Þjóðviljinn - 14.07.1964, Blaðsíða 3
Þriðjuclagur 14. Jtíl! W64
HÓÐVIUDIN
aCDA 3
Æðstaráð Sovétríkjanna á fundi:
Veruleg hækkun lúgteknu og
ellilífeyris, styttri vinnuvika
MOSKVU 13/7 — Æðstaráð Sovétríkjanna kom saman á
sumarfund sinn í Kreml í dag. tjelzita málið sem fyrir því
liggur er framkvæmd á því stefnuskráratriði Kommún-
istaflokksins að bæta lífskjörin. Krústjoff forsætisráðherra,
sem hélt framsöguræðu á þinginu í dag, skýrði frá ýmsum
ráðstöfunum sem miða að hækkun á lægstu launum, aukn-
ingu á ellilaunagreiðslum og stytftingu vinnutímans.
Maurice Thorez
látinn, 64 ára
Maurice Thorez, leiðtogi franskra kommúnista undan-
farin 34 ár, lézt á laugardagskvöld um borð í farþega-
skipinu „Latvia“ sem var á leið (til Jalta í Sovétríkjun-
um. Hann varð 64 ára gamall.
Krústjoff sagði að Sovétríkin
settu sér það takmark í efna-
hagsmálum að auka framleiðsl-
una um 9—10% árlega. Sagði
hann að síðastliðið ár hefði hún
aukizt um 9,7%. Þar af væri
hlutur iðnaðarins 8,5% Qg hefði
stál,- oliu- og gasframleiðsla
farið fram úr áætlun.
Hann ræddi um kornkaup
Sovétríkjanna í fyrra og sagði
að hægt hefði verið að láta þau
vera, en þá hefði verið nauð-
synlegt að takmarka brauð-
neyzlu. Hann sagði að fráleitt
væri tal borgaralegra gagnrýn-
stefndu Sovétrikin að því, að
koma sér upp kombirgðum, sem
ættu að endast frá hálfu og allt
að einu ári.
Hann gerði grein fyrir kjara-
bótum, sem nú ætti að fram-
kvæma. Ein mikilsverðasta til-
lagan sem fyrir liggur fjallar
um styttingu hámarksvinnutíma
úr 41 klst. í 40 og jafnframt
verði komið á 5 daga vinnuviku.
18 milj. manns, sem starfa við
kennslu, heilsugæzlu, verzlun og
í byggingaiðnaði munu hljóta
'aunahækkanir að meðaltali 25%
>g fóstrur allt að 40%. Fólk sem
enda um kreppu í landbúnaðin- . starfar að kennslu svo og þeir
um, þrátt fyrir uppskerubrest í | sem búa og vinna í nyrztu hér-
fyrra, vegna óvenjulega óhag- uðum landsins munu fá þessa
stæðra náttúruskilyrða. Og nú hækkun í ár, en aðrir starfs-
hópar á næsta ári. Lágmarks-
laun hækka úr 40 í 45 rúblur.
Tekið verður upp nýtt elli-
launakerfi, sem á að ná til allra
samyrkjubænda og koma í stað
eldra kerfis, sem var gloppótt.
Karlmenn sem orðnir eru 65 ára
og unnið hafa í 25 ár, og konu-
ur, sem orðnar eru 60 og hafa
unnið í 2o ár fá framvegis elli-
laun, sem samsvara allt að helm-
ingi tekna þeirra, þó ekki meira
en 102 rúblur.
Krústjoff taldi að leggja bæri
megináherzlu á aukin vörugæði.
Hann sagði ag það værí aðeins
í þágu borgaralegs þjóðfélags og
myndi fæla fólk frá kommún-
isma að láta sem hann sé sam-
félag sem víki til hliðar þeim
hlutum, sem fólk vilji fyrst og
fremst.
„Alþýðudagblaðið" í Peking:
Krústjoff að lífga
við kapítafísmann
PEKING 13/7 — Eftir nokk- birtist í dag í „Alþýðublaðinn"
urt hlé á ádeilugreinum gegn
forystu sovézkra kommúnista
Flokksþing Repúblikana hafið
Thorez var ásamt konu sinni,
Jeanette Vermeersch, á leið til
orlofsdvalar við Svartahaf. Lík
hans var sett á land í hafnar-
bænum Varna í Búlgaríu.
