Þjóðviljinn - 10.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.07.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILJINN — Skálda, sagði Jack. — Ha-nn er undarleg blanda af illu og góðu, sagði Veronica. Svo fann Jack eitthvað vott á vörinni og vissi að blæðinginn var byrjuð aftur. Hann stanzaði gramur, tók upp vasaklútinn og bar hann upp að nefinu. — Hvað er að? Veronica leit skelkuð á hann. — Ekki neitt, sagði hann lágt. — Blóðnasir. — Koma þær alltaf svona? Fyrirvaralaust? spurði Veronica. — Bara í Róm, sagði hann. — Það barði mig maður í gær- kvöldi. — Barði yður? Hún virtist naumast trúa þvi. — Af hverju í ósköpunum? — Ég veit það ekki. Jack hristi höfuðið, gramur yfir öllu, yfir blóðinu sem fossaði úr nefi hans. — Til viðvörunar. Hann stóð þama, beygður og þjakaður, aftur eins og yfirbugaður þama á miðri umferðagötunni, af draumnum, hugboðunum, minn- aldrei unnið upp þann tíma sem maður er neyddur til að sóa í ná- vist mannsins og láta sem maður sé vinur hans. Ungfrú Henken hló snöggt, heilluð af þessari innsýn í heim, þar sem hún yrði aldrei vel- komin. og Despiére kastaði sér yfir matinn með ánægjusvip. Áður en kaffið kom, leit hann á úrið sitt og spratt á fætur: — Ég er neyddur til að yfirgefa ykkur, böm. Ég þarf að hitta mann. Við verðum að borða sam- an hádegisverð á hverjum degi. Hann veifaði hendinni og var horfinn. Gestgjafinn kom vag- andi til móts við hann og Despi- ére tók um herðar hans og gekk með honum til dyra og gestgjaf- inn fór með honum útfyrir, og Jack sat eftir og góndi á eftir þeim, fokreiður sjálfum sér fyr- ir að vera svona svifaseinn og koma Despiére upp á að fara án þess að greiða reikninginn, eða að minnsta kosti sinn part. Hann leit skyndilega á Veronicu til að sjá hvemig henni yrði við hina skyndilegu brottför Despi- éres. en hún sat þama ánægð og áhyggjulaus og gæddi sér á peru. Einhvers staðar hlýt ég að Jiafa misskilið eitthvað, huggaði Jack. Og skömm'u seinna, þegaT þau voru búin með kaffið og Jack bað um reikninginn, kom gest- gjafinn til þeirra og sagði bros- andi út að eyrum, að það væri búið að borga hann — að Signóre Despiére hefði sagt að hann borgaði borðið og þau væru öll gestir hans og vinir. Fyrir utan veitingahúsið sagði ungfrú Henken, að hún yrði að fara til Cinecitta til að vita hvort hún þyrfti eitthvað að vinna, og þau náðu í leigubxl handa henni og hún fór af stað með svip eins og kona sem alltaf fer ein í leigubíl. — Hvert ætlið þér? spurði Ver- onica. — Ég geng heim á hótelið mitt, það er ekki langt. Jack bjó sig undir að kveðja og velti fyrir sér hvort hann ætti að biðja um símanúmer hennar af einskærri kurteisi. Nei, fjandakomið, hugs- HÁRGREIÐSLAN Hárgre;ðsiu og snyrtistofa STEINU og DÓDO Laugavegi 18, III h. (lyfta) * 1 SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi T J ARN ARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SlMI: 14662 HARGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14656 — Nuddstofa á sama stað. aði hann, ég myndi aldrei hringja í það hvort sem væri. — Má ég vera samferða? spurði hún. Og hann sá að tungu- broddurinn var enn kominn út í munnvikið. — Auðvitað, sagði Jack og þau gengu af stað hlið við hlið, en án þess að snertast. — Það væri indælt, ef þér megið vera að því. — Ég þarf ekkert að gera fyrr en klukkan fimm, sagði hún. — Og hvað gerið þér þá? spurði Jack. — Ég vinn á ferðaskrifstofu, sagði hún. — Ég sendi fólk á staði, sem mig langar sjálfa að fara til. Sólin var horfin bakvið skýja- þykkni og i norðri voru skýin að hrannast upp. Það leit út fyrir rigningu á næstunni. Þau gengu framhjá porti, þar sem tötralega klædd, bogin kona með