Þjóðviljinn - 17.07.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1964, Síða 10
10 SIÐA ÞTÖÐVILIINN Föstudagur 17. júlí 1961 þú vissir hve oft á ári ég sé sólarupprásina. Hann horfði nið- ur á Tiber. — Þetta er ekki sér- lega stór á, finnst þér? — The troubled Tiber chafing with her shores, sagði hann allt í einu Jack til undrunar. — Já, ég held svei mér að ég gæti synt yfir hana, jafnvel í herklæðum. En Shakespeare hefur trúlega aldrei séð hana. Hann brosti feimnis- lega yfir þessum bókmennta- þönkum sínum. — Þeir eru nú skrýtnir þessir Italir. sagði hann. — Þeir eiga heima hér í borg- Snni, rétt eins og annað fólk á öllum mögulegum öðrum stöðum. Rétt eins og hér hefði aldrei gerzt neitt merkilegt. Jack gekk þögull við hliðina á honum og horfði yfir ána á hið dökka bákn sem var Palazzo de Giustizia, meðan hann hugsaði um svefnherbergið 'sitt og beið þess að Holt segði það sem hon- um lá á hjarta. Holt ræskti sig dálítið vand- ?ur. — Við minntumst á áðan, hann bandaði með handleggnum í áttina að húsinu isem næturklúbburinn var í — að þú værir í þjónustu hlns' op- inbera. Jack nennti ekki að leiðrétta hann. — Já, ég á við að það gæti verið að þú þekktir einhverja af þeim sem vinna i sendiráðinu héma. — Já. fáeina, sagði Jack. — Ég hef komið þar.gað tíu eða tuttugu sinnum síðasta mánuð- inn, sagði Holt. — Þeir eru ósköp almennilegir við mig. Þú mátt ekki misskilja mig, þeir gætu ekki verið kurteisari eða alúðlegri, en.. Hann yppti öxlum. — Það sakar aldrei að þekkja mann sem er úr þeirra hópi, ha? — Nei. sagði Jack hlutlaus og velti fyrir sér í hvaða vandræð- um Holt gæti átt við utanríkis- ráðuneytið sem hann ætti að geta liðsinnt honum við. — Jú, sjáðu til. við erum að reyna að fá að ættleiða ungbam. við mamma. Holt var dálitið nið- urdreginn, næstum skömmustu- legur eins og hann hefði verið að játa á sig afbrot. — Og þú myndir ekki trúa þvf. ef þú viss- ir hve miklum erfiðleikum það er bundið. HÁRGRFIÐSLAN Hárgreðsiu og snyrtistofa STE’NU og DÓDÖ Laugavegi 18 TII h. (lyfta) SÍMI 24616 P E R M A GarSsenda 21 SlMI: 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNAKSTOFAN Tjamargötu 10 - Vonarstræt- ismegin — SÍMI: 14662 H A RG R E i ÐSD USTOF A AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) uaugavegi 13. — SlMI: 14658 — Nuddstofa á sama stað. — Ættleiða bam, Jack. — Hér? Eins og ég sagði í næturklúbbn- um áðan, sagði Holt stirðlega, — þá þori ég að fullyrða. að ég er búinn að hrista af mér alla þá kynþáttafordóma sem ég kann að hafa haft. Þar sem ég er fæddur og uppalinn í Oklahoma ......... Hann þagnaði. — Já, ég á við — Nú var röddin þrjózkuleg — hvað er athugavert við ítölsk böm? — Ekki neitt, sagði Jack í skyndi. — En væri ekki auðveld- ara fyrir ykkur að ættleiða barn heima? Holt hóstaði vandræðalega, bar hendumar upp að náttborðinu og dró sombreróinn ögn lengra niður á höfuðið. — Við eigum í — erfiðleikum. smáerfiðleikum heima, sagði hánn. Jack, ég finn að mér er óhætt að tala hreinskilnislega við þig. Ég fann það við borðið i næturklúbbnum. Þú ert skiln- ingsríkur maður. Herrá Delariey hefur sagt mér, að þú eigir sjálf- ur tvö böm. — Þrjú, sagði Jack vélrænt- — Þrjú. sagði Holt. Fyrirgefðu. Þú veizt hvemig þetta er. Kon- ur þurfa böm. Líf konu verð- ur