Hann hafði verið heilsutæp-
ur síðan hann fékk hjarta-
slag árið 1950 og á flokksþingi
franskra kommúnista í maí sl.
lét hann af starfi framkvæmda-
stjóra flokksins, sem hann
hafði gegnt síðan árið 1930.
Hann var þá kosinn forseti
flokksins í viðurkenningarskyni
fyrir það mikla starf sem hann
hafði unnið honum. Eftirmaður
hans var kosinn Waldeck Roch-
et.
Thorez var af þeirri kyn-
slóð sem hóf stjórnmálaferil
sinn upp úr fyrri heimsstyrj-
öldinni, að loknum sigri öreiga-
byltingarinnar í Rússlandi.
Hann var af ættum námu-
manna og hóf sjálfur vinnu í
kolanámunum tólf ára gamall.
1919 gekk hann í franska sós-
íalistaflokkinn. Þegar minni-
hluti flokksins klauf sig úr
honum á þinginu í Strassburg
1920 og meirihlutinn stofnaði
Kommúnistaflokk Prakklands
gekk Thorez í hinn nýja flokk
og varð þremur árum síðar,
1923, deildarformaður flokksins
í Pas-de-Calais. Tveimur árum
síðar var hann kosinn í fmm-
kvæmdanefnd flokksins og 1930
varð hann aðalframkvæmda-
stjóri hans, og gegndi því
starfi, eins og áður segir, fram
í maí s.l.
Hann var einnig kosinn á
þing 1930 og alla tíð síðan var
hann í fremstu röð franskra
stjómmálamanna. Hann átti
manna mestan 'þátt í samfylk-
ingarstefnunni gegn fasisman-
um sem leiddi til myndunar
alþýðufylkingarinnar og ríkis-
stjómar hennar 1936, sem
kommúnistar studdu, enda þótt
þeir ættu ekki ráðherra í henni.
Sú stjórn markaði tímamót í
frönskum stjómmálum, lögfesti
40 stunda vinnuviku, greitt or-
lof og ýmsar aðrar mikilvægar
kjarabætur sem frönsk alþýða
býr enn að. Alþýðufylkingin
varð ekki langlíf, enda heims-
styrjöldin á næsta leiti. Komm-
únistaflokkurinn var þá bann-
aður og Thorez varð. ásamt
öðrum foringjum hans, að fara
huldu höfði. Hann komst und-
an til Sovétríkjanna fyrir her-
nám nazista og dvaldist þar
stríðsárin.
Þau ár óx flokknum stórlega
fylgi og hann var stærsti flpkk-
ur Prakklands að stríði loknu.
Thorez varð sjálfur ráðherra í
fyrstu stjórn de Gaulle eftir
stríð, 1945—46, og síðar vara-
forsætisráðherra í stjómum Bi-
dault og Ramadier fram tll árs-
ins' 1947, þega-r upp úr stjóm-
arsamvinnunni slitnaði. Síðan
áttu kommúnistar ekki aftur-
kvæmt í ríkisstjórn í Prakk-
landi. Á ýmsu hefur gengið
fyrir flokknum þessi síðustu
ár, en hann er þó enn lang-
öflugustu stjórnmálasamtök
franskrar alþýðu ,og ýmis merki
eru þess að nú blási aftur byr-
legar fyrir hann en gert hefur
um skeið.
Goldwater talinn hafa 126
atkvæði yfir meirihluta
SAN FRANCISCO 13/7 — Flokksþing Repúblikana var
sett í San Francisco í dag, en á því verður úr því skorið
hver verði í framboðn fyrir flokkinn í forsetakosningunum
í haust. Átökin milli helztu keppinautanna, Scrantons
fylkisstjóra og Goldwatters öldungadeildarmanns, hafa enn
harðnað síðustu daga, en allt bendir til þess að sá síðar-
nefndi muni sigra með yfirburðum þegar í fyrstu at-
kvæðagreiðslu um forsetaefnið sem fram fer á miðvikudag.
Þegar þingið hófst reiknaðist
fylgismönnum Goldwaters svo
til að hann hefði fengið loforð
um stuðning 84 fleiri fulltrúa
en þeirra 655 sem hann þarf
að fá til að verða útnefndur.
Eftir að þingið hófst lýstu 42
Óeirðir og morð
í suðurríkjunum
WASHINGTON 13/7 — Það kom
til alvarlegra kynþáttaóeirða í
smábænum I.akc City í Florida
um helgina, þegar hópur blökku-
manna reyndi að fá aðgang að
þeim hluta kvikmyndahúss bæj-
arins, sem eingöngu er ætlaður
hvitum mönnum.