óhreint bam í fanginu stóð og betlaði. Konan tók bamið undir annan handlegginn, hljóp á eftir Jack og hrópaði: Am- ericano, Americano, og rétti fram hina höndina, óhreina og likasta kló. Jack stanzaði og fékk henni hundraðlírupening, og konan sneri við án þess að þakka einu orði og fór aftur að portinu, þar' sem hún hnipraði sig aftur upp við múrinn. Jack fann að kon- an starði á eftir honum, van- þakklát, óánægð, og honum fannst einhvem vegninn sem hundrað lírumar sem hann hafði gefið henni væru ekki nægilegt gjald fyrir heita matinn sem hann var að enda við að borða, fyrir fallegu stúlkuna við hlið hans, fyrir þann munað sem beið hans í gistihúsherbergjunum. — Það er til þess að minna okkur á, sagði Veronica alvar- lega. — Svona konur eins og þessi. — Minna okkur á hvað? — Minna okkur á hvað ítalía er nálægt Afríku, sagði hún. — og hvað við þurfum að borga mikið fyrir það. — Það eru líka betlarar í Am- eríku, sagði Jack. — Ekki sams konar, sagði stúlkan. Hún gekk hratt eins og hún vildi flýta sér burt frá kon- unni og baminu. — Hafið þér nokkurn tíma verið í Ameríku? spurði Jack. — Nei, sagði Veronica. — En ég veit það. Þau gengu stundarkom þe'gj- andi, gengu yfir götu. beygðu fyrir hom, fóru framhjá búðar- glugga fullum af ostum, pylsum og Chiantiflöskum í strákörfum. — Þykir yður leiðinlegt að konan yðar skyldi dansa við ann- an mann klukkan þrjú um nótt í París? spurði Veronica allt í einu með lágri röddu. — Nei, sagði Jack og hugisaði: það er nú ekki alveg satt. — Bandarísk hjónbönd eru betri en þau ítölsku, sagði Ver- onica. Hún sagði þetta blátt á- fram og án allrar beiskju. Ojæja. hugsaði Jack og brosti með sjálfum sér, ég gæti hæg- lega andmælt þessu. — Annars getur meira en ver- ið að hún hafi alls ekki verið að dansa klukkan þrjú í nótt, sagði hann. — Eigið þér við að .Tean- Baptiste hafi verið að ljúga? ingunum um hina dauðu. óttan- um við yfirvofandi hættu, ein- manaleik næturinnar og skelf- ingu. — Við verðum að flýta okkur heim á hótelið yðar, sagði Veronica. Hún veifaði á leigu- bfl og hjálpaði honum inn í hann. rétt eins og hann væri veikur. Hún hélt hendinni þétt og hlý- iega um handlegg hans og í þetta sinn var hann feginn því að vera ekki einn. 15 Við gistihúsið heimtaði hún að fá að borga leigubílinn og fékk lykilinn við afgreiðsluborðið og stóð þétt hjá honum í lyftunni og horfði stöðugt á hann, reiðu- búin til að grípa hann, rétt eins og hún væri hrædd um að hann dytti. Blóðið hélt áfram að renna. I lyftunni, þar sem hann reyndi að sýnast kurteis, venjulegur og óblóðugur vegna lyftudrengsins, varð Jack allt í einu sannfærð- ur um, að meðan hann beið í anddyrinu hefði hann séð Despi- ére og konu í bláum útifötum sitja þétt hvort hjá öðru og tala alvarlega saman í langa, auða ganginum sem lá út frá and- -dyrinti.— — Sáuð þér þau? spurði hann Veronicu, sem stóð vemdandi við hlið hans. — Hvaða þau? — Despiére og kvenmann, sagði Jack. — I anddyrinu. — Nei, sagði Veronica og leit á hann undarlegu augna- ráði. — Ég sá engan. — Það gerir ekkert til, sagði Jack, loðmæltur. — Það skiptir engu máli. Nú er ég líka of- sóttur af lifandi verum um há- bjartan daginn. hugsaði hann. 1 svefnherberginu fór hann úr jakkanum, losaði um flibbann, tók af sér bindið og lagðist á rúmið. Veronica hengdi jakkann hans inn í skáp, fann hreinan vasaklút í skúffu og fékk hon- um. Svo stóð hún andartak og laut yfir hann, útlínur hennar sáust ógreinilega í hálfdimmu herberginu sem gluggatjöldin voiu dregin fyrir og regnið lamdi rúðumar. Svo lagðist hún við hliðina á honum án þess að mæla orð og tók hann í faðm sér eins og til að hugga hann. Þau lágu þögul hlið