einhvern veginn innihalds- laust, ef hún á ekki ........... Æ, fjandinn hafi það, ég þarf ekki að segja þér það. Henni hætti til að leita eftir öðru til að fylla þetta tóm .... Hann þagnaði ég Jack sá aftur fyrir sér flöskuna við flygilinn. — Og einhverra hluta vegna hefur okkur ekki auðnazt að eignast böm, sagði Holt. — Læknamir segja að við séum heilbrigt og eðlilegt fólk. en okkur hefur ekki auðnazt að eignast böm. Það er ekki eins fátítt og þú heldur. Ef þú lítur í kringum þig, þá sérðu heiminn mora í bömum, fátækum, svelt- andi, vannærðum .... Röddin var hörð og bitur. — Og þú getur ekki gert þér i hugarhmd hve til eru mörg tóm heimili. sern eru dæmd til að vera tóm áfram. Og þrátt fyrir alla þessa vísindamenn, öll bóluefnin, allt penicillínið, allar vetnissprengj- umar og tunglflaugamar, er ekk- ert gert í þessu. Æ. það sem við erum búin að reyna. . . . Holt horfði út yfir dimmt fljótið sem lyktaði af vetrarmold og blautu frosnu grasi milli sementsbakk- anna. — Æ, fjandakomið. þú ert fullorðinn maður, sagði hann beizklega. — Þú hefur eignazt syni. þú ættir ekki að hneyksl- ast. Gas og hitinn mældur klukk- an sex að morgni og reyna svo að .... — Hann þagnaði. Það var eins og hann þyrfti að fá útrás. Svo hélt hann áfram með sinni rólegu og drafandi Okla- homa rödd. — Við gengum svo langt að reyna gervifrióvgun hjá lækni. Ekkert gagnaði. Veslings Berta. sagði hann með röddina þrungna tuttugu ára ást og með- aumkun sem entist heimsálfa á milli. — Þú hefúr ekki séð hana nema í k/ukkutíma eða svo, svo að þú hefur sjálfsagt ekki tricið eítir því — en.... Hann hikaði og svo kastaðí hann sér út í það. — Hún — já, sem sé, ef hún væri karlmaður væri sagt að bán væri ofdrykkjumað’jff. — Nei. sagði Jack. — Ég tók ekki eftir því. — Já, hún er auðvitað siðfág- uð kona, sagði Holt. — Hún gæti drukkið frá morgni til kvölds án þess að segja nokkum tíma eitt einasta ljótt orð, ekki eitt einasta orð sem ekki væri hægt að end- urtaka á beztu heimilum, en — það er ekki hægt að loka aug- unum fyrir því. Jack — þetta fer versnandi með hverju ári. Ef hún ætti böm — bam............ — Ég get samt ekki skilið, þvers vegna það er svona erfitt að finna bam heima til að æft- leiða, sagði Jack hugsi. Holt dró andann djúpt. Hann gekk tíu . skref þegjandi. — Berta er kaþólsk, sagði hann loks. — Ég var víst búinn að segja þér það. — Já. — Og ég er fæddur og uppal- inn sem baptisti og ef ég er nokkuð yfirleitt nú orðið, þá er ég enn baptisti. sagði Holt. — Og í Bandaríkjunum — jæja, ja, þetta fólk sem rekur barnaheim- ili leggur mikla áherzlu á þess háttar. Já, ég á við að kerfið er þannig, að kaþólikkar gefa kaþólsku fólki bömin. mótmæl- endur mótmælendum, já, jafn- vel gyðingar .... Hann þagnaði, hræddur um að hann hefði sagt eitthvað sem hann meinti ekki. — Auðvitað hef ég ekkert á móti gyðingum. Ég hef ekki neitt á móti neinum, sagði hann þreytulega. — Ég býst við að þetta sé rétt hjá þeim. 1 flestum tilfellum. Kannski. ef ég yrði kaþólskur. . . Bertha hefur auð- vitað aldrei farið fram á það, sagði hann í skyndi. — Láttu þér ekki detta í hug að hún myndi nokkurn tíma biðja um þess háttar, og við höfum ekki einu sinni rætt þetta ennþá, ekki svo mikið sem orðað það. En í trúnaði verð ég að viðurkenna, að