Að sögn eiganda kvikmynda-
hússins, hófust óeirðimar með
því, að blökkukona. sem var
meinaður aðgangur að þessum
hluta hússins ætlaði að neyta
réttar síns með hníf á lofti.
Samkvæmt nýgerðri mannrétt-
indalöggjöf er kynþáttaaðskilnað-
ur í kvikmyndahúsum bannað-
ur og gerðu blökkumennimir
þessa tilraun í trausti nýju lag-
anna. í óeirðunum varð ungur
hvítur maður fyrir byssukúlu, er,
slasaðist ekki alvarlega.
A laugardag var blökkumaður,
Lemuel A. Penn. iðnskólastjóri í
Washington, myrtur i Colbert í
Georgíu. Hann var akandi í bíl
með fleira fólki á heimleið frá
æfingum í varaliðinu, sem hann
var ofursti í er laumumorðinginn
skaut hann úr bíl sem kom úr
andstæðri átt. Johnson forseti
hefur skipað ríkislögreglunni
FBI að rannsaka morðið.
Lítil Baptistakirkja blökku-
manna í Mississippi brann til
kaldra kola á laugardag. Álitið
er að kveikt hafi verið í kirkj-
unni.
Á sunnudagsmorgun varð lög-
reglan f Henderson í Norður-
Carolinu að nota táragas til að
dreifa u.þ.b. 100 manns hvítum
og svörtum, sem höfðu lent í
slagsmálum utan við veitingahús
í borginni. Veitingahúsið hafði
áður aðskilda sali fyrir kynþætt-
ina en verður nú að veita blökku-
mönnum aðgang 1 báða. Einn
svertingi slasaðist alvarlega. far-
ið var með 12 kynbræður hans
og fjóra hvíta menn á lögreglu-
stöðina. en þeim var öllum sleppt
skömmu síðar gegn 100 dollara
tryggingu.
af 58 fulltrúum frá Ohio stuðn-
ingi við Goldwater, svo að hann
ætti þvi að vera búinn að
tryggja sér 781 atkvasði, eða 126
atkvæðum meira en hann þarf.
Fyrsta atkvæðagreiðslan um for-
setaefnið fer fram á miðviku-
dag, og þær verða ekki fleiri
ef Goldwater tryggir sér þá
þegar meirihluta, eins og nú eru
allar horfur á.
Von Scranton*
Eina von Scrantons er að all-
stór hópur þeirra fulltrúa sem
þegar hafa heitið Goldwater
stuðningi bregðist honum þegar
á hólminn kemur. Einn nánasti
samstarfsmaður Scrantons. Hugh
Scott, sagði í gær að Goldwater
gæti ekki reitt sig fullkomlega á
stuðning fleiri fulítrúa en 623 í
fyrstu atkvæðagreiðslu. Scrant-
on myndi fá 348 atkvæði og aðr-
ir samtals 337. Scranton myndi
sfðan aukast fylgi og fá meiri-
hluta í þriðju atkvæðagreiöslu.
Tveir þriðju
Heldur þykir ótrúlegt að
Scranton verði að von sinni. Á
það er t.d. bent að tillaga hans
um að kveðið yrði fast að orði
í stefnuyfirlýsingu flokksþings-
ins varðandi réttindamál blökku-
manna var felld í dagskrámefnd
þingsins með 68 atkvæðum gegn
30, en tveir sátu hjá. Úrslit at-
kvæðagreiðslunnar eru talin
sýna styrkleikahlutföllin Gold-
water í vil.
Hörð gagnrýni
Eins og við mátti búast er
stjórn Demókrata harðlega
gagnrýnd í stefnuyfirlýsing-
unni, og fara hvorki Kennedy
né Johnson varhluta af þeirri
gagnrýni. Stjómir þeirra beggja
eru sakaðar um linkind við
kommúnismann. Þær hafi látið
undán"Siga fyrir honum. bæði á
Kúbu og í Berlín, en hafi hins
vegar stofnað til deilna við
helztu bandamenn Bandaríkj-
anna, m.a. Frakkland og Bret-
land, út af meginatriðum, svo
sem kjamavígbúnaði NATO.
Grafið hafi verið undan styrk
og einingu NATO og SEATO.