við hlið og hlustuðu á regnið í heitu, dimmu síðdegisloftinu. Eftir dá- litla stund tók hann vasaklútinn frá nefinu. af því að hann þurfti hans ekki lengur með, og hann sneri til höfðinu og kyssti hana á hálsinn, þrýsti vömnum fast að hlýju, stinnu hörundinu og gleymdi öltu um fyrirboða og drauma, sár og blóð, minningar og tryggð. Hann sneri sér á bakið með höfuð hennar á öxlinni. sítt svart hárið lá eins og dökkur blettur á koddanum. Hægt og hægt varð hann aftur hann sjálfur, smám saman varð hann gesturinn í her- bergi númer 654, eiginmaður, faðir, varfærinn, hæglátur, skyn- samur. Hann horfði á óljóst and- lit Veronicu við hlið sér, and- lit sem tilheyrði stúlku sem honum hafði fundizt fyrir tveim tímum vera sjálfumglöð og heimskvleg að sjá. Hún lá með I galopin augu og horfði upp f loft og dauft bros lék um varir hennar. Já, hugsaði hann, svip- urinn á henni er dálítið heimsku- legur. Hann mundi eftir fyrsta dómi sínum um hana við borð- ið á útiveilingahúsinu. Glæsilegt kvendýr. Hann brosti með sjálf- um sér og hugsaði: Hvar er hægt að hafa gagn af glæsilegum kvendýrum! Þau lágu saman í ósýnilegu regninu og gluggatjöld og hlerar drógu úr hávaða Rómaborgar. Hann hló upphátt. — Af hverju ertu að hlæja? spurði hún án þess að hreyfa sig. — Ég var að hlæja að því hvað ég er útundir mig. sagði hann. — Hvemig þá? — Ég var búinn að sjá þetta allt saman út, sagði hann. — Við hádegisverðinn. Að þú myndir hverfa með Jean-Bapt- iste. — Hélztu að ég væri stúlkan hans? — Já. Ertu það ekki? — Nei, sagði hún. — Ég er ekki stúlkan hans. Hún tók um höndina á Jack og kyssti hann í lófann. — Ég er stúlkan þín. — Hvenær vissirðu það? spurði hann, glaður og undrandi yfir þessari óvæntu yfirlýsingu en hugsaði um leið: Það er langt síðan svona lagað hefur komið fyrir mig. Nú var röðin kominn að henni að hlæja. — Ég vissi það fyrir tveimur dögum, sagði hún. — Þú varst ekki einu sinni búin að hitta mig fyrir tveimur dögum, sagði hann. — Þú vissir ekki að ég var til. — Nei. ég var ekki búin að hitta þig, sagði hún. — En ég vissi að þú varst til. Ég vissi mætavel að þú varst til. Ég sá kvikmyndina, skilurðu. Þú varst svo fallegur. svo skapaður fyrir ást, að ég varð stúlkan þín á einum einasta hálftíma, meðan ég sat alein i kvikmyndahúsi. Kannski hlæ ég seinna þegar ég hugsa um þetta. hugsaði Jack, en í svipinn finnst mér þetta ekkert hlægilegt. — Já. en vina mín, sagði hann. — Þá var ég tuttugu árum yngri. Ég var yngri en þú ert núna. — Ég veit það, sagði hún. — Ég er alls ekki lengur sami maðurinn, sagði hann angurvær og fannst sem þessi indæla, bamalega og dálítið einfalda stúlka hefði verið prettuð. vegna tímans og gömlu myndarinnar, og hann hefði vingazt við hana á fölskum forsendum. — AHs ekki sá sami. — Þegar ég sat f kvikmynda- húsinu, sagði hún, — vissi ég hvemig það yrði ef þú svæfir hjá mér. Jack hló beisklega. — Þá verð ég víst að endurgreiða þér mið- ann, sagði hann. — Hvað þýðir það? — Það þýðir að þú borgaðir fyrir dálítið sem þú fékkst ekki, sagði hann. dró handlegginn und- an höfði hennar, svo að það féll niður á koddann aftur. — Þú borgaðir fyrir ungan mann, tuttugu og tveggja ára gamlan, sem er horfinn fyrir löngu. — Nei, sagði Veronica með hægð. — Ég borgaði ekki fyrir neitt. Og hann er ekki horfinn, eins og þú segir. Þegar ég sat á veitingahúsinu og heyrði þig eegja frá herra Delaney og hin- um manninum. veslings leikrita- höfundinum, þá sá ég að ungi maðurinn var þama ennþá. Svo hló hún dálítið, færði sig nær honum, sneri til höfðinu og hvísl- aði í eyra hans: — Nei, ég segi ekki allan sannleikann. Það er ekki alveg eins og ég gerði mér í hugarlund í kvikmyndahúsinu. Það er betra, miklu betra. Svo hlógu þau saman. Hann sneri sér að henni og lagði hönd- ina ofan á hana. — Hvað viltu? hvíslaði hún. — Eitthvað reglulega ítalskt. sagði hann. — Er þetta reglu- lega ítalskt? Hann vissi að einhver var að berja að dyrum. Hann opnaði augun með tregðu. Það var dimmt í herberginu og sem snöggvast vissi hann ekki hvar hann var, hvaða tími sólarhrings- íns var og honum stólð á sama. Svo var barið aftur, varlega, og Pöstudagur 10. júli 1964 Straujárn og tón/ist Framhald af 7. síðu. málsins er, að mig vantaði þungan málmhlut til að leggja á strengina, það gefur alveg sérstakan blæ, sem mér var nauðsynlegur. Nú, straujárn er þungur málmhlutur — auðvelt að verða sér úti um það, og þar að auki hefur það hand- fang. Það er mesti misskiln- ingur, að það sé eitthvað nýtt, að margvíslegur tónblær sé framleiddur á eitt hljóðfæri, strengi eða blásara. Það kippir sér enginn upp við það að strengir séu plokkaðir á fiðlu. spilað með tré bogans en ekki hári á strengjahljóðfæri eða blásarar noti mismunandi dempara. Allt er þetta gert í listrænum tflgangi og það sem ég geri við píanóið er nákvæmlega samsvarandi. — Hvemig finnst ér búið að ungum tónskáldum hérlendis? — Ég hef lítið starfað hér. en veit þó að aðalerfiðleikarmr eru þeir, að enginn traustur vettvangur er til, þar sem hægt væri að flytja þau verk, sem skrifuð eru. Musica nova hefur unnið gott starf, en sá félagsskapur stendur ekki nógu traustum fótum. Allt er unnið í sjálfboðavinnu, hljóðfæra- leikarar leggja það á sig að æfa ný og erfið verk í stop- ulum frístundum. Til lengdar er ekki hægt að byggja upp nokkurt tónlistarlíf á sjálfboða- vinnu einni saman. Ekki eru síðri erfiðleikamir sem stafa af því, að nútíma- tónlist hefur farið fyrir ofan garð og neðan á Islandi, því kemur hún eðlilega flatt uppá áheyrendur. Maður verður að venjast allri músik, hvort sem um er að ræða sin- foníu eftir Beethoven, óperu eftir Verdi, eða elektróniska tónlist Stockhausens. Og fólk venst ekki músik nema það heyri hana oft. Hér stendur hnífurinn í kúnni. — Þú gerir miklar kröfur til áheyrenda, að þeir kynni sér nýjungar rækilega, þurfi helzt að sökkva sér í tónlistina lil þess að geta notið hennar. Leiðir þetta ekki til þess, að tónlistin verði séreign þess fólks, sem hefur tíma, efni og ástæður til að kynna sér þessi mál rækilega — hér myndist nokkurskonar menningarleg fcrréttindastétt, ef svo má að orði kveða? — Þetta er hraðvaxandi vandmál. sem snertir ekki að- eins tónlist heldur og allar aðrar listgreinar. — Hvemig lízt þér á slíka þróun? — Illa. Það er illt til þess að vita, að þeir sem hafa á- huga á list í hvaða formi, sem vera skal, skuli ekki hafa að- stæður til að njóta hennar, og þjóðfélagið með allri sinni tækniþróun geti ekki skapað því lífskjör, sem eru nauðsyn- leg til listnautnar og list'ðk- ana. List er mannbætandi. Nú- tímalist á SCr auðvitað erfitt uppdráttar í þjóðfélagi, sem stefnir að standardíseringu ag sækir lifsmátt sinn í það að ala á frumstæðustu efnis- hyggju. Öll list er í eðli sínu andstæða þessara meginþátta okkar ágæta viðreisnarþjóðfé- >ags. « FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • SeTjum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYN1Ð VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVN n- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. FCRDABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabilar af nýjusíu gerð, til leigu í lengri og skcmmri ferðir. Afgreiðsla alla virka daga, kvöld og um helgar í síma 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötn 52. Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.