það hefur komið fyrir að mig hefur langað til að fara til Bertu og segja við hana: — Mamma. farðu með mig til næsta kaþólska prests. "svö 'ðð" ég ’géti fengið fræðslu. Þeir gengu framhjá kirkju og búið var að loka fomaldarlegum dyrum hennar undir nóttina. kirkjan var dimm og ekki reiðu- búin til að svara spurningum eða hlusta á skriftir eða veita syndafyrirgefningu fyrr en næsta morgun. Holt horfði hugsi á þungar hurðimar og dýrlinga- myndimar sem stóðu í skoti öðrum megin við innganginn. — Þær eru stórkostlegar, hvíslaði hann. — Stórkostlegar. Hann hristi höfuðið eins og hann vildi hrista alla kaþólsku úr som- breróhattinum í eitt skipti fyrir öll. — Ég er svo sem ekki mikill baptisti heldur, sagði hann. — Stundum fer ég ekki í kirkju árum saman. nema við jarðar- farir eða brúðkaup. En ég er ekki þaþólikki. Ég get ekki sagt við nokkum mann að ég sé það eða vilji gjarnan verða það. Það getur enginn gert, Jack? Hver svo sem ávinningurinn er, ha? Þetta er skrýtin spurning í Rómaborg, hugsaði Jack og hugsaði um alla þá guðdóma sem hér höíðu hafizt og hrunið. þeim afneitað, breytt, umsnúið og hver ávinningurinn hafði verið! — Þú hefur sjálfsagt rétt fyrir þér, sagði hann. vegna þess að hann vissi að það vildi Holt helzt heyra. — Og samt held ég að ég hafi heyrt um fólk með rnismunandi trú sem ættleiddi böm .... sagði hann. — Já, það kemur fyrir, sagði Holt. — En ekki fyrir mig. — Af hverju ekki? spurði Jack. — Sagði Delaney þér ekki frá mér? spurði Holt tortryggnislega. — Nei. — Það er sjálfsagt ekki svo spennandi. Holt hló beisklega. — Nema fyrir mig. Það er nógu epennandi fyrir mig. fjandinn hafi það. Hann hneppti að sér frakkanum eins og honum væri kalt. — Ég er glæpamaður, .Tack. sagði hann blátt áfram. — Ég var í sex ár í fangelsi í Joliet í Minois fyrir rán. — Guð minn góður, hrökk út- úr Jack. — Já. það má nú segja. Guð minn góður, sagði Holt. — Það hryggir mig þín vegna, sagði Jack. — Það er óþarfi. Ég kom vopnaður inn i jámvörubúð, þegar ég var tvítugur og ég fékk hundrað og fjóra dollara úr peningakassanum og ég kom æðandi beint í flasið á óeinkenn- ísklæddum lögreglumanni sem kom inn í búðina til að kaupa hamar og nagla og fékk mig í staðinn. Og það var ekki í fyrsta skipti sem ég gerði svoleiðis lag- að. sagði Holt beisklega. — Ég átti tvennt fyrir á yfirsjónalist- anum og þeir vissu ekki um helminginn. Jæja, sagði hann röskíega. — Og nú er ég að reyna að fá að ættleiða lítinn dreng í Livemo. Allir heima sögðu að það gengi eins og skot. Hann hló dapurlega. — Maður skyldi ætla það, finnst þér ekki? Offjölgun, eyðilögð heimili frá stríðsárun- um. þeir hrópa sífellt um það að hér séu fimm miljónum of margir íbúar og þeir verði að flytjast úr landi. Hann hristi höfuðið yfir fyrri bamaskap sín- um. '— Ö. Jack, þú yrðir skelf- ingu lostinn — og ég nota vís- vitandi þessi orð: skelfingu lost- inn, ef ég spgði þér hvaða auð- mýkingar maður verður að þola til þess eins að reyna að útvega veslings sveltandi kríli heimili með sundlaug og þjónustuliði og menntun í Harvard. Hann þagn- aði og gaut augunum í kring- um sig. miður sín í hinni sof- andi borg. — Ég verð víst að flýta mér til baka, sagði hann. — i Berta fer að verða óróleg. — Éf það er eitthvað sem ég get gert, sagði Jack. — Ég