira en konur af byrðum hins daglega lífs. En snúum aftur að skýrslu UNESCO. I stuttu máli sagt er niður- staða skýrslunnar sú, að 70 —80n/o allra karlmanna í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu þjáist af líkamlegri og sálrænni þreytu, item lífs- leiða og Iífsótta. Helmingur- inn af varanlegum sjúkdóm- um þeirra virðast sálræns eðlis, en tilsvarandi tala er hvað konum viðkemur aðeins 30%. Tveir þriðju allra sjálfs- morðingja eru karlmenn. Sænskur félagsfræðingur, sem hefur unnið ásamt öðrum að skýrslunni, telur, að kjark- ur, frumkvæði og eldmóður hafi á síðustu 50 árum flutzt frá karlmönnum til kvenna. Annar vísindamaður bendir á árangur kvenna á Olymp’u- leikjum og spáir því, að eft- ir nokkrar aldir — syndaflóð- ið kemur sem betur fer eftir vorn dag — standi þær karl- mönnum jafnfætis hvað lík- amsburði snertir. UNESCO telur sig geta slefið þv: föstu, að helming- Undanfarið hafa falskir hundrað-krónuseúiar verió i um-w. . henni Danmörk, yfirvöldum og lögrcglu til stórrar armæðu. Ekki hefur enn verið haft upp á „fabrikkunni” þrátt fyrir ýtarlcga rannsókn málsins. Þegar siðast til fréttist hafði danskur lög- reglnspæjari verið sendur nlður á Mallorca í Ieit að „spori“ cn lítið er enn vitað um árangur af har.s för. — Hér sjáum við danskan bankagjaidkera grandskoða innkominn 100 kr. seðii. Hann skyldi þó aldrei vera falskur? kúrekar; í flokknum finnum við ennfremur rómverska keisara, Kólumbus, Hróa Hött, Napóleon. Tarzan og Dreka. Hvemig eiga þeir Jón og Gvendur að standast slík- an samanburð? Jónar þeir og Gvendar, sem þeir ættu að berjast við liggja dauðir i gröf sinni án þess að láta eftir sig nokkur þau spor sem rannsaka megi. Karlmenn voru alltaf karl- menn þegar þeir fóru flokk- um saman, í hópum, herjum eða þá einir sér. 1 félagsskap kvenna hafa þeir alltaf ver- ið hinir veikari! Munurinn á því sem varog hinu sem er, er m.a. sá, og kemur hvergi fram í skýrslu UNESCO. að víking- ar, krossfarar, hermenn, land- könnuðir og hvað þeir nú voru allir, höfðu ekki konur meðferðis. Þeir urðu að láta sér nægja að þrá og vona. Þegar konur komu á vettvang milduðust siðir og venjur — nema þegar karlmenn voru að reyna að sýnast — og jafnvel Villta vestrið og auðnir Alaska urðu heim- kynni hálfsterkra kvenna- þræla. Enn dreymir karl- menn um að vera eitthvað á- líka og Tarzan, Svarta Rud- olf, Knud Rasmussen og Sitt- ing Bull, en þeir fá það ekki fyrir konum sínum og ein- hvemveginn verður að afla fjár fyrir næstu afborgun af sjónvarpstækinu. Væru þeir einir í ráðum, sigldu þeir fyrir Horn eða héldu inn f Smálönd ,.som sjalva djavul- en” með hlöðnum skamm- byssum og brugðnum brandi. Og svona í alvöru að tala vanmetur UNESCO-skýrslan dálítið þýðinguna af blóð- tapi tveggja heimstyrjaida. Talsverður hluti þeirra, sem hefðu getað breytt niðurstöð- um skýrslunnar, er löglega forfallaður. Hvað viðkemur veikleikaog þreytu, þessu sem Siðvæð- ingin þreytist ekki að minna okkur á, er þess að gæta, hvort við látum ekki einnig á þessu sviði blekkjast af aldagömlu gorti. 6g þar við bætist, að það cr nú einu sinni erfiðara að vera Don Juan á því herrans ári 1964, en það var á öldinni sem leið. En fremur öðru ætti mis- munurinn að felast i þvf, að nú á dögum er konan á ferli og fer- á stjá um heim allan —-ef ekki kemur annað til þá í líki flugfreyju. spm heimtar það að öryggisbeltið sé spennt. (Undirskriftin o í Informatlon) Sterkari þó? ur allra evrópskra og 85% allra bandarískra eiginmanna séu kúgaðir i hjónabandinu! O, jerutn, jerum, jerum, o, quæ mutatio rerum hafa stúdentar víðsvegar um Evr- ópu nú sungið í svona hér- umbil tvö hundruð ár. Þar eð þessi gullvægu orð þýða eitthvað á þá leið, að alit breytist og að sjálfsögðu á hinn verra veg, má gera ráð fyrir því, að Adam sjálfur hafi raulað eitthvað svipað. þó ekki á latínu, þegar hann var rekinn á dyr í Eden hér um árið. Iveikleika vorum og þreytu viljum vér þó engu að síður mótmæla! Að því slepptu, hve vafasöm er sjálf rannsóknin, sem meðal annars byggist á því, sem konur segja um eiginmenn sína og ekki allt fallegt, þá hlýtur slík tölvísi og hér um ræðir jafnan að líða fyrir það, að samanburðargrund- völlurinn er harla ótraustur. Það sem borið er saman við, eru hugmyndir um hetj- ur horfinna alda. Við vesal- ingar 20. aldarinnar, erum ekki bomir saman við vís- indalegar skýrslur frá fyrri öldum heldur endurminning- ar og vitnisburði forfeðranna sjálfra. Og sá vitnisburður gæti verið álíka áreiðanlegur og aflasögur veiðimanna! Líti maður yfir aldirnar sjást að vísu steinaldarmenn, víking- ar, kross.farar, sæfarar, sjó- ramingjar, landkönnuðir, frumbýlingar, indíánar og Danir deila nú um það hvort Sihvæiingin sé skattskyld Veikara kyaið sterkara þó? é i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.