Stjórnarleiðtogar Demókrata
hafi gert sig seka um undanlát-
semi gagnvart kommúnistum á
alþjóðavettvangi, en heima fyr-
ir hafi þeir blásið að glæðum
kynþáttahatursins.
Bandaríska útvarpsfélagið
NBC birti í dag niðurstöður
skoðanakönnunar sem leiddi í
Ijós að meirihluti fylgismanna
Repúblikana myndi greiða John-
son forseta atkvæði ef Goldwat-
er væri í framboði á móti hon-
um. 46 prósent þeirra myndu þá
greiða Johnson atkvæði, en að-
eins 40 prósent styðja Goldwat-
er.
Seinna í dag birti bandaríska
fréttastofan eftirfarandi niður-
stöður könnunar á því hvernig
fulltrúamir á flokksþinginu
skiptust í upphafi þess:
Goldwater 764, Scranton 163.
Rockefeller 104, Lodge 45.
Margaret Chase Smith 19. 213
fulltrúar höfðu ekki tekið á-
kvörðun um hvem þeir myndu
styðja. 327 af atkvæðum Gold-
waters munu greiða fulltrúar
sem ekki eru bundnir lögum
samkvæmt að fylgja honum að
málum.
Fyrsta síldin sölt-
uð á Þórshöfn
ÞÓRSHÖFN, 12/7 — Fyrsta
síldin var söltuð hér á Þórshöfn
í gær. Það var Guðbjörg frá
Sandgerði sem kom með 1100
mál og tunnur og voru saltaðar
486 tunnur. Orkastinu var ekið
til Bakkafjarðar til bræðslu.
Síldin var söltuð hjá söltunar-
stöðinni Hring, eigandi Daníel
Þorsteinsson frá Siglufirði.
i Peking harðorð gagnrýni á
Krústjoff og félögum hans sem
m. a. eru sakaðir um að reyna
að endurreisa auðvaldsskipu-
Iagið í Sovétríkjunum.
„Krústjoff-klfkan“ er sögð
hafa afnumið alræði öreiganna,
breytt öreigaeðli sovézka
kommúnistaflokksms og rutt
brautina fyrir endurreisn auð-
valdsþjóðfélagsins í Sovétríkj-
unum Vísað er á bug þeirri
„fáránlegu11 staðhæfingu að
stéttaibaráttan sé úr sögunni i
Sbvétrik j u n u m. Þar sé komin
upp ný burgeisastétt sem sam-
anstandi af . úrkynjuðum ein-
stakljng^m úr forystu flokks-
ins; álniannasamtökum, fyrir-
tækjum og ríkisbúum og borg-
aralega sinnuðum menntamönn-
um. — Endurskoðunarsinnarn-
ir í Krústjoff-klfkunni eru
pólitískir fulltrúar hinnar sov-
ézku burgeisastéttar og þá
einkum forréttindahópsins inn-
an hennar, segir í greininni.
Sagt er að markmið Krústj-
offs að leggja grundvöll að
kommúnistísku samfélagi í Sov-
étríkjunum á tuttugu árum sé
fjarstæða. Mao Tsetung hafi
sagt að endanlegur sigur sós-
íalismans munj ekkj vinnast á
tíma einnar eða tveggja kyn-
slóða, heldur fremur fimm eða
tfu eða enn lengri tíma. Sov-
ézk alþýða sé sáróánægð með
hlutskipti sitt, arðrán og yfir-
gang forréttindastéttarinnar.
Á fjórum síðum blaðsins eru
birtir útdrættir úr greinum og
ræðum sem birzt hafa í Sovét-
ríkjunum að undanförnu með
árásum á kínverska kommún-
ista.
Bifresðaárekstur
' Hónavatnssýslu
BLÖNDUÓSI í gær — Allharð-
ur hifreiðaárekstur varð í dag
við Gljúfurá; sem er á mótum
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu. Nokkur meiðsli urðu á
mönnum. Tvær litlar bifreiðar,
önnur úr Kópavogi en hin úr
Reykjavík rákust þarna saman,
og skemmdust báðar bifreiðam-
ar mikið. önnur þeirra er tal-
in alveg óökufær, en hin var
dregin burt af slysstaðnum.
Læknir kom á staðinn og
gerði að meiðslum þeirra, sem
í bílunum voru, en síðan voru
beir fluttir á hótelið á Blöndu-
ósi og munu meiðslin því ekki
hafa verið alvarleg. — G. A.
1
i
\