vil ekki sóa tímanum fyrir þér, sagði Holt. — Ég veit að þú ert kominn hingað til að vinna mikilvægt verk og þú ert önnum kafinn — en ef þú skyld- ir eiga erindl í sendiráðið og rækist þar kannski á einhvern vin þinn sem er hátt skrifaður hjá ítölum .... Hann leit á úrið sitt. — -Það er orðið framorðið. Kannski gætum við borðað sam- an í vikunni, þú og ég og Berta, og þá gæti ég sagt þér hvað ég er búinn að gera hingað til, hvaða menn ég er búinn að tala við.... — Já, gjaman. sagði Jack. — Þú ert góður drengur, Jack, sagði Holt. — Ég er feginn því að við gátum talað saman. Ég segi það hreinskilnislega, að fyrst í stað. svona fyrsta klukku- tímann var ég hræddur um að mér ætlaði ekki að geðjast að þér. En nú geðjast mér mjög vel að þér, sagði hann innilega. — Mjög vel. Hann sneri sér við og gekk niður götuna að næturklúbbnum, glæpamaðurinn og miljónamær- ingurinn sem verið hafði sex ár í Joliet í Illinois, sem var vand- lega búinn að temja sér um- burðarlyndi gagnvart ítölum, bamaheimilisbömum. kaþólikk- um, gyðingum, mótmælendum, öskukörlum, með sombreróhatt- inn sinn. olíulindimar, með frá- dráttarbært lífemi í rómversku palazzo. Teinréttur og ráðalaus gekk hann framhjá lokaðri, óað- gengilegri kirkjunni, aftur til konunnar, sem væri kölluð of- drykkjumaður ef hún væri karl- maður, og ekkert nema barns- fingur (kannski) gátu skilið frá flöskunni. Jack stóð kyrr og horfði á herðabreiðan manninn undir stóra hattinum. bóndann frá sléttulandinu, sem var nú kom- inn út í gervifrjóvgun og skatta- hagræðingu, meðan hann fiar- lægðist undir framandi götuljós- um við ár. sem hann þrátt fyrir 6önnunargögn í bókmenntum, var viss um að geta synt yfir sjálfur. jafnvel í herklæðum. Heima í Paris hef ég aðeins áhyggiur af smámunum, hugs- aði Jack og brosti skakkt, eins og til dæmis því hvort sprengj- unni verði kastað fyrir áramót eða ekki. Meðan Jack stóð og horfði á Holt verða að óljósum bletti inn- anum steinana og sementið. götuljósin og dauð trén, skildi hann hvers vegna Delaney hafði verið svo áfjáður í að hann hitti olíumanninn og konu hans. Del- aney gat haft gagn af Holt, — þríhyrnda kvikmyndafélagið gætí Frá ÆFR Efnt verður til ferðar á laugardaginn kemur um nágrenni Reykjavíkur. Ferðin tekur tvo daga og hafður sami háttur á og með ferðimar út í „bláinn“, þannig að ákvörðunarstaðir eru ekki kunngjörðir fyrr en að þangað er komið. ÆFR hefur farið ýmsar ferðir fyrr í sumar og fengið þá reynslu að fólk lætur ækki skrá sig í ferð- imar fyrr en á síðusitu stundu. Þetta er mjög baga- legt fyrir okkur og hvetjum við hugsanlega ferða- félaga til þess að láta skrá sig hið allra fyrsta. Sími Æskulýðsfylkingarinnar er 17513, en auk þess tekur ferðaskrifstofan Landsýn við þáttltökutilkynn- ingum í síma 22890. Áskriftarsíminn er 17-500 Hringið í dag BUÐIII Klapparstíg 26 Sími 19800 VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERDIZT MED LANDSÝN Seljum farseðla með flugvélum og skipum y Greiðsluskilmálar Loftleiða: FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir FERÐASKRIFSTOFAN LA N □ S V N nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22390. — P.O. BOX 465 UMBOÐ LOFTLEIÐA. REYKJAVÍK. Auglýsið i Þjóðviljanum